Vísir - 19.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 19.06.1978, Blaðsíða 11
VISIR Mánudagur 19. júnl 1978 11 SÉR GRIFUR GRÖF... Alþýöubandalagiö hefur undan- farna mánuöi gert allt sem i þess valdi stendur til aö koma at- vinnuvegum þjóöarinnar á kné til þess eins aö styrkja stööu sína i kosningunum. Aöferöirnar eru gamalkunnar og byggjast á þvl aö misnota áhrifin 1 lykilstööum innan verkalýöshreyfingarinnar. Eins og áöur er látiö I þaö sklna, aö tilgangurinn sé aö rétta hlut þeirra, sem lökust hafa kjörin. Viö skulum kanna þetta aöeins nánar. Á hverjum bitna aðgerð- irnar? 1 nafni kjarabaráttunnar var látiö til skarar skriöa meö vorinu i þvi skyni aö hafa áhrif á kosn- ingarnar. Aö áliti Alþýöubandalagsins eru þaö verstu óvinir þjóöarinnar sem stunda þá iöjuaö flytjavörur til landsins og dreifa þeim I verzl- anir. Þetta eru heildsalarnir, þessir, óþörfu milliliöir”, sem neyöa fólk til aö kaupa glys og glingur. Var ekki eölilegast aö uppræta þennan „braskaralýö” og stööva þess vegna innflutning til landsins um skeiö. Hvers vegna var þetta ekki gert? Getur veriö, aö frambjóöendur Alþýöu- bandalagsins, sem sumir reka verkalýösfélögin eins og deild í flokknum, hafi óttast óvinsældir fólksins I landinu? Fólksins, sem þurfti á vörunum aö halda. Fólksins, sem fyrir kosningar, er kallaö „háttvirtir kjósendur”. Hvaö gera menn, þegar kjark- inn brestur, enhlýönin viö flokks- forystuna neyöir þá til aögeröa? Þá er reynt aö finna leiöir, sem koma ekki eins viö fólk strax;en hafa sömu áhrif, þegar fram i sækir. Þess vegna var „brask- aralýöurinn” látinn i friöi, en ráöist aö undirstööuatvinnuveg- inum. Nú var sett á útflutnings- bann. /-----------v----------\ Friörik Sophusson sjötti maöur á lista Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík skrifar: Hvað gera menn, þeg- ar kjarkinn brestur en hlýðnin við flokksfor- ystuna neyðir þá til að- gerða?.... „Braskara- lýðurinn" var látinn í friði, en ráðist að und- irstöðuatvinnuvegun- um með útflutnings- banni. En fólk er ekki eins illa aö sér og flokksþrælar Alþýöubanda- lagsins viröast halda, og augu manna eru aö opnast fyrir þvi, aö þessar aögeröir snerta fyrst og fremst umbjóöendur verkalýös- foringjanna. Vinnan i sjávar- plássunum dregst saman. Fjár- vana fyrirtækjum er haldiö gang andi meö aöstoö bankanna, sem i þegar hafa sprengt af sér öll út- lánaþök. Og I staöinn neita bank- arnir hinum almenna launa- manni um lán. Þetta eru stað- reyndir, sem eru umhugsunar- veröar fyrir þá, sem hafa treyst þessum forystumönnum til aö annast hagsmuni sina i kjarabar- áttunni. Sér grefur gröf, þótt grafi. Viðbrögðin i vinstri stjórn Þaö er ennfremur Ihugunar- vert, aö á valdatlmum vinstri stjórnarinnar 1971—74 sem sjálf kallaöi sig,,stjórn hinna vinnandi handa”, breikkaöi biliö á milli þeirra, sem bágusthöföukjörin og hinna, sem meira höföu til aö moöa úr. Þessi sama stjórn vann ennfremur þaö afrek aö marg- falda veröbólguna og koma henni á þaö litt viöráöanlega stig, sem hún er nú á. Hver voru viöbrögö Alþýöubandalagsins þá? t staö þess aö takast á viö vandann eins og menn, var fyrst reynt aö klóra I bakkann, en siöan var gefist upp. Og uppgjöfin algjör vegna óttans viö óvinsældir ábyrgra aö- geröa. Eina herbragö kjarkleys- ingjans er flóttinn og til þess var gripiö. Um hvað er kosið? Langstærsta verkefniö, sem er óleyst er aö vinna bug á veröbólg- unni, þvi aö hún er sá þjófur, sem mestu stelur frá þeim lægst laun- uöu. Veröbólgan veröur hvorki kveöin niöur meö verkföllum né slagoröum, heldur meö úrræöum þeirra, sem hafa kjark til aö horf- ast i augu viö staöreyndir og þor til aö leita viötækrar samstööu. Alþýöubandalagiö hefur ekki bent á neinar raunhæfar lausnir Þaö vill sundrungu en ekki sam- stööu. 1 kosningunum stendur valiö ekki um þaö hvort núver- andi rikisstjórn heldur velli heldur um þaö, hvort Sjálfstæöis- flokkurinn fær tækifæri til aö hafa áhrif á stjórnarmyndun eöa hvort mynda skuli nýja vinstri stjórn. Kosið veröur um þaö, hvort leita eigi leiða i frjálslyndum viöhorf- um Sjálfstæöisstefnunnar eöa i rikisforsjárhugmyndum vinstri manna, sem hika ekki við aö mis- nota völd sin, en flýja af hólmi þegar á móti blæs. Bessi Jóhannsdóttir kennari skrifar: Al- menningur hefur vax- andi tilhneigingu til að iáta mata sig af ein- földum staðreyndum, í sjónvarpi virðist skipta meira máli, hvað menn sjá, en þau rök sem menn hafa fram að færa.... Þetta kailar á ný vinnubrögð innan skólans... Kennarinn má aldrei líta á sig sem trúboða ákveðinna kenninga. J grein grunnskólans. Þar lærir nemandinn ekki samsafn þurra staðreynda, heldur þann kærleik og þá mannúð sem sizt má vikja á þeim timum þegar öfl mannfyrir- litningar og neikvæðni hafa náö tökum á allt of mörgum. Viö vitum um kennarana sem tala um þjóöfélagsmál út frá sinu pólitiska gildismati og tala þá jafnan eins og um viöteknar staö- reyndir. Kennarinn sýnir oft fyrirlitningu sina á fornum verö- mætum s.s. viröingu fyrir vald- höfum, foreldrum eöa kirkjunni. Hann hlær við þegar vísir menn eru nefndir eöa segir brandara og nefnir háöugleg dæmi, sem litil- lækka þá i augum nemandans. Kirkjuna sækja skritnir menn. Ungt fólk i kristnum söfnuöum er venjulega taliö klikkaö. Kirkjuna, þessa úreltu stofnun,ætti helzt aö leggja niöur. Dagblöö og fjölmiöl- ar eru mjög dregin I dilka. Kjaftabloð, klikublöö, ihalds- snepill, þröngsýnn og ofstækis- fullur eöa viösýnt blaö verkalýös- ins, sem auövaldiö hefurekki náö tökum á. „óvinir rikisins” Hverjir þekkja ekki aöferöir kommúnista meöal herstööva- andstæöinga. Þeir ganga um skólana meö limmiöa, sem sýna skýrt skoöanir þeirra: ÍSLAND ÚR NATO — HERINN BURT. Þegar nemendur vilja vita nánar um merkiö, þá fá þeir langan fyrirlestur um það hvern hag auövaldiö á Islandi hefur af veru okkar i NATO. Kennarinn notar þá jafnan viss hugtök til aö haföa til tilfinninga unglinganna, s.s. auövald, aröræningi, auðvalds- flokkur, kapitalisti. Lögö er áherzla á stéttaskiptinguna. Is- land er stéttskipt, lágstétt, sem er kúguö og arörænd, og hástétt, sem er ekkert annað en þjófar og ræningjar, blóösugur á alþýö- unni. Hugmyndir eru venjulega sóttar tillanda sem eiga fátt sam- eiginlegt meö Islandi á þessu sviöi. Stéttaátök eru æskileg, stéttasamvinnuhugtakiö heyrist aldrei, nema sem blekking auö- valdsins. Undirskriftasöfnun Varins lands sýndi ótviræöan vilja vilja landsmanna og setti óvænt strik i málflutning kommúnista, enda hafa þeir ekki dregiö af sér aö rægja þá menn, sem aö henni stóöu. Aö hafa aöra skoöun en kommarnir i Alþýöubandalaginu, heitir aö vera landráöamaöur. Enn er ekki mikiö fariö aö tala um „Ovini rikisins” en þaö mun aukast eins og heyra mátti i borgarstjórnarkosningunum þeg- ar einn frambjóöenda þeirra Guðrún Helgadóttir sagöi eitt- hvaö á þessa leiö, aö annaöhvort þyrfti að endurhæfa embættis- menn borgarinnar eöa reka þá. Þjóöviljinn tók undir þessi orö Guörúnar i ritstjórnarpistli þ. 10.6.78. Fleiri mega eflaust eiga von á þeirri einkunnagjöf ef Al- þýöubandalagiö kemst ein- hvern tima i þá aöstööu aö stjórna landinu. Hreiðra um sig í fræðslukerfinu... Við skulum vera minnug þess aö kommúnistar hafa tekiö upp þá aöferö aö reyna aö slá ryki I augufólks. Þeirra bylting er ekki hvaö sizt fólgin i þvi, aö hún á að koma innan frá, þ.e. aö stuöla aö þvi aö þeim gildum er rikt hafa i samfélaginu veröi komiö fyrir kattarnef. Þeir hreiöra um sig i fræöslukerfinu, stéttarfélögun- um, rlkisfjölmiölunum, og beita þeim siðan til aö villa um fyrir al- menningi. Sósialisminn er eins og baneitraö eplisem aldrei má blta i. Þaö er ljóst af ofansögöu aö viö þurfum að hefja sókn gegn slikum áróöri. Til þess aö svo megi vera veröa allir aö taka höndum saman er unna lýöræöi og frelsi lands okkar. Látum ekki deigan siga þó kommúnistar risi upp á afturfæturna og kalli okkur Úlum nöfnum, þaö þýðir jú ekki annaö en aö viö höfum komiö viö kaunin á þeim. Ef svo er þá erum viö á réttri leiö. Bessi Jóhannsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.