Vísir - 15.07.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 15.07.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 15. júli 1978 VISIR Sumir menn eru þannig gerðir að þeir sjá áhugamál svo að segja við hvert fót- mál. Aðrir koma aldrei auga á neitt, sem vekur áhuga þeirra. Þeir sem eru i fyrri hópnum hafa oft verið kallaðir „dellukallar" sem máltil- finning mín metur sem dálítið niðrandi orð. En svo þarf auðvitað ekki að vera, raunar ætti þetta orð að vera hrósyrði, það segir að viðkomandi hafi mörg áhuga- mál og nýti fristundir sínar í þágu þeirra. Vissulega þarf að rata meðalveginn í þessu sem öðru, ef vel á að vera, — og það hefur Ásgeir Christensen eflaust gert. Hann hefur haft ótal áhugamál um dagana, sökkt sér niður i þau af eldmóði, en alltaf staðið í sínu stykki. Flugið heillaði hann snemma og hann iauk námi í greininni. En áhugamál skyld fluginu, fallhlifarstökkog sviffflug lét hann ekki með öllu afskiptalaus. Og á skíð- um brunaði hann i mörg ár, bæði sem nemandi, keppandi og kennari. I gegnum skíðaáhugann lá leiðin til Bandaríkjanna, þá til islands aftur og enn vestur um haf, þar sem kappakstur hreif hann með sér. Öll þessi áhugamái eru tengd hraða. Þegar Ásgeir kom heim til Fróns í sumar- fri tók Visir eitt „hvað"-viðtal við hann. „Frambrett- fœffusf af bílnum” *> \ V "W:: Rcett við Asgeir Christensen f,hrað,,-áhugamann, sem býr í Bandaríkjunum og leggur þar stund á kappakstur í Formula Ford flokki ■ 38, Asgeir i hvltum galla stendur fyrir framan bilinn og Gestur Gunnarsson (t.h.) hugar aö dekkjunum. Býr i Los Angeles ,,Ég hef kannski gengið meö þaö i maganum þegar ég var litill að það væri gaman aö keyra kappakstursbil, en ég lét mér svo sem ekki dreyma um það, að það yröi að veruleika”, sagöi Asgeir I upphafi spjallsins, en hann mun nú vera eini tslendingurinn sem leggur stund á kappakstur að ein- hverju marki, og sennilega sá fyrsti sem leggur út á þá hrað- braut frá þvi Sverrir bóroddsson hætti kappakstri. „Þaö var vinur minn úr fluginu, Mike Roche, sem kenndi mér undirstööuatriöin i kappakstri. Hann er sjálfur mikill áhugamaö- ur um þessa iþrótt og keppir i stærri ílokki en ég. Asgeir er búsettur i Californiu, nánar tiltekiö i Los Angelos og starfar þar sem flugmaöur hjá flugfélaginu Golden West Airlines. Hann hefur starfaö i tvö ár hjá þessu fyrirtæki og flýgur á Twin Otter vélum á milli staða innan rikisins. „Þetta er allt stutt flug, frá tuttugu minútum upp i klukkutima”, sagði Asgeir. Kenndi i sex ár á Bandaríkjunum skíði Aöur en Asgeir fór i flugmanna- starfið i Bandarikjunum vann hann um nokkurra ára skeiö hjá Vængjum. Þar áöur haföi hann kennt Bandarikjamönnum á skíði i eina sex vetur. „Ég kenndi i Aspen i Colorado, sem er einn af stærri skiöastööum Bandarikj- anna, en eftir sex ára dvöl vestra fór ég heim til aö endurnýja i mér tslendinginn”, sagði Asgeir. Ef farið er enn lengra aftur i timann, má geta þess að Asgeir kenndi á skiöi i Noregi vetrar- langt áður en hann hélt til Banda- rikjanna, en hann haföi þá um langt skeiö lagt kapp á skiöa- iþróttina. Hér heima haföi hann ennfremur tekiö flugmannspróf. Hann hefur sem sagt ýmislegt tekið sér fyrir hendur drengurinn sá. Samt er hann aðeins 35 ára. En viö ætluðum aðallega að fræðast um kappaksturinn. Búinn að keppa i kapp- akstri í tæpt ár „Já, Mike kenndi mér og ég fékk strax óstjórnlegan áhuga. Margir sem ætla aö leggja fyrir sig kappakstur aö einhverju ráöi fara i skóla, en ég geröi það nú ekki. Ég keppi núna i flokki, sem heitir Formula Ford og hef leyfi til þess að keppa hvar sem er i Bandarikjunum. En til þess að fá slikt leyfi þarf maöur aö hafa far- iö i gegnum ýmislegt áður”. Og Asgeir rakti söguþráöinn. „Ég byrjaði að key.ra i ágúst i fyrra og útvegaði mér byrjenda- Ieyfi. A þessu byrjendaleyfi þarf maöur aðljúka tveimur keppnum. Þegar þaö hefur tekist fékk ég innanríkisleyfi og þurfti aö ljúka fjórum keppnum áður en ég fékk leyfi til aö keppa hvar sem er i Bandarikjunum, þ.e. i Formula Ford flokknum, en þaö er svipaður flokkur og Evrópubúar kalla Formula 3. Þetta er flokkur sem nýtur mjög almennra vin- sælda og einkum fyrir þá sök, að það er ódýrast að vera með i þessum flokki. t þeim keppnum, sem ég hef tekiö þátt i eru oft- astmilli 40 og 50 bilar i keppni.” 7. sæti besti árangurinn Hvað er „ódýrast” i þessu dýra sporti, er spurt. „Hver keppni er aldrei undir 130.000 króna og þá á ég bara við kostnaö viö þátttökuna, inntöku- gjald og aöra kostnaöarliöi, auk nýrra dekkja, en þar liggur stærsti kostnaðarliðurinn”. „Ný dekk? Þarf virkilega að skipta alveg um dekk eftir hverja keppni?” „Já, þau klárast eftir hverja keppni eða svo til. Það er kannski hægt að böölast eitthvað á þeim við æfingar á eftir, en ný keppni útheimtir ný dekk”. „En árangurinn?” „Ég hef tekiö þátt i tólf keppn- um og besti árangurinn til þessa er 7. sæti af 46 keppendum. Það var i febrúar siðastliðnum. í siöustu keppni sem ég tók þátt i rétt áöur en ég kom heim lenti ég i 25. sæti af 46 keppendum. Þá „tsland” stendur skýrum stöfum aftan á bflnum, og billinn er orðinn þekktur undir nafninu „Icelandic Racing Team” eða „tsienska kappakstursliðið”. Kennarar — Kennarar íþróttakennara vantar við grunnskóla Patreksfjarðar ó komandi vetri. íbúð fylgir starfinu ef óskað er. Nónari upp- lýsingar gefur Gunnar R. Pétursson í síma 94-1367 Patreksfirði VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávalll fyrirliggjandi ýmsar staerðir verdlaunabikara og verálauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar ibrótta. Leltiö upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugsvegi • - R«yk|avík - Sími 22804 KEFLAVIK Starfskraftur óskast á skrifstofu Kefla- vikurbæjar nú þegar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. júli n.k. BÆJARRITARINN í KEFLAVÍK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.