Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 7

Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 7
vism Laugardagur halda þetta út er sú að ég hef aldrei þurft að leita til annarra um efni”. Er þá.ekkert hæft I þeim full- yrðingum að mamma þln semji fyrir þig? „Nei, þaö er ekki til krókur fyrir þvi. En það var ágætt að þú spurðir að þessu þvi ég hef nefni- lega heyrt þetta áður. Frá upp- hafi hefur það verið föst regla hjá mér að taka ekkert efni annars staöar frá og þegar sá dagur rennur upp að ég þarf að leita til annarra með efni þá hætti ég að skemmta. Það eru alveg hreinar linur með það”. 22. júli 1978 //Hef foröast að gefa mig upp" //Ég hef bara verið svona heppinn" A leiöinni heim um nóttina er Ómar jafn~hress og kátur og i upphafi ferðarinnar. Þrátt fyrir langan og^strangan vinnudag er engin þreytumerki að sjá og ég spyr hvernig hann fari að þessu: „Ég get sofnað hvenær sem ég vil og hvflist oft með þvi að leggja mig-I nokkrar minútur I senn. Svo er maöur I sportinu llka, — fót- bolta og hlaupum og það sótar út æöakerfinu. Annars er ég nú oft helvíti þreyttur, sérstaklega eftir erfiða fréttavakt. En það má segja að fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn hvlli hvor annan á vissan hátt. Reyndar fylgir talsvert stress báöum þess- um störfum og bæöi blaöamenn | tUniilTMZTTI „Ég kannast viö marga en þekki ekki kjaft..” Talið berst að stjórnmáium og Ómar kveðst hafa haft stjórn- málaáhuga frá þvlhann man eftir sér: „Stjórnmáladellan er liklega sú elsta I dellusafninu minu en ég var ekki nema sjö eöa átta ára þegar ég byrjaði að hlusta á út- varpsumræður. Og alla tið siðan hef ég haft óhemjumikinn áhuga á stjórnmálum”. Gætirðu sjálfur hugsað þér að hefja bein stjórnmáiaafskipti? „Ég þori nú eiginlega ekki að svara þessu. Ég hef stundum sagt I grlni að frétta- og fræðsludeild sjónvarpsins sé að verða eins konar frétta- og framboðsdeild svo það er eins gott að segja sem minnst. En bæði út af frétta- mannsstarfinu og skemmti- kraftsstarfinu hef ég forðast að gefa mig upp, sem kallað er. Auk þess á ég nú afskaplega erfitt með að finna mér réttan bás I Islenska flokkakerfinu og það er kannski meginástæðan fyrir þvi að ég hef ekki getaö hugsað mér að fara út i pólitik”. i Nú gerir þú gjarnan grin aö stjórnmálamönnum þegar þú ert að skemmta. Hefurðu móðgað einhverja þeirra svo að þú vitir? „Þétta er nú fremur saklaust ' grin og þeir hafa að minnsta kosti tekiö þessu eftir þvl sem ég best veit. Þeir virðast vera afar um- burðarlyndir menn. Að vlsu hefur það komið fyrir að menn hafa kvartað við mig fyrirþefrra hond, — en það er þó ótrúlega sjaldan”. og leikarar eru sagðir stuttlifir. Þannig að samkvæmt þvi á ég ekki glæsilega framtið fyrir mér. En með því að njóta augna- bliksins er ef til vill hægt að losna við eitthvað að streitunni. Ég held að Islendingar njóti augnabliks- ins allt of litiö. tslendingar eru alltaf á kafi I fortiðinni, — allt of alvarlegir. Og svo ég fari nú að „flósófera” svolitið þá held ég að það vanti t.d. i kirkjuna og trúar- brögðin andrúmsloft sem að hressir menn upp. 1 nýjatesta- mentinu er þetta kallaö fagnaðar- erindiðj þvi eru menn þá svona dauðans alvarlegir I kirkjum??” islendingar eiga sjálfsagt erfitt með að ímynda sér þig I vondu skapi. Ertu ailtaf I góðu skapi? „Nei, alls ekki. Ég get veriö fjandanum erfiðari og að upplagi er ég bæði feiminn og daufgerður. Sem unglingur var ég jafnvel þunglyndur á köflum. Ég hef bara verið svona heppinn. Ég hef oft velt þvi fyrir mér að sennilega væri ég allt öðruvisi ef ég hefði ekki verið svona heppinn, — að lenda á uppörvandi vinnustað og eiga jafnlynda konu. Ef ég verð reiður þá verö ég alveg hrikalega reiður, — ofboðs- lega reiður og þá þykir mér gaman að brjóta stóla og svoleið- is. Það hefur nú reyndar smám saman elst af mér”. En þegar ég var strákur var ég mjög feiminn og svo daufgerður að fólk hélt að ég væri eitthvað skrýtinn. — Svo varð ég bara skrýtinn á hinn veginn. En þetta er satt, ég var t.d. aldrei I fótbolta með hinum strákunum, heldur hékk inni og las bækur. Reyndar er ég feiminn enn þann dag i dag og er alls ekki of öruggur með mig þegar ég hitti t.d. ný andlit. En það versta við mig er kannski það, hvað ég er fjandi ómannglöggur. Ég kannast við mjög marga en þekki ekki kjaft. Fólk segir lika stundum við mig: „Hvað djöfull ertu merkilegur með þig, þú bara heilsar ekki..” — en sannleikurinn er þá sá að ég bara kem manninum ekki fyrir mig.” //Fólk leyfir sér allt of litiö" „Sem unglingur átti ég afar erfitt með að fara troðnar slóðir. Ég vildi fara hjólandi I mennta- skólann — i ullarsokkum, striga- skóm og gallabuxum. En að gera svoleiðis fyrir tuttugu árum var nánast útilokað. A þeim timum mátti enginn gera neitt sem ekki féll inn I hið viðurkennda hegð- unarmynstur. Allir urðu að vera með bindi og i burstuðum skóm. Að vissu leyti öfunda ég unga fólkið núna af þvl frjálsræði sem það býr við”. En nú ert þú sennilega öðrum mönnum fremur i aðstöðu til að gera ýmislegt sem aðrir leyfa sér ekki? „Já, en ég vildi bara aö allir gætu leyft sér meira. Að mínum dómi leyfir fólk sér allt of litið. Ég á ekki við það, að menn hætti að vinna nema þegar þeim sýnist, heldur hitt, að menn njóti augna- bliksins og þurfi ekki að drekka sig fulla til þess. Það rikir tvöfalt siðgæöi hjá okkur Islendingum. Það er viöur- kennd staðreynd aö allir eigi að vera svona dauðans alvarlegir, og megi ekki gera neitt. En svo er það viöurkennt I raun að menn megi sleppa fram af sér beislinu og haga sér eins og skepnur, — þeir þurfi bara að drekka til þess. Og þá er þaö afsakað með þvl að aumingja maðurinn hafi bara verið svona fullur að þetta hafi ekki verið honum sjálfrátt. Og svo þykjast menn ekki muna neitt vegna þess að þeir geta ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér að þeir hafi þessa tilhneigingu til að bregða út af hinum gráa hvers- dagsleika”. //Elni alkóhólistinn sem hefur aldrei bragðað vín" „Þaö rikir tvöfalt siðgæði hjá tslendingum”. Nú ert þú sjálfur bindindismað- ur. Er einhver sérstök ástæöa fyrir þvi? „Stundum er sagt I gríni að ég séeini alkóhólistinn á tslandi sem hefur aldrei bragðað vin. Ég hef afskaplega gaman af aö heyra fylliriissögur af sjálfum mér og hef heyrt þær margar, sérstak- lega hérna áður fyrr. I fyrra var það t.d. sagt við einn úr hljóm- sveitinni hans Ragga að alveg væri það forkastanlegt hvaö þeir létu hann Ömar fljúga alltaf. svona fullan. Sannleikurinn er nú samt sá að ég hef aldrei bragðað vln eða reykt og ég er afskaplega mikið á móti öllum vinugjöfum, hvað sem þeir heita — magnyl- pillur eða eitthvaö annaö. En ég verð að játa aö mér finnst gaman að vera með skemmtilega fullum mönnum og þá get ég orðið manna fyllstur án þess að smakka það. En það verður þá að vera eitthvert vit I grininu og þvl miöur kemur það alltof oft fyrir að menn drekka sig leiðinlega og , illa fulla. Astæðan fyrir þvi að ég drekk ekki er einfaldlega sú að ég hef aldrei tekið áhættuna aö byrja. Ég held satt að segja að ég hefði ekki getað farið með vin og ég ákvað tiltölulega snemma að sleppa þvl alveg. I þessum skemmtibransa er alltaf verið að bjóða manni vin og mér er ekki grunlaust um, að hefði ég ein- hvern tima byrjaö að drekka væri ég fyrir löngu búinn að syngja mitt siðasta”. Sv.G. Húsavík Starf innheimtustjóra hjá Húsavikurbæ er hér með auglýst laust til umsóknar. óskað er eftir manni með viðskiptamenntun í starfið. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður i sima 96-41222. Bœjorritarinn Húsovik Frá Frœðsluskrifstofu Reykjavíkur Fræðsluskrifstofa Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa: 1. Ritarastarfs við sálfræðideild skóla 2. Umsjónar með skólahúsum. Laun samkvæmt kjarasamningi borgár- starfsmanna. Umsóknum um störfin skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnar- götu 12 fyrir 11. ágúst n.k. vísir Vantar umboðsmann í Sandgerði fró 1. ógúst vísm VÍSIB Bergþórugata Frakkastigur Kárastigur __ Höfðahverfi frá 1/8 BLAÐBURÐAR- Borgartún •• Hátún BORN Miðtún r Þórsgata * OSKAST Freyjugata Njarðargata Lokastigur VISIB \A Smurbrauðstofan BJÖRNINIM Njólsgötu 49 - Simi 15105

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.