Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 10
10
Laugardagur 22. júli 1978
VISIR
m fci* ;l
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjori: Davíð Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Petursson. Umsjón meö helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind
Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jóns’son, Guöjón Arngrímsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónina AAikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Öli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón
Öskar Hafsteinsson, AAagnús Ölafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8
símar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 100 eintakiö.
Kosningaúrslitin kölluð á nokk-
uð líf legar umræður um hlutverk
dagblaða og fjölmiðla í stjórn-
málum. Þeir sem urðu undir í
kosningabaráttunni vörpuðu
margir hverjir ábyrgðinni af eig-
in herðum yfir á síðdegisblöðin.
Þessar umræður eru í sjálfu sér
ekki óeðlilegar þegar á það er lit-
ið, að sjálfstæð blaðamennska
var ríkari þáttur í upplýsinga-
miðlun þessarar kosningabaráttu
en nokkru sinni fyrr.
Áður voru blöðin fyrst og
fremst tæki í höndum stjórn-
málamanna. Blaðamenn höfðu
þá engu sjálfstæðu hlutverki að
gegna. Þeir voru aðeins þjónar
þingmanna og ráðherra. Það er í
þessum punkti, sem umskiptin
hafa orðið. Helmingurinn af
dagblöðum landsmanna lýtur nú
sjálfstæðri ritstjórn, sem er óháð
boðvaldi einstakra flokka eða
f lokksforingja.
Blöðin eru þannig að verða
þriðja aflið í stjórnmálunum.
Þau eru orðin sjálfstæður upp-
lýsingamiðill milli stjórnmála-
manna og kjósenda. Stjórnmála-
menn hafa ekki lengur á valdi
sínu hvaða upplýsingar eru
dregnarfram ídagsljósið. Blöðin
leggja þar á sjálfstætt mat. Og
vissulega hefur ábyrgð þeirra
aukist við það.
Áður fyrr var pólitík f lokkanna
nær alfarið mótuð á ritstjórnar-
skrifstofum f lokksblaðanna.
Með vexti sjálfstæðra blaða hef-
ur þetta breyst. Flokkarnir gera
ekki lengur treystá blöðin í þessu
tilliti. Þau fjalla um það sem
flokkarnir eða foringjar þeirra
gera í pólitík en búa hana ekki til
fyrir þ>á.
Breytingar í þessa veru hafa
verið að gerast á löngu tímabili.
En á allra síðustu árum hafa orð-
ið skörp skil í þessu efni einkan-
lega að því er blöðin varðar. Eðli-
legt er að menn velti þessum
breyttu aðstæðum fyrir sér, og
sem ábyrgir aðilar í þjóðmála-
umræðunni verða blöðin að taka
gagnrýni og brjóta hana til
mergjar.
En því er ekki að leyna að sumt
af því sem sagt hefur verið í
þessu sambandi er þess eðlis að
ekki tekur nokkru tali. Skrif Ing-
vars Gíslasonar alþingismanns
um fréttamafíu síðdegisblað-
anna og útvarpsins eru af því
tagi. Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra greip á sínum
tíma til þessa orðbragðs vegna
þeirrar ádeilu á Framsóknar-
flokkinn er Ingvar Gíslason ger-
ir nú að umtalsefni. Dómsmála-
ráðherra varð að sæta ómerkingu
ummæla sinni fyrir dómi.
Menn reyna oft og tíðum að af-
greiða gagnrýni sjálfstæðra
blaða sem siðlausa æsiblaða-
mennsku. f þessu sambandi er
vert að haf a í huga, að útilokað er
að draga öll sjálfstæð blöð í,
sama dilk. Þau eru eðlilega mjög
misjöfn. En um leið er ástæðu-
laust fyrir þá sem eru að troða
sjálfstæðri blaðamennsku braut
að setja sig á svo háan hest, að
viðurkenna ekki að þeir geta eins
og aðrir gert mistök.
En þegar menn tala um sið-
leysi í blaðamennsku er fróðlegt
að bera saman skrif sjálfstæðra
blaða og f lokksblaða. Þó að skrif
f lokksblaðanna hafi batnað við
harðnandi samkeppni ganga þau
miklu lengra en sjálfstæðu blöð-
in í ómerkilegum persónulegum
árásum á pólitíska andstæðinga.
Flokksmálgagn Ingvars Gísla-
sonar hefur staðið í þeirri lág-
kúru miðri.
Kjarni málsins er sá, að lengur
er ekki unnt að draga upp fals-
myndir af stjórnmálamönnum í
hvítum eða svörtum litum eftir
atvikum. Svo er fyrir að þakka
sterkri sjálfstæðri blaða-
mennsku. Þaðstyrkir lýðræðið í
landinu að falsmyndir flokks-
blaðanna eru ekki lengur eina
upplýsingin, sem fólk getur
byggt skoðanalega afstöðu sína
á.
Meðan flokksblaðakerfið var
allsráðandi skorti verulega á sið-
ferðilegt aðhald. I' þeim efnum
réðu f lokkspólitískar mælistikur.
Blöðin lögðu mat á gerðir manna
alfarið eftir flokkspólitísku við-
horfi en ekki siðferðilegu. Hitt er
svo annað mál, að sjálfstæð blöð
verða að gæta þess að þau eru
fyrst og fremst upplýingaaðili,
en ekki dómstóll. Og blöðin verða
að ákveðnu marki að standa vörð
um friðhelgi einkalífs. Þau eiga
þannig að veita strangt aðhald,
en mega ekki verða alþýðudóm-
stóll.
Lærour maður hélt því fram
fyrir þremur aldarfjórðungum
að blöðin væru ekki sjöunda stór-
veldið eins og sagt hefði verið,
heldur mesta veldi nú á dögum í
hverju því landi þar sem allir
væru læsir, því að eftir blöðunum
dansað í lýðurinn óafvitandi. Nú
hafa stjórnmálamenn áhyggjur
og sumir all þungar vegna ofur-
veldis blaðanna.
Að sjálfsögðu hafa sjálfstæð
blöð sem þriðja aflið í stjórn-
mmálunum verulegt áhrifavald.
Þau ráða miklu um upplýsinguna
í þjóðfélaginu en þau móta ekki
almenningsálitið í eins ríkum
mæli og oft er haldið f ram. Það
gerist í umræðum manna á með-
al á grundvelli þeirra upplýsinga
sem fram koma í fjölmiðlum.
Samkeppni blaðanna tryggir það
einnig, að upplýsingamiðlunin er
mjög víðtæk.
Blaðamenn hafa að vísu ekkert
umboð frá fólkinu í landinu eins
og stjórnmálamennirnir. En þeir
hafa aðhald fra íesendum. Þeir
geta veitt blöðunum umboð með
því að kaupa þau eða haf na þeim
á sama hátt og kjósendur velja
menn til þingsetu eða fella þá
frá henni.
Þriðja aflið
í stjórnmálunum
v_________________J
Guðjón
Arngrímsson
skrifar:
Þessi langhundur er um iþrótt-
ir. Þeir sem ekki hafa áhuga á
sliku ættu þvi að gjóa augunum
hér til hliftar eöa uppá slöuna.
Eöa bara aö fletta viö.
Sumir telja reyndar aö þaö sé
aöeins of mikil einföldun aö tala
um fþróttaáhugafólk og ekki
íþróttaáhugafólk. Þeir telja
íþróttir margslungiö þjóöfélags-
legt fyrirbæri sem teýgi anga sína
inná næröll sviö mannlegra sam-
skipta, og þvi komist ndtima-
menn hreinlega ekki hjá þvi aö
vita eitthvaö um Iþróttir og eöli
þeirra.
Hver skildi lika vera þekktasti
íslendingurinn erlendis? Geir?
Óli Jó? Kristján Eldján? — Nei,
ætli þaö sé ekki einhver þeirra
kappa, Friörik Ólafsson, Jó-
hannes Eövaldsson, Ásgeir Sigur-
vinsson eöa Hreinn HaUdórsson.
Hverrar þjóöar er tennisleikar-
inn Björn Borg? Hverjir eru
heimsmeistarar I knattspyrnu?
Hver ætli sé þekktasti núiifandi
Brasiliumaöurinn? Ætli þaö sé
forsetinn? Eöa kóngurinn? — Nei,
þaö er fótboltamaöurinn Pele.
Þetta eru dæmi um aö iþróttir
eru ekki bara fyrir Iþróttaáhuga-
fólk. Þær eru hverri þjóö býsna
stórt mál. Hvernig bööuöum viö
tslendingar okkur ekki í sviös-
ljósinu sem allur heimurinn
beindi aö okkur 1972 þegar Rússi
og Kani tóku nokkrar skákir inni
Laugardalshöll?
islenskir iþróttamenn heföu knús-
aö breska ærlega á iþróttavellin-
um, meöan á þorskastríöunum
stóö. Eöa danska hvenær sem er.
Þaö má sjálfsagt rlfast um þaö
til eiliföarnóns hvort afreks-
iþróttir, eins og þær eru stundaö-
ar I dag, séu nokkrum manni til
góös. Gamia slagoröinu ,,heil-
brigö sál I hraustum likama ” hef-
ur veriö snúiö uppi „sjúk sál I af-
skræmdum líkama” til aö lýsa
heimsins fremstu iþróttamönn-
um. Ég er ekkimaöur tilaödæma
um hvort álika lýsing sé réttmæt
þegar á þaö heila er litiö. Sú
spurning vaknar þó hvaö séu vis-
indi og hvaö íþróttir, þegar börn
eru tekin, þau sett I sérstakar
æfingabúöir, dælt i þau hormón-
um og meö visindalegum aöferö-
um byggöur upp I þeim óbilandi
sigurviljiog trú á eigin hæfileika.
Þaö er beinlinis nauösynlegt
fyrir þjóöarsálina aö eiga gott
iþróttafólk. tþróttafólk sem getur
tekiö besta iþróttafólk nágranna-
þjóöa i karphúsiö. Mikiö heföi
okkur til dæmis þótt vænt um ef
Fjórtán ára gekk Nadia Coma-
neci, f imleikaundriö frá
Rúmeniu, taugalaus fram fyrir
tugþúsundir áhorfenda (og
hundruö milljóna I sjónvarpi) á
Ólympiuleikunum i Kanada, og
geröi æfingar sinar þannig aö aö
mati dómara veröur aldrei bætt
um betur. Þeir gáfu henni tiu af
tiu mögulegum. Þaö er engin
spurning aö visindamenn hafa
„fiktaö" eitthvaö viö likama og
sál þessarar stelpu, sem á meöan
lét sér fátt um allt umstangiö
finnast.
Og hún er ekki einsdæmi.
tþróttafólk vinnur ekki stórafrek
nú til dags nema aö bæöi komi til
einstakir likamlegir og andlegir
hæfileikar — og ofboðslegar
æfingar frá þvi barnsskónum er
slitið, og helst fyrr. Jafnvel Is-
lenskir iþróttamenn, eins og Vil-
mundur Vilh jálm sson, miöa
æfingar sinar sumariö 1977 viö aö
vera i toppformi i ca. tvo mánuöi
1980, — þremur árum siöar. Þetta
eru náttúrulega visindi.
Leifsson, Teitur Þóröarson, Atli
Þór Héöinsson, Eirikur Þor-
steinsson, Árni Stefánsson, Jón
Pétursson, Ólafur Sigurvinsson.
Arnór Guöjohnsen og Pétur
Pétursson eru aö fara. Hand-
boltamennirnir ólafur Jónsson,
Axel Axelsson, Gunnar Einars-
son, Agúst Svavarsson, Einar
Magnússon, Björgvin Björgvins-
son, Þorbergur Aðalsteinsson,
Ólafur Benediktsson, Gunnar
Einarsson og Elias Jónsson. Lyft-
ingamaðurinn Gústaf Agnarsson
er farinn til Sviþjóðar. Pétur
Guðmundsson, okkar langbesti
körfuboltamaöur er I USA. Sjálf-
sagt gleymi ég einhverjum.
Nú er komin upp sú staöa i Is-
lenskum iþróttum að okkar besta
iþróttafólk yfirgefur skeriö viö
fyrsta tækifæri, hafi þaö hug á aö
ná „árangri”. Nú eru um þaö bil
þrjátiu bestu iþróttamenn okkar
eriendis. Frjálsiþróttafólkiö Jón
Diöriksson, Vilmundur Vil-
hjálmsson, Lára Sveinsdóttir,
Sigurborg G uömundsdóttir,
Agúst Asgeirsson, Guömundur P.
Guðmundsson, Lilja Guömunds-
dóttir. Knattspyrnumennirnir Ás-
geir Sigurvinsson, Jóhannes Eö-
valdsson, Stefán Halldórsson,
Marteinn Geirsson, Guögeir
Þessi langi listi ætti aö sýna aö
þaö er tóm vitleysa sem sagt hef-
ur veriö — aö viö séum aö missa
okkar besta fþróttafólk út. Þaö er
farið nú þegar, og þýtur burt
þessadagana meö meiri hraöa en
nokkru sinni fyrr.
Spurningin sem islensk fþrótta-
forysta veröur aö finna svar viö
fljótlega er ekki um þaö hvort þaö
sé æskilegt aö eiga afreksiþrótta-
fólk. íþróttirnar eru bjargfastur
þáttur nútimaþjóöfélags og þær
hafa aldrei veriö til án keppni i
einhverri mynd. öli keppni leiöir
siðan af sér fólk sem skarar
HVERT ERV AUIR