Vísir - 22.07.1978, Side 14

Vísir - 22.07.1978, Side 14
m Laugardagur 22. júli 1978 vism vism Laugardagur 22. júll 1978 15 Magnús Torfi ólafsson hefur mikiö veriö í sviðs- Ijósinu hin siöari ár, eða eftir að hann var kjörinn til setu á Alþingi vorið 1971. Hann kom þá nokkuð skyndilega og óvænt inn i íslensk stjórnmál með hinum glæsilega kosningasigri sem Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna unnu í kosningunum þetta vor. Magnús Torfi varð svo menntamálaráðherra í rikisstjórninni sem mynduð var að loknum þessum kosningum, vinstri stjórninni. Hann varð raunar ráðherra þremur mánuðum áður en hann tók sæti á Alþingi. Nú á Magnús ekki lengur sæti á þingi, hvað sem siðar kann að verða. Helgarblaðinu lék nokkur for- vitni á að vita hvað hann hygðist nú taka sér fyrir hendur, og jafnframt fræðast nokkuð um setu hans á þingi síðastliðin sjö ár og fyrri kynni hans af islenskum stjórnmálum, og einnig fléttaðist inn i viðtal það sem hér fer á eftir ýmislegt annað sem forvitnilegt getur talist. Við byrjuðum að spyrja Magnús um það hvernig það hafi atvikast að hann fór i framboð fyrir Samtökin vorið 1971. „Æskilegt er að varamenn komi inn á þing fyrir þing- menn þegar þeir verða ráðherrar, eins og gert er i Noregi.." I bakherbergi bóka- búðarinnar „Ég hef ekki að fyrra bragði sóst eftir því að vera i framboði til Alþingis, hvorki vorið 1971 né endranær” sagði Magnús. „Hins vegar stóð þannig á hjá Samtaka- fólki i Reykjavik, að verulegur ágreiningur var kominn upp um framboöiö til þings. Búið var að ákveða að Hannibal Valdimars- son yrði i efsta sæti, en ágrein- ingur var um skipan annarra efstu sæta framboöslistans. Niðurstaöan af þessu varö svo sú, að þegar skammt var eftir af framboösfresti, ákvað Hannibal að fara i efsta sæti á Vestfjörðum i sieð Reykjavikur. Þótti mörgum þetta hraustlega gert hjá Hanni- bal eins og fleira sem hann gerði um dagana i pólitik. Þegar svona var komið, kom framboðsnefnd Samtakanna, eða 'mestur hluti hennar aö minnsta kosti, að máli við mig þar sem ég varaöstörfum i Bókabúð Máls og menningar, og ég skaust meö þetta fólk inn i bakherbergi og þar var þess farið á leit við mig að ég tæki við sæti þvi á framboðs- listanum i Reykjavik sem losnaði er Hannibal fór vestur.” — Hafðir þú þá starfað i Samtökunum áður? „Ég sat stofnþing Samtakanna, tók þátt i undirbúningi stofnunar þeirra og átti meöal annars þátt i að semja stefnuyfirlýsinguna sem gerö var, og samþykkt á . stofnfundinum 1969. En ég hafði ekki tekið mjög virkan þátt i starfinu hér i Reykjavik þann tima sem liðinn var frá stofnun- inni 1969 fyrr en ég fór i framboö 1971.” Ráðherra áður en hann settist á þing — Siðan verða mjög miklar breytingar á þinum högum við kosningasigur Samtakanna i kosningunum sem i hönd fóru. Öraði þig fyrir þvi að svona gæti þetta fariö? „Ég verö að svara þvi neitandi. Ég geröi mér i rauninni ekki svo nákvæmar hugmyndir um hvað við tæki, þegar ég ákvað að gefa kost á mér til framboðs. Þetta geröist allt með mikilli skynd- ingu, og siðan tólf. við mjög eril- samur timi við að ganga frá framboðinu og að reka kosninga- baráttuna. Okkur var ljóst að við höfðum strauminn með okkur, og gerðum okkur mjög góðar vonir um árangur i þessum kosningum, en aöhann yrði eins glæsilegur og raun varð á hafði ég ekki taliö aö yrði. En eftir kosningarnar varö það ljóst, að vegna hins mikla kosningasigurs Samtakanna var kominn nýr meirihluti á Alþingi. Og þegar það lá ljóst fyrir mátti auövitað reikna með þvi aö Samtökin yrðu aö leggja til menn i nýja rikisstjórn ef hinn nýi þing- meirihluti næöi höndum saman um gerð málefnasamnings. En ráðherraefni Samtakanna að minnst kosti voru ekki valin fyrr en á síðasta stigi viðræðnanna. Ég settist svo i rauninni i ráö- herrastól þrem mánuöum áður en ég tók sæti á þingi, þvi Alþingis- maöur er enginn orðinn fyrr en kjörbréfanefnd hefur fjallað um kjörbréf og þingmannsheit hefur verið unnið.” — Var ekki erfitt aö taka við ráðherraembætti meö svona stuttum fyrirvara? Úr búðarstörfum í embætti ráðherra „Að vissu leyti var það nokkuð mikið átak að skipta svo skjótt um starfsvettvang, en það var einkum tvennt sem auðveldaði mér að rjúka svona úr búðar- störfum i ráðherrastól. I fyrsta lagi það, aö ég hef frá þvi ég komst til vits og ára gert mér far um að fylgjast með stjórnmálum, og þá sér i lagi mennta- og menningarmálum vegna áhuga mins á ákaflega mörgum viðfangsefnum á þvi sviði. Þá hafði ég einnig á ýmsum timum kynnst mörgu af þvi fólki sem starfaði og starfar i Mennta- málaráðuneytinu. Svo þarna átti ég töluvert marga kunningja sem ég þekkti og gat snúiö mér til af fyllsta trúnaði þegar i upphafi. Þetta var fólk sem ég þekkti áður og vissi hvers mátti af vænta.” — Oft heyrist því fleygt, aö erfitt sé fyrir nýja ráðherra aö koma til starfa i hinum ýmsu ráðuneytum, vegna þess aö yfir- menn ráðuneytanna séu orönir þar nokkuð heimarlkir. Sumir halda þvi fram að þetta eigi frekkar við um Menntamálaráöu- neytiö en önnur ráðuneyti. — Hvað vilt þú segja um það? „Ég veit alveg við hvað þú átt, viö skulum ekkert vera að fara i kring um það. Þarna er átt við Birgi Thorlacius, ráðuneytis- stjóra. Hann er vissulega stjórn- samur maður i sinu ráðuneyti og dregur enga dul á skoðanir sinar i embættisstörfum. En ég hef ekki þá sögu að segja um Birgi, aö hann hafi tilhneigingu til þess að sölsa undir sig meiri völd en honum ber, eða að hann fari út fyrir sitt verksvið og valdsvið. Þvert á móti get ég borið Birgi þann vitnisburð að i okkar sam- starfi kom afar glöggt i ljós löng embættisreynsla hans, og skiln- ingur hans á hvert verksviö ráö- herra er, og hvert embættis- mannsins. Ég varð þess aldrei var, að Birgir reyndi á nokkurn hátt að koma sér undan að framkvæma af fyllstu hollustu ákvarðanir sem tilheyra hinni pólitisku stefnu- mótun. Atti það jafnt viö hvort sem það samrýmdist þeim hug- myndum er hann hafði sjálfur sett fram um ákveðin mál á ein- hverjum ræðustigum þeirra eða ekki. Ég kunni mjög vel við það, að Birgir sagði sina meiningu af hreinskilni, og framkvæmdi svo teknar ákvarðanir hvort sem þær mótuöust af hans skoðunum eða ekki. 1 framhaldi af þessu langar mig svo til aö segja það, að ég er að mestu leyti sammála þvi sem Jón ‘ Sigurðsson fyrrum ráöuneytis- stjóri segir um embættismanna- valdið svokallaða, einmitt i viðtali við Visi fyrir nokkrum vikum siðan. Það er rétt hjá Jóni, að stjórnmálamenn, og þá sér i lagi alþingismenn, hafa seilst of langt inn á svið framkvæmda- valdsins, en hafa hins vegar vanrækt eftirlitsstarf með þvi hvernig handhafar framkvæmda- valdsins, sér i lagi embættis- mennirnir, standa i stöðu sinni. Þar er verulegur misbrestur á, og mætti verulega úr bæta. Einnig finnst mér það hvimleitt er einstöku stjórnmálamenn reka upp ramakvein yfir óþolandi embættismannavaldi, þegar þeir verða fyrir þvi að embættismenn- irnir eru i rauninni ekki að gera annað en gegna skyldu sinni. Það er að segja, þeir vilja halda fast við ákvæði laga sem alþingis- mennirnir hafa sett, en ekki ganga á svig við sett fyrirmæli til að þóknast óskum alþingismanns, sem máski eru ekki annað en persónulegir duttlungar hans, eða jafnvel tilraun til að hygla ein- hverjum umbjóðendum umfram það sem rétt væri.” Þar sem innrætingin fer fram — Þegar rætt er um málefni Menntamálaráðuneytisins kemur upp i hugann það sem að undan- förnu hefur verið sagt um póli- tiska misnotkun skólakerfisins. Það er meðal annars rætt um að i skólunum fari „innrætingin” fram. Telur þú aö hætta sé á aö kennarar eða aðrir innan skóla- kerfisins misnoti aðstöðu sina gagnvart nemendum sinum, póli- tiskt? „Vissulega er sú hætta á feröum, en hún er ekki nýtil- komin. Hún hefur verið við liði jafn lengi og skólarnir Það hefur gerst, að einstakir kennarar, einhver minnihluti i kennara- stéttinni, sé svo haldinn ein- hverjum boðskap, ekki eingöngu pólitiskum, heldur fullt eins oft trúarlegum, að þeir skirrist ekki við að troða þessum boðskap upp á nemendur sina. Þetta hefur átt sér stað, og á sér vafalaust stað ennþá. Þetta er sifellt verkefni, og verður aldrei endanlega ieyst, þessari tilhneigingu verður aldrei útrýmt. Ég get nefnt dæmi um misnotkun valds kennarans, bæði til hægri og vinstri. Hvort tveggja er jafn for- dæmanlegt að minum dómi. 1 okkar skólakerfi verður að ráða hlutlægt mat og greinar- munur verður að vera á þvi hvað er að fuppfylla fræðsluþörfina sem gerð er grein fyrir i náms- skrám, og hvað er að uppfylla þörfina til að örva sjálfstætt starf nemenda, könnun og rannsókn af þeirra hálfu, og svo hvar taka við persónulegár skoðanir kennar- ans.” Þingmenn séu ekki jafn- framt ráðherrar — Verður mikil breyting á þinum högum eftir að þú hverfur úr ráðherrasæti eftir kosningarn- ar og gerist „óbreyttur” þing- maður? „Þaðergeysilega mikill munur á þvi að gegna þingmennsku ein- göngu og að gegna jafnframt ráð- herraembætti. Menntamálaráðu- neytiö er mjög umfangsmikil stofnun, sem hefur á sinum snærum ákaflega marga mála- flokka. A þeim árum sem ég gegndi ráðherrastörfum var unnið að stórum verkefnum eins og setningu grunnskólalaga, undirbúningi margra annarra laga um skólamál og fleira. Það má segja að ráðherrastörfin hafi verið svo timafrek, að afskipti af öðrum málaflokkum hafi setiö á hakanum. Þegar ég kem svo á þing eftir kosningarnar 1974, sem formaður minnsta þingflokksins og i stjórnarandstööu, þá er hlut- verkiö gerbreytt hvaö þingstörfin varðar. Þá felur það i sér kröfuna um aö móta og setja fram afstöðu til mála á mjög fjölbreyttu mál- efnasviði.” — Telur þú aö það sé nauðsyn- legt að ráðherrar hér á landi séu jafnframt þingmenn? „Ég held, að eins og ráðherrastörfum hefur veriö háttað hér, þar sem algengt er aö ráðherrar fari meö tvö ráðuneyti, þá væri mjög heppilegt að taka upp þann hátt sem til dæmis Norðmenn hafa á. Þar gerist þaö, þegar þingmaður verður ráð- herra, að varamaður kemur inn á þingið. Ráðherrann heldur áfram málfrelsi og tillögurétt á þinginu. Þetta þýöir það að ráðherrann getur helgað sig ráðherrastörf- unum miklu samfelldar en á sér stað hér. Hér þarf ráðherra til dæmis oft að sitja langa þingfundi tli að taka þátt i at- kvæðagreiðslum sem ef til vill koma litið eða ekkert þeirra ráðu- neyti eöa starfsviði við. Þeim tima sem I slikt fer væri gjarna betur varið I ráðuneytisstörf.” Alltaf haft áhuga á þjóö- málum — Þú hefur undanfarin sjö ár átt sæti á Alþingi. En hvenær hófst hinn pólitiski áhugi þinn, er það strax á unglingsárum? „Ég hef haft áhuga á þjóö- málum, og fylgst með þeim, allt frá þvi að ég komst til vits og ára. Fyrst heima i sveitinni á Rauöa- sandi. Ég man eftir ýmsum Magnús Torfi ólafsson og kona hans, Hinrika Kristjánsdóttir í stofunni á heimili þeirra í Reykjavík. mjög ungur, vegna starfa i ung- mennafélagi heima á Rauða- sandi. Þessi málfundafélög störfuöu i þá daga af miklum krafti og fundir voru vel sóttir og margir létu i sér heyra. Þessi félög voru að sjálfsögðu ekki pólitisk, i þeim var fólk úr öllum flokkum, en þarna voru mikið rædd stjórnmál og þjóðmál, og ég tók þátt I þeim viðræðum. Siöan leiðir þetta hvað af öðru, og ég gekk á Akureyri I Æsku- lýðsfylkinguna, sem var æsku- lýösfélag Sósialistaflokksins. Tengslin voru að visu ekki eins náin og tiðkast meöal ungliða- samtaka annarra stjórnmála- flokka.” — Þú hefur snemma hallast heldur til vinstri? „Já, ég var frá þvi mjög snemma heldur hneigðari til vinstri og tileinkaði mér snemma sósialistiskar grundvallarskoð- anir sem ég tel ekki hafa breyst mjög mikið i höfuðatriðum i timans rás. Mat á túlkun sósial- istiskra kenninga hefur þó að sjálfsögðu breyst mjög á þeim áratugum sem liðnir eru frá þvi ég hóf að kynna mér þær fyrst. „Okkur Magnúsi Kjartans- syni hefur auðvitaö boriö á milli...." bændum þar, sem ekki töldu það fyrir neðan sína virðingu að ræöa stjórnmál við strákling eins og ég var þá. Siðan kemur skólavist, fyrst á Héraðsskólanum á Núpi i Dýra- firöi og siðan i Menntaskólanum á Akureyri. 1 báðum þessum skólum lenti ég i þvi að gegna for- mennsku i málfundafélögum, kannski af þvi að ég var oröinn nokkuð vanur að tala á fundum „óskir um að ég færi i framboð fyrir aðra en Samtökin hafa komið úr ýmsum áttum, en ég tel ekki viðeigandi að skýra f rá þvi sem mér var þá trúað fyrir." Hóf læknisnám í Háskól- anum Siðan flutti ég suður til Reykja- vikur og settist i Háskólann haustið 1944, og hóf nám i lækna- deild. Það varö þó ekki mikiö úr þvi námi, og þvi hætti ég eftir tvo vetur bæði af heilsufars- og fjár- hagsástæðum. Það reyndist heilsu minni ofviða að sinna bæði svo ströngu námi og vinna fyrir heimili i einu. Ég varð að sleppa náminu. Störf á Þjóðviljanum — En þú hefur áfram fylgst með pólitik væntanlega? „Já, þaö leiddi nokkuö af sjálfu sér, þar sem ég lenti fljótlega i starfi nátengdu stjórnmálum, blaðamennsku á Þjóðviljanum, ■ þar sem ég skrifaöi erlendar fréttir og fjallaði aö mestu leyti um allt erlent efni i blaöinu um töluvert árabil”. — Siðan veröur þú ritstjóri Þjóðviljans. „Já, ég varö ritstjóri 1959, þegar nokkur breyting og stækk- un varð á blaðinu og ritstjórunum „...en oft höfum við nú lika verið sammála!" fjölgaði. 1 þvi starfi var ég ekki nema þrjú ár, og hætti 1962 er ég réðst til Bókabúöar Máls og menningar.” — Margir telja aö þú hafir hætt á Þjóðviljanum vegna ágreinings við Magnús Kjartansson. Er það rétt? „Ekki er það nú rétt, að aöal- ágreiningurinn hafi verið viö Magnús Kjartansson. Við Magnús höfum átt mikið saman að sælda um dagana, bæði á Þjóö- viljanum á sinni tiö og siöar i rikisstjórn. Okkur hefur auðvitað borið á milli, eins og eðlilegt er á svo löngum stafstarfsferli, en oft höfum við nú lika veriö sammála! En tildrög þess aö ég sagði upp á Þjóðviljanum er alls ekki ágreiningur við Magnús Kjart- ansson sérstaklega. Astæðan var ágreiningur viö útgáfustjórnina um verksvið og sérstaklega þó valdsvið ritstjórans og að sumu leyti lika viö þá pólitisku stefnu sem speglaðist i afstöðu útgáfu- stjórnarinnar.” — Voru þeir of kreddubundnir aö þinum dómi? „Mér fannst útgáfustjórnin hafa allt of rika tilhneigingu til þess að hafa óhóflegt pólitiskt taumhald á blaðinu og okkur rit- stjórunum. Ég taldi okkur eiga aö hafa ákveöna ábyrgð og fá að ráða efni og sömuleiðis manna- ráöningum við blaöiö. Ef við hins vegar værum ekki taldir standa okkur, þá væri þaö útgáfu- stjórnarinnar aö segja okkur upp störfum. Ómögulegt var að minu mati að hver og ein ákvöröun væri borin undir útgáfustjórn. Hvaö stjórnmálaskoðun snerti, þá var ég löngu oröinn þeirrar skoðunar, að stefna Sósialista- flokksins væri alls ekki eins viðfeðm og vera átti samkvæmt stefnuskránni. — Það má ekki gleyma þvi, að flokkurinn hét ekki aöeins Sósialistaflokkurinn, heldur einnig Sameiningar- flokkur alþýöu.” — Eftir að þú hættir á Þjóðvilj- anum ræöst þú til Bókabúöar Máls og menningar. Var það starf að einhverju leyti fólgið i útgáfu rita til eflingar sósialistiskrar starfsemi á Islandi. „Nei, ég kom hvergi nærri út- gáfu hjá Máli og menningu. Ég sá um erlendu deildina i bóka- búðinni, og var það ærið starf. Allt aðrir menn sáu um útgáfuna og allt sem henni viðvék.” Stjórnmálamenn nú á dögum llkari hver öðrum en áður var — Því er oft haldið fram, aö ekki séu uppi jafn miklir persónuleikar i islenskum stjórnmálum nú og til dæmis er þeir settu svip sinn á hið póli- tæiska lif, Einar Olgeirsson og Clafui Thors og fleiri. Ert þú þeirrar skoðunar að meiri meöal- mennska sé rikjandi nú én áður? „Það er nú kannski ekki rétt að Magnús hlustar mikið á tónlist, einkum og sér í lagi jass- tónlist. Hér hafa þau hjónin Magnús og Hinrika valið eina ágæta jassplötu til að setja á fóninn. „Dálítils eirðarleysis gœtir svona fyrst í staðf' — segir Magnús Torfi Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður eg ráðherra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.