Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 16

Vísir - 22.07.1978, Qupperneq 16
16 Laugardagur 22. júll 1978 VÍSIR spyrja þá sem sjálfir hafa staðiö i stjórnmálum. Ég fyrir mitt leyti tel að þeim sem nú fást við stjórn- mál svipi meira hverjum til annars i framsetningu og mál- flutningi en áður var. Menn hafa á siöari áratugum fengið svipaða mótun i fyrsta stjórnmálastarfi ólikt þvi sem var um menn eins og Jónas frá Hriflu, Hermann Jónasson, Ólaf Thors og Einar Olgeirsson. Þessir menn áttu sér fjöibreyti- legra baksvið ef svo má segja heldur en þeir sem nú eru i stjórn- málum. Nú koma menn gjarna I gegn um æskulýðshreyfingar flokkanna, þeir hafa fengið menntun sina i sömu skólunum, þeir hafa deilt innbyrðis allt frá unga aldri, svo það er minna um það en áður var að einstakir alþingismenn skeri sig verulega úr hópnum.” Framtið Samtakanna óákveðin — I nýafstöðnum kosningum töpuðu Samtökin og komu ekki manni á þing. Hefur eitthvað þegar verið ákveðið um framtið samtakanna? „Nei. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, og þeirra er ekki að vænta alveg á næstunni. Akvarð- anir um framtið Samtakanna verða ekki teknar nema af æðsta valdi i málefnum þeirra, sem er landsfundur. Landsfundur mun koma saman á sinum tima, en fyrst tel ég að samtakafólk munu halda fundi, og gefa sér allgóðan tima til að meta hvernig Samtökin eru á vegi stödd. Eftir þá útkomu sem varð i kosningunum er útlitiö allt annað en glæsilegt.” — Getur framtið Samtakanna að einhverju leyti oltið á þvi hvaö kemur út úr þeim kosningum sem eru nýafstaðnar, hvernig rikis- stjórn tekur viö? „Ekki vil ég fullyrða neitt um það fyrirfram hvort stjórnar- myndun I sjálfu sér skipti höfuð- máli um þaö hvað samtakafólk telur rétt að gera, heldur miklu frekar ástandið i þjóðmálum i heild sinni, sem virðist stefna nokkuð i þá átt sem við vöruðum við fyrir kosningar.” — Þú ert þá ekki á þeirri skoðun að framboð Samtakanna nú siðast hafi verið mistök? Nú var sú skoðun uppi að leggja bæri Samtökin niður á siöasta kjörtimabili. „Já, þaðkom fram hjá einstöku mönnum, sem valist höföu til trúnaðarstarfa fyrir Samtökin, að þau ættu að hætta störfum. Þess- ar skoðanir fóru að koma fram um mitt siðasta kjörtimabil, en mér hefði þótt eðlilegra að þeir kvæðu upp úr með það þegar eftir kosingarnar 1974, áður en þeir tóku að sér trúnaöarstööur fyrir Samtökin. Mér fannst að slikt kæmi ekki tit greina, úr þvi þorri samtaka- manna vildi halda starfinu áfram á sama grundvelli eftir kosning- arnar 1974. Ég taldi þá einsýnt að réttast væri að kjósendum væri gefinn kostur á að segja sitt álit á þeim i kosningunum. Ekki kæmi til greina að fara að deila þeim upp milli annarra flokka á miðju kjörtimabili. Það væri aö bregð- ast þvi hlutverki sem við forystu- mennirnir höfðum tekið að okkur á landsfundinum 1974”. — Karvel Pálmason bauð fram óháö á Vestfjörðum. Heyrst hefur að þér hafi verið boðiö sæti á list- um annarra flokka, hvaö er hæft i þvi? „Þaö var Samtökunum vissu- lega mikið áfall, er Karvel og flestir stuöningsmenn hans á Vestfjörðum tóku þá ákvörðun aö bjóöa ekki fram með ööru samtakafólki, heldur að bjoða fram utan flokka. Karvel var eini kjördæmakjörni þingmaður Samtakanna 1974. Hvaö sjálfan mig áhrærir, þá er það rétt, að úr öðrum áttum hefur verið leitað hófanna hjá mér um þátttöku í stjórnmálastarfi á öðrum vettvangi en i Samtökunum. Ég hef aldrei léð máls á slíku.” — Geturðu skýrt nánar frá þvi? „Óskir i þá átt komu úr ýmsum áttum, en ég tel ekki viðeigandi að skýra frá þvi sem mér var þá trúað fyrir.” Magnús Torfi ólafsson ræöir við blaðamann Vísis, Anders Hansen, að heimili sinu í Reykjavík. „Ég get nefnt dæmi um misnotkun valds kennarans, bæði til hægri og vinstri. Hvort tveggja er jafn for- dæmanlegt að mínum dómi." „Ég skaust með þetta fólk inn í bakher- bergi í Bókabúð Máls og menningar, og þar var þess farið á leit við mig að ég tæki sæti á framboðslistanum...." „Ég hef ekki að fyrra bragði sótst eftir framboði til Alþingis, hvorki 1971 né endranær." „Ég hef ekki þá sögu að segja um Birgi Thorlacius, að hann hafi tilhneigingu til að sölsa undir sig meiri völd en honum ber...." „Ég vil aðeins endurtaka það sem ég sagði hér i upphafi, að ég hef aldrei sótst eftir framboði til Alþingis að fyrra bragði. Þátt- taka min i stjórnmálastarfsemi hefur ekki haft það megin verk- efni að tryggja mér sæti á þingi sem lengst. Miklu fremur sem viðleitni til að kanna það, hvort unnt væri að halda uppi stjórn- málasarfsemi sem fyrst og fremst byggði á málefnalegum grundvelli og málefnalegum mál- flutningi. Reynt væri að forðast þær innantómu deilur um tilbúin aukaatriði sem mér finnst að setji allt of mikinn svip á islensk stjórnmál. Þetta hefur ekki borið meiri árangur en raun ber vitni. Aðrir verða að meta að hvað miklu leyti það er mér sjálfum að kenna. En markmið mitt hefur aldrei verið þingseta þingsetunnar vegna, heldur hef ég viljað koma ákveðnum málum fram Ég hef viljað skýra mál og gera þau auð- skiljanlegri, frekar en aö toga þau út i aukaatriði, frá kjarna málsins. Ég leiði ekki einu sinni hugann að þvi að taka upp stjórn- málastarfsemi á einhverjum öðrum vettvangi en Samtak- anna.” Hinir ungu þingmenn verða að sýna tilþrif — Óvenju miklar breytingar hafa nú orðið á þingliðinu. Hvern- ig list þér á hina nýju þingmenn? „Það situr sist á mér að vera með hrakspár um frammistöðu ungra manna, hvorki á þessum vettvangi né öðrum. Ég tel að endurnýjun þurfi að eiga sér staö á Alþingi, jafnvel frekar heldur en i flestum öðrum stofnunum. Endurnýjunin hefur orðið gifur- lega mikil i þessum siðustu kosningum, og nú eru komnir inn á þing margir menn sem eru nánast óskrifuð blöö I virkum stjórnmálaafskiptum. Ég vil engum hrakspám spá þeim fyrir- fram, en þeir verða svo sannar- lega að sýna tilþrif ef þeir ætla á fullnægjandi hátt að takast á við þau gifurlegu vandamál sem nú blasa við. Erfitt að hafa simann í sambandi — En svo við vikjum nú talinu aö öðru. Eiga menn sem eru áberandi I opinberu lifi hér á landi þess kost að eiga sitt einka- lif i friði? „Ollum störfum ráðherra, sama i hvaða ráðuneyti það er, fylgir sú skylda, að koma fram við ýmis opinber tækifæri. Halda þarf boð fyrir ýmsa starfshópa eða erlenda gesti og þar fram eftir götunum. Allt tekur þetta feiki mikinn tima, og ef til vill er til of mikils ætlast af ráðherrum i þessu efni. En þegar einu sinni er komin hefð á að ráðherra taki á móti landsþingi einhvers hóps, þá er það tekið óstinnt upp ef breyta á nokkru þar um. Einnig er það sannast sagna, að i ráðherrastarfi, og raunar i öllu stjórnmálastarfi, er ákaflega litill friður fyrir simanum. Ég lét það verða eitt mitt fyrsta verk eftir að ég varð ráðherra, að láta setja sérstakan rofa á simann til að geta látið loka fyrir hann ef þannig stóð á. Ég greip að visu sjáldan til þess á daginn, en við vissar aðstæður þegar viökvæm mál voru á döfinni á opinberum vettvangi, þá var nauðsynlegt aö loka fyrir simann á nóttunni til að hafa svefnfrið.” — En hvað með átroðning af hálfu almennings, er hann fyrir hendi? „Sem betur fer gætir þess ekki svo mikið I okkar þjóöfélagi að óþægindi séu að. Þó má búast viö þvi að menn viki sér að mér, hvar sem vera skal, á förnum vegi eöa samkomustöðum, og vilji ræða ákveðin mál eða jafnvel landsins gagn og nauðsynjar yfirleitt. Ég hef reynt að svara eins og mér hefur þótt tilefni til hverju sinni. Heldur er þetta til óþæginda heldur en hitt, en ég hef þó ekki látið það hindra mig i að fara allra minna ferða.” Tekur sér frí um stundar- — Þaðer ef til vill ekki útilokað I flokki verði Samtökin lögð niöur. | Bjarni Guðnason sem nú var i | Sakir að þú haslir þér völl i nýjum | Sliks eru nýleg dæmi, til dæmis j framboði fyrir Alþýðuflokkinn. I — Mörgum leikur vafalaust

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.