Tíminn - 19.08.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1969, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUBAGUR 19. ágúst 1969. TÍMINN 3 Útgefandi: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason oe indriði G. Þorsteinsson FuLltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar sknfstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150.00 á mánuði. tnnanlands — í lausasöhj ir. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Landflóttinn Vafasamt er, að íslendingar geri séi yfirleitt nógu glögga grein fyrir því, hve alvarlegur sá landflótti er, sem hófst héðan að ráði á síðastl. ári- Að vísu hefur verið nokkuð rætt um fólksflutningana til Ástralíu, en þeir eru þó ekki nema lítill hluti þessa landflótta. Til Ástralíu munu hafa farið yfir 200 manns síðustu 12 mánuðina. Auk þess hefur farið allmikið af útflytjendum til annarra landa. Það fólk skiptir því orð- ið nokkrum hundruðum, sem hefur farið héðan seinustu misserin í þeim tilgangi að taka sér bólfestu í öðrum löndum. Þessu fólki kemur svo til viðbótar annar hópur, sem er orðinn miklu stærri, en þar er um fólk að ræða, sem fer til útlanda í atvinnuleit til skemmn eða lengri dvalar, en hyggst þó koma til íslands aftur. Þetta fólk hefur aðallega leitað til Evrópu, einkum Norðurlanda. Vitneskja er fyrir hendi um rúmlega 300 iðnaðar- menn, sem starfa á Norðurlöndum, en auk þess hef- ur farið utan margt af ófaglærðu fólki, sem ekki eru neinar tölur um. Þessi hópur fer stöðugt stækkandi, eins og sést á því, að mjög er nú annríkt á skrifstofum sumra verkalýðsfélaganna vegna félagsmanna, sem eru að spyrja um möguleika til að fá vinnu erlendis. Þótt flest af þessu fólki ætli sér ekki utan nema til skammrar dvalar, getur í mörgum tilfellum farið svo, að dvölin lengist. íslenzkir iðnaðarmenn hafa þegar unn- ið sér álit erlendis og eru orðnir eftirsóttir Margir, sem hafa farið utan, hafa þegar fengið fjölskyldurnar til sín. Dvölin getur þvi orðið lengri en ætlað var í unnhafi, þegar jafnhliða berast þær fréttir frá íslandi, að þar sé völt von um atvinnu. íslenzka þjóðin stendur hér frammi fyrir vandamáli, sem getur orðið stærsta vandamálið, sem hún hefur glímt við á þessari öld. Það hafa þær þióðir reynt, sem hafa komizt í þann vanda, að ekki hefur tekizt að skapa næga atvinnu heima fyrir og mikill fjöldi fólks — og það ekki þróttminnsta fólkið — hefur leitað til annarra landa. írar hafa bitra reynslu í þessum efnum og á það sinn þátt í því að framfarir hafa orðið miklu minni á írlandi en t. d. á Norðurlöndum, þar sem tekist hefur að stöðva fólksflóttann, sem var mikill þaðan um skeið, aðallega til Ameríku- Fyrir fámenna þjóð, sem býr við fjölda óleystra verk- efna, er fátt eða ekkert óhagstæðara en að missa fólk- ið úr landi í stórum stíl. Það ýtir undir samdrátt og kyrrstöðu á öllum sviðum. Það liggur í augum uppi, hver er aðalorsök fólks- flóttans héðan. Það er vaxandi atvinnuleysi og aukin ótrú á, að hér verði haldið uppi nægn atvinnu- Sam- dráttar- og kreppustefnan, sem fylgt hefur verið að und- anförnu, hefur skapað þetta ástand og' þennan óhug. Orsökunum, sem valda landflóttanum, verður ekki út- rýmt, nema hér verði sköpuð næg atvinna og vaxandi trú á það, að þeim verkefnum verði sinnt, er óleyst bíða í landinu. Þess vegna verður ríkisstjóm samdráttar- og kreppu- stefnu að víkja — stjóm landflóttans. Það verður að koma til sögu ný stefna og vinnubrögð, sem tryggja öll- um næga atvinnu og verkefni. Þetta á að vera meira en auðvelt í landi jafn margra óleystra verkefna og ísland * er En þetta verður því aðeins gert. að framkvæmda- og framleiðslustefna verði látin leysa samdráttar- og kreppustefnuna af hólmi. Annars bíða okkar áframhald- andi landflótti, kreppa og kyrrstaða. Þ.Þ. Ólafur Ragnar Grímsson: HLUTVERK HÁSKÖLANS i. Forystumönnum íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu frá miðbiki síðustu aldar og til fyrstu ára- tuga þessarar var ljóst, að formleg viðurkenning fullveldis var aðeins hluti hins marg- breytilega verkefnis að tryggja fslendingum sjálfstæðan sess í samfélagi þjóðanna. Til lengdar væru menniug landsmanna og menntun ekki síður mikilvægt framlag. Án sérstæðrar þjóðar- vitundar, frjórrar hugsunar og skapandi listar yrði hlutur fs- lendinga efalaust ærið rýr á ai- þjóðavettvangi. Lítil þjóð í harðbýlu landi ætti í anda sin- um hið eina forðabúr, sem um ókomnar aldh' gæti tryggt henni raunverulegt sjálfstæði. Auður þess og sífeUd endur- nýjun væri á örlagastundum dýrmætari kostur en formleg ákvæði ríkisréttar og stjórnar- skráa, sem erlendir drottnarar gætu ávallt með valdinu einu sveigt sjálfum sér til þóknunar. f ljósi þessara viðhorfa hófu brautryðjendur þjóðfrelsisins einarða baráttu fyrir stofnun háskóla á íslandi og Iétu lítt undan síga, þótt Danir um ára- bil stöðvuðu framgang þessa stefnumáls. Slík stofnun var samkvæmt þeirra sannfæringu óhjákvæmilegt skilyrði þess, að íslendingar gætu í reynd endur- heimt allt sitt sjálfstæði úr höndum hinna erlendu herra. II. Hinn upphaflegi tilgangur og hin þjóðlega réttlæting Háskóla fslands hafa smátt og smátt á síðustu áratugum fallið i dá gleymskunnar. Skammtíma skortur á húsnæði og kennslu- kröftxun og önnur slík vanda- mál hafa hins vegar orðið aðal- innihald allra umræðna um þennan æðsta þátt hins ís- lenzka menntakerfis. Jafnframt hafa kröfurnar innan skólans sem utan til andlegra afkasta hans minnkað stig af stigi unz nú er svo komið, að í saman- burði við aðrar þjóðir er stofn- unin á flestum sviðuLi til há- borinnar skammar. Vísindaleg- ar rannsóknir eru í öllum deildum slíkt aukaatriði, að ár hvert útskrifar skólinn fjölda kandidata, sem varla hafa feng- ið nasasjón af slíkri iðju. Al- gengast er að prófessorar láti staðar numið við frumgerð ein- földustu fyrh-lestra og hjakki síðan árin út og inn í sama farinu. Að frátöldum verkum fáeinna einstaklinga eru þýðing ar og eftiröpun grundvöllur flestra ritsmíða, sem úr háskol- anum berast. Sjálfstæð framlög til íslenzkra vísinda eða hins alþjóðlega þekkingarheims eru því miðm- fáheyrðar undantekn- ingar. Þótt andleg deyfð og skortur á djarfhuga og lifandi leit að nýjum fróðleik séu mikilvægar orsakir hins sljóa og seigdrep- andi andrúmslofts, sem ríkir í Iláskóla fslands, kemur hér einnig til framtaksleysi stjórn enda landsins, sem um árabil i ráðstöfun sinni á þjóðartekjum hafa sniðgengið þessa lykil- stofnun íslenzkrar menningar- þróunar. Þegar bæði getulítil prófessoraheild og hringlandi landsfeður ráða mestu um mál- efni og störf Háskóla íslands, Olafur Ragnar Grímsson. er kannski eðlilegt að sfcofnun- in sé eins og raun ber vitni fjarri því að þjóna hinu upp- haflega markmiði: að vera í senn plógur og kjölfesta í bar- áttu íslendinga fyrir andlegu sjálfstæði og menningarlegri sérstöðu. III. Á síðasta fjórðungi þessarar aldar mun framrás þekkingar- innar verða svo hröð og um- byltingar hins alþjóðlega menn- ingarlífs svo stórbrotmar, að íslendingum mun reynast muu erfiðara en nokkru sinni fyrr að varðveita á þessum sviðum jafnrétti sitt og sérstöðu. Verði endalok þeirrar baráttu, að þjóöin dragist sífelli aftur úr sínum nágrönnum jg þiggi að- eins í ríkara mæli molana af borðum þeirra, er hætt við, að sjálfstæði licnnar verði skjótt meira í ætt við formlega skip- an en lifandi raunveruleika. Hið upphaflega lilutverk Há- skóla íslands verður því í nán- ustu framtíð mun brýnna en nokkru sinni fyrr. Vísindi haj.s og fræðsla, raimsóknir og þekkingarsköpun munu framar öðru ákvai’ða hvort hið andlega forðabúr þjóðarinnar verður nægilega frjósamt og orkumik- ið til að tryggja varðveizlu sjálfstæðis og heilbrigðis hinn- ar íslenzku þjóðarvitundar. \ IV. Þegar háskólanefndin marg- fræga loksins eftir mikla mæðu og áralanga töf skilar áliti um framtíðarþróun Háskóla íslands, verður verk hennar fyrst og fremst metið eftir því, hverníg hún grundvallar möguleika stofnunarinnar til að rækja hsð umiædda lykilhlutverk. lleð hliðsjón af ytri aðstæöum og ástandi háskólans sjálfs verður þegar í stað að marka þróun- inni ákveðnar rásir, eigi að vera, bæði framkvæmdalega og þekkingarlega, nokkur von um árangur af hinni víðtæku end- urreisnarviðleitni. Áætlun um þróun Háskóla íslands, sem ekki fcekur mið af hlutverki stofnunarinnar í sifelldri sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og með ráðum og dáð reynir að styrkja þami þátt, hlýtur að dæmast úr leik sem lítilsiglt dútl fáeinna embættismanna og þröngsýnna valdhafa, sem vegna skammsýni og tímabund- inna sérhagsmuna megna ekki að hefja sig úr hugarhcimi hversdagsins. f stórum dráttum eru fimm höfuðsvið sjálfkjörnir megin- þættir í allri framtíðarþróun Háskóla íslands, eigi sú þróun að stefna að framkvæmd þess upprunalega tilgangs, sem skól- anum var markaður og næsta aldarfjórðunginn verður þjóð- inni æ brýnni en áður. í faein- um orðum má draga skil þess- ara sviða á eftirfarandi hátt: IEndumýjun menntun- ar þeirra þjónustu- stétta, eins og lækna, lögfræðinga og presta, sem hingað til hefur verið aðal- uppistaðan í starfi skólans. Á undanfömum árum hefur þessi þáttur orðið að hluta viðskila við framþróunina annars stað- ar, svo að hætta er á, að ís- Iendingar i þessum greinum verði erlendum starfsbræðrum sínum á ýmsan hátt vanhæfari. 2FærsIa kennslu i ís- lenzkum fræðum, bók- menntum og sögu í horf, sem sæmandi er þeiiri þjóð, sem telur það svið sitt helzta stolt og mikilvæg- astan menningararf. Jafnhliða séu starfskraftar þessarar deild- ar knúðir til ríkulegri, frjórri og sjálfstæðai-i rannsókna en þeir hafa sinnt á undanförnum árum, svo að sfcörf Háskóla ís- lands verði í reynd lifandi þátt- ur í skilningi þjóðarinnar á sögu sinni og bókmenntalegri fortíð og samtíð. 3Þróun, að mestu frá rótum en að hluta úr algjöru Irumstigi, á kennslu og vísindaiðk- unum í þeim greinum, sem ís- lenzk nátfcúra og aðrir staðhætt- ir gera hér einstaklega auð- veldar og líklegar til mikils þekkingarauka. pessir þættir eru arðvænlegasta framlag fs- lendinga til hinnar hraðfleygu og mikilvægu þróunar raunvís- inda um heim allan. 4Tenging rannsókna- stofnana atvinnuveg- anna við Háskóla ís- lands og stórefling allrar starfsemi þeirra jafn- hliða þvi sem kennsla hæfist í þeim greinum, sem hagnýtast- ar eru fyrir aukna arðsæld ís- lenzka þjóðarbúsins. Atvinnu- vísindi í þágu fiskveiða, land- búnaðar og iðnaðar ve.’ður taf- arlaust að hefja til vegs og virðingar innan æðstu mennta- sfcofnunar landsins, eigi efna- hagur þjóðarinnar að búa við sambærileg vaxtarskilyrði og tíðkast í grannlöndum. 5Útvíkkun hinnai- tak- mörkuðu viðskipta- fræðideildar í aðra stærri og fjölbreytt- ari, sem tæki til allra greina þjóðfélagsvísinda: hagfræði, fé- lagsfræði, stjórnmálaf-æði og mannfræði. Á þann hátt einan Framhaid a Ols 18 ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.