Tíminn - 09.09.1969, Side 9

Tíminn - 09.09.1969, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 1969 TIMINN Útgefandi: FRAMS0KNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Krtstjánsson. .lón Helgason ob Indriði O Þorsteinsson Fnlitrúi ritstjómar Tómas Karlsson Auelýs- ineastjóri Steingrimut Gíslaáon Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu simar |fl'V“»—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglysingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150.00 á mánuði tnnanlands — í lausasölu kr 10,00 eint — Prentsrníðjan Edda h.l Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður: „Eigi skal heldur safna iiði“ Verkefni og mögu- leika skortir ekki Það stafar ekki af því, að landið sé lélegt eða þjóðina skorti verkefni, að á annað þúsund vinnufærra manna ganga nú atvinnulausir og mörg hundruð manna hafa leitað sér atvinnu erlendis. Þótt benda megi réttilega á það, að hér séu óþurrkar og kal öðru hverju og síld- veiðar stopular, er það ekki neitt frábrugðið því, sem gerist og gengur í öðrum löndum Öll lönd eru þannig meira og minna háð slíkum sveiflum af völdum náttúr- unnar. Og þótt benda megi á þessa erfiðleika af völdum náttúrunnar, skortir hér ekki verkefni. Hér þarf að endur nýja og efla skipastólinn með smíði skipa í landinu sjálfu, hér þarf að koma fiskiðnaði í fullkomnara og nýtízku- legra horf, hér þarf að byggja nýtt, stórt orkuver á næstu fjórum árum, hér er hægt að efla margvíslegan iðnað, sem ýmist sparar erlendan gjaldeyri eða aflar hans, hér þarf að steypa fjölförnustu vegina og bæta vegasamband annars staðar, hér þarf að auka íbúða- byggingar og ýmsar opinberar byggingar. Þannig mætti halda áfram næstum þrotlaust að telja verkefnin, sem eru óleyst. Lausn þeirra myndi ger- breyta ástandinu, skapa næga atvinnu og batnandi lifs- kjör og stöðva fólksflótta úr landinu. Það er hins vegar rétt, að framkvæmd þessara mála er ekki vandalaus. Þjóðin hefur takmörkuð fjárráð og notkun erlends fjármagns verður einnig að vera innan hóflegra takmarka. Þess vegna verður að hafa mark- vissa stjórn á fjárfestingu og framkvæmdum Þess vegna verður að reyna að takmarka óþarfa eyðslu og illa meðferð fjármuna. Það þarf eftir megni að reyna að beina fjármagni og vinnuafli þjóðarinnar að réttum viðfangsefnum. Innan þess ramma á að gefa framtaki einstaklinganna kost á því að njóta sín sem mest, án allra óþarfa hamla og skriffinnsku. Kreppan, sem nú er glímt við, stafar öllu öðru fremur af því, að ekkert markvisst er gert til að beina fjár- magni þjóðarinnar að hinu þýðingarmestu verkefnum, en jafnhliða er svo framtak einstaklingsins lamað með ströngum lánsfjárhöftum. Þannig er ríkjandi stjómar- stefna sambland skipulagsleysis og hafta og úr þessu verður sá óskapnaður, sem stendur öllum framförum þjóðarinnar fyrir þrifum. Þessu verður ekki breytt nema með nýrri stefnu i samræmi við það, sem hér er rakið. Landið er gott. Verk- efnin eru mikil og mörg. Möguleikarnir em miklir, ef fjármagnið er réttilega nýtt. En stefnan er röng og vald- hafarnir eru ráðvilltir. Það er á valdi þjóðarinnar að breyta því. ^ s Sagan úr Bílasmiðjunni „Samdráttur hjá Bílasmiðjunni“. Þannig hljóðar þriggja dálka fyrirsögn í Alþýðublaðinu í gær. Henni fylgir undirfyrirsögn á þessa leið: „Ástæðan er skortur á rekstrarfé — viðskipti skortir ekki‘. Þetta er saga margra fyrirtækja um þessar mundir. Þau hafa næg verkefni og viðskipti — en rekstrar- féð skortir. Þvi verða þau að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hjá Bílasmiðjunm unnu 75 manns I vetur, en aðeins 35 nú og fækkar sennilega í 20 Slíkar em afleiðingarnar af lánsfjárhaftastefnunni. Ríkistjórn, sem þannig býr til atvinnuleysi, á tafarlaust að víkja. Þ. Þ. Hryggð á ströndinni f vor skýrðu blöð frá hring- ferðum Esju í sumar. Sagt var frá revnslu af slíkum ferðum, sem hefðu verið afar vinsælar af innlendum og erlendum ferðalöngum. Loks var þess getið, að Esjan yrðj seld úr landi þegar að lokinni síðustu hringferð í ágústmánuði, rétt eins og það væri ofur éðlileg- ur endir í starfsemi, sem hafði notið vaxandi vinsælda ár frá ári. Nokkrar óánægjuraddir hafa komið fram út af þeirri ráð- stöfun að selja bæði farþega- skipin, 'Heklu og Esju, án þess nokkur farþegaþjónusta komi í staðinn, því nýju skipin hafa “kki fleiri svefnpláss en Herðu breið og Skjaldbreið. Þær raddir eru þn aðeins daufur ómur rf mikilli og almennri gremju og hryggð fólks á ströndinni, út af þessum að- gerðum, sem því finnst bera vott um skammsýni og raunar mikla lágkúru og úrræðaleysi. Menn fá með engu móti skil ið að það sé hagkvæm og eðli- leg þroun að losa sig á einu bretti við skip með 300 far- bega rými á beim tímum, þeg ar þör-f atvinnulífsins fyrir greiðar og öruggar samgöng- ur vaxa ár frá ári, straumur erlendra og innlendra ferða- manna til og um landið. fer Villijálmur Hiálmarsson Skemmdarstarfsemi eSa lágkúra? Byggmg gömlu Esju var heillaspor. Með stofnun Skipa- útgerðai ríkisins og uppbygg- ingu skipastóls, er fullnægði þörfum eins og þær þá voru, urðu kapítulaskipti í sögu ís- ienzkra samgöngumála. Þessum mxkilvægu sigrum var hins vegar ekki fylgt eftir sem skyldi. Stjórnarvöldum láðist nvort tveggja ,að veita fyrirtækinu aðstöðu til þess að leysa vöruflutningana af hendi á viðunandi hátt. Og látið var undir höfuð leggjast ÞRIÐJUDAGSGREININ hraðvaxandi og allir ræða um nauðsyn bættrar og aukinnar þjónustu við ferðafólk. Og all ir vita að slíkar aðfarir eru óþekktar með öllu hjá þeim þjóðum, sem búa við líka lands hætti. Engri strandþjóð ann- arri en fslendingum kemur það til hugar að hægt sé að skaðlausu að Ieggja af farþega þjónustu með ströndum fram aðra e:i þá, sem vöruflutntnga skip veita. Hvarvetna þar sem sala Esju og Heklu ber á góma : strandhéruðunum, eru meen á einu máli um það, að missir þessara ágætu skipa sé áfall fyrir byggðarlögin, þar sem þau haf: ætíð veitt þeim mikils verða þjónustu og verið í senn siolt þeirra og öryggis- tákn í erfiðum kringumstæð- um. að mæta nýjum viðhorfum í mannflutningurr. með eðlilegri bróun skipastólsins. Auðvitað dettur engum það í hug að stjórnarvöldin reki vísvitandi skemméarstarfsemi gegn strandsiglingunum. En svo lágkúruleg eru vinnubrögð in og svo hraklega er búið að þessari mikilvægu þjónustu- starfsemi, að engu er þó lík- ara en svo sé. Skipin eru seld hvert af öðru, án þess að önn- ur séu tiltæk í þeirra stað, og stórlega dregið úr þjónustu þvert ofan í skýlausar yfirlýs- ingar viðkomandi ráðherra á Alþingi í þann mund sem sölu æðið hófst. — Með óbreyttri og raunar sívaxandi aðstöðu til vörumóttöku í Reykjavík og með því að strjála ferðir og gera þær óreglulegar á tímabilum, er stutt að þeirri óheillaþróun, að færa vöru- flutniugana í æ ríkara mæli fra strandsiglingunum yfir á hið örveika vegakerfi lands- manna. — Og með því að draga von úi viti að undirbúa bygg ingu nýs farþegaskips er eðli legt framhald í þeirri grein framleiðslunnar torveldað. Hér er sem sagt allt á sömu bókina lært. ef frá er tekin ákvörðun um byggingu tveggja fragtskipa. En jafnvel þau not ast engan veginn sem skyldi nema aðrar nauðsynlegar framkvæmdir og skipulagsað- gerðir eigi sér stað nú þegar. Nýsköpun vöruflutninga Samkliða því, er hin nýju vöruflutningaskip verða tekin í notkun verða afgreiðsluskil- yrðin í Reykjavík að gerbreyt ast. Víða á höfnum úti á landi er og endurbóta þörf svo að ný flutningatækni nýtist. Senni legt ei að endurskoða þurfi fargjaldataxta og hafnargjöld. Með hagkvæmarj skipum, tíðari ferðum og bættum af- greiðsluskilyrðum. ekki sízt í Reykjavík, má ætla að vöru- flutningar með ströndum fram geti enn orðið sá þýðiugar- miklj báttur í samgöngukerf- inu sem eðlilegt má kalla. Yrði það öllum til hags, sem hlut eiga að máU, en þjóðfé- laginu í heild mest. Nýtt farþegaskip Eyþjóð, dreifð um langa strandlengju hlýtur að halda uppi farþegaflutningum á sjo. f sniéavetrum eru allstnr landsvæði bannig sett, að sam göngur á landi og uir. leið teng ing við flugvelli, verður ó- trygg. Traust og hraðfara far þega veikir þá óneitanlega fyrirgieiðslu og öryggi en ætíð mikið hagræði Erlendir og innlendir ferða menn, sem reynt hafa, segja . að skipsferð umhverfis ísland !■ gefi þeim meira í aðra hönd L en nokkur jafnlöng ferð hér- jj lendis geti gert. — Með hring ferðum. skipulögðum eingöngu fyrir farþega, má enn bæta þjónustuna. En niðurfelling hringferðanna er í æpandi ósamræmi við alla viðleitni til að þróa íslenzk ferðamál. Meglnhlutverk nýs farþega- skips vrði þjónusta við strand Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.