Tíminn - 12.10.1969, Qupperneq 6
6
TIMINN
SUNNUDAGUR 12. október 1969
Verstu höftin
Forseti íslands setur þingið.
Sjálfstæðismenn
og Páll postuli
Það gerðist á árunurn
1947—49, þegar Emil Jóns-
son var viðskiptamálaráð-
herra og Bjarni Benedikts-
son diómisimíáilaráð'herra, að
merkur prestur kom til borg
arinnar og gekik á fund Fjár
hagsráðs, sem þá sá um út-
'lflutun ýmiskonar leyfa, og
var á sínum tíma ein vold-
ugasta stofnunin í landinu.
Presturinn hafði þá sögu að
segja, að hann gegndi tveim-
ur prestaköllum og annaðist
guðsþjónustur í ekki færri
en níu dreifðum kirkjum, og
væri 'honum ógerlegt að full-
nægja þessum guðsverkum,
nema hann fengi jeppa. Ýms
um mun hafa þótt prestur
færa veigamikil rök fyrir
máli sínu. Aðrir töldu ekki
ofmikið gert fyrir kirkjuna
í landinu, þótt hún fengi einn
jeppa. En sá nefndarmanna,
sem var aðalfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og bezt var
að sér í kristnisögu, felldi
Salomónsdóminn urn um-
sókn prestsins: Páll postuli
kristnaði næstum allt Róma
veldi og hafði ekiki jeppa.
Það skal tekið fram, að
sá leiðtoigi S|álfstæðisflokks-
ins, sem feldi þennan dóm,
sem síðar er frægur orðinn,
hafði flutt fleiri og meiri
ræður gegn h'öftum en nokk-
ur annar forustumaður flokks
ins fyrr og síðar. Sá málflutn
ingur var áreiðanlega byggð-
ur á sannfæringu. En hann
var raunsær maður, sem
beygði sig fyrir staðreynd-
um. Á þessum árum bjó þjóð
in við mi'kinn gjaldeyrisskort
og ekki var um annað að
ræða en að grípa til nokk-
urra gjaldeyrishafta, ef ekki
átti að stofna til óviðráðan
legra skulda erlendis eða
skerða stórkostlega kaupmiátt
alþýðu matina og draga úr
gjaldeyriseyðslunni á þann
hátt. Stjórnin, sem lcom til
valda í ársbyrjun 1947, taldi
haftaleiðina betri en kjara-
skerðingarleiðina af tvennu
illu. Hitt er hins vegar ó-
umdeilanlegt, að undir for-
ustu þeirra Ernils og Bjarna,
var gengið of langt á hafta
brautinni á árunum 1947—
1949, því að jafnframt iun-
flutningshöftum var innleitt
hið hvimleiðasta skömmtunar
fargan, sem hér hefur verið
á þessari öld.
Höftin 1947-49
Því er þetta rifjað upp hér,
að það er ein aðaliðja þess
manns, sem skrifar að stað-
aldri Reykjavíkurbréf Mbl.,
að eigna Framsóknarmönn-
um höftin á árunum 1947—
49. Sannleikurinn er sá, að
þessi höft var búið að ákveða
áður en stjórnarþátttaka
Framsóknarmanna kom til
sögunnar. Á árunurn 1944—
46 fór hér með völd sam-
stjórn Sjálfstæðisflokksins,
Alþýðuflokksins og komrn-
únista. Sú rfkisstjórn sóaði
öllum strfðsgróðanum á
tveimur árum. Haustið 1946
var landið orðið gjaldeyris-
laust og atvinnuvegirnir
orðnir uppbótaþegar. Þá
vildu fcommúnistar e'kki vera
áfram í stjóm og báru við
Keflavíkursamningnum. Sjálf
stæðismenn vildu samt ólm-
ir hafa þá áfram í stjóm og
gekk Bjarni Benediktsson
þar fram fyrir skjöldu. M.
a. til þess að fá koimmúnista
í stjórn, var boðið upp á sem
víðtækust höft. í þingtíðind
um frá þessum tíma má lesa
ræðu eftir Bjarna Benedikts
son, þar sem skýrt er frá
því, að kommúnistum hafi
verið boðin enn rneiri höft
en endanliega varð niðurstað-
an, en þeir hafi ekki látið
sér það nægja. Þegar loks
var búið að þrautreyna sam-
starfsmöguleikana við komrn
únista, voru liafnar viðræð-
ur við Framsóknarflokkinn
um stjórnarþátttöku, og var
þá búið að undirbúa lögin
um Fjárhagsráð og Sjálfstæð
isflokkurinn, og Alþýðuflokk
urinn búnir að koma sér
saman um aðalatriði þeirra.
Þessir flokkar höfðu svo
meirihluta í þeim nefndum,
sem sáu um framkvæmd
laganna, og hafði Sjálfstæðis
flokkurinn formann í þeim
öllum. Höftin á árunum
1947—49 voru þannig að
öllu leyti á ábyrgð þessara
flokka.
III nauðsyn
Þegar þessi saga er athuguð,
er það næsta furðulegt, að
málgögn Sjálfstæðisflokksins
skuli reyna að telja mönnum
trú um, að hann hafi aldrei
nálægt neinum innflutnings-
höftum komið, heldur ein-
göngu andstæðingar hans.
Staðreyndin er sú, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er sízt
minna bendlaður við hin svo-
kölluðu höft en aðrir flokk-
ar. Það var einn aðalstofn-
andi Sjálfstæðisflokksins,
Magnús Guðmundsson, sem
hafði fórgöngu um fyrstu
innflutningshöftin á friðar-
tímum á þingi 1921. Það
var fyrsta verk þeirrar
stjórnar, sem Sjáilfstæðis-
menn telja bezta, stjórnar
íhaldsflokksins á árunum
1924—27, að setja stranga
reglugerð um innflutnings-
höft. Þessa reglugerð þurfti
hinsvegar ekki að fram-
kvæma, vegna óvænts bata
gjaldeyrismálanna. Þegar
kreppan hélt innreið sína
upp úr 1930, voru Sjálfstæð
iáflokkurinn og Framsó'knar-
flokkurinn í stjórn _saman
undir forustu Ásgeirs Ásgeirs
sonar og Magnúsar Guð-
mundssonar. Þeir Ásgeir og
Magnús voru sammála um,
að óhjiákvæmilegt væri að
grípa til stórfeldra innflutn-
ingshafta og Mbl. studdi þá
framkvæmd eindregið, aiveg
eins og höftin á árunum
1947—49. Þau höft, sem hér
hafa verið framkvæmd,
hafa þannig ekki verið sér-
mál eða baráttumál neins
eins flokfcs. Til þeirra hefur
verið gripið af öllum flokk-
um og þau studd af öllum
ftokkum, þegar ill nauðsyn
hefur igert þau óhjákvæmileg.
Núverandi höft
Sannleikurinn er sá, að
þjóð eins og íslendingar, sem
ekki hefur ótakmörkuð fjár
ráð, verður að grfpa til hafta
í einhverri mynd. Vandinn
er sá að velja réttlátustu og
einföldustu höftin. Það er
eins stórfeld ósannindi og
rnest er hægt að hugsa sér,
ef því er haldið fram, að
íslendingar búi ekki við
nein höft um þessar mundir.
íslenzkir launþegar búa nú
við stórfeldari og verri
höft en þeir hafa orðið að
þola áratugum saman. At-
vinnurekendur búa við verri
höft í dag en oftast áður.
Það væri furðulegt, ef stjórn
arblöðunum tækist með blekk
ingum sínum að gera al-
menning svo ruglaðan, að
hann gerði sér ekki grein
fyrir hinum stórkostlegu höft
'Um, sem nú leggja hina lam
andi hönd á framtak þjóðar-
innar.
Verstu höftin
Þegar gjaldeyrir er af skorn
um skammti, eins og verið
hefur að undanförnu, er
hægt að mæta þeim vanda
á tvennan hátt. Það er ann-
arsvegar hægt með því að
draga úr innflutningnum
méð 'beinum höftum, t. d.
með því að banna innflutn-
ing vara, sem hægt er að
framleiða í landinu sjálfu
með sæmilegu móti. Það er
hinsvegar hægt með óbein-
um höftum, þ. e. að draga úr
kaupmætti almennings með
kauplækkunum og atvinnu-
leysi og minnka þannig eftir
spurnina eftir gjaldeyri. Það
er þessari síðari haftaleið,
sem ríkisstjórnin hefur far
ið. Með tveimur stórfelldum
gengisfel'lingum og uppgjaf-
arfcaupsamningum, er sundr-
uð og vanmáttug verkalýðs-
hreyfing hefur llátið bjóða
sér, hefur kaupmáttur al-
mennings verið stórkostlega
skertur. Þannig er játað af
forráðamönnum Álbræðslunn
ar, að þeir greiði hér um
40% lægra kaup til jafnaðar
en annarsstaðar, en þó munu
launakjör starfsmanna henn
ar vera hlutfallslega betri
en annarra hliðstæðra starfs
manna hérlendis. Þetta er
sú óbeina haftaleið, sem hér
hefur verið farin. í kjölfar
þessara kjaraskerðingar, hef
ur svo fyjgt margvíslegur
samdráttur og minnkandi
framtak, eins og bezt sést í
samdrætti íbúðabygginga.
Fleiri og fleiri einstaklingar
verða að gefast upp við að
eignast þa'k yfir höfuðið.
Þótt öll gjaldeyrishöft séu
ill, er það óumdeilanlegt að
óbeinu höftin, þ. e. launa-
skerðing og atvinnuleysi, eru
verst. Þau þrengja mest að
almenningi og þau draga
mest úr framtakinu.
Lánsfjárhöftin
Núverandi ríkisstjórn hefur
ekki aðeins gripið til hinna
óbeinu hafta, k'jaraskerðing-
ar, í ríkari mæli en nokkur
fyrirrennari hennar hefur
gert. En hún hefur líka
framkvæmt önnur bein höft
í stórum stíl, en rnest þeirra
og verst eru lánsfjárhöftin.
Stórfega hefur verið dregið
úr rekstrarfánum til atvinnu
veganna. Þetta hefur valdið
samdrætti fyrirtækja og
minnkandi atvinnu, enda
einn megin tilgangur láns-
fjárhaftanna að rýra kaup-
getuna og minnka þannig
eftirspurn eftir gjaldeyri f
sameiningu hafa lánsfjárhöft
in og minnkuð kaupgeta ál-
mennings orsakað það at-
vinnuleysi, sem nú er glímt
við.
Gylfi Þ. Gdsiason og Jóhann
es Nordal hrósa sér af þvi,
að hallinn á viðskiptunum
við útlönd hafi heldur minnk
að á þessu ári. Þetta er þó
síður en svo hrósvert, þegar
þess er gætt, að þessum ár-
angri er náð á þann hátt að
minnka kaupgetuna með
launalækkunum og atvinnu-
Heysi. Þessi bati er aHtof
dýru verði keyptur. Auk
þess að þrengja óeðUlega
mikið að verkafólkinu og
miHistéttunum, hefur þetta
lamað framtakið og ýtt und
ir stórfeldan fóiLksflótta úr
l'andinu.
Áætlunarbúskapnr
Ef samdráttur, framtak®leysi
og landflótti á efcki að ein-
kenna ísienzkt þjóðlíf á
næstu árum, verður að breyta
hér um stefnu. Það verður
að bæta lánskj'ör atvinnuveg
anna og treysta aðra aðstöðu
þeirra, svo að þeir verði fær-
ir um að greiða hærra kaup
Það verður af afnema láns-
fjárfiöftin. Það verður að
auka kaupmétt almennings.
Verkalýðssamtökin verða að
sýna, að þau séu meira en
nafnið eitt. Aukin kaupgeta
mun efla framtak lands-
manna á ný. En þetta verður
að gerast undir handleiðslu
styrkrar stjórnar, sem ekki
lætur ofþenslu koma í stað
atvinnuleysis, heldur tryggir
bæfilegt jafnvægi. Þetta
verður ekki gert nema með
áætlunarbúskap. En þá á
heldur ekki að þurfa að
grípa til hafta í Ikingu við
þau, sem voru hér á árun-
um 1947—49. Áætlunarbú-
skapurinn á ekki að vera
sjálft markmiðið, heldur
formið, sem gerir það fram
kvæmanlegt að ná þeirn
marfcmiðuim, sem stefnt er
að. Innan þessa ramma á
framtakið að hafa sem mest
og bezt svigrúm. Þetta er
sú stefna, sem Framsóknar-
flokkurinn berst fyrir, og all
ar lýðræðisþjóðirnar í kring
um okkur eru að taka upp
í ríkari mæli. Þ. Þ.