Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.10.1969, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. október 1969. TÍMINN r- 1 Fáir hlutir eru eins hvers dagslegir og bók, og þó er I þarna vizka alheimsins sam- { þjöppuð. Ekki í einu og sömu j bó'kinni, en bókin er tákn þess \ arar vizku. Hún liggur hérna á ' borðinu fyrir framan mig, þög | ul og yfirlætislaus, eins og vizk í an er ætið. Það hvíla yfir \ henni töfrar, eins og háttur er S ólesinna bóka. Hún býr yfir \ eftirvæntingu og fyrirheitum j hins óþekikta. Á bak við s spJöld hennar býr óþekktur \ heimur. Heill frumskógur af j hugsunum, hygmyndum, huig- leiftrum þar sem funi kveikist \ af funa. Ég veit ekiíi hver boð skapur hennar er, jafnvel hin ar lélegustu verða kveikja að ! einhverjum nýjum hugsunum, margar þeirra að hinum dýrleg ustu og fegurstu hugsunum. Bókin er einhver bezti vinur mannsins, og hefur verið síðan farið var að skrifa og prenta ; bækur. Þessi setning hefur sjálf sagt verið sögð óteljandi sinn um á óteljandi vegu, og þó verður hún aldrei of oft sögð, 1 svo sönn er hún og raunveru leg. Það mætti líka segja þetta á annan veg: Bókin er einhver mesti og bezti menningargjafi mannsins. Hún er undirstaða alls menningarlífs þjóða og einstaklinga. Þjóð, sem ekki á bækur eða á þess ekki kost' að njóta þeirra, er dæmd til að lifa að eilífu í myrkri menning arleysis. Ólæsið er eins og blinda, sem stór hluti mann- kynsins er haldinn af. Það má því segja þessa sömu hugsun enn á einn veg: Bókin er lyk- illinn að höll menningarinnar. Og að lokum hið fornkveðna: Blindur er bóklaus maður. Bók verður aldrei nógsamlega lof uð. Það má með réttu gagnrýna einstakar bækur, jafnvel með hörðum orðum. en bókin, sem tákn, er gjöf að ofan. Hún er sparisjóður andlegra verðmæta, sem al-ltaf má ausa af. Af öll- um þeim dægrastyttingum og skemmtunum, sem maðurinn hefur fundið upp, er, þegar allt kemur til alls, bóklestur sú verðmætasta. Það er bókinni að þakka, að jafnvel á mestu niðurlægingar tímum íslenzku þjóðarinnar hélt hún sinni andlegu reisn, og hefur verið alla tíð einhver bezt menntaða alþýða í heimi. Sumar bækur hafa þó tíma bundið gildi, eins og flest ann j að hér í heimi, en aðrar eru t sígildai' og hafa ævarandi * gildi. En bókin yngir sjálfa ; sig upp eins og tíminn. Nýjar ; hugsanir, stefnur og markmið { koma með nýjum tímum. Bæk Hannes J. Magnússon, fyrrv. skólastjóri: . Það verður ekki á móti því mælt, að þjóðfélagið hefur mdiklar skyldur við þá sem skrifa bækur. Uppskeran get ur þó vissulega brugðizt, en ekki hætta menn að rækta jörð ina, þótt uppskeran bregðist eitt og eitt ár: Við verðum alltaf að rækta þann jarðveg, sem bókin er sprdttin úr. Við eignumst ekki snillinga á hverju ári, en fyrr eða síðar eignumst við alltaf einhvern snffling, ef jarðveginum er haldið við. 10. 10 1969, Hannes J. Magnússon. Ég þráði ekkert heitara í bernsku minni og æsku en bæk ur. Mér þótti sem þær gætu verið uppfylling allra vona minna og veita mér eins konar öryggi. Þær voru mitt sverð og skjöldur. Ég hlakkaði alltaf til að opna þær. Ég hafði oft opna bók fyrir framan mig á mieðan ég var að matast. Ég tel það því einhvern mesta viðburð ævi minnar, þegar stofnað var lestrarfélag í heimasveit minni, Flugumýrarsókn í Skagafirði. Lestrarfélagið uppfyllti svo margar vonir mínar. Og enn er ég fullur af þakklæti til þess arar stofnunar og verð á með an ég lifi. Lestrarfélagið opnaði fyrir mér nýjan heim, sem áð- ur hafði verið lokaður mér að verulegu leyti, því að fátækt alþýðu- og bændafólk hafði ekki ráð á að kaupa bækur, en nú átti ég kost á að lesa flest það, sem út kom af bókum. Já lestrarfélögin opnuðu mörgum dýr menningarinnar, sem að verulegu leyti voru okkur lok aðar í okkar skólasnauða landi. Ég á ekki nógu sterk orð til að þakka þeim. sem höfðu for ustuna um stofnun þeirra. Þau komu eins og bjartur sólskins dagur á óþurrkasumri. þafcka, að bókin er slíkt ménn ingarafl í hverju þjóðfélagi? Ef svarið skyldi vefjast fyrir einhverjum, einmitt vegna þess, hve það er einfalt og augljóst, ætla ég að svara því: Það er höfundurinii. Homum ber að þakka fyrst og fremst: Það er maðurinn, sem semur bókina, hver sem hann er og í hvaða stétt og stöðu, sem hann er. Frá honum kemur hinn skapandi kraftur, sem býr í öllum bókum og stendur á bak við allar bækur. Og nú vil ég spyrja: Á þjóðfélagið þess um manni og þessum mönnum eitthvað að þakka? Þeir eru ekki svo afskaplega margir í hverju þjóðfélagi, að það ætti að vera hægt að gera vel við þá. Það geta ekki allir skrifað bækur, jafnvel ekki lélegar, hvað þá úrvalsbækur. Kannski verður mönnum nú á að hugsa til hinnar almáttugu tækni. Nei'i— það er af og frá. Vélar geta ekki samið bækur — ekki einu sinni lélegar bækur. Þá erum við nauðbeygð til að halda okkur við þessa einu líf veru jarðarinnar, sem hefur verið gefin vizka til að festa hugsanir sínar og hugsjónir á pappír. urnar eru því spegilll hverrar samtíðar. Bókin er alltaf meira og minna háð hverri samtíð. Gengi hennar getur fallið eins og gengi peninganna — I bili. En það, sem bezt og fegurst er skrifað í hverri samtíð, er þó alltaf vaxtarbroddur hinnar and legu menningar. En bókin er ekki aðeins háð sinni samtíð, heldur er samtíðin háð bókinni. Bókin getur ráðið a'ldahvörfum ef miklir hugsuðir og snillingar hafa haldið á pennanum. Bókin getur því verið bæði miðlandi og skapandi í senn. Miðlandi er hún, þegar hún flytur mannkyn inu nýja þekkingu, nýjan fróð leik. Hún er því grundvöllur vísindanna. En skapandi er hún þegar hún flytur mönnum nýjar hugsjónir, sem valda straum hvörfum á einhverju sviði. Þá er bókin menningarkveikja, sem á eftir að lýsa og verma löngu eftir að hún héfur verið lesin. Og varla er hægt að hugsa sér svo lélega bók, jafnvel ljóta bók, að hún kveiki ekki ein- hverjar hugsanir, þó ekki væri nema andstæðar hugsanir. Þannig geta þær orðið jókvæð ar í eðli sínu. Hugtakið bók má meta á sama hótt, sem hugtakið skóli. Hvortveggja er menningargjafi. Þó stendur bókin framar, að þvi leyti, að varla er hægt að hugsa sér skóla án bókar. Bók in er hinn upprunalegi menn- ingargjafi. Hún getur staðið ein sér með sitt menninigargildi. Og þó að bókin sé lesin af hundruð um og þúsundum manna, jafn- vel milljónum manna, minnkar ekki gildi hennar við það, en vex þvert á móti og verður áhrifaríkari í hverri samtíð. Hugsanirnar, sem streyma frá orðum hennar og setningum, er og verður alltaf fjársjóður. Kannski meta menn ekki bók ina á sama hátt í dag eftir að bækurnar tóku að flæða yfir landið. En bókin hefur, sem slí'k, ekki misst gildi sitt og missir aldrei, þrátt fyrir gnægt ir bóka og fjölmiðlunartæki alls konar að auki. Það geta komið út lélegar bækur, ljótar bæk ur, meira að segja siðspi'llandi bækur, en það raskar ekki þeirri grundvallarreglu, að bók in er menningar- og þroska- gjafi mannanna börnum. En hverjum eigum við það að En það má rækta þessa gófu og gera hana ennþá verðmiæt- ari fyrir samfélagið með félags legum aðgerðum og skilningi á hlutverki rithöfunda í samtíð sinni. Það má virkja þessa and legu krafta í þágu samfélags- ins. En nú er komið að öðru atriði, sem einnig er mjög mikil vægt: Bókin veitir milljónum manna lífssframfæri af því einu, að hafa orðið til. Hugs um okkur allar þær milljónir — hér á landi þúsundir —, sem Hannes J. Magnússon hún hefur veitt daglegt brauð, allt frá því að skógarhöggsmað urinn gékk útí skóg til að höggva við til pappirsgerðar, eða námumaðurinn gróf í iður jarðarinnar eftir jámi og stáli í allar prentsmiðjur veraldar- innar, sem gerðu það mögulegt að prenta bækur. Við þetta má svo bæta öllum þeim miljónh um — hér á landi þúsundum — sem hafa atvinnu af því að koma bókimni áfram á öðrum stigum þróunax hennar, þar til bókin er kómin í hendur kaupandans og raunar er þá ekki öllu lokið, þá taka við þúsumdir manna sem vimma við hin ýmsu bökasöfn, sem halda áfram m'enningarmiðluninni. Raunar er enn margt ótalið, svo sem að breyta bókunum í kvikmyndir og leikrit með öllum þeim milljónum, sem að því vinna á ýmsan háitt. Nei, þetta lið yrði álitlegur hópur, ef það væri allt komið á eirnn stað. Því eru þó ekki fengin vopn í hönd. Það sigrar heim inn með öðrum hætti. Og nú vil ég enn spyrja: Á þjóðfélagið eða þjóðfélögin ekki þessum mönnum eitthvað að þakka, sem áttu þarna frum kvæðið? Hverjir, af þessum mikla fjölda skyldu nú bera mest úr býtum? Það er vand séð, en eitt er víst. Það eru ekki höfundarnir almennt. Það mætti segja mér að þeir bæru minnst úr býtum, og fátt er meira talið eftir en einhver þóknun til þeirra. Enda hefur það ekki verið óalgengt, að þeir hafi látizt úr ófeiti. s \ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.