Tíminn - 21.10.1969, Blaðsíða 8
8
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 1969.
VÍETNAMSTRÍÐIÐ OG
BANDARÍSKA ÞJÓÐIN
! MILLJÓNIR BANDARÍKJA-
) MANNA tótou þátt í friðsam-
| legum mótmælaaðgevðum um
j þver og endilöng Bandaríkin á
i miðvikudaginn var. Var allt
J þetta fól'k að mótmæla styrjöld
j inni í Víetnam, stetfnu Banda-
! ríkjastjórnar í því máli — eða,
! eins og sumir vilja hafa það,
) stefnuleysi Richard Nixons, for
! seta, í Vietnammálinu.
Mótmælaaðgerðir þessar eru
hinar sérstæðustu að ýmsu
) leyti öðru en því, hversu al-
rnenn þátttakan í þeim var.
! Einkum vekur athygli, að þær
; voru ekfci skipulagðar af nein
| um sérstökum aðilum, og að
j enginn sérstakur leiðtogi var
? fyrir hendi. Þefcta voru borgar
arnir sjálfir að láta í Ijós hu-g
; sinn til Víetnamstríðsins, og
\ til Nixons forseta, sem lofaði
því í kosningabaráttunni í fyrra,
að hann hefði áaetlun um iausn
■ stríðsins, en sem hef-ur — að
dómi þessa fólks a.m.k. — enga
áætlun þegar að framkvæmdun
um er komið-
Benjamin Spock, hinn þekkti barnalæknir, ávarpar fjöldafund
víða um Bandaríkin þennan mótmælaðag.
í Washington s.I. miðvikudag. Var þetta einn af óteljandi fundum
(UPI).
EN SÉ ÞAÐ LJÓST, að þeir
J • sem mótmæltu hafi viljað enda
þátttöku Bandaríkjamanna í
! styrjöldinni og kalla heim
1 bandarískt herl-ið þar, þá er
i þessi stóri hópur vissulega ekki
í sammála um hvenær, eða hvern
ig að þvi skuli staðið.
Sumir vilja, að Bandaríkja-
! menn hefji nú þegar brottflutn
J ing alls herliðs síns í S-Víetnam
- og verði þannig komn-ir út úr
! styrjöldinni eftir nokikrar vik-
! ur.
j Aðrir vilja fara hægar í
sakimar, gefa her Saigon-stjórn
! arinnar meiri tima til að taka
; við hlutverki bandarísku her-
! deildanna. En þessi hópur vill
! einnig mun braðari heimkvaðn-
) ingu bandarískra hermanna, en
! hingað til hefur verið tilkynnt
! um opinberlega af forseta lands
ins, Richard Nixon.
i
ÞAÐ VAR í rauninni þessi
) hægagangur, og að því er sum
i um virtist stefnuleysi hjá Nix-
! on, sem ollu því að mótmælaað
Igerðirnar urðu til. Upphafið
átti sér stað fyrir nokkrum mán
uðum, þegar nokkrir ungir
menn, er starfað höfðu með
þeim Eugene MeCarthy, öldunga
deildarþingmanni, og Robert
i Kenn-edv öldti'r—' ’-i þiug-
> manni, í baráltu þeirra um út
! nefningu sem forsetaefni Demó
J krata. Helzti fyrdrliði þessara
i manna var 25 ára McCarthy-mað
Iur, Sam Brown.
Þessir menn stofnuðu svo-
n-efnda „Vietnam Moratorium
) Committee" og álcváðu að
I' reyna að afla fylgts fyrir því
meðal háskólastúdenta að 15.
oi^óber kæmu þeir saman ti!
að y'ótmæla á friðsamlegan hátt
styrjðMinni í Víetnam og þátt-
töku Bandaríkjamanna í henni-
ÞESSI HUGMYND náði
nokkurri útbreiðslu meðal há
skólastúden-ta, en virtist al-
gjörlega takmöi’kuð við háskól
anna. Á síðustu vikum fór hug
! myndin aftur á móti sem eldur í
sinu um allt landið, meðal fólks
í ólíkustu stéttum. Og áður en
af var vitað, varð ljóst, að þjóð
in hafði gripíð tældfærið til að
mótmæla rtefnu forseta síns,
eða stefnuleysi, og að sumra
dómi svikum við loforð hans
frá því í fyrra.
Þótt crfitt sé að segja til um,
hvað hefur orðið áhrifamest í
því, að gera mótmæli þessi að
eins konar þjóðarmótmælum
telja ýmsir, að afstaða forsetans
til mótmælanna hafi átt veruleg
an þátt í því. Hann lýsti því yf
ir á blaðamannafundi 26. sept
emiber, að hann myndi
ekki undir neinum kringumstæð
um láta mótmæli af einu eða
Richard Nixon
öðru tagi hafa áhrif á stefnu
sína. Muo þetta hafa æst marga
til að taka þátt í aðgerðunum.
Þá var talið auigijóst, að að-
gerðii-nar yrðu friðsamlegar, og
fólk þurfti því ekki að óttast
átök þótt það tæki þátt.
En þýðingarmesta atriðið er
auðvitað, að stór hluti banda-
rísku þjóðarinnar er andvigur
þátttöku Bandaríkjamanna í
Víetnamstyrjöldinni. Um það
atriði er þjóðin klofin, all-t frá
æðstu mönnum hennar í þjóð
þinginu og niður úr.
ÞETTA KEMUR GREINI
LEGA fram í skoðanakönnunu-in
i Bandaríkjunum. Þannig hefur
Gallup-stofnunin kanuað vilja
manna í Víetnammálinu —
gprði það nokkru áður en
mótmælaaðigei’ðirnar á miðviku
daginn fóru fram — og er
greinilegt, að meirihluiíinn vill
hætta stríðinu.
Gallup lagði þá spurningu fyr
ir fólk, hvort það vildi að þjóð
þingið samiþykkti, eða felldi, til
i’ogðu Charles Goódeií öidunga
d-eildarþin-gmanTis þess efnis, að
Bandax-íkjamenn kalli heim allt
herlið sitt í Víetnam fyrir lok
næsta árs, en her Suður-Víet-
nam haldi stríðinu áfram upp
á eigin spýtur, og hljóti her-
gagnastuðning og fjárhagsstuðn
ing frá Bandaríkjamönnum.
57% — vel rúmlega belmxng
ur — vildi, að þjóðþingið sam
þybkti slíkan brottflutning.
Verulega stór hluti — eða 31%
er andvígui slfkum aðgerðum.
en 12% höfðu efcki niyndað sér
skoðun þar um.
62% þeirra demókrata, sem
aðspurðir voru, reyndust fylgj
andi tillögu Goodells, en 52%
repúblikana. Þótt fylgið sé
þannig meira meðal demó-
krata, er meirihluti kjósenda
heggjia flofcka á því, að Banda
rfkin eigi að draga hienmennina
úr stríðinu fyrir lok næsta árs.
Aðrar karraanir Gallups
benda í sömu átt. Þannig telja
íim 58% Bandaríkjamanna,
samkvæmt Gallup, að það hafi
"erið mistök á sínum tíma fyr-
ir Bandai’íkin að senda her-
menn til Vietnam.
Bandaríska þjóðin er óvi
klofin — og sá klofningur hef-
ur mijög aukizt og kröfur um
brottflutnin-g herliðs um leið.
eftir að Nixon lýsti því yfir
fyrr á þessu ári. að hernaðíu
sigur i Vietnam væri ekkí á
lagiskrá lengur. Það. --em
‘■tefht. bæri að '’æri pólitísk
ausn deilunnar — og á meðan
beðið væri eftir henni, efling
Saigon-hersir!S. sem ætti að
taka við hlutverki þeirra
bandarísku hermanna, sem
rtanda í beinum bardögum á
'andi.
EN SÉ ÞJÓÐIN SKIPT. þá
eru ráðamenn og stofnanir líka
mjög á öndverðum meiði í af-
'töðunni til Vietnam, uæði
öinguienn, fjölmiðlunartæki,
háskólastjóroir, alls kyns þjóð
félagshópar og jafnve! Rand-
stofnunin — sem á sínum ums
gerði hvað flestar áœfclanir fyr
ir Bandarílkjastjiónn um það,
hverniig leysa æfcti styrjöldina
eða vinna hana. Það er vissu-
lcga tímanna tákn í Bandarikj
unum, að jafnvel þessi stofnun
.skulú klofin j tvenajt í Vietnam (
málinu.
Klofningui’inin í þinginu kom
t.d. greinilega fram í aitkvæða
greiðslunni í fuiltrúadeildinni
kvöldið fyrir mótmælaaðgerð-
irnar. Þá var atkvæðagreiðsla
um það, hvort haldið sikyldi
áfram umræðu-m í deildinni
alla nóttina — eins og andstæð
ingar stríðsins vildu — eða
ekki. Tillaga um að svo skyldi
ekki vera, var samþ., en aðeins
með 12 a-tkvæða m-eirihluta:
100 voru á m-óti en 112 með.
RICIIARD NIXON hefur
gert ýmislegt til þess að draga
úr þátttöku Bandaríkjamanna
í Vietnam. Þannig hefur hann
þegar kallað heiim nofckra her-
menn. og mun augljóslega
halda áfram á þeirri braut.
Ilann mun einnig haf-a breyfct
nokkuð hern að ar aðferðum
bandarísku hermannanna þann
í.g, að þeir eru nú meira til
varnar en sóknar.
Hann hefur lagt höfuðiálherzlu
á að þjálfa Saigon-herinn til
að taika við af Bandarí-kjamönn
um hvað landbardaga snertir.
og hyggst greinilega kalla heim
fleiri hermenn á naastunni,
bótt viðræðurnar í París gangi
en-gan veginn.
Andstæðingar hans krefjiast
bess, að hann geri opinbera
íætlun um brottflutning alls
handarisks herliðs Þetta hefur
hann pfcki gert, enda vœntan-
iega nokkuð erfitt að leggja
bannig öll sín spil á borðið.
Hvað Nixon gerir næst, kem
uv væntanlega f Ijós 3. nóvem-
ber en þá heldur h,ann ræðu
‘il þjoðarinnar. Er talið víst
að hánn muni tilkynna um frek
ari brottflutning.
Sumir telja að Nixon stefni
að því að flytja heim á næsta
- ári svo ti! alla þá hermenn,
sem bardagahersveitum eru.
Er það . samræm: við þá skoð
un, að í lok næsta árs eigi
Saigon-herinn að geta haldið
stríðinu áfram — sem þrátefli
— með aðstoð bandarískra
fkugsveita og flutningasveita,
og að sjálfsögðu mieð banda-
rískrd hergagna- og fjárhags-
aðstoð.
ÞESSAR FRÉTTIR eru nokk
uð í samræani við það, sem
ýmsir álbyrgir gagnrýnendur
Nixons í þimginu hafa bemt á
sem leið til lausnar. Þannig
hefur Edward Kennedy, öld-
unigadei'ldarþinginaðúr, ben-t á
það nú á döigunum, að réfct
væri að kalla heim aMar bar-
daigalhersveitir innan eins árs,
en aðrar bandiarískar sveitir
sikyldiu vera áfram í Suður-
Vietnam fram til ársloka 1972.
Er vitað, að slfk áætlun er í
samræmi við álit margra, einn
iig háttsettra manna í stjórn
B-andarfkjanna.
Þessir háttsettu menn telja
reyndar, að Norður-Vietnamar
og Þjóðfrel.sisfylkir)gin sé f
enigri aðstöðu til að notfæra
sér brottflutning bandaríska
herliðsins, þófct hann yrði auk-
inn möög verulega.
Búa-st þessir menn við því að
styrjöldin mun smáfct og smátt
logmast út af, og telja jafnvel
huigsanlegt að hægt verði að
draga alla Band-aríkjamenn út
’ír landinu án þess að samnimg
ar fcakist í París.
EN ÞESSI KENNING þykir
þó ósennileg hj á mörgum. Það
er svo oft búið að spá því, að
Norður-Vietnamar o-g Þjóð-
frelsisfylkingin séu að niðurtot
um komin o-g geti ekki meir.
t>að hefur alltaf reynzt rarngt.
Það er vissulega erfifct að
ímynda sér að styrjöldin „logn
ist út af“ smáfct og smátt. Of
mikið hefur verið lagt í þá
barátfcu af þjáningum og manns
Hfum til þess.
En ræða Nixons í nóvember
kann að gefa nokkra vísbend-
imgu um, hver bróunin verður
í Vietnam á næstu mánuðum.
Sfcal efcki felldur dómur yfir
stefnu hans fyrr en hann hefur
lagfc fram „vörn“ sína. En Nix-
on veit, að uim miðjan næsta
mánuð eni áætlaðar fcveggja
lia-ga mótmælaaðgerðir. f des-
ember þriggja daga móftmæli.
og svo fram-"-egis. Hann mun
þvi ekki frið fá.
E.J.