Tíminn - 25.10.1969, Síða 2

Tíminn - 25.10.1969, Síða 2
2 TIMINN LAUGAKDAGUR 25. október 1969 'SSS. •.'. • •'sss"s"s"'"""s"""""""s^s'ss'sss's' íslenzkar skátabúðir á móti í Noregi í fyrra LOFTLEIDIR TAKA VID FLUG- REKSTRIFYRIR FLUGHJÁLP FLUGHJÁLP KAUPIR TVÆR VÉLAR AF LOFTLEIÐUM Reykjavík, föstudag. Frá stofnun Flughjálpar í sl. aprflmánuði hefir hollenzka flug félagið Transavia annast flugrekst ur félagsins. Samningar um þetta miUi Flughjálpar og Transavia renna út hinn 8. nóvember n. k. Nýlega voru undirritaðir um það samningar miUi Flughjálpar og Loftleiða, að frá og með 8. næsta mánaðar taki Loftleiðir við stjórn flugreksturs Flughjálpar. Aðalstöðvar flugrekstursins verða væntanlega í Luxemlborg og verður fyrirliði þeirra Einar Ólafs son, en Þorsteinn Jónsson verður áfram yfirmaður flugliðsins í Sao SKÁTAR HALDA LANDSMOT1970 Verðlaun veitt fyrir teikningu af mótsmerkinu Landsmót Skáta 1970 verður haldið að Hreðavatni dagana 27. júlí til 3. ágúst n. k. Undinbúningur mótsins er haf inn fyrir nokkru, en mörg verk efni þarf að leysa af hendi áður en reist verður borg að Hreða vatni, þar sem gert er ráð fyrir slíkum þægindum, sem pósti og síma, vatnsveitu, banka og mörgu slíku. Að þessu sinni verður regn boginn notaður sem rammi móts ins. Að venju þurfa þátttakendur að leysa margar þrautir og verk efni, og þeir sem standa sig kom ast undir enda regnlbogans, þar sem þeirra mun bíða pottur full ur af gulli. Búizt er við mikilli þátttöku skáta úr öUum skátafélög um landsins svo og frá mörgum Evrópulöndum og Norður-Amer- íku. Stjórn mótsins hefir ákveðið áð Framhaild á bls. 11. Tome. Reikningsfærzlur vegna þessa verða í aðalskrifstofum Loft leiða í Reykjaivík. Samningurinn um þetta er gerður til þriggja mán aða. Einar Ólafsson lauk stúdents prófi frá Menntaskólanum í R-vik árið 1955. Hann stundaði nám í nokkur ár í Háskóla fslands en réðist fyrir 10 árum til starfa hjá Loftleiðum, fyrst við flugum sjón í Reykjavík, en síðar við afgreiðslustörf í Luxemlborg, en þar hefir hann verið afgreiðslu stöðvarstjóri undanfarin fjögur ár. Fluglhjálp hefir nú fjórar Cloud masterflugv’élar til hjálpaiflugsins til Biafra, en fimmta flugvélin er væntanleg á næstunni eftir við gerð, sem nú er unnið við. í gær voru undirritaðir samning ar milli Loftleiða og Flughjálpar um sölu tvcggja Cloudmasterflug véla Loftleiða til Flughjálpar. Méð samningi þessum verða þau þátta skil í sögu Loftleiða að síðustu DC 6B flugvélarnar fara nú úr eigu félagsins og er þar með lok ið farsælum ferli þeirra í þjón ustu Loftleiða. Önnur flugvélanna, sem nú hef ir verið seld, TF-LLA, er fyrsta Cloudmasterílugvélin, sem Loft- leiðir keyptu, en hún kom hing að í byrjun desembermánaðar ár ið 1959. Hin flugvélin, sem nu var seld, TF-LLB kom hingað í marzbyrjun árið 1960. Báðar hafa flu'gvélar þessar að undanförnu verið leigðar hol- lenzka flugfélaginu Trans&ta. Ö.nn ur þeirra var notuð til Biafraflugs ins, en báðar munu þær nú fara til þess á vegum Flughjálpar. í s. 1. marzmánuði keypti Flug hjátp aðrar tvær Cloudmasterflug vélar af Loftleiðum, TF-LLC og TF-LLE. Fimmta CLoudmasterflug vél Loftleiða, TF-LLD, var seld til Ohile og afhent hinum nýju eigendum þar í júlí-mánuði árið 1968. LEIÐRÉTTING Höfundarnafn undir afmælis- grein um Pál Þorsteinsson, alþing- ismann í íslendingaþátttun Tímans 23. okt. átti að vera Vilhjálmur Iljálmarsson, en ekiki Vilhjálmur Viihjálmsson, og eru hlutaðeigend ur beðnir afsökunar á mistökum þessum. FOIIIJK VIÐ BJÓÐVM ÚR VÖRUSKEMMVM Í ÞORLÁKSHÖFN HAGSTÆDUSTV VERDIN Á FAF KÚAFÓÐURKÖGGU UM-A OG BYGGMJÖLI. A KOCGLAR sekkjaðír BYGG- M JÖL sekkjað Kr.7.755,- Kn 7.350,- Kr.5.q80,- pr.tonn KaupfélÖgin Selfossí, Hvolsvelli&Víh MALAR SÉR TIL SKEMMTUNAR SB-Reykjavík, föstudag menn eru listamenn og allir Um síðustu helgi, opnaði Steinþór Steingrímsson, mál- verkasýningu í nýja sýningar salnum að Borgartúni 32, eða nánar tiltekið í Klúbbnum við Lækjarteig. Steiniþór sýnir þarna 43 olíumálverk, bæði abstrakt og fígúratfv. Þegar við skruppum inn í Klúbb í dag, kvaðst Stdinþór bafa selt 17 myndir. Þarna gef ur að líta myndir frá ýmsum stöðum á landinu, töluvert af bátum, bæði á sjó og í höfn svo og hús og landslag. .— Ég get ekki sagt, að ég hafi beinlínis lært að mála, sagði Steinþór. — En ég hef málað síðan ég var tíu ára gamall, tók mér að vísu hvíld í ein tuttugu ár, þá mátti ég bara ekki vera að þvi að mála. Ég var í einu og öðru, bæði til sjós og lands. Upp úr kafinu kemur, að þetta „eitt og annað“ er nú ekki svo lítið .Steinþór virðist hafa víða tekið til höndunum, m. a. verið í siglingum, unnið á skrifstofu, gert út á Raufar höfn og spilað á píanó í dans hijómsveitum. — Hvenær byrjaðirðu svo að mála aftur? — Þegar ég vann í Búrfelli, þá fór ég að dunda við þetta aftur. Ég var þar fyrir austan síðustu tvö árin og þá fékk ég tíma. Mig langar til að halda áfram að mála og ætla að reyna að gefa mér tíma til þess hér eftir. Það er ekki af neinni köllun. sem ég mála, mér finnst bara gaman að því. Ég held ekki, að þetta séu nein lista verk, annars er ég alveg á móti þessu orði „Iist“. Allir hafa þörf fyrir að tjá sig á ein Ihvern hátt og ég .geri það með þvi að mála. Sýning Steinþórs verður opin frá kL 14—22 daglega og lýk ur á sunnudagskvöldið. Verð myndanna er frá 7000—30.000 krónur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.