Vísir - 16.10.1978, Síða 2
2
( í Reykjavík )
V"l“"1 - V ^
Notar þú oft leigubfla?
Sveinn Gunnarsson, prentari:
„Nei, þaö geri ég ekki.Astæöan
týrir þvi er sii aö ég á minn eigin
bil og svo eru leigubilarnir alltof
dýrir.”
Helga Þórarinsdóttir, prófarka-
lesari:
„Þaö geri ég ákaflega sjaldan.
Mér finnst þeir svo ógurlega dýr-
ir.”
Sigríöur Asmundsdóttir, btl-
stjóri:
„Þaö kemur nú ekki oft fyrir. Ég
geri meira af þvl aö keyra siálf.”
Jakob Þór Einarsson, prentari:
„Nei, þaö geri ég ekki. Þeir eru
dýrir og svo finnst mér strætó
ágætir.”
Benedikt Steingrbnsson, áskrif-
andi aö Visi:
„Nei, ekki geri ég þaö. Ég hef
bæöi strætisvagna og lappir til aö
ferðast á.”
Mánudagur 16. október 1978 VISIR
Hráefnisflutningar Járnblendifélagsins.
Eimskip með lœgsta
tilboð miðað við 3ár
Lægsta tilboðið i hrá-
efnisflutninga Járn-
blendifélagsins var frá
norsku skipafélagi.
Það miðaðist hins veg-
ar við flutninga með
stærri skipum en tök
eru á að nota við núver-
andi aðstæður i höfn-
inni, þar sem kvarts til
verksmiðjunnar verður
lestað. Boðinu var þvi
ekki tekið.
Þetta kemur fram i frétt frá
Hinu Islenska járnblendifélagi.
Tilboö tsskips h.f. I Reykjavik
reyndist hagstæöast miöaö viö
flutninga 1979 og 1980.
Járnblendifélagiö tekur hins
vegar fram að miöaö viö
flutninga á árunum 1979,1980 og
1981 hafi tilboö Eimskipafélags
tslands væntanlega veriö lægst.
Þaö byggöist á kaupum á
stóru skipi til flutninganna um
þaö leyti sem siöari ofn verk-
smiöjunnar kemst I rekstur.
Forsendur til hagstæöra
flutninga á hráefnum til verk-
smibjunnar munu þá allar
breytast.
Járnblendifélagiö hefur tekiö
upp samninga viö tsskip h.f. um
flutningana 1979 og 1980.
Þess er aö vænta aö heildar-
fjárhæö þeirra viöskipta sem nú
er um samið sé yfir 600 milljónir
króna á núgildandi gengi.
—BA—
Hjúkrunarfrœð-
ingar styðja
grunnskólakennara
Félagsfundur I Reykjavikur-
deild Hjúkrunarfélags tslands
þ. 9.10. ’78 lýsir fullum stuön-
ingi viö réttindabaráttu grunn-
skólakennara og skorar á
stjórnvöld aö veröa viö kröfum
þeirra.
Áhugamálarar
stofna klúbb
Akveðið hefur veriö aö stofna
myndlistarklúbb áhugamálara á
öllum aldri og er stofnfundur
ráögerður innan fárra daga.
Búið er aö fá loforö um aöstööu
fyrir klúbbinn I Hvassaleitis-
skóla, en nánari upplýsingar má
fá og innritun I sima 85014 eftir
klukkan 18,30.
Bróðabirgða-
lögin fyrir
Alþingi
Lögö voru fram á Alþingi f gær
tvö stjórnarfrumvörþ til stað-
festingar á bráöabirgöalögunum
um breytingu á gengi krónunnar
og niöurfærslu vörúverös og
verðbótavísitölu I september
1978. Bæði frumvörpin voru lögö
fram I efri deild.
—GBG
Aukanúll
Meinleg villa slæddist inn I við-
tal I föstudagsblaöinu. Á blaðsiöu
þrjú var rætt við Viglund Þor-
steinsson. Hann skýröi þar frá
útflutningsverömæti vikurs og
sagöi að þaö væri um 60 milljónir
króna. t fréttinni var hins vegar
ranghermt aö það væru 600
milljónir króna.
Þeir stjórna strengbrúðunum
Tveir menn, sem taliö var vlst
aö mundu taka sæti I núverandi
1 rikisstjórn hafa talaö til hennar
meö sérstökum hætti, sem
boöar aö erfiölega muni ganga
fyrir ólaf Jóhannesson aö
styöjast viö þingmeirihlutann
eingöngu. Þessi tveir menn eru
Lúövlk Jósepsson og Geir
Gunnarsson. Báöir þessir þing-
menn Alþýöubandalagsins njóta
sérstakrar virðingar innan
flokks sins, enda annar for-
maöur hans um þessar mundir.
Báöir haröneituöu þeir aö veröa
ráöherrar, og báöir hafa I
hyggju aö meöhöndla ráöherra
flokksins eins og strengbrúöur.
Yfirleitt kemur þaö alltaf á
skjön, þegar viöurkenndir
forustumenn flokka neita aö
taka sæti I rlkisstjórnum. Kunn
er þess konar saga af Jónasi frá
Hriflu og hve óbjörgulega þaö
gekk aö hann skyldi ekki veröa
ráöherra áriö 1934. 1 annaö sinn
og miklu siöar kaus Hermann
Jónasson aö standa utan
stjórnar, þegar Steingrlmur
Steinþórsson, Eysteinn Jónsson
og Kristinn Guömundsáon sátu i
samsteypustjórn Sjálfstæöis-
flokks og Framsóknar, og mun
þaö hafa gefist fremur illa.
Astæöurnar fyrir þvl aö Lúö- ,
vlk og Geir Hafnfiröingur vildu I
ekki stjórnarstóla aö þessu sinni
liggja alls ekki ljóst fyrir. Til-
raun Lúövlks aö láta llta svo út
sem hann hafi myndaö núver-
andi stjórn er meira og minna
runnin út I sandinn, og af-
dráttarlaus neitun Geirs aö taka
viö embætti fjármálaráöherra I
sýnir aöeins aö eitt er aö gagn-
rýna, annaö aö bera ábyrgöina.
Lúövik hefur tvisvar veriö
sjávarútvegsráöherra og gegnt
þvl embætti meö ágætum. Nú
hefur strengbrúöuleikurinn
veriö honum kærari. En þá er
bara aö ekki fari fyrir honum
eins og Jónasi frá Hriflu, og
strengbúöurnar vaxihonum yfir
höfuö. Þær munu varla una þvi
lengi aö samþykkja eitthvað I
rlkisstjórn, eins og fjárlaga-
frumvarpiö, og þurfa slöan aö
éta samkomulagið ofan I sig af
þvi Lúövlk er ekki ánægöur. Er
raunar Ijóst, aö þótt svona lagað
Lúövik Jósepsson
sleppi fyrir horn á fyrstu dögum
stjórnarstarfs, mun enginn ráö-
herra una þvl, aö yfirskrifstofa
hans sé á þriöju hæö I Þórs-
hamri þegar Höa fer á ráöherra-
dóminn. Þaö er þvl ofætlum hjá
Lúövik, ef hann heldur aö
strengbrúðurnar I ráöherra-
stólum Alþýöubandalagsins
svari upp á fingrapolka hans
heilt kjörtimabil.
Þegar Alþýöubandalagiö
neitaöi aö taka viö fjármála-
ráöherraembættinu meö
fæddan mann í þaö starf, kom
tvennt til. Annars vegar mun
Geir'Gunnarsson ekki hafa kært
sig úm aö standa i vafstri,.
Geir Gunnarsson
' sem fylgir ráöherraembættum,
hins vegar var sá vilji flokksfor-
ustunnar, aö undir engum
kringumstæöum mætti snerta
baö ráöherraembætti, sen -
löngum hefur veriö helsta viö-
fangsefni þingmanna flokksins,
og allt og ævinlega til ófræg-
ingar. Aö eiga svo aö fara aö
standa I forsvari, þar sem flóö-
gáttir hverrar óráösiustjórnar
opnast, kom ekki til mála,
hvorki fyrir Geir Hafniröing né
Alþýöubandalagiö. En Geir
Gunnarsson, sem afþakkaöi,
telur sig samt hafa betra vit á
vinnubrögöum viö fjárlög en
nokkur annar maöur á þingi. Og
auöheyrt er á honum, I viötali
viö Þjóöviljann, aö hann hyggur
sig vita meira um fjárlög og jf-
arlagagerö en Tómas Árnason.
Þegar Tómas er búinn aö gera
sln sjárlög hyggst Geir hefja
vinnu viö gerö nýrra fjárlaga og
leita vlöa fanga. Auk þess boöar
hann miklar breytingar I meö-
förum þingsins, og telur aö fjár-
lög veröi ekki til fyrr en I
nóvember.
Annars leita menn meö
logandi ljósi eftir nýjum leiöum
til skattlagningar. Þaö er jafn-
vel fariö aö oröa lúxusskatt.
Venjuleg alþýöuheimili eiga þó
aö sleppa. Nú veit enginn hvaö
„venjuieg alþýöuheimili”
nota, og hvort þau fari I Kanarl-
eyjafri einu sinni eöa tvisvar á
ári. Kannski veröur gripiö til
gamals matseöils úr Morgun-
blaöinu til aö finna út þetta meö
alþýöuheimilin.
Svarthöföi.