Vísir - 16.10.1978, Side 5
VTSIR Mánudagur 16. oktdber 1978
5
Hljómsveitin er skipuO ungu og fjörugu fólki
Tónleikar
Kildagórd-
sinfón-
íunnar
Sinfóniuhljómsveit Kildegárd
menntaskólans i Kaupmannahöfn
dvelst nú i heimsókn hér á landi.
Hljómsveitin heldur opinbera
tónleika i Norræna húsinu i kvöld,
mánudagskvöld, klukkan 20.30.
Auk þess mun hún leika i Tónlist-
arskólanum i Reykjavik og I
Menntaskólanum við Hamrahlið.
Þá mun sinfóniuhljómsveitin
einnig heimsækja Menntaskólann
að Laugarvatni og fara til Akur-
eyrar.
Kildegárd menntaskólinn er
einn af stærstu tónlistarmennta-
skólum i Danmörku og i hljóm-
sveitinni eru nú 30 manns. Efnis-
skrá hljómsveitarinnar er mjög
fjölbreytt og auk sinfóniskra
verka eru fluttar danskar þjóð-
visur i jassútsetningu, búlgarskir
þjóðdansar og „barbershop”-
söngvar.
-SG
í kvöld
fullkomnasta
vídco á landínu
Gjald á veiðileyfi
tlí útlendinga
Þingsályktunartillaga um að
lagt verði sérstakt gjald á leyfi,
sem seld eru útlendingum til
veiða i islenskum laxveiðiám,
mun brátt verða lögð fram á
Alþingi. Gert er ráð fyrir að
gjald þetta renni I rikissjóð og
að þvi verði varið til tilrauna
með fiskirækt i sjó og vötnum.
^^yrstMnutningsm^irrJillög-^
unnar er Arni Gunnarsson, og i
viðtali við Visi i gær sagöi hann,
að ástæðan fyrir þessum tillögu-
flutningi væri m.a. sú, að sýnt
væri, aö sókn erlendra veiði-
manna i islenskar laxveiðiár
færi vaxandi. Dæmi væru um
þaö, að þeir hefðu boðið marg-
falt hærra verð fyrir veiðileyfin
en islensk veiðifélög heföu getað
boðið. A þennan hátt væri bein-
linis verið aö bola islenskum
veiðimönnum frá islenskum
laxveiðiám. Við þeirri þróun
yrði að stemma stigu.
Hann kvaðst vera þeirrar
skoðunar, að eðlilegt væri að út-
lendingum veröi gert aö greiða
sérstakt gjald fyrir laxveiöi-
leyfin, sem nýttist þjóöinni til
undirbúnings átaks i fiskirækt.
Slik rækt væri álitleg tekjuöfl-
unarleið fyrir þjóðina, og hefði
t.d. reynst mjög arðsöm i Nor-
egi. -GBG
FrA LOKUM 16. ALDAR
Vf,f| xv;
riokiii i ii í
SÆÍI
UUll'.l'vMÍi'l.ll**;
\\ i 4 JJ*
FRA OLJOSUM
HUGMYNDUM
AÐ RÉITRIYFIRSÝN
UM ÍSLAND
SEINNA BINDI KORIASÖGU ÍSIANDS
EFTIR HARALD SIGURÐSSON ER KOMIÐ ÚT
Þetta er gullfalleg og vönduð bók, eitt af afrekum
íslenskrar prentlistar og stórmerkur þáttur
landfræðisögunnar. Seinna bindi hennar, sem nú er
komið út, nær frá lokum 16. aldar til 1848, þegar
Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu íslands og kort
hans eru gefin út. Hefur bókin að geyma, auk
textans, 165 myndir af landakortum og kortahlutum,
og eru 146 myndanna svart-hvítar en 19 litmyndir.
Er í bókinni rakin af mikilli nákvæmni saga
íslands á kortum frá dögum Guðbrands biskups
Þorlákssonar til miðrar 19. aldar og rækileg grein
gerð fyrir þróun kortagerðar af norðvestanverðri
kringlu heims á því tímabili.
Fyrra bindi Kortasögu íslands kom út 1971 og nær
frá öndverðu til loka 16. aldar.
Rit þetta er stórviðburður í sögu íslenskrar
bókaútgáfu.
BÓKAÚTGÁFA
MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 Sími 13652