Vísir - 16.10.1978, Síða 11
VISIR Mánudagur 16. október 1978
15
RIKISKASSINN
OG
SKATTAKERFIÐ
Forsaga málsins
Mér er sagt aö menn hafi á ts-
landi myndað mér sér félag til
að berjast gegn skattpiningum.
Fyrst hugði ég, að launþega-
samtökin hefðu loksins þreytzt á
skattaálögunum og afráðið að
mynda breiðfylkingu gegn
óréttlætinu i skattheimtunni, en
sögumaður bætti þvi við, aö fé-
lagsskapnum væri ætlað að
verja hátekju- og eignafólk árás
skattalaga. Vonandi kemur þér
þetta lika spánskt fyrir sjónir,
kæri lesandi. Með pistli þessum
iangar mig til aö varpa ljósi á
skattamál, bæði tii að útskýra
fræðilegan bakgrunn þess sem
oröið hefur og svo til að benda á
úrlausnir i þessum vanda innan
ramma blandaðs hagkerfis.
Hlutverk rikisins í fræöi-
legu samhengi
Þaö fer eftir lifsskoðun okkar
og grundvallarsýn i pólitik eftir
hvaða hagkenningum við teljum
að skoða beri hlutverk rikisins
og skattkerfi þess. Ef kenningar
sósialista eru teknar gildar, þá
skyldu engir skattar fyrirfinn-
ast, enda fólkið eigandi Alls og
Alls og skatta hvorki þörf til
stýringar framleiðsiu né til
neyzluuppskipta, og þaðanaf
siður til tekjuöflunar rikissjóðs,
sem um timabundna tilvist sina
fengi tekjustreymi af heildar-
framlegöinni.
Fylgjendur fullkomins frjáls
markaðshagkerfis eru einnig
andsnúnir skattlagningu og
telja tilvist rikisins og afskipti
þess af samkeppnislögmálunum
skerðingu á hinu svonefnda
markaösfrelsi. Þeir krefjast af-
náms rikisbúskaparins i viðtæk-
asta skilningi („Báknið burt”)
og ein af aðferðunum til þess er
að draga úr tekjuöflunarmögu-
leikum rikisins til að lama það
athafnagetu. Það eru forsvars-
menn hins „blandaða hagkerf-
is” sem einir standa fyrir meö-
mælum á skattheimtu.
Blandað hagkerfi hvilir að
verulegu leyti á sömu grund-
vallarstoðum og hið fullkomna
frjálsa samkeppnishagkerfi
með þó þeirri mikilvægu undan-
tekningu, að tilvist rikisins er
talin óumflýjanleg. Rikinu er
einkum ætlað að leysa tima-
bundna aðlögunarerfiðleika
markaðanna, sérstaklega þegar
óvæntir efnahagslegir atburðir
ske (t.d. fiskleysi). Meöal fræði-
manna hafa svo þær hugmyndir
myndast um hlutverk rikisins,
að-þvi beri að vernda smælingj-
anna, sjá til fullrar atvinnu og
nýtingar framleiðslumöguleik-
anna, verulegs hagvaxtar, og
jafnaðar i erlendum og innlend-
um þáttum þjóöarbúskaparins.
Eins og sjá má af næsta hluta
þessarar greinar er erfitt að
samræma þessar kröfur um
hlutverk rikisins i blönduöu
hagkerfi við skattalögmálin og
er þetta athugunarefni fyrir þá
sem krefjast skattalækkana.
Frumregla skattlagningar i
blönduðu hagkerfi er sú að
skatta beri aö leggja þannig að
þeir raski sem minnst sam-
keppnishæfni markaðanna, til
aö forðast það að skattlagning
leiði af sér verri nýtingu fram-
leiösluaðfanga og minni fram-
leiðslu en ella. Þetta er hliðin
sem snýr að aðfangamörkuðum
og sköttun framleiðslunnar. En
við val á tegundum og magni
opinberra framkvæmda ber að
hafa greiðsluvilja tilvonandi
njótenda að leiðarljósi að svo
miklu leyti sem slikt er mögu-
Þessari aðferð eru settir aug-
ljósir framkvæmdalegir ann-
markar. Oft er hin opinbera
framkvæmd þess eölis, að hún
er gert i einu lagi fyrir alla og þá
reynast skattþegnar oft tregir
að sýna raunverulegan
greiðsluvilja sinn. Um margar
opinberar ráðstafanir gildir að
þær hafa meira gildi fyrir samfé-
lagsheildina en hverjum ein-
stökum njótenda eöa saman-
lagður greiðsluvilji njótenda
gefur til kynna um. Slikt getur
sprottið af skorti á yfirsýn yfir
þarfir samfélagsins. Þetta má
segja að séu helztu skattalög-
málin i blönduöu hagkerfi og
skal þvinæst vikið að opinberri
fjármögnun á tslandi og vanda-
mál hennar krufin i þessu Ijósi.
Opinber f jármögnun á is-
landi
Það er sorgleg saga að rifja
upp hver séu helztu einkenni
fjármögnunar rikisfram-
kvæmdanna á tslandi, um það
ber ettirfarandi skrá vitni:
— Upphæð fjármögnunar virðist
yfirleitt hafa orðið afgangs-
stærð eftir að búið er að ákveða
framkvæmdir.
— Skipting opinberrar fjár-
mögnunar milli nýrra tekjuliöa
og nýrrar skuldsetningar virðist
fálmkennd.
— Samband ákvarðanatekta um
ný útgjöld og nýjar tekjur of
litið.
— Samband framkvæmdadreif-
ingar og dreifingar skattbyrðar
litið.
— Fiármöenunarleiöir standa
oft i blóra við þjóðhagslega hag-
kvæmni (hámörkum fram-
leiðslu) og leiða oft til órétt-
lætanlegra tekjuuppskipta-
áhrifa.
Helztu tekjustofnarnir hafa á
undanförnum árum veriö
óbeinu skattarnir svonefndu
(innflutningsgjald, söluskattur,
og framleiðslugjald) og hafa
þeir dregið i bú allt að 80% rikis-
tekna. Þar af er u.þ.b. helm-
ingur innflutningsgjöld og af-
gangurinn aö mestu leyti sölu-
skattur. Innflutnings- og fram-
leiðslugjöld leggjast á fram-
leiðslukostnað i mismunandi
framleiðsluþrepum sem kostn-
aðarauki og birtast neytendum i
hærra vöruverði. Söluskattur er
þessum frábrugðin með þvi að
hann leggst á alla vöru og þjón-
ustu með sömu álagningartölu.
/---------;----;—\
Birgir Björn Sigur-
jónsson hagfræöingur
skrifar frá Stokk-
hólmi: Skatta og
skyldur veröur aö
byggja á fyrra árs
heimildum um vilja til-
vonandi njótenda hinn-
ar opinberu fram-
kvæmdar. Afturvirkir
skattar eru augljós
ólög i þvi samhengi.
-------k—-----------
A framanverðir öldinni var
skattheimtan litil á Islandi og
samanstóð einkum af beinum
sköttum sem nú vega minna en
fimmtung i rikistekjunum.
Launþegasamtökin vildu áöur
fyrr beina skatta, enda voru
skattar að mestu horfnir af
efnafólki og fyrirtækjum. Með
vaxandi launatekjum hafa laun-
þegasamtökin sveigt æ meira að
notkun óbeinna skatta, senni-
lega til að skapa verkalýðsfor-
ystunni orðspor fyrir snerpu i
launasamningum og i barátt-
unni gegn vaxandi skattheimtu
(skattpiningu).
Vandamál hins fslenzka
skattkerfis
Ég vil foröast að fara inn á
einstök smærri vandamál skatt-
kerfisins til aö lesendanum
megi vera sem skýrust aðal-
atriðin i þessu sambandi. Helztu
vandamálin eru þessi:
(1) Rikistekjunum er aö lang-
mestu leyti varið til fjár-
mögnunar framkvæmda án
samráðs við raunverulega
þolendur, skattgreiðendur:
sambandið milli einstakra
framkvæmda, einstakra fjár-
veitinga, og einstakra þol-
enda er alveg brostið.
(2) Skattheimtan beinist eink-
um að öðrum eiganda fram-
leiðsluaðfanganna, vinnuafl-
inu, með beinni sérsköttun á
þessum þætti framleiðslu-
ferilsins.
(3) Óbeinir skattar eru
neyzluskattar, sem leggjast
að mestu leyti á launþega og
þyngst á þá lægstlaunuöu, en
notkun óbeinna skatta leiðir
einnig tekjuflutninga til selj-
enda frá kaupendum með
þeim álagningaraöferðum
sem tiðkast.
(4) Undanbrögö á skatt-
greiðslum felast aöallega i
vanskilum á söluskatti, vöru-
smygli, ótalinni skiptaverzlun
(„greiöasemi”), og hagræð-
ingu á tekjum fyrirtækja og
eigenda þeirra bæði með inn-
kaupum fyrirtækja á vöru-
þörf eigenda þeirra en einnig
meö aðgeröum i bókhaldi
fyrirtækja er miða að tima-
setningu skulda, afskrifa-
reglna, birgðamats, o.þ.h.:
skattsvindl leiðir undantekn-
ingarlaust til aukinnar skatt-
byrðar þeirra sem rikið hefur
þegar náð til.
(5) Með veröbólgu (sem er af-
leiöing efnahagsstefnunnar)
fær rikið árlega umtalsverðar
„leyndar tekjur”, sem felast i
þvi, að rikinu tekst aö fá fólk
til að veita viðtöku peningum,
sem eru skuldaviöurkenning-
ar á nafnvirði, i stað raun-
verulegra verömæta á timum
verðbólgu: verðbólguskattur-
inn er jafnviröi hreinnar
rýrnunnar i eftirspurnargetu
peninga eftir raunverulegum
verðmætum.
(6) örar skattalagabreyting-
ar eru til þess fallnar að
skapa óöryggi meðal ein-
staklinga og fyrirtækja um
möguleika sina til hámörk-
unar hagkvæmni, en aftur-
virkar skattalagabreytingar
gera allt skipulag ómögulegt.
Nokkur úrræöi til lausnar
vandanum
Ef það er raunverulegur vilji
almennings að hafa blandað
hagkerfi á Islandi, þá hljóta
kröfurnar um endurbætur á
skattkerfinu að snúast um eftir-
farandi atriði:
Skapa veröur bein tengsl milli
ákvarðana um opinberar
framkvæmdir og opinbera
skattheimtu, þetta ber að
skoða sem langtimamark-
mið.
Nauðsynleg forsenda er að
hlutverk rikisins sé skilgreint
m.t.t. framleiðslu, neyzlu, og
tekjuuppskipta og gera verð-
ur skattalögmál blandaðs
hagkerfís virk (sbr. að fram-
an).
Afnema verður sérhvert form
á sérsköttum sem leiðir til
rýrnandi samkeppnishæfni
markaðanna án þess að vera
réttlætt með þvi að samfé-
lagslegt notagildi sé meira en
uppsafnað einstaklingsbundið
notagildi.
Þetta má framkvæma á
ýmsa vegu: Fella má niður
alla sérsköttun (t.d. tekju-
skatt),en slik aðferð eróverj-
andi nema að tekjutap rikis-
sjóðs samsvari óskunum um
umsvif rikisins. Beita má
gagnstæöri aðferð, sem fælist
I þvi, að hinir sérsköttuðu
fengju sambærilega mögu-
leika til niðurfærslu skatt-
byröar og aðrir. Þannig má
gera launþega að rekstrar-
einingum með sambærilega
útgjalda- og afskriftamögu-
leika og fyrirtækin, svo hús-
næði, fæði og klæði yrðu
kostnaöur, menntun og blaöa-
lestur teldust tækniútgjöld, og
sólarlandaferðir og skemmt-
anir yrðu bókfæröar sem
risna. Þetta myndi bæöi leiða
til verulegs tekjutaps rikis-
kassans og svo til mikillar
bókhaldsvinnu einstaklinga
(sem aö sjálfsögöu teldist
kostnaður i bókhaldi þeirra).
Tekjustreymi rikisins sé
byggt á almennt þekktum
leiðum og rikinu sé ekki að-
eins óheimilt að beita verð-
bólgu sem tekjuöflunartæki
heldur einnig skylt aö láta
skattþegum i té með góðum
fyrirvara upplýsingar um all-
ar skattreglur og tryggingu
fyrir ákveönum sambærileg-
um verðgrunni. Aðferðirnar
eru einfaldar i þessu sam-
hengi: Skatta og skyldur
verður að byggja á fyrra árs
heimildum um vilja tilvon-
andi njótenda hinnar opin-
beru framkvæmdar. Aftur-
virkir skattar eru augljós ólög
i þvi samhengi. Ef rikiö telur
sér ekki skylt aö viðhalda
föstu verölagi, þá ber þvi að
greiða neikvæöan lausafjár-
skatt á útistandandi, ónotaða
peninga (þ.e. skuldir sinar),
sem nemur mismuninum á
eftirspurnargetu peninganna
og nafnvirðisafköstum. Þetta
er afar einfalt i framkvæmd.
Enginn orkuskortur í Vestmannaeyjum:
„Gamli strengurinn
gœti annoð
álaginu fil 1980"
segir rekstrarstjóri Rafmagnsveitu ríkisins
„Það er ástæða til aö árétta
það, að það er enginn skortur á
rafmagni I Eyjum,” sagði
Guöjón Guömundsson,
rekstrarstjóri hjá Rafmagns-
veitum ríkisins.
„Flutningsgeta gamla raf-
strengsins er 10 megawött, en
hámarksálagiö i ár hefur verið
5-6 megawött. Það er raunar
ekki þörf fyrir flutningsgetu
nýja strengsins fyrr en um 1980.
Gamli strengurinn ætti aö geta
annaöálaginu til þess tima. Þaö
er hins vegar mikiö öryggisat-
riði fyrir Vestmannaeyjar,
þegar hinn nýi strengur kemst i
gagnið.”
Aðspurður kvaðst Guöjón
reikna meö, að viögerö á hinum
nýja streng gæti veriö lokiö á
sunnudagskvöldiö.
Þetta er reyndar timafrek
viðgerð og erfiö. Þetta er fyrst
og fremst köfun og þeir eru að
vinna á 40-50 metra dýpi. Þeir
geta þvi ekki verið lengi niðri i
einu. Þegar búið veröur að
skera strenginn i sundur veröa
endarnir teknir upp. Þegar búiö
veröur að þessu liggur fyrir aö
tengja hann viö endatengingu.”
Guöjón sagði að það væri yfir-
leitt ekki eins mikið vandamál
þótt strengur þarfnaðist viö-
gerðar, miöað viö þaö þegar
eitthvað gæfi sig i virkjunum.
Nýlega væri til dæmis lokið viö
að gera viö i Smyrlabjargár-
virkjun og hefði sú viðgerð tekið
allmarga daga. -bA-