Vísir - 16.10.1978, Side 12

Vísir - 16.10.1978, Side 12
16 MánUdagur 16. október 1978 VISIR LIF OG LIST Tiu tölublöð komin af Lystrœningjanum: „Erum óhugnan- lega þrjóskir!" — segir Þorsteinn Marelsson, einn ritstjóranna „Já, vib erum alveg sæmilega hressir með ganginn hjá timaritinu”, sagöi Þorsteinn Marelsson, einnþriggja ritstjóra Lyst- ræningjans, I samtaii við Lif og list, en tiunda tölu- blaðiö var að koma út. Út- gáfa þessa menningar- og listatimarits hefur veriö lifseigari en fiestra ann- arra slikra rita hérlendis undanfarin ár, og Lystræn- inginn hefur m.a.s. fært út kviamar með bókaútgáfu. t kringum áramótin er jafnframt væntanlegt fyrsta ársrit Lystræningj- ans um erótiskar bók- menntir. „Viðgangur blaðsins”, sagði Þorsteinn, „byggistá þvi að við ritstjórarnir gef- ur alla okkar vinnu og sama er að segja um alla sem hafa lagt okkur til efni. Við höfum semsagt ekki getað greitt nein ritlaun enn sem komiö er. Það er auðvitaö mjög slæmt og við vonumst til aö geta bætt úr þvi á næstunni. Askrifend- um fjölgar jafnt og þétt og upplagiðernú 1500 eintök”. Þorsteinn sagði aö fram- boð af efni væri engu aö siður nóg. „Við getum lika sagt að blaðið hafi eigin- lega ritstýrt sér sjálft. Við höfum tekið og birt það efni, sem hefur borist. Það hefur aftur á móti komið niður á heildargæðum blaðsins. Núna erum við að byrja að hafa sjálfir frum- kvæði og leita til manna um efni. Til dæmis skrifar Sverrir Hólmarsson Iþessu tiunda tölublaöi úttekt á Forsiðu 10. tölublaðs gerir Sigurður örlygsson. siðasta leikári, aö okkar ósk. Lystræninginn hefur um of verið samsafn að- sendra ljóða og smásagna. Við ætlum semsagt aö reyna að breikka efnis- grundvöllinn og taka upp aðeins meiri ritstýringu.” „Viö sem stöndum að Lystræningjanum eigum það sameiginlegt að vera óhugnanlega þrjóskir”, sagöi Þorsteinn aðspurður um hvort nokkur hætta væri á aö Lystræninginn dæi drottni sinum. „Ég á ekki von á þvi. Að end- ingu vil ég að sjálfsögðu Þorsteinn: „Blaðið hefur eiginlega ritstýrt sér sjálft”. hvetja menn til að kaupa ritið og gerast áskrifend- ur”. Meðal efnis I tiunda tölu- blaðinueru smásögureftir Þorstein Antonsson og Pétur Hraunfjörð, einþátt- ungur eftir Kristin . Reyr, tónverkiðEnn á kuldaskóm eftir Atla Heimi Sveins- son við ljóð Þórarins Eld- járns, ljóð eftir Einar Kárason, Einar Má Guðmundsson og fleiri og grein Vernharðs Linnets um jassistann Horace Par- lan. —AÞ. STJÖRNUSTRÍÐ Á FÖSTUDAGINN Skammt er nú stórra högga á milli hjá bióun- um i Reykjavík. Háskóla- bfó sýnir Saturday Night Fever og Stjörnubló Close Encounters of the Third Kind, tvær mestu aösókn- armyndir seinni ára. Og næstkomandi föstudag ráðgerir Nýja bió að frumsýna þá mynd sem slegiö hefur fyrrnefndum tveimur myndum við I aðsókn, — Star Wars eða Stjörnustrið. Þetta hasar- ævintýri utan úr geimn- um hefur nú gert höfund sinn, George Lucas, aö margmilijónara. Þess má geta að samin hefur verið bók upp úr handriti Lucas, og kemur hún út hjá Erni og örlygi nú fyrir jólin. í næsta Helgarbiaði VIsis verö ur birtur kafli úr bókinni og myndir úr kvikmyndinni. AÞ Nýja bió: Þokkaleg þrenning ★ ★ Kolsvört kómedía Þokkaleg þrenning — Le Trio Infernal Nýja bíó. Frönsk. Ár- gerö 1976. Aðalhlut- verk: Michel Piccoli, Romy Schneider, Mascha Gomska, Andrea Ferreol. Handrit: Francic Girod og Jacques Rouffio. Leikstjóri: Francis Girod. Menn fremja vist morð og aðra glæpi af ýmsum ástæðum, við ýmis tilefni og tækifæri. Þetta er ekki mikil speki. Staðreyndin er samt sú að þessir glæpir eru einatt metnir meö tilliti til þessara efna og ástæðna. Morðinginn þarf til dæmis aö hafa einkar gildar ástæður fyrir verkn- aði sinum ef hann á að fá samúð umhverfis sins. Morð verða að minnsta kosti að teljast fremur al- varlegir atburðir og vart til aö hafa i flimtingum. Þannig er þetta að minnsta kosti i svokölluðum raun- veruleika, sem menn neyð- ast einatt til að lita alvar- legum augum. Til er hins vegar fólk, einkum rithöfundar og listamenn (flestir stjórn- málamenn trúlega lika), sem annað hvort neitar að taka afstöðu til slikra at- Kvikmyndir burða með siðferðilegri al- vöru eða getur það ekki. Lifssýn þess eða heims- mynd leyfir það ekki. Þannig er farið með höf- unda þessarar myndar, sem á islensku hefur fengið hiö einkar væga heiti „Þokkaleg þrenning”. Þrenningin sem myndin lýsir er nefnilega ekki að- eins litt þokkaleg. Hún er blátt áfram djöfulleg, eins og heiti myndarinnar á frummálinu gefur til kynna. Myndin gerist i Marseille i Frakklandi á þriðja tug aldarinnar. Söguhetjurnar” eru George Sarret, einn kunn- asti lögmaður borgarinnar (Michel Piccoli) og tvær systur og lagskonur hans (Romy Schneider og Mascha Gomska). Þetta trió varpar af sér öllum siðrænum og félagslegum taumhöldum og myrðir og svindlar blygðunarlaust sér til auðgunar og skemmtunar. Svo er að minnsta kosti um andlegan og likamlegan leiðtoga þeirra, Sarret lögmann. A systurnar koma afturámóti stundum vöflur, og áður en yfir lýkur bitur sök sekan og vopnin snúast i höndum ÞÓRARINN OG DISNEY TAKAST Á ÞÓRARINN ELDJÁRN Disneyrimur eftir Þórarin Eldjárn. Myndir geröi Sigrún Eldjárn. 89 siöur Útgefandi: Iðunn. Fyrir nokkru sá undirrit- aður um skipulag ljóða- kennslu I einum grunnskóla borgarinnar. Var sá háttur hafður á að I staðinn fyrir utanbókarlærdóm voru leikin ljóð nokkurra skálda af snældum, meöal annars tvöljóöa Þórarins Eldjárns i flutningi Þokkabótar. Var áberandi hvað þessi ljóð hrifu bæði nemendur og kennara. Einkum var þaö hin létta ki'mni sem hreif okkur. Helgi Sæm. segir i umsögn sinni um fyrstu ljóöabók Þórarins, Kvæði, sem út kom ’74: „tslendingar hafa á siðustu áratugum eignast að minnsta kosti fjögur ljóð- skáld, er gert hafa kimni- kveöskap að einskonar sér- grein. Þau eru Böðvari Guðlaugsson, Guðmundurj Sigurösson, Loftur Guömundsson (Leifur; Leirs) og Sigurður tvars-' son. Nú bætist Þórarinn Eldjárn i þennan hóp með KVÆÐUM. Hann yrkir vel og bráöfyndið”. (Samvinn- an 2. tbl.’75) Stórt orð skáld 1 hinni nýju bók sinni, Disneyrimum, hefur Þór- arinn Eldjárn sig yfir kfmnikveðskap. Hann tek- ur annað sæti meöal jafn- ingja. Það er stórt orö SKALD. Sá sem bann titil vill bera verður 1 verkum sinum f senn aö snerta á púlsi hins ólgandi llfs hinn- ar liðandi stundar, hann verður að kafa oni myrk djúp fortiðarinnar og koma upp með skinandi perlur, hann verður aö svifa of- ar skýjum, sjá inn á lönd framtiðarinnar. Og hann veröur að fella sýn sina i form, sem fer vel i sálar- mal dauðlegra manna. Tekst Þórarni Eldjárn að höndla þessa sýn i hinu metnaðarfulla verki Disneyrfmum? t Disneyrimum hyggst Þórarinn i léttum dúr fletta ofan af föður Mikka músar og Andrésar andar, sjálf- um Walt Disney' einkavini milljóna vestrænna barna. Sjaldan hefur tslendingur veist að voldugri andstæð- ingi. k I fyrstu rimu vegur Þór- arinn að bernsku Walts. Drengurinn elst upp i ameriska draumnum, vill græöa og fjórtán ára sest hann i teikniskóla en: (24)... Hryggðarmyndir höndin dró: Hæfileikann vantar. En þvi má kippa i lag, aðrir hafa hæfileikann tíl að teikna. Walt hefur hins vegár þann hæfileika, sem þarf til að breyta teikn- ingunum i verslunarvöru, hann sér i þeim bissness. I annarri rimu er Disney- framleiðslan komin vel I gang, Mikki mús kemst á færibandið. Er aldeilis kostulegt hvernig Þórarinn lýsir tilurö bess fyrirbæris. minnir helst á framleiðslu I Islensku frystihúsi. (27)... „Flugóður” skal filman heita, Þórarinn Eldjárn fý.rst á markað. Hamast starfslið, horað, lerkað, hráefnið er flakað, verkaö. Enn vikkar Þórarinn út ádeilu sina, hann bendir á hiö mikla mótunarafl sem Disneyframleiðslan er oröin: (41)... Myndinferá markaðinnog mótar tfmann. Kanar ærast allir saman, öskra og veina gaman gaman. Mikki flýgur út um allan heim, jafnvel inná gafl hinnavisu manna hjá Þjóö- viljanum. (51) .. t Þjóðviljanum þrjátfuog- átta þykir varla utangátta. Já, viöa hefur þetta litla dýr smogið, hin helgu vé standast hann jafnvel ekki. Plastikveruleiki? I þriðju rimu er lýst heldur ógeðfelldu hlutverki Disneyframleiðslunnar i Kreppunni miklu. (27) .. „Sorgum manna gref ég gröf, grisi hanna, kvöl skal deyfð.” Velur þannig vfmugjöf: Vin er bannað, filman leyfð. I Fjórðu rimu gerir verkafólkið i Disneyverk- smiðjunni verkfall og rikis- stjórnin hjálpar Disney. A- deila Þórarins nær nú til þess hagkerfis sem Disney- framleiðslan er oröin ó- rnissandi hluti af. 1 fimmtu rimu segir frá Disneylandi. Sá falski veruleiki sem Disneyfyrirtækið haföi i byrjun varpaö til fólksins af sellulósa varð með auk- inni tækni gerðurenn raun- verulegri, fólkiö gat nú Bókmenntir staðið i honum miöjum, engin hætta á aö það vakn- aði upp. í siðustu rimunni er Disney dauður, ekki þó alveg: hann var lagöur i frysti: verður kannske ei- lifur. I þessarri lokarimu vegur Þórarinn snilldar- lega að þeim plastikveru- leikasem nú umvefurokk- ur og heimurinn er aö breytast I.: (40) ... Disneyher 1 fiokkum fer, f.yllir hugarkeröld, þar til veröld okkar er orðin DISNEYVERÖLD. Þórarinn Eldjárn er skáid. A formrænan lifandi hátt spannar hann i Disneyrimum það svið sem við vesturlandabúar stönd- um á. Hann sýnir hvernig græðgi okkar hefur leitt okkur frá saklausum draumum bernskunnar þar sem æfintýrin yljuðu okkur um hjartarætur inn i gervi- heim samtimans þar sem Mjallhvit er komin i plast. Disneyrlmur eru stórvið- buröur, þær eru spegill gerður úr orðum, spegill sem afhjúpar andlega fá- tækt okkar. Þær fletta ekki aðeins ofan af goðinu Disney heldur og þvi gá- leysi okkar hinna fullorðnu að ánetja börn okkar hinni fölsku veröld Disney o.co. —Ó.M.J. LÍF OG LIST

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.