Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 6
Laugardagur 4. nóvember 1978 VISIR Lög frumskógarins á)| irr \ /*?-4 ' « ÍÉfe. 0 ■ Indversk börn — hvort sem þau eru af æðri eða lægri stéttum þykja þau yfirleitt ljúflynd og hljóðlát og oft innilega glöð. MGAR PVNWA PÚTALf' HURFU Hjálmarsson endursagði HARKWAR og KÚNTHI gengu í hjónaband áður- en samanlagður aldur þeirra náði tíu árum. Slfkt þótti engum tiðindum sæta á Indlandi í þá daga# og svo væri sjálfsagt enn ef Mahatma Gandhi og Miss Mayo heföu ekki komið til skjalanna. Þau áttu heima í sínu þorpinu hvort viö rætur Dúnagirí-f jalls og höfðu aldrei sést fyrren þann mikla dag þegar þau klæddust fínustu fötunum og voru miðdepill tilverunnar og máttu troða sig út af púri og halva einsog þau framast þoldu í eina skipt- ið á ævinni. Lengi mundu þau þennan dag. Og lengi mundu feðurnir þann dag ekki síður, þvi þeir urðu áð taka lán hjá blessuðum baníanum sem var þeirra bjargvættur og umsjármaður í bliðu og stríðu og tók ekki nema fimmtiu prósent vexti af láninu! En með hjálp guðanna vonuðu þeir að þeir gætu reitt fram féð, á tilsettum tima, þvi seinna yrði að taka annað lán til að koma yngri börnunum í hjónabandið. Kúnthl fór heim til pabba og mömmu þegar eftir vlgsludaginn og sinnti þeim skyldum sem lagö- ar eru á herftar barna meöal fátæklinganna I jöörum Himalaya. Ekki bar hún önnur merki um hjónabandiö en þau aö nú klæddist hún sem gift kona. Þaö var viröulegt en ekki þægi- legt fyrir æriö lágvaxna frú. Svo liöu þessi fáu ár sem ung stúlka þar um slóöir fær aö njóta án mæöu og vanda uns sá dagur rann upp aö hún þótti nógu gömul til aö sameinast manni sínum. Enn þurfti aö leita á náöir banl- ans svo hún væri sæmilega búin aö heiman um fatnaö, en mikil var hryggöin og táraflóöiö þegar hún yfirgaf bernskuheimiliö. í rauninni breyttist Hf hennar ekki neitt aö þvi undanskildu aö nú vann hún fyrir tengdamóöur sina en ekki móöur. Allir þurftu aö hjálpa til. t morgunsklmunni hjálpaöi hún til viö aö elda matinn og svo fór hún einsog aörir út til aö vinna ef einhverja vinnu var aö fá. Faöir Harkwars var múrari, og Harkwar vildi feta i fótspor hans. Um þetta leyti unnu þeir viö aö reisa amerlska trúboösstöö. Enn- þá var Harkwar einungis hand- langari og fékk tvo anna I kaup fyrir tíu tlma verk, þe. áttunda part úr rúpiu. Kúnthí vann á ökr- unum hjá þorpsstjóranum ásamt tengdamömmu og mágkonum sinum, einnig I tlu stundir, en fyr- ir helmingi lægra kaup. Um kvöldiö tindist fólkiö heim I kofann sem fjölskyldan haföi fengiö aö hrófa upp á landi þorp- stjórans. og neytti einfaldrar máltiöar I skininu af litlum eldi. Annarskonar ljósfæri þekktist ekki. Svo kom nóttin — og svefninn. Karlmenn höföu sitt svefnpláss i kofanum, kvenþjóöin annaö. Þegar Kúnthi var 16 ára og Harkwar 18 fóru þau aö heiman fyrir fullt og allt. Harkwar fékk vinnu viö múrverk I Ranikhet. Hann var nú múrari, en frúin handlangari. Þarna dvöldust þau I fjögur ár og eignuöust tvö börn, Púnwa sem oröinn var þriggja ára og Pútali sem var tveggja. En þá tók fyrir alla vinnu i Ranikhet, og eftir nokkrar vanga- veltur hurfu þau aö þvi ráöi aö flytja búferlum til Kaladhungi þvi Harkwar haföi veöur af aö þar væri vinnu aö fá viö múrverk i áveituframkvæmdum sem stóöu fyrir dyrum. Þetta var um haust. Vetur lagö- ist snemma aö I jöörum fjallanna þessu sinni. Litiö var um farar- eyri og eigi nein gnægö af hlýjum fötum. — Þau fóru fótgangandi og báru börnin — og aleiguna. t Kaladhúngi var þeim leyft aö reisa kofa i skógarjaörinum rétt viö basarinn. Harkwar réöst i vinnu viö skuröina, en Kunthi kri- aöi sér út heimild til aö snapa uppi slægjur I skóginum og selja heyiö i þorpinu. Þannig vann hún sér inn þrjá anná á dag, en Hark- war fékk átta (hálfa rúpiu). Börnin voru I sjálfsmennsku aö ööru leyti en þvi aö öldruö kona og bækluö hét aö lita til þeirra og þá meö þökkum smáræöi fyrir. Aldrei höföu ungu hjónin lifaö aöra eins sældardaga. Nú gátu þau meira aö segja veitt sér eina kjötmáltíö á mánuöi. Flestir skógar i jöörum Himalaya moruöu I þá daga af villidýrum. Veiöimaöurinn frægi, Jim Corbett, var ungur þegar þessi saga geröist, og kveöur hann skóginn hjá Kaladhungi sér- deilis varasaman aö þessu leyti. Þar höföust viö mk. fimm tigris- dýr, og átta hlébaröar á litlu svæöi auk allskonar kattardýra annarra, bjarna, sjakala, refa og grimmra maröa, og ekki vantaöi heldur erni og hrægamma, eitur- snáka og kyrkislöngur. Svo var þaö á föstudegi þegar nokkrar vikur voru liönar aö Kúnthi flýtti sér heim úr skógin- um óvenjulega snemma afþvi þá var markaösdagur og færi á aö veröa sér útum matvæli viö litlu veröi. Hún keypti ma. pund af geitakjöti, þvi þeim haföi gengiö svo vel aö undanförnu. Púnwa og Pútali biöu ekki viö kofann aö taka á móti henni, og hjá gömlu konunni haföi hún eng- ar spurnir af börnunum, hún haföi ekki séö þau siöan um miöj- an dag, en taldi þau vera aö voka kringum söluboöin á basarnum. Harkwar var nú kominn og tók aö sér aö svipast um eftir þeim. Kunthi fór heim aö elda kvöld- matinn. Hvar sem Harkwar bar niöur fannst ekki örmull af börnunum. Um þetta leyti bárust fjöllunum hærra um landiö þvert og endi- langt sögur af þvi aö ránsmenn snigluöust um vegu og heföu á brott meö sér varnarlaus börn og seldu fyrir drjúgan skilding fakir- um 1 norövestur héruöunum. Fékkst raunar aldrei úr þvi skor- iö hvort sögur þessar væru á rök- um reistar. En Harkwar kom til baka til konu sinnar með þá flugu aö börnunum heföi veriö stoliö. Einhverjir höföu lætt þvi aö hon- um. Og skelfingin nisti þau. Kaladhungi er ekki stórt i sniö- um, en þar er samt lögreglustöð meö þremur lögregluþjónum. Yifrlögregluþjóninn, vingjarn- legur karl, tók þeim hjónum vel og skráöi sögu þeirra vandlega. Ekkert kvað hann þó unnt aö gera um kvöldiö. Afturámóti skyldi hann láta þorpskallarann fara um öll þorp i héraöinu daginn eftir og tilkynna hvarf barnanna, og best væri ef hægt væri tilaðmynda, aö heita 50 rúpium i verölaun þeim sem gefiö gæti haldgóöar upp- lýsingar. Fimmtiu rúpiur! Þau svimaöi. En sagan flaug út og einhver (vist Jim Corbett sjálfur) bauöst til aö leggja fram féö. Þetta var skelfilegt kvöld, seint etinn kvöldmatur, raunar komu hjónin litlu niöur og sváfu illa. Nóttin var helköld. Og hvar voru börnin? Hvaö haföi komiö fyrir þau. Af og til fóru þau úti myrkriö og kölluöu. En .... ekkert svar. A laugardagsmorgni ákváöu hjónin aö fara nú sina leiðina hvort um þá vegu þar sem barna- þjófarnir væru taldir helst á ferð og reyna aö hafa spurnir af grun- samlegum mönnum ellegar hverju sem leitt gæti á slóö barn- anna. Og vist glöddust þeirra döpru hjörtu þegar yfirlögreglu- þjónninn tjáöi þeim aö hann heföi skrifaö lögreglustjóranum i Hald- wani og beiöst þess aö simskeyti yröi sent til allra járnbrautar- stööva nærlendis. Um sólarlagsbil kom Kúnthi til baka, og Harkwar nokkru seinna. Hún haföi fariö til Haldwani, hann til Ramnagar — allt fót- gangandi, en árangurslaust, og á lögreglustöðinni var ekkert að frétta. Þorpiö var i uppnámi, enginn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.