Vísir - 04.11.1978, Síða 16

Vísir - 04.11.1978, Síða 16
16 Laugardagur 4. nóvember 1978 VISIR JACKIE EFTIR KITTY KELLEY Bandariskt yfirstéttarfólk hafði um nóg að tala þegar boðs- kort bárust frá Hugh Dudley Auchincloss og frú i brúðkaup Jacqueline Lee Bouvier og John Fitzgerald Kennedy. Þetta var árið 1953 og þá hafði Auchinclossættin sett svip sinn á banda- riskt þjóðlif í sjö ættliði. Hin irsk-kaþólska Kennedy-fjölskylda var hins vegar viðsfjarri þvi að hafa náð slikri fótfestu. Þrátt fyrir 120 milljarða króna auð hafði Kennedyættinni aldrei verið tekið innilega af þeim sem töldust til hástéttar. Dyrnar áttu hins vegar að opnast fullkomlega hjá engilsaxneskum mót- mælendum með þessu hjónabandi. Það var strax talað um þetta sem brúðkaup ársins. Annars vegar var um að ræða dóttur hástéttarfólks og hins vegar öldungadeildarþingmann frá Massachusetts. Þetta var brúð- kaup sem margir töldu vist að yrði talið sögulegt og enginn vildi missa af þvi. Faðir brúðgumans skipulagði brúðkaupið Yfirleitt eru þa6 foreldrar brúðarinnar sem ráöa öllu var6- andi giftinguna og brúökaups- veisluna. Þessu var hins vegar ekki þannig fariö þegar hinn til- vonandi tengdafaöir var fyrrver- andi sendiherra i Lundúnum, sem einbeitti öllum kröftum sinum aö stjórnmálalegum frama sona sinna. Joe Kennedy haföi mikla trú á þvi fyrirbæri sem kallast „aö giftast upp fyrir sig” og var þvi mjög ánægöur meö ráöahaginn. Hann var sannfæröur aö hjóna- band þeirra Jacqueline og John Fitzgerald myndi þýöa aö Kennedyfjölskyldunni yröi nú loksins tekiö vel á æöstu stööum. Hann var staöráöinn i aö þetta brúökaup, þar sem sonarsonur kráareiganda gekk aö eiga dóttur háaöals Bandarikjanna, yröi meö konunglegum viöhafnarblæ. Hann taldi þvi ekki forsvaranlegt aö leyfa móöur brúöarinnar aö annast þaö einni. Janet Auchincloss var aöeins aö gifta dóttur sina, en Joe Kennedy aö kynna þjóöinni til- vonandi forsetafrú. Hann haföi ákveöiö aö brúökaupiö skyldi haldiö meö þeim glæsibrag aö þaö kæmist á forsiöu The New York Times. Joe Kennedy geröi sér ljósa stjórnmálalega þýöingu þessa hjónabands. A gestalistanum var hægt aö sjá áætlanir hans um aö sonur hans skyldi veröa fyrsti Irski kaþólikkinn sem settist á forsetastól I Bandarikjunum. I brúökaupiö var boöiö þeim blaöa- mönnum sem sáu um stjórnmála- skrif, kvikmyndastjörnum, þing- mönnum og öörum sem gátu orö- iö aö liöi. Pýðingarmikið hjúnaband •Janet Auchincloss, móöir Jackie, var dóttir manns sem haföi sjálfur skapaö sinn auö. Hann hlaut hins vegar ekki inn- göngu I samfélag hástéttar New Yorkborgar fyrr en skömmu fyrir andlát sitt. Janet haföi sjálf ööl- ast sinn sess meöal hástéttarinn- i gegnum hjónabandiö. Hún skildi þvl vel þýöingu þess, aö dóttirin næöi sterkri stööu meö hjóna- bandi. Hún vildi þvi fremur aö Jackie giftist einhverjum sem til- heyröi hástéttinni. Janet stóö hins vegar frammi þvl aö velja á milli mikils auös sem Kennedyarnir áttu og hins vegar einhvers sem stæöi traustari fótum hvaö feril- inn snerti. Jackie var áður trúloffuð Arinu áöur haföi Janet einmitt staöiö frammi fyrir sllku vali. Þaö ár opinberaöi Jackie, sem þá var 23 ára, trúlofun slna og John G.W. Husted, sem var sonur 1. kafli Kennedyfjölskyldan er fræg fyrir samheldni og hér sjáum viö ungu brúöhjónin umkringd afkomendum Joe og Rose Kennedy viö brúökaupið. John V. Bouvrer, sem kallaður var „Svarti Jack’J þótti einstakt glæsimenni. Hér sjáum viö hann ásamt konu sinni Janet og dóttur þeirra Jackie sem þarna er 5 ára. Joe Kennedy faöir hins tilvonandi forseta, var mjög ánægöur meö ráöahaginn , Jackie þótti óvenju glæsileg brúöur, Hér sjáum viö hana kasta brúðarvendinum. <

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.