Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 25. nóvember 1978 VISIH FJOGUR-EITT ORDAÞRAUT Þrautin er fólgin i þvi að breyta þessum fjórum orðum i eitt og sama orðiðá þann hátt að skipta þrivegis um einn staf hverju sinni i hverju orði. I neðstu reitunum renna þessi f iögur orð þannig sam- an i eitt. Alltaf verður aö koma fram rétt myndað islenskt orð og að sjálfsögðu má þaö 5 M 'fí 0 >1 R | S Æ £ vera i hvaða beyging- armynd sem er. Hugs- anlegt er aö fleiri en ein lausn geti verið á slikri orðaþraut. Lausn orðaþrautarinnar er að finna á bls. 20. „Augnabllk", sagbi Maxlan rne STJÓRNUSPA Maður í Bogamerkinu er mjög bjartsýnn og er það afleiðing af hversu heppinn hann er. Það er alveg sama hvaö hann tekur sér fyrir hendur, allt virðist ganga eins og til var ætlast. Hann er heiöarlegur og er mjög skarpskyggn á heiðarleika hjá öðrum. Þess vegna á hann svona marga vini en fáa óvini. Hann er mikið fyrir iþróttir og eyðir miklum tlma í að fylgjast með þeim. Hann er ekki mikiö fyrir hjónaband og ef hann gift- ist þarf hann að fá vi»t frjálsræði, annars er hætta á því að hann vilji fá skilnað, sem ekki er ósjaldgæft hjá bogamanninum. Hann er ekki mikið fyrir ungabörn en þegar börnin hans stækka er hann frekar eins og vinur þeirra en faðir, sérstaklega ef hann á drengi. Ilrúturinn, 21. mars — 20. april: Fyrir áhrif himintungl- anna kemur ýmislegt nýtt upp á hjá þér. N'autiö, 21. april — 21. mai: Þú kemst að einhverju sem fær þig til að skipta um skoðun á einhverju máli eða persónu. Tviburarnir. 22. mai — 21. júni: Gættu vel að f jármunun- um þlnum um helgina. Vertu ekki að reyna að fá skjótfenginn gróða. I Krabbinn. * 22. júni — 23. júlí: Gangur himintungla hefur truflandi áhrif á hlutina. Maki þinn eða félagi hefur áætlun á prjónunum sem ekki er heppileg I framkvæmd. Ljónift, 24. júli — 23. ágúst: Himintunglin hafa áhrif annað hvort á heilsuna eða vinnuafköstin. Vertu vlðbúinn að mæta erfið- leikum. Notaðu dóm- greind þlna þegar þú verslar. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Þú ert mjög tilfinninga- næmur I dag og átt erfitt með að gera hlutina upp við þig. Hafðu auga með þeim sem yngri eru að þeir f ari sér ekki að voða. Vogin, 24. sepl. — 22. okl : Gerðu ekki neitt án þess að hugsa þig vel um fyrst. Þér hættir til að vera dá- litið of bjartsýnn þessa dagana. Drekinn, 24. «kt. — 22. Taktu ekki áhættu í dag. Byrjaðu ekki á neinu nýju verkefni Hafðu ekki of mikið sjálfstraust ef þú ferð á mannamót. Bogmafturinn, 23. nóv. — 21. des.: Þér verður boðlð til mannfagnaðar sem verður nokkuð kostnaðar- samur. Þú ættlr að borga gamlar skuldir áður en þú stofnar til nýrra. Stoingeitin, 22. des. — 20. jan. Liklega verða einhver vandræði f sambandi við peningamál I dag hjá vini þinum. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. feb.:t Himintunglin rugla hlut- ina fyrir þér i dag. Þig vantar upplýsingar. Fiskarnir, 20. feb. — 20. mars: Þú ert með áhyggjur af vini þinum sem reynast óþarfar. Láttu ekki tef ja fyrir þér með óþarfa til- standi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.