Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 29

Vísir - 25.11.1978, Blaðsíða 29
VISIR Laugardagur 25. nóvember 1978 29 HLJOMPLATA VIKUNNAR Umsjón: Páll Pálsson Bursting Out/Jethro Tull 1 dag er þátturinn staddur „einhvers sta&ar annars staðar i Evrópu” á hljómleikum meö Jethro Tull. Hljómsveitina skipa nú Ian Anderson — söngur, flauta, gltar, Martin Barre — — Gitar, John Evan — hljómborð, David Palmer — hljómborö, Barrimore Barlow — trommur og John Glascock — bassi, söng- ur. Saga Jethro Tull hefst I Blackpool á Noröur-Englandi á árunum 1966-’67. Þá léku Ian Anderson, Barrimore Barlow, John Evan o.fl. sem hafa einhvern tima komiö viö sögu Jethro Tull s.s. Jeffrey Hammond-Hammond, I hljóm- sveit John Evans. Þeir héldu siöan til London, en aöeins Ian Anderson og bassaleikarinn Glenn Cornick ilengdust i heimsborginni og stofnuöu JethroTull (ihöfuöiö á 18du ald- ar akuryrkjumanni) ásamt gltarleikaranum Mick Abra- hams og trommaranum Clive Bunker. Tónlist þeirra varö strax mjög frábrugöin ööru þvi sem þekktist á þessum árum og spilverk þeirra á The National Jazz And Blues Festival ’68 kom tónlistarspekúlöntum algerlega á óvart og skaut hljómsveitinni á toppinn meö fyrstu breiöskíf- unni, „This Was”. En á sama ári varö skoöana- ágreiningur Ian Andersons og Mick Abrahams til þess aö hinn siöarnefndi yfirgaf hljómsveit- ina. Siöan hefur Ian Anderson veriö einráöur. Næsta breiöskifa, „Stand Up” (1969), treysti Jethro Tull enn betur i sessi á heimavelli og jafnframt tók vegur þeirra aö vaxa i U.S.A. „Benefit”, sem , kom út 1970 rokseldist I Bandarikjunum, en var ekki al- veg eins vel tekiö I Bretlandi — fyrsta merki þess aö áhugi Jethro Tull á markaöinum i U.S.A. gæti komiö niöur á vel- gengni þeirra á heimaslóöum. „Aquálung” (1971) markaöi timamót á ferli Jethro Tull. Ian Anderson fór aö fást viö-heild- stæöari verk. „Thick As A Brick” (1972) og „A Passion Play” (1973) vor báöar sam- felld verk. En þessi nýbreytni Jethro Tull spuröist ekki vel fyrirog tonlistargagnrýnendur i Bretlandi gáfu hreinlega skit i þá, — plötusalan datt af þeim sökum niöur i þvlsa landi. Og þrátt fyrir aö vinsældir þeirra i U.S.A. væru enn jafn miklar, varö þetta til þess aö Ian Ander- son lýsti þvi yfir, aö Jethro Tull væru hættir aö leika opinber- lega og hættir aö tala viö blaöa- menn. En siöla næsta árs hættu þeir viö aö hætta: út kom platan „War Child” sem reyndist vera meö sjáfstæöum lögum, — ekki samfellt verk: hún endurvakti fyrri vinsældir Jethro Tull og hljómsveitin fór .1 vellukkaöar hljómleikaferöir um Bretland og Bandarikin. Nú i nóvembermánuði auglýsum við fjögur MARANTZ-tæki á strætisvögnum Reykjavíkur og Kópavogs. Hver sá sem sendir inn eyöu- blaðið, hér til hliðar, rétt útfyllt á kost á þvi að vinna 300.000 króna vöruúttekt hjá okkur. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningur afhentur hinum heppna á Þorláksmessu. Enginn er of ungur, gamall eða ófróður um MARANTZ hljóm- tæki til að taka þátt i getrauninni, þvi að heiti tækjanna standa skýrum stöfum í auglýsing- unum. Aðeins smáathygli, annað ekki._____ Siðasti innsendingardagur er 5. desember. teióandi íyrirtæki á sviöi sjónvarps utvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGl 10. SÍMAR: 27788,19192,19150 MARANTZ magnarinn heitir:. | MARANTZ útvarpsmagnarinn heitir:. I MARANTZ plötuspilarinn heitir: __ MARANTZ kassettutækiö heitir: Nafn þátttakanda. Heimili. Simi. Fæöingardagur. Sendist Nesco hí. Laugaveg 10. 101 Reykjavik fyrir 5. desember 1978. HVAÐ HEITA MARANTZ TÆKIN A STRÆTISl'OGNUNUM ? Bursting Out Siöan komu plöturnar „Minstrel In The Gallery”, „Too Old To Rock’n’Roll. Too Young To Die”, „Songs From The Wood” og „Heavy Horses” sem allar gengu mjög vel. Og nú fyrir skömmu kom út fyrsta „live-platan” frá þessari merkilegu hljómsveit og heitir hún „Bursting Out”. Eins og ég sagöi hér aö framan, er hún tek- in upp „einhvers staöar annars staöar” I Evrópu. „Bursting Out”, sem reyndar er tvær plötur, er byggö upp þannig aö áheyrandinn upplifir hljómleika meö Jethro Tull heima i stofu. Hún hefst á þvl að þulur kynnir hljómsveitina og endar meö þvi aö Jethro Tull eru kappaöir upp og leika fjögur aukalög. A þessum „hljómleik- um” leika Jethro Tull alls 21 lag sem spegla nokkuö vel feril þeirra frá upphafi til dagsins i dag, t.d. „Sweet Dream”, „Songs From The Wood”, „Thick As A Brick”, „Too Old To Rock’n’Roll: Too Young To D i e ”, „A q u a 1 u n g ” „Locomotive Breath” svo eitthvað sé nefnt. „Bursting Out” er um margt ákaflega eiguleg hljómplata, bæöi fyrir gamalgróna aö- dáendur, sem nú geta látiö draum sinn, um hljómleika meö Jethro Tull, rætast heima I stofu, og ekki sist fyrir þá sem litiö hafa fylgst meö hljómsveit- inni og geta hér eignast ágætan þverskurö af verkum hennar i einum pakka: hljómsveitinni sem átti einna mestan þátt, ásamt Fleetwood Mac, I aö ryöja framsækinni (progressive) rokktónlist braut i lok slöasta áratugs. Um tónlistina og flutning hennar þarf náttúrulega ekki aö fjölyröa, þar dugir eitt orö: frábært. —pp. Stimplagerö x Félagsprentsmíöjunnar hf. SpítalastiQ 10 - Sími 11640 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu bh.aryðvorkhf Skeifunni 17 a 81390 ■ ■ ■ Vandervell vélalegur I I I 1 ■ Ford 4-6-8 strokka benzin og diesel vélar Opel Austln Mini Peugout Bedtord Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzin Simca og diesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar I Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og diesel Mazda Mercedes Benz benzm og diesel bitreiöar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel I ÞJÓNSSON&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.