Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 E 5
HeimiliFasteignir
Bæjartún - Aukaíbúð
Vorum að fá í sölu glæsilegt 251 fm
einbýlishús með lítilli aukaíbúð. Skiptist í 3-4
stofur og 3 svefnherb. Massíft parket og
flísar á gólfum. Glæsilega innr. eldhús. Arinn
í stofu. Stór afgirt verönd með heitum potti.
Staðahverfi - Einbýli
Fallegt 216 fm einbýlishús. Húsið er tilbúið
til afhendingar og afhendist fullbúið að utan
með steiningu og „fokhelt“ að innan. Þrjú til
fjögur svefnherb. Bílskúr með aukinni
lofthæð. Teikningar á Bifröst. Verð 17,4 millj.
Kjarrás - Garðabæ Fallegt og vel
skipulagt 181 m² einbýlishús á pölum ásamt
40 m² bílskúr. Húsið er í byggingu og
afhendist fullbúið að utan, ómálað, lóð
grófjöfnuð og „fokhelt“ að innan. Þrjú
svefnherbergi, þrjár stofur. Teikningar á
Bifröst. Verð 18,5 millj.
Reynimelur - Bílskúr Vorum að fá í
einkasölu mjög góða 119 m² portbyggða
rishæð ásamt 27 m² bílskúr á þessum
eftirsótta stað. Þrjú svefnherb. Tvær
rúmgóðar stofur. Arinn. Tvennar svalir. Áhv.
6,7 millj. Verð 15,5 millj.
Furugrund - Aukaíbúð Glæsileg 5
herb. íbúð á 1. hæð með aukaíbúð í kjallara.
Íbúðin er meira og minna öll ný endurnýjuð.
Glæsilegt eldhús og bað. Parket og flísar.
Eign í sérflokki. Verð 15,7 millj.
Kríuhólar Rúmgóð og falleg 121 m² 4ra-
5 herbergja íbúð á 2. hæð í nýlega viðgerðu
fjöleignahúsi. Lyfta. Stór stofa. Svalir
yfirbyggðar að hluta. Áhv. 4 millj. Verð 12,8
millj.
Laufbrekka - Efri sérhæð Mjög
góð og mikið endurnýjuð 113 m² 4ra
herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt 26
m² bílskúr. Nýtt eldhús og bað. Áhv. 5,8
millj. húsbréf. Verð 14,4 millj.
Hjarðarhagi - Nýtt á skrá Vorum
að fá í sölu fallega 80 m² 3ja herbergja íbúð
á 3. hæð í góðu fjöleignahúsi á þessum
eftirsótta stað. Áhv. 3,6 millj. Verð 10,9 millj.
Vesturberg - Nýtt á skrá Vorum
að fá í sölu rúmgóða 105 m² 4ra herb. íbúð í
góðu fjöleignahúsi. Áhv. 3,8 millj. Hátt
brunabótamat.
Efstihjalli Vorum að fá í sölu mjög
rúmgóða 103 m² 4ra herbergja íbúð á
jarðhæð með sérinngangi. Rúmgott eldhús.
Parket og flísar. Áhv. 5,1 millj. Verð 11,4
millj.
Núpalind - Til afh. í febrúar
Vorum að fá í sölu 3ja og 4ra herbergja
íbúðir í nýju og glæsilegu fjöleignahúsi með
lyftu. Stæði í bílageymslu stendur
kaupendum til boða en þau þarf að kaupa
sér. Íbúðirnar eru frá 96-115 m². Verð frá
13,4 millj. Teiknigar og skilalýsing á
skrifstofu Bifrastar.
Laugavegur - Vitastígur Vorum að
fá í sölu glæsilega og nýuppgerða 3ja herb.
íbúð í góðu steinhúsi. Allar innréttingar nýjar
svo og tæki. Verð 11,8 millj.
Ársalir - Nýjar íbúðir
Rúmgóðar 3ja herb. og 4ra herb. íbúðir í
nýju sjö hæða húsi ásamt stæði í
bílgeymslu. Til afhendingar haustið 2001
fullbúnar án gólfefna. Verð frá 12,1 millj.
Blásalir - Laus fljótlega Sérlega
glæsileg 4ra herbergja sérhæð (jarðhæð) í
nýju fjórbýlishúsi. Glæsilegar innréttingar.
Flísar og parket á gólfum. Áhv. 6,3 millj.
húsbréf. Þetta er eign sem þú verður að
skoða.
Kleppsvegur Mjög góð 120 m² 4ra
herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjöleignahúsi.
Rúmgóð og björt stofa. Parket og flísar.
Tvennar svalir. Fallegur verðlaunagarður við
húsi.
Lækjasmári - Nýbygging
Nýjar 3ja herbergja íbúðir í nýju húsi ásamt
stæði í bílageymslu. Íbúðirnar afh. full-búnar
án gólfefna. Stærðir frá 86-96 m². Verð frá
12,9 millj.
Laugavegur Vorum að fá í sölu góða 78
m² 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í steinhúsi.
Þetta er íbúð með háu brunamati. Verð 8,5
millj.
Núpalind - Ný íbúð Vorum að fá í
sölu 2ja herbergja íbúð í nýju og glæsilegu
fjöleignahúsi með lyftu. Stæði í bílageymslu
stendur kaupendum til boða en þau þarf að
kaupa sér. Íbúðin er 77 m². Íbúðin er til afh.
fljótlega á nýju ári. Verð 10,8 millj. Teiknigar
og skilalýsing á skrifstofu Bifrastar.
Álfheimar - Þakíbúð
Falleg 69 fm endaíbúð á efstu hæð í
fjöleigahúsi. Rúmgóð stofa og hol með
spónaparketi. Stórar s-svalir með miklu
útsýni. Stórt eldhús með góðri upphafl. innr.
Flísalagt baðherb. Áhv. 3,3 millj. Verð 8,4
millj.
Krummahólar - Nýtt Vorum að fá í
sölu 56 m² 2ja herbergja endaíbúð á 3. hæð
í húsi með lyftu. Parket og flísar. Áhv. 3 millj.
Verð 6,8 millj.
Laugavegur - Vitasígur Vorum að
fá í sölu mjög góða og mikið endurnýjaða
2ja herb. íbúð í mjög góðu steinhúsi á
þessum eftirsótta stað. Verð 8,8 millj.
Glaðheimar
Vorum að fá í sölu mjög góða og ný
standsetta 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í
fjórbýlishúsi. Áhv. 3,8 millj. Verð 7,8 millj.
Reynimelur
Góð og töluvert endurnýjuð 2ja herb.
kjallaraíbúð á besta stað í Vesturbænum.
Flísar og parket á gólfum. Gott eldhús. Áhv.
1,6 millj. Verð 7,5 millj.
Viðarhöfði Nýlegt og vandað 333 m²,
232 m² salur og 101 m² milliloft þar sem eru
skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Húsið
stendur vel og er mjög sýnilegt og hefur því
mikið auglýsingargildi. Áhv. 21 millj. Verð 29
millj.
Stórhöfði Í nýju og glæsilegu húsi
höfum við til sölu fjórar einingar á annarri
hæð, 182 m², 165 m² og á þriðju hæð tvær
345 m². Eru til afhendingar fljótlega eftir
áramótin.
Laugavegur - Fjárfestar Mjög gott
200 m² húsnæði sem í dag er leigt undir
veitingastað. Góður langtíma leigu-
samningur. Mjög góður fjárfestingarkostur.
Allar nánari uppl. gefur Pálmi.
Smiðshöfði Mjög gott og snyrtilegt 240
m² atvinnuhúsnæði með mikilli lofthæð og
stórum innkeyrsludyrum. Húsnæði sem
gefur mikla möguleika. Verð 16,9 millj.
Vegmúli - Til leigu Til leigu mjög
gott u.þ.b. 150 fm húsnæði á 2. hæð í
nýlegu og mjög áberandi húsi við Vegmúla.
Laust nú þegar. Lyfta í húsinu. Allar nánari
upplýsingar gefur Pálmi.
Múlarhverfi - Til leigu Til leigu
tvær hæðir þ.e. önnur og þriðja hæð í mjög
áberandi húsi á þessum eftirsótta stað. Hvor
hæð um sig er u.þ.b. 500 fm og afhendast
tilb. til innréttingar. Frábær staðsetning í
miðju fjármálahverfi Reykjavíkur. Allar nánari
uppl. gefur Pálmi á skrifstofu Bifrastar.
ALLAR EIGNIR Á NETINU - FASTEIGNASALA.IS
Gleðilegt fasteignaár
Vantar Okkur vantar á skrá, nú þegar, allar gerðir eigna.
Einkum vantar okkur íbúðir í fjöleignahúsum, rað- og
parhús, hæðir og einbýlishús. Fjöldi kaupenda á skrá.
Vertu með þína eign þar sem sérfræðingar eru og
þjónustan er góð.
FRAMAN af liðnu ári ein-kenndist fasteignamark-aðurinn af jafnri og mikillieftirspurn eftir hvers kon-
ar fasteignum og er óhætt að segja
að eftirspurn hafi verið töluvert um-
fram framboð eigna. Af þeim ástæð-
um hélt fasteignaverð áfram að
hækka.
Framboð nýbygginga hefur í tölu-
verðan tíma ekki svarað eftirspurn
og er verð á nýbyggingum á vissum
svæðum orðið mjög hátt. Það má því
segja að það sé brýn þörf á því að
byggðar séu ódýrari íbúðir til að
mæta þörfum ákveðins hóps kaup-
enda.
Aukin afföll húsbréfa og hækk-
andi vaxtastig hafa án efa haft áhrif
á fasteignaviðskipti. Vissulega má
halda því fram að viðskiptin hafi
dregist saman miðað við árið á und-
an en þess verður að minnast að þá
er verið að miða við söluhæsta árið í
langan tíma. Það er því nær sanni að
meta stöðuna þannig að markaður-
inn sé að komst í jafnvægi.
Mikill hraði einkenndi fasteigna-
viðskipti þegar eftirspurn var hvað
mest. Kaupendur höfðu úr litlu að
velja, umhugsunartími var naumur
og annaðhvort var að hrökkva eða
stökkva. Seljendur höfðu í mörgum
tilvikum úr nokkrum tilboðum að
velja, ólíkt því sem þekkst hafði um
langan tíma.
Kaupendur hafa af þessum ástæð-
um verið fljótir að tileinka sér tækni-
nýjungar og því hefur notkun Nets-
ins sem auglýsingamiðils farið mjög
vaxandi. Að sama skapi hafa fast-
eignasalar tekið upp nútímalegri
vinnubrögð við markaðssetningu og
sölumeðferð fasteigna.
Á síðustu misserum hefur sú þró-
un átt sér stað, að þeim starfs-
mönnum á fasteignasölum, er hafa
löggildingu til starfans, hefur fjölgað
mjög mikið. Er sú þróun jákvæð og
ætti að koma viðskiptavinum fast-
eignasala til góða. Það háir þó starfi
fasteignasala að löggjöf skortir um
fasteignaviðskipti og því eru ekki
skýrar eða skráðar reglur til að
styðjast við þegar ágreiningsmál
koma upp.
Dómsmálaráðherra hefur þó tekið
á þessu máli og nú er í vinnslu laga-
frumvarp um viðskipti á þessu sviði.
Til viðbótar má telja brýnt að settar
verði reglur um úttektir eða skoðun
á fasteignum, þ.e.a.s. að fyrir liggi
ástandsskýrslur löggildra skoð-
unarmanna um fasteignir þegar þær
eru boðnar til sölu. Þannig gætu
kaupendur kynnt sér sögu eigna til
viðbótar skoðun á eigninni.
Slíkar reglur sem hér hafa verið
nefndar myndu án efa gera fast-
eignaviðskipti öruggari fyrir báða
aðila og færa okkur nær öðrum þjóð-
um í viðskiptaháttum.
Samkvæmt lögum ber fast-
eignasala að gæta til jafns hagsmuna
seljenda og kaupenda ólíkt því sem
tíðkast víða erlendis. Þessi staða
getur á vissan hátt hamlað starfi
fasteignasalans því það er seljandinn
sem greiðir fyrir þjónustuna. Á
Norðurlöndum og víða í Evrópu eru
skýrari skil á milli starfs fast-
eignasala og þeirra aðila sem annast
samningagerðina. Starfi fast-
eignasalans lýkur oft um leið og
kauptilboð hefur verið samþykkt en
lögmenn aðila annast frágang og yf-
irlestur skjala og tryggja því hags-
muni hvor sínum aðila samnings.
Með þessu fyrirkomulagi er komið í
veg fyrir hagsmunaárekstra og með
því verður fasteignasalinn raunveru-
lega hlutlaus miðlari milli kaupanda
og seljanda. Aðilar greiða síðan hvor
sínum lögmanni fyrir aðstoðina.
Það er umhugsunarefni hvort ekki
sé tímabært að eftirlirlit með starf-
semi fasteignasala sé virkara, s.s.
gildir um fjármálastofnanir. Fast-
eignasalar þurfa oft á tíðum að miðla
miklum fjármunum milli aðila, s.s.
peningum, húsbréfum og skulda-
bréfum. Félag fasteignasala hefur í
mörg ár vakið athygli ráðamanna og
óskað eftir því að settar verði sér-
stakar reglur um ábyrgðir og eftirlit.
Undanfarin misseri hefur umsýsla
með fjármuni aukist til muna enda
fasteignasala með mesta móti. Upp-
greiðsla fasteignaveðbréfa (hús-
bréfalána) náði hámarki á árinu 1999
og var það oft verkefni fasteignasala
að annast slík mál. Var þá fast-
eignasölum enn ljósari nauðsyn þess
að tryggja hagsmuni viðskipta-
manna sem best.
Margt bendir til þess að eft-
irspurn eftir fasteignum muni áfram
verða töluverð. Fólksflutningar af
landsbyggðinni á höfuðborg-
arsvæðið virðast ætla að halda áfram
og ungt fólk, sem er að að kaupa sína
fyrstu íbúð, kemur nú fyrr inn á
markaðinn en verið hefur auk þess
sem stórir árgangar fólks á fertugs-
aldri eru nú mjög virkir á fast-
eignamarkaði og kaupendur hafa
betri fjármögnunarmöguleika en áð-
ur var.
Það má hins vegar velta því fyrir
sér hvaða áhrif breytingar á ytri að-
stæðum kunna að hafa á fasteigna-
viðskipti, s.s. hækkandi vaxtastig,
kaupmáttur o.fl. Nú eru allar líkur á
því að Íbúðalánasjóður breyti við-
miðunarreglum sínum varðandi lán-
veitingar, þ.e. lánveiting miðist við
kaupverð eigna (en ekki brunabóta-
mat sé það lægra) og eru margir
þeirrar skoðunar að það muni hleypa
auknu lífi í eftirspurn eftir litlum og
meðalstórum eignum.
Horfur á áframhaldandi eftirspurn
Markaðurinn
eftir Guðrúnu Árnadóttur/
gudruna@husakaup.is
Höfundur er löggiltur fasteignasali
og formaður Félags fasteignasala.
Morgunblaðið/Árni Sæberg