Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 E 15
HeimiliFasteignir
Ölduslóð - Hf. - m. bílskúr
Nýkomin í einkas. mjög falleg 75 fm efri hæð í tvíb.
ásamt 35 fm góðum bílskúr, 3ja herb. Útsýni. Frábær
staðs. Ákv. sala. Verð 12,2 millj. 39082
Hellisgata - Hf.
Í einkas mjög góð 110 fm íbúð á þessum frábæra
stað. Um er að ræða hæð og kjallara, eignin er öll
nýstandsett, hús nýviðgert að utan. Þrjú svefnh.,
parket á gólfum. Verð 12,0 millj. 76652
Mánastígur - Hf. - Sérh.
Nýkomin í einkasölu sérl. skemmtil. hæð og ris ca
160 fm, í glæsil. og virðulegu steinhúsi, tvíbýli. 5
svefnh., stofa, borðstofa o.fl. Sérinngangur, tvennar
svalir, fallegur garður, frábær staðsetning, örstutt frá
læknum, miðbænum og skóla. Áhv, húsbréf. Verð
15,8 millj. 76803
Dúfnahólar - Rvík - bílskúr Nýkomin í
einkas. 95 fm íb. á efstu hæð á þessum frábæra
útsýnisstað. 3 svherb., góður bílskúr. Frábært útsýni.
Ákv. sala. Laus strax. 73182
Hjallabraut - Hf. Nýkomin í einkas. mjög
skemmtil. 101 fm íb. á 3. hæð í fjölb. Fráb. staðs.,
stutt í alla þjónustu. Þvottah. í íb. Laus fljótlega.
Áhv. húsbr. 5 millj. Verð 10,6 millj. 74685
Tjarnarbraut - Hf. Nýkomin í einkas. á þes-
sum fráb. stað við tjörnina 104 fm mikið endurnýjuð
miðhæð í hjarta Hf. Parket og flísar. 18 fm sérherb. í
kj. Ákv. sala. Áhv. byggsj. 2,5. Verð 12,2 millj.
Háholt - Hf. Nýkomin í sölu mjög falleg 120 fm
íbúð í góðu fjölb. 3 svefnherb. Þvottahús í íb.
Frábært útsýni. Snyrtil. sameign. Stutt í skóla. Ákv.
sala. Verð 11,5 millj. 76897
Álfholt - Hf. - 4ra Nýkomin í einkas. glæsil.
112 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölb. Svalir. Sérþv.herb.
Parket. Frábært útsýni yfir bæinn. Áhv. húsbr. ca 6,2
millj. Verð 12,5 millj. 77034
Álfaskeið - Hf - m. bílskúr Nýkomin í
einkas. sérl. björt og falleg endaíbúð á efstu hæð í
góðu klæddu fjölb., hús í góðu standi. Sérinng. af
svölum. Góður 27 fm bílskúr. Verð 10,9 millj. 77096
Björtusalir - Kóp. Nýkomin í einkas. mjög
falleg 117 fm íbúð á 1. hæð í glæsil. litlu fjölb. 3
svefnherb. Þvottahús í íb. Fallegar innréttingar. Sér-
eignargarður. Ákv. sala. Verð 15,5 millj. 77160
Hringbraut - Hf. Í einkas. á þessum góða
stað mikið endurnýjuð 98 fm neðri hæð í tvíb. Nýtt
eldh. Sérinng. Sérþvottah. Gott útsýni. Áhv. bygging-
arsj. 3,8 millj. Verð 10,9 millj. 49708
Urðarholt - Mos. - 3ja Nýkomin í
einkas. gullfalleg „penthouse“-endaíbúð. S-svalir,
útsýni. Parket. Frábær staðs. Stutt í þjónustu o.fl.
Áhv. húsbr. Verð tilboð. 76941
Laufengi - Rvík - 4ra Nýkomin í sölu
mjög góð 111 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölb., 3
svefnherb., suðursvalir, útsýni. Ákv. sala.
Breiðvangur - Hf. Nýkomin í einkas. sérl.
falleg rúmgóð 127 fm íbúð í góðu fjölb. (klætt að
utan). Sérþvottah. S-svalir. Aukaherb. í kjallara.
Fráb. útsýni. Ákv. sala. 75406
Álfaskeið - Hf. - m. bílskúr Nýkomin
björt og falleg 120 fm íb. á fyrstu hæð, auk bíl-
skúrs. Möguleiki á 4 svefnherb., þvottahús í íb.,
sérgarður með verönd. Verð 12,8 millj. Hagstæð
lán 6,7 millj. 60952
Til sölu eða leigu
Atvinnuhúsnæði við höfnina í Kópavogi. Nýkomið í
einkas. glæsil. atvhúsn., 2.500 fm, hýsti áður Ís-
landssíld hf. (Síldarútvegsnefnd ríkisins). Húsin
skiptast m.a. í vinnslusali, mötuneyti, skrifstofur,
starfsmannaaðstöðu o.fl. Lofthæð 7-8 metrar,
nokkrar 4-5 metra innkeyrsludyr. Byggingarréttur.
Malbikuð sjávarlóð. Húseignir sem bjóða upp á
mikla möguleika. Húsin seljast eða leigjast í einu
eða tvennu lagi. Fullbúin eign í sérflokki. Laust
strax. Lyklar á skrifst. Óvenju hagst. lán áhv. Uppl.
gefur Helgi Jón á skrifst.
Skútahraun- Hf. - atvh.
Nýkomið í einkas. eða leigu, glæsil. húseignir á sér-
lóð. Um er að ræða skrifst. (versl.), atvh.húsnæði.
Samtals ca 4.720 fm. Húsið skiptist þannig: Skrifst.,
(versl.), mötuneyti ca 1.200 fm. Atvh.húsnæði með
6 metra lofthæð, innkeyrsludyr, ca 3.500 fm. Mikið
áhv. Verð aðeins 53.000 fm.
Austurhraun - Gbæ. - atvh. Til leigu
nýtt ca 1.300 fm atvinnu-, verslunar- og skrifstofu-
húsnæði. Fullbúin eign, afhending strax. Frábær
staðsetning. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrif-
stofu Hraunhamars.
Suðurhraun - Gbæ. - atvhúsn.
Nýkomið í einkas. nýl. sérl. gott ca 190 fm endabil,
auk ca 85 fm millilofts (kaffi-, skrifstofa o.fl.)
Innk.dyr. Fullb. eign. í sérflokki. Frábær staðsetning.
Hagst. lán. Verð tilboð. 73611
Melabraut - Hf. - atvh.
Nýkomið í einkas. góðar eignir á sérlóð. Um er að
ræða 3 hús, samtals ca 1.500 fm atvh.húsnæði
(stálgrind). Góð lofthæð og innkdyr. Vandaðar eign-
ir. Óvenju stór lóð, ca 3.600 fm. Byggingarréttur.
Mjög hagstætt verð. 75991
Hringbraut - Hf. Nýkomin í einkasölu mjög
góð 67 fm risíb. á þessum góða stað. Eignin hefur
verið töluvert endurnýjuð. 2 svefnh. Fráb. útsýni.
Ákv. sala. Verð 8,3 millj. 53648
Stekkjarberg - Hf. - 3ja Í einkas. sérl.
skemmtil. 85 fm íb. á jarðh. í nýlegu litlu fjölb.
Þvottah. í íbúð. Fallegar innréttingar. Mjög gott
skipulag. Verð 10,4 millj. 76933
Tinnuberg - Hf. - 3ja
Glæsil. 95 fm efri sérh. endi á þessum frábæra stað.
Parket, flísar, vandaðar innréttingar. Þvottahús í
íbúð. Flísal. bað . Allt sér. Verð 12,5 millj. 76962
Vesturholt - Hf. - sérh. Nýkomin
skemmtil. ca 65 fm neðri sérh. í nýlegu tvíb. auk
24 fm innb. bílskúrs. Góð staðs. Laus fljótlega.
Verð 9,3 millj. 51128
Hellisgata - Hf. - m. bílskúr Í
einkasölu mjög falleg mikið endurnýjuð 80 fm
neðri hæð í tvíbýli, ásamt 40 fm jeppaskúr, fallegt
eldhús, parket, flísar, snyrtileg sameign. Ákv. sala.
Verð 11,8 millj. 75244
Birkihlíð - Hf. Sérl. skemmtil. ca 85 fm
endaíb. á 3. hæð (efstu) í litlu nýlegu fjölb. Stórar
suðursv., sérþvherb. Bílskúrsréttur fyrir rúmg. bíl-
skúr. Áhv. húsbr. Verð 9,8 millj. 68167
Krosseyrarvegur - Hf. - 2ja Nýkomin
í einkasölu mjög falleg 57 fm íbúð á neðri hæð í
tvíbýli. Sérinng., gott eldhús, glæsilegur garður með
sólpalli. Ákveðin sala. 51294
Kelduhvammur - Hf. - 2ja Nýkomin í
einkas. sérl. skemmtil. 54 fm neðri hæð í góðu tvíb.
Nýlegar innréttingar. Parket á gólfi. Allt sér. Verð 7,7
millj. Áhv. byggsj. 3 millj. 76348
Tryggvagata - Rvík - 2ja Nýkomin í sölu
mjög falleg 56 fm íbúð á annarri hæð í góðu lyf-
tuhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er öll nýstandsett
á smekklegan hátt. Ákv. sala. Skipti á stærri eign
koma til greina. Verð 8,5 millj. 76945
Vogar - Vatnsleysa
Akurgerði - Vogum
Nýkomin í einkas. tvö parhús, Akurgerði 3-5 og 7-9.
Húsin eru á 1 hæð með innbyggðum bílskúr, samtals
137 fm Eignirnar afh. fullb. að utan en fokheldar að
innan. Upplýsingar og teikn. á skrifst.
Móabarð - Hf. Nýkomin er sérlega falleg
og vel umgengin 64 fm íbúð á 3ju hæð í litlu fjöl-
býli. S-svalir, útsýni. Góð eign.
Melalind - Kóp. Í einkas. sérl. glæsil. 100
fm íbúð á jarðhæð í nýju litlu fjölb. Vandaðar innr.
Stórar stofur. Stutt í þjónustu. Áhv. húsbr. Verð
11,3 millj. 75382
Háholt - Hf. - lyftuh. Nýkomin í einkas.
glæsil. 2ja herb. 66 fm íbúð á efstu hæð í lyftuh.
Glæsil. útsýni. Parket, flísal. baðherb. Vandaðar
innréttingar. Sérstæði í bílskýli, innangengt. Áhv.
húsbr. Verð 10,9 millj. 75100
Hvaleyrarholt - Hf. - atvh.
Nýkomið glæsil. atvhúsn. Um er að ræða 105-
210 fm bil og stærri í nýju, glæsil. steinhúsi.
Húsið afh. fljótl., fullb. að utan, tilb. undir tré-
verk að innan og lóð frágengin (malbikuð).
Lofthæð frá 4-6,1 m, innkeysludyr. Frábær
staðsetning. Teikn. á skrifst. 4187
Gleðilegt nýtt ár
ÁRIÐ 1982 keyptu borg-arstjórinn, Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir, og eig-inmaður hennar,
Hjörleifur Sveinbjörnsson, sitt
fyrsta heimili. Það var á Bárugötu
30A og keyptu þau húsið ásamt vina-
fólki sínu, Gylfa Páli Hersi og Sig-
urlaugu Gunnlaugsdóttur. Í báðum
fjölskyldum var einn sonur, Svein-
björn hjá Sólrúnu og Hjörleifi og
Kári hjá Gylfa og Sigurlaugu. Verðið
á húsinu var kr. 1.100.000.
Húsinu skiptu þau þannig að Ingi-
björg og Hjörleifur höfðu svefn-
herbergi og stofu á efri hæð, en Gylfi
og Sigurlaug höfðu svefnherbergi í
kjallara en þar var líka sameiginlegt
baðherbergi fyrir húsið. Á miðhæð-
inni höfðu þau stofu en auk þess voru
á þeirri hæð eldhús og borðstofa sem
fjölskyldurnar nýttu sameiginlega.
En í hvernig ástandi var húsið? „Það
var eins og fokhelt þegar við keypt-
um það,“ segir Ingibjörg Sólrún.
„Við byrjuðum á því að moka út úr
kjallaranum og létum setja vest-
urgluggana á hann. Á þeim fimm ár-
um sem við bjuggum í húsinu gerð-
um við miklar breytingar á húsinu að
innan. Fólkið sem keypti það síðan
af okkur, lauk því verki og lét setja
járnið utan á það.“
En hvernig fjármögnuðuð þið
kaupin?
„Við áttum auðvitað engan pening
frekar en annað ungt fólk sem var að
koma úr námi – og enga lánsmögu-
leika. Hvor fjölskylda þurfti að
borga 550.000 kr. og við fengum á
endanum 120.000 kr. í húsnæðislán.
Það dugði auðvitað ekki til svo við
fengum m.a. að nýta okkur rétt for-
eldra til lífeyrissjóðslána.
Fjölskyldurnar tvær samnýttu
eldhús, borðstofu, baðherbergi og
þvottahús og þegar Ingibjörg er
spurð hvernig það fyrirkomulag hafi
virkað, segir hún: „Mjög vel. Við
borðuðum saman og elduðum til
skiptis. Það voru því fjórir fullorðnir
til að elda svo hver og einn þurfti að-
eins að elda tvisvar í viku, í mesta
lagi. Sonur Gylfa og Sigurlaugar var
tveimur árum eldri en Sveinbjörn og
þeir voru saman á leikskóla, þannig
að við skiptumst líka á um að fara
með þá á leikskólann og sækja þá.
Þetta kom í alla staði mjög vel út
vegna þess að, eins og ég sagði, þá
áttum við engan pening til að fjár-
festa í heimilistækjum. En við þurft-
um bara eina þvottavél, einn ísskáp,
eitt sjónvarp, og svo framvegis. Gylfi
og Sigurlaug áttu ísskáp og sjón-
varp. Við áttum þvottavél og þau
áttu ryksugu.
Við höfðum öll verið í námi erlend-
is, ég í Kaupmannahöfn, Gylfi og
Sigurlaug í Árósum og höfðum próf-
að að búa í svona sambýli. Hjörleifur
hafði verið í Kína og var orðinn því
vanur að hafa alls ekkert prívat fyrir
sig. Við vissum því út í hvað við vor-
um að fara. Enda var þetta mjög
þægilegt. Við vorum ekki eins bund-
in af öllum þeim rútínum sem fylgja
því að búa einn. Við höfðum alltaf
pössun, keyptum til skiptis í matinn
og síðan var matarreikningurinn
gerður upp í lok hvers mánaðar og
skipt til helminga.“
Hvað bjugguð þið lengi á Bárugöt-
unni?
„Við bjuggum þar í fimm ár.“
Var aldrei neitt ósætti?
„Nei, aldrei. Við erum ennþá nánir
vinir og það myndaðist einhvers kon-
ar fóstbræðralag milli strákanna
sem ennþá varir.“ Hvers vegna flutt-
uð þið þaðan eftir fimm ár?
Hvor hæð var bara fimmtíu fer-
metrar. Það fór að verða þröngt um
okkur þegar við eignuðumst seinni
soninn. Enda var ekki stefnt að þvi
að þetta yrði eilífðarsambúð. Þetta
var praktískt á sínum tíma. Við
þurftum ekki að verða okkur úti um
ýmsa hluti sem fólk þarf á að halda
þegar það byrjar að búa.“
Fyrstaheimilið
Fokhelt á Bárugötunni
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún
fyrir framan Báru-
götu 30a.
Bárugata 30A
Timburhús byggt 1936,
2 hæðir og kjallari
Stærð 152 fm.
kostaði 1982 1.100.000 kr.
Ingibjörg og Hjörleifur á tröppunum á Bárugötunni ásamt vini
sínum Kára Gylfasyni sem einnig bjó í húsinu.