Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 16

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 16
16 E MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HeimiliFasteignir L ÍF fólks hefur verið að breytast. Hjón vinna gjarnan bæði úti, eru oft hámenntuð eða þá með sérkunnáttu í einhverjum starfs- greinum, þannig að tíminn heima er notaður öðru vísi en áður. Þetta hef- ur haft mikil áhrif á heimilið og hvernig það er mótað. Nú ætlast maðurinn ekki lengur til þess, að maturinn sé heitur þegar hann kemur heim. Þess í stað er maturinn settur í örbylgjuofninn og hitaður upp í hvelli. Þetta þýðir líka meira frelsi gagnvart matmáls- tímum. Þeir eru ekki eins niður njörvaðir og áður. Gildi stofunnar hefur minnkað „Samverustundir fjölskyldunnar eru að færast að verulegu leyti inn í eldhúsið. Áður voru þær í stofunni fyrir framan útvarpið og sjón- varpið,“ segir Hilmar Þór Björns- son arkitekt, þegar hann var spurð- ur að því, hvaða breytingar væru mest áberandi á heimilum og húsa- skipan Íslendinga á undanförnum áratugum. „Fyrir fimmtíu árum var eldhúsið mjög lítið og eingöngu notað til mat- argerðar,“ segir Hilmar Þór. „Síðan tók borðkrókurinn að flytjast inn í eldhúsið en borðstofan fór að víkja. Nú er eldhúsið það sem skiptir mestu máli. Tækin í eldhúsinu eru af fullkomnustu gerð og það er borðað í eldhúsinu. Þannig er borð- stofan orðin hluti af því. Útvarpið er fyrir löngu komið inn í eldhúsið, en það var áður í stofunni og nú er það einnig orðið mjög algengt, að fólk hafi sjónvarp í eldhúsinu. Af þessum sökum er eldhúsið að kalla eini staðurinn, þar sem heim- ilisfólkið hittist og fyrir utan eldhús- ið er baðherbergið það eina, sem er sameiginlegt. Þar fyrir utan hefur hver sitt litla sérbýli innan íbúðar- innar. Börnin eru komin með síma inn í herbergið sitt, sína eigin tölvu og sitt eigið sjónvarp. Þau hafa því ekkert inn í stofuna að sækja.“ „Nú eru stórar fjölskyldur ekki til lengur,“ heldur Hilmar Þór áfram. „Fólk á annað hvort eitt, tvö eða þrjú börn. Það er sjaldgæft, að frá- vik séu meiri. Áður voru kannski sjö til átta börn og jafnvel enn fleiri mjög algeng. Nú eru börnin svo ólíkt færri og fjölskyldurnar orðnar mun staðlaðari en áður. Um leið er Eldhúsið samverustaður Gamla borðstofan og eldhúsið er orðið að einu rými. Útvarpið er fyrir löngu komið inn í eldhúsið og sjónvarpið er á leiðinni þangað. Myndlistin er líka að flytjast úr stássstofunni inn í eldhúsið, sem er að þróast í að verða aðal rými íbúðarinnar. Verulegar breytingar hafa orðið á íbúðarhúsnæði á undanförnum árum, ekki hvað sízt innanhúss. Magnús Sigurðsson ræddi við Hilmar Þór Björnsson arkitekt, sem segir eldhúsið það sem skiptir mestu máli nú. Morgunblaðið/Jim Smart L itir eru til þess að tengja saman, til þess að ná fram heild. Í íbúðar- húsnæði þarf að vera til staðar einhver samfella, einhver heild, ef fólk vill hafa fallegt í kringum sig. Litirnir eiga að vera í bakgrunni, ekki í forgrunni og til þess fallnir að ná fram ákveðnu andrúmslofti.“ Þannig komst Halldóra Vífils- dóttir arkitekt að orði, þegar hún var spurð að því hvað gera eigi með litum. Halldóra hefur bæði hannað einbýlishús og eins hefur hún gert mikið af því að breyta og gera upp húsnæði, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Litir eiga að mínu mati ekki að vera áberandi heldur framar öðru að skapa þægilegt andrúms- loft,“ heldur Halldóra áfram. „Ég hef því mikið dálæti á jarðlitum, frá brúnum tónum yfir í beis og gulhvíta liti og síðan yfir í grátt. Mér finnast litbrigði í sama tón mjög heillandi. Þá er galdurinn sá, þegar notað er grátt og brúnt, að hafa svolítið af gráu í brúna litnum og brúnu í gráa litnum. Þegar þetta er gert finnst mér oft takast að ná fram þessari samfellu, að hafa litina svipaða en samt ólíka, að láta hvert her- bergi vera með sínu yfirbragði en breytast samt alltaf örlítið. Ég hef einnig notað mikið hvítan lit, en hvítt er ekki bara hvítt heldur er galdurinn sá að nota mörg lög af hvítum litum. Í gömlum húsum, sem eru með gólflistum, áfellum og jafnvel með rósettum í lofti, finnst mér fara mjög vel á því að hafa þetta gamla skraut lakkað í alveg hvítu, en nota síðan ljósa tóna annars staðar til þess að draga þetta skraut fram, sem er svo sérstakt fyrir sum eldri hús. Þetta myndi ég aftur á móti ekki gera í alveg nýju húsi. Sumir arkitektar eins og Sig- valdi Thordarson notuðu og hreinlega merktu sínar bygg- ingar með vissum litum, svo að það er ekki hægt að skilja þessa liti frá arkitektúrnum. Ef farið er langt aftur í tímann til hins klassíska, þá eru alltaf vissir litir sem fara aldrei úr tísku. Grunnlitirnir eru alltaf þeir sömu, gulur, rauður og blár, og þeir ganga mjög vel með hvítu. Grátt er líka mjög gjarnan notað með þessum litum.“ Brúnn og grár litur áberandi nú Að sögn Halldóru hefur smekk- ur fólks verið að breytast. „Á síð- Hvað viljum við gera með litum? Fallegustu litiirnir eru oft í efninu sjálfu. Litir eiga frekar að vera verkfæri til að skapa ákveðna stemmningu en tilgangur í sjálfu sér. Magnús Sig- urðsson ræddi við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt, sem segir að í góðum arkitektúr séu litir og bygging sam- tvinnuð. Gott er að nota saman mismunandi liti í svipuðum tón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.