Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 21

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 21
Þetta er mikið örygg- isatriði. Í öðru lagi má nefna gasskynj- arann, rétt staðsettur gasskynjari nemur ef leki verður á gaslögn frá kút, leiðslum eða hellu og gefur það til kynna á áberandi hátt svo allir heyra. Gasskynjarinn lokar hins vegar ekki fyrir streymið, heldur lætur vita svo að hægt sé að varast hætt- una og gerðar verði ráðstafanir til að lekinn sé fundinn og úr bætt. Þetta sýnir að það er öruggast að hafa lokað fyrir gaskútinn (eða gas- kútana, það er skynsamlegt að tengja tvo) þegar farið er brott þótt ekki sé nema til vinnu. Reyndar er það engum ofviða að loka alltaf fyrir gaskút eftir notkun og opna aftur næst þegar á að elda. Allir sem keypt hafa gastæki eftir 31. jan. 1996, sem ekki uppfylla ör- yggiskröfur, eiga kröfurétt á selj- EFLAUST finnst mörgumað borið sé í bakkafullanlækinn að birta þriðjapistilinn í röð um gas og gastæki. En þetta er ungur og óþroskaður markaður í örum vexti og gastæki eru dauðans alvara ef óvarlega er farið. Það var því ekki að ófyrirsynju að Vinnueftirlit ríkisins gerði vandaða og umfangsmikla könnun á liðnu hausti á þeim gas- tækjum, sem eru á íslenskum mark- aði. Vinnueftirlitið heimsótti 36 fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu og skoðaði 232 tæki. Niðurstöður könnunarinnar eru sláandi, einkum hvað varðar örygg- isbúnað. Í ljós kom að 24% gaselda- véla til heimilisnota, sem boðnar voru til sölu, höfðu ekki nauðsyn- legan öryggisbúnað, svo sem örygg- isloka, og geta því skapað verulega slysahættu. Einnig vantar viðvar- anir á íslensku á umbúðir og/eða tæki í 89% tilvika á þau tæki sem eingöngu eru ætluð til nota utan- húss. Flest gasbrennslutæki á mark- aðinum eru CE-merkt, nema í flokki sumarhúsa- og ferðatækja, þar er hlutfallið aðeins 65%. Athygli vekur að íslenskar leiðbeiningar fylgdu ekki neinum tækjum í flokki heim- ilis- og iðnaðartækja. Árið 1996, var sett reglugerð um gastæki og ber hún númerið 108. Eins og ætíð eru reglugerðir engin skemmtilesning, svo nauðsynlegar sem þær kunna að vera, en oft hafa verið settar reglu- gerðir um lítilsverðari mál en upp- setningu, tengingu og viðskipti með gastæki, svo mikil hætta fylgir notk- un tækja sem ekki eru búin örygg- isbúnaði. Satt að segja eru niður- stöður Vinnueftirlitsins ótrúlegar, að óreyndu hefði mátt ætla að allir, sem bjóða til sölu gastæki, legðu metnað sinn í að bjóða vönduð og örugg tæki og líklegt er að sumir innflytjendur og seljendur leggi metnað sinn í það. Það eru mörg atriði sem hægt væri að nefna hér sem mikilvæg ör- yggisatriði og sum hafa verið nefnd í fyrri pistlum, en á tvennt skal lögð áhersla hér enn og aftur. Hið fyrra er hitskynjari á hverri einstakri brunahellu, sem tengdur er öryggisventli. Þegar kveikt er á brunahellu verður að halda rofanum þannig nokkra stund að hann gefi neistann sem kveikir í gasinu. Þetta verður að gera þar til hitaskynj- arinn, lítill stálpinni við brunahell- una, er orðinn heitur, annars slokkn- ar gasloginn aftur, þá vinnur hitaskynjarinn rétt. Að sjálfsögðu höfum við opna glugga þegar eldað er með gasi og segjum svo að einhver opni útidyrn- ar þannig að sterkur dragsúgur myndast, þá getur gasloginn slokkn- að. Þá kólnar hitaskynjarinn mjög fljótt og öryggislokinn lokar fyrir gasstreymið. andann, annaðhvort að hann end- urbæti tækið eða skipti um það. Það getur hver og einn kannað hvort hitaskynjari er við hverja brunhellu á sínu tæki, ef brunakransinn er tek- inn upp kemur í ljós lítið kerti sem gefur neistann og gagnstætt lítill stálpinni, hitaskynjarinn. Vonandi eru mikil og góð umskipti í viðskiptum með gastæki fram- undan. Vinnueftirlitið hefur gefið þeim sem ekki uppfylla öryggis- atriðin á tækjum sem þeir selja ákveðinn frest til að bæta úr. Eftir þann frest fer fram ný könn- un Vinnueftirlitsins. Að lokum lítil viðbót frá síðasta pistli þar sem rætt var um gasskynj- ara sem ganga fyrir rafhlöðum. Það hefur líklega ekki verið nægilega skýrt fram sett, hér er um að ræða 12 v skynjara, en þeir þurfa meiri orku en svo að þar nægi lítil sívöl rafhlaða eins og fyrir vasaljós. Hins vegar er upplagt að nota slíka skynjara, þar sem ekki er völ á 220 v rafmagni, og nota bílarafgeymi sem orkugjafa. Uppfylla gastæki öryggiskröfur? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is CE-merkið. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 E 21 HeimiliFasteignir Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum móttökurnar árið 2000 VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR ALLAR TEGUNDIR HÚSEIGNA ❋ Erum með kaupanda að einbýlishúsi á einni hæð, verður að vera með góðu aðgengi fyrir hjólastól. ❋ Ungur maður í góðu starfi leitar að 2ja-3ja herb. íbúð á svæði 101,107 og í Hlíðunum fyrir allt að 8,5 millj. ❋ Fyrir par með barn vantar okkur 3ja herbergja íbúð í Bökkunum. ❋ Flugstjóra vantar lítið einbýli eða raðhús á einni hæð í Kópavogi eða Garðabæ. ❋ Guðmundi vantar 3ja herbergja íbúð á svæði 104 eða 108, Grafafvogur kemur einnig til greina. Er búinn að selja. ❋ Erum með tvo aðila sem vantar lítið raðhús í Mosfellsbæ. ❋ Fyrir hjón, sem búin eru að selja, vantar okkur 3ja-4ra herbergja 100-120 fm íbúð á svæði 104, 105 og 108 fyrir allt að 13 millj. ❋ Vantar allar gerðir atvinnuhúsnæðis og fyrirtækja á skrá. 1043 eign.is Suðurlandsbraut 46 - Bláu húsin við Faxafen sími 533 4030 fax 533 4031 www.eign.is eign@eign.is EllertAndrés PéturÖrnólfur Opið frá kl. 9-17 alla virka daga Súluhöfði - Mosfellsbæ Ein- býlishús á einni hæð, ásamt innbyggðum bílskúr. Húsið verður afhent tilbúið til innrét- tinga samkvæmt ÍST-51 staðli. Möguleiki á að kaupa húsið á öðrum byggingarstigum. Teikningar á skrifstofu. 1156 Smáraflöt - laus fljótlega Mjög gott einbýlishús á 1 hæð, ásamt góðum bílskúr. Parket er á flestum gólfum. Nýleg eldhúsinnrétting. Möguleiki er að útbúa stúdíóíbúð fyrir aftan bílskúr. Hús nýle- ga klætt að utan og lítur það vel út. Eign sem vert er að skoða. Myndir á www.eign.is 1153 Reykjavegur - Mos. Vorum að fá í sölu mjög gott einbýlishús á einni hæð ásamt stórum bílskúr. 4 svefnherbergi, stofa með arni, útgengt í garð. Stórglæsileg lóð með gróðurhúsi. Góð eign á rólegum og fallegum stað í Mosfellsbæ. Þetta er eign sem vert er að skoða. 1121 Langholtsvegur Mjög gott parhús á tveimur hæðum. Á neðri hæð er gott eld- hús, sem nýlega hefur verið tekið í gegn, og stofa með hurð út á 30 fm verönd. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi og baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn. Eign sem vert er að skoða. Áhv. um 9,2 millj. V. 19,5 m. 1190 Unufell Mjög vel skipulögð 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð. Rúmgóð svefn- herbergi. Þvottahús í íbúð. Verið er að klæða húsið að utan með álklæðningu, sem seljendur greiða. V. 9,9 millj. 1105 Álfheimar - endaíbúð Rúmgóð 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í góðu húsi við Laugardalinn. 3 svefnherbergi, fallegt eldhús. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. um 5 millj. í húsbréfum. Rúmgóð íbúð á góðum stað. 1104 Funalind - „Penthouse“ Virkilega glæsileg ca 150 fm „penthouse“- íbúð á tveimur hæðum. Vandaðar mahóní- innréttingar og parket. Fjögur til fimm svefn- herbergi. Tvennar svalir. 1066 Laugavegur - bakhús Mjög skemmtileg 80 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í bakhúsi við Laugaveginn. Parket á herbergjum og flísar á baði. Þvottahús í íbúð. Áhv. um 4,2 millj. Íbúðin er ósamþykkt. Gott verð 7,2 millj. 1122 Hólar - bílskúr Vorum að fá góða 3ja herbergja 84 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi, ásamt bílskúr. Íbúðin hefur öll verið tekin í gegn nýlega. Ný eldhúsinnrétting og nýtt parket á gólfum. Hús nýlega klætt að utan. Ásett verð 11,5 millj. 1187 Ingólfsstræti Mjög góð 3ja herberg- ja íbúð í kjallara á þessum góða stað í fall- egu húsi. Íbúðin hefur öll verið tekin í gegn á smekklegan hátt. Allar lagnir eru nýjar í íbúðinni. Parket á herbergjum, flísar á baði og holi. Verð 7,2 millj. 1151 Leifsgata - ris Mjög skemmtileg risíbúð með fjórum kvistum. Kvistirnir gera íbúðina mjög bjarta. Parket á hjó- naherbergi, flísar á baði og í eldhúsi. Góð eign nálægt miðbænum. Laus fljótlega. 1114 Vindás Mjög góð 3ja herbegja íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Selásnum. Parket og flísar á gólfum. Áhv. mjög hagstæð lán, um 3,8 millj. með 4,9% vöx- tum. Ekkert greiðslumat. Verð 10,7 m. 1136 Hraunbær - 2ja Einkar glæsileg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjöleignahúsi. Íbúðin hefur nýlega verið endurnýjuð að innan á smekklegan hátt. Hús í góðu standi. 1083 Kaplaskjólsvegur - 2ja Ágæt 2ja herbergja íbúð í kjallara á þessum vinsæla stað. Íbúðin er 63 fm björt íbúð. Nýstandsett baðherbergi. V. 7,2 m. 1102

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.