Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.2001, Qupperneq 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvaða ævintýri er þetta? Hver ertilgangurinn með móti hér á Indlandi með sextán þjóðum úr öll- um heimsálfum? Gefum Halldóri B. orðið: „Við þekkjum það ekki nægilega vel,“ sagði Halldór og brosti. „Ég hef lesið nokkuð um þessa keppni í ind- versku pressunni. Indverjar ákváðu að halda sextán þjóða mót, sem er mjög stórt. Svo stórt mót hefur ekki verið haldið í Asíu áður. Fyrir nokkrum árum héldu Ind- verjar mót með átta þjóðum. Mótið sem haldið er nú er liður í að efla knattspyrnuna í Indlandi. Mótið á að vekja mikla athygli, en ég veit ekki hvort það tekst. Mótið byggist upp á því að leikið verður á þremur svæð- um sem knattspyrnan er vinsælust hér á Indlandi: Cochin, Goa og Kal- kútta. Þetta eru einu borgirnar og héruðin þar í kring þar sem knatt- spyrnan er vinsælli en krikkett. Meira veit ég ekki um þetta, en mér finnst þessi keppni segja að Indverj- ar séu stórhuga. Þó svo að Indverjar séu fjölmenn þjóð vitum við að það er mikil fátækt hér. Þess vegna tel ég þetta mikið hugrekki hjá indverska knatt- spyrnusambandinu. Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur verið lengi í gangi, en síðan fóru hlutirnir smám saman að drag- ast. Við vissum ekki hvenær við ætt- um að koma til Indlands til að leika okkar fyrsta leik, þar sem ekki var dregið í riðla eins og til stóð en í þá var ekki dregið fyrr en rétt fyrir ára- mót. Indverjar leggja okkur til far- miðana, þannig að við gátum ekki bókað sjálfir far frá Íslandi til Ind- lands í tíma. Við fórum að herða á því að fá svör, en ekkert gerðist. Síðan gerðist það að Nýja-Sjáland dró sig út úr keppninni vegna þess að Nýsjá- lendingar fengu ekki ferðaáætlun frekar en við né aðrar þjóðir. Ákvörðun Nýsjálendinga var tekin eftir að Knattspyrnusamband Asíu tilkynnti þeim að þeir ættu ekki að bíða lengur, þar sem sambandið hafði ekki mikla trú á að mótið færi fram á Indlandi. Síðan hefur mótið hangið á blá- þræði. Besta dæmið um það er að Írakar drógu sig út úr keppninni á sama tíma og við vorum að halda hingað til Indlands. Landslið Pan- ama hljóp þá í skarðið á síðustu stundu. Fyrir utan þetta hafa fleiri breytingar orðið á þátttökuþjóðum,“ sagði Halldór. „Það er ákveðinn léttir að vera kominn hingað til Bombay, þó að við séum ekki komnir á áfangastað. Ferðin hingað hefur verið löng og ströng, tekið rúman sólarhring. Þá eigum við eftir rúma þúsund kíló- metra í flugi til Cochin. Þetta er lengsta ferðalag sem við höfum farið með knattspyrnulands- liðið. Þó að við höfum farið með landsliðið til Brasilíu og Chile voru ferðirnar þangað auðveldari. Við er- um komnir til Bombay, en eigum eft- ir fjórða áfangann. Síðan getur það farið svo að við eigum eftir að fara til Kalkútta, fimmta áfangann. Við hyggjum gott til glóðarinnar að fara til Cochin, þar sem við höfum fengið þær upplýsingar að þar sé best að vera – þar sé aðbúnaður mjög góður. Þar verða leiknir tveir riðlar og því er verið að bjóða upp á knatt- spyrnuveislu á svæðinu. Þessi ferð til Indlands er tvímæla- laust mikil ævintýraferð. Þegar við fengum boðið frá Indverjum sögðum við já. Þessi ferð er ekki kostnaðar- söm fyrir okkur. Við gerðum okkur jafnframt grein fyrir því að við gæt- um ekki teflt fram okkar sterkasta liði. Við erum án flestra bestu at- vinnumanna okkar, en erum með sem margir kalla deildarlandslið – lið skipað leikmönnum sem leika heima. Við teljum að það sé mikilvægt að senda landslið að heiman í keppni sem þessa. Það brúar ákveðið bil í uppbyggingu okkar að öflugu lands- liði. Margir góðir leikmenn okkar hafa fengið fá tækifæri eftir að þeir hættu að leika með ungmennalands- liði okkar, skipað leikmönnum undir tuttugu og eins árs. Með þessu móti er hægt að halda mörgum leikmönn- um gangandi. Þeir leikmenn sjá þá að það er eftirsóknarvert að stunda íþrótt sína af kappi. Þessi ferð er hreint ævintýri. Það tóku margir eft- ir því að þegar við lentum í Bombay og fórum síðan í langferðabifreið að hótelinu að það könnuðust margir við sig þó svo að þeir hafa aldrei komið hingað áður. Hér upplifðum við atriði sem við höfum oft séð í kvikmyndum. Við sáum það í upphafi hvað við Ís- lendingar erum miklur forréttinda- menn – að lifa á okkar fagra landi. Það gerðum við okkur grein fyrir eft- ir að hafa verið aðeins hálftíma utan- húss hér,“ sagði Halldór. Halldór sagði að hann væri bjart- sýnn á að mótið tækist vel. „Það voru ýmsir hnökrar á fram á síðustu stundu áður en við héldum hingað – um tíma var tvísýnt hvort við færum. Það hefur allt farið betur en á horfð- ist. Í þann stutta tíma sem við höfum verið hér hafa allir sem koma að mótinu verið á réttum stöðum og gert það sem á að gera. Við sjáum ekki annað en að áframhaldið verði þannig – hreint ævintýri,“ sagði Halldór. Halldór B. Jónsson hefur átt í mörg horn að líta vegna ferðar knattspyrnulandsliðsins Léttir að vera kominn til Bombay Morgunblaðið/Einar Falur Fulltrúi Sahara knattspyrnumótsins tók á móti íslenska knattspyrnulandsliðinu þegar það kom eftir rúmlega sólarhringsferð til Mumbai, eins og Bombay er nú kölluð. Eftir að embættismenn höfðu yfirfarið vegabréf leikmanna, og stimplað í þau, dreifði hann þeim aftur meðal hópsins. Hér rýnir Jón Gunnlaugsson fararstjóri í vegabréf Sævars Þórs Gíslasonar en aftar er Halldór B Jóns- son, varaformaður KSÍ, að aðstoða Sigurvin Ólafsson. SÁ sem hefur borið hitann og þungann af ferð íslenska lands- liðsins til Indlands, þar sem ís- lenska landsliðið tekur þátt í Aldamótamótinu í knattspyrnu, er tvímælalaust Halldór B. Jónsson, varaformaður Knatt- spyrnusambands Íslands og að- alfararstjóri liðsins hér á Ind- landi. Það var ekki fyrr en eftir hádegi á laugardaginn, nokkr- um klukkustundum áður en landsliðið hélt í ævintýraferð- ina, að ljóst var hvernig ferð landsliðsins til Indlands væri háttað. Laust eftir klukkan tvö kom staðfesting frá Indverska knattspyrnusambandinu að flugleiðin væri Keflavík– Frankfurt–Dubai–Bombay– Cochin. „Það er ákveðinn léttir að vera kominn hingað til Bombay, þó svo að við eigum eftir að fara suður til Cochin, á áfangastað,“ sagði Halldór, sem hefur verið í stöðugu sambandi við mótshaldara síðustu vikur. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi EINS og oft áður skiluðu ekki allar töskur sér þegar landsliðið kom á leiðarenda – og eins og oftast áður var það liðsstjórinn Guðmundur R. Jónsson sem lenti í málinu. Það var ekki taskan með bún- ingum landsliðsins sem týnd- ist, heldur var það ferðataska Guðmundar, með fatnaði hans og öðrum ferðamunum. Panama í stað Íraks Panama hefur bæst í hóp þátttökuþjóðanna í Árþús- undabikarnum í knattspyrnu á Indlandi. Panamamenn koma í staðinn fyrir Íraka sem drógu lið sitt úr keppni fyrir helgina. Panama leikur í A-riðli með Júgóslavíu, Bos- níu og Bangladesh, en ef ís- lenska liðið kemst í átta liða úrslit keppninnar gæti það mætt liði úr A-riðlinum. Enn týnist taska ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagðist í gær ekki vera búinn að tilkynna sínum mönnum hver yrði fyrirliði á mótinu í Indlandi. „Ég reikna fastlega með að fyrirliðarnir verði tveir – reyndustu leikmennirnir, Tryggvi Guðmundsson og Sverrir Sverrisson, skipti með sér hlutverkinu,“ sagði Atli. Tryggvi er leikreyndasti leikmaður hópsins, hefur leikið 20 landsleiki og skorað þrjú mörk, og Sverrir hefur leikið 14 landsleiki. Enginn þeirra nítján leikmanna í landsliðshópnum, sem leika á Indlandi, hefur verið fyrirliði landsliðsins. „Ég reikna með að Tryggvi verði fyrirliðinn í fyrsta leik okkar gegn Úragvæ á fimmtudaginn, síðan Sverrir í leiknum gegn Indlandi á laugardaginn og Tryggvi síðan aftur er leikið verður gegn Indónesíu á mánudaginn,“ sagði Atli við komuna til Indlands í gærmorgun. Þess má geta að aðeins einn leikmaður sem nú er í hópnum fyrir utan Tryggva hefur skorað mark í landsleik. Það er Guð- mundur Benediktsson sem hefur sett tvö mörk. Tryggvi og Sverrir fyrirliðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.