Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það tók íslensku leikmenninafimm mínútur að átta sig á því að þeir voru að spila landsleik en ekki á æfingu. Frakkar byrjuðu hins vegar af krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það var ekki fyrr en fimm og hálf mínúta var liðin af leiknum sem Íslendingar komust á blað. Það fór vel á því að Haukamaðurinn Einar Örn Jónsson skoraði það en frammistaða þessa snjalla hornamanns í leiknum var einn af fáum jákvæðum hlutum í ís- lenska liðinu. Íslendingar náðu í kjölfarið ágætum leikkafla. Þeir jöfnuðu 5:5 eftir 11 mínnútna leik og komust svo yfir í fyrsta sinn mínútu síðar þegar Ólafur Stefánsson skor- aði sjötta markið. Það sem eftir lifði fyrri hálfleikins var leikurinn í járn- um, Frakkar náðu að vísu þriggja marka forskoti en Íslendingar jöfn- uðu og höfðu alla burði til að vera með jafna stöðu í leikhléi. Á loka- sekúndum fyrri hálfleiks var Joél Abati, samherji Ólafs Stefánsson, rekinn í bað fyrir ljótt brot á Pat- reki Jóhannessyni. Portúgölsku dómararnir dæmdu vítakast en Pat- rekur skaut yfir úr vítakastinu og Frakkar því marki yfir í leikhléi, 11:12. Fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik datt leikur íslenska lands- liðsins niður á lágt plan og minnti um margt á frammistöðuna á Evr- ópumótinu í Króatíu á síðasta ári. Sóknarleikurinn sigldi í strand og á þessum kafla skoruðu Íslendingar aðeins þrjú mörk en Frakkar áttu greiða leið framhjá slakri vörninni og skoruðu níu mörk. Staðan þegar 10 mínútur voru til leiksloka var því orðin 14:21 og útlitið ekki gott. Ís- lensku piltarnir náðu að berja sig saman og þá einkum í vörninni. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 18:21, þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lokakafli þessa leiks var alfranskur. Gestirnir spýttu í lófana og skoruðu þrjú síð- ustu mörkin og undirstrikuðu að þeir eru vel á undan Íslendingum í undirbúningi sínum fyrir heims- meistaramótið. Vissulega verður að taka það með í reikinginn varðandi þennan leik ís- lenska liðsins að langt er síðan menn spiluðu saman landsleik en það á ekki að vera nein afsökun fyr- ir þá litlu stemningu sem ríkti í her- búðum Íslendinga. Áhorfendur fjöl- menntu að Ásvöllum til að sjá íslensku leikmennina gefa sig í verkefnið og fylgjast með mönnum eins og Ólafi Stefánssyni og Patreki Jóhannessyni, sem hafa blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Þeir urðu hins vegar fyrir vonbrigðum. Ólafur og Patrekur náðu sér engan veginn á strik frekar en aðrar úti- skyttur liðsins. Eitt mark með lang- skoti í 60 mínútur segir sína sögu en það skoraði Dagur Sigurðsson. Ein- ar Örn Jónsson var langbesti leik- maður íslenska liðsins. Hann skor- aði fimm mörk úr jafnmörgum skottilraunum, fiskaði tvö vítaköst og frammistaða hans var líklega það eina sem áhorfendur gátu glaðst yf- ir. Valgarð Thoroddsen kom inn fyr- ir Einar síðustu 20 mínúturnar en setti lítið mark á leikinn. Dagur lék allan leikinn í stöðu leikstjórnanda og komst ágætlega frá sínu sem og Sebastian Alexandersson markvörð- ur sem leysti Guðmund Hrafnkels- son af hólmi í síðari hálfleik. Róbert Duranona og Patrekur skiptust á að leika í skyttustöðunni vinstra megin en hvorugur þeirra náði sér á strik. Hinum megin leysti Heiðmar Fel- ixsson Ólaf Stefánsson af hólmi í 20 mínútur. Heiðmar var lítt ógnandi og þó svo að Ólafur hafi oft opnað ágætlega fyrir félaga sína þarf hann að vera miklu meira afgerandi upp á eigin spýtur. Guðjón Valur Sigurðs- son byrjaði í vinstra horninu og komst aldrei í takt við leikinn. Gúst- af Bjarnason kom inn fyrir hann eft- ir 20 mínútna leik og lék þokkalega. Róbert Sighvatsson lék allan leikinn á línunni. Hann var í strangri gæslu og var ekki mikið í boltanum. Aron Kristjánsson lék eingöngu varnar- leikinn. Róbert Gunnarsson og Guð- finnur Kristmannsson sátu á bekkn- um allan tímann. Vörnin er visst áhyggjuefni eins og hún lék í þess- um leik. Að fá á sig 24 mörk er kannski ekki svo slæmt en vörnin opnaðist oft mjög illa og skyttur Frakkanna, einkum Jéróme Fern- andes (nr. 2), fékk að skjóta óáreitt- ur á markið trekk í trekk. Þa len us un sjú lið þjá Ró se no Kr og Morgunblaðið/Ásdís Patrekur Jóhannesson sækir að vörn Frakka. Róbert Sighvatsson bíður átekta fyrir aftan frönsku varnarmennina. Fátt var um fína drætti HANN hófst ekki með neinum glæsibrag lokaundirbúningur ís- lenska landsliðsins í handknattleik fyrir HM í Frakklandi sem hefst eftir hálfan mánuð. Sex marka tap, 18:24, gegn Frökkum í fyrsta landsleik þjóðanna af þremur, sem fram fór á Ásvöllum bar þess glöggt merki að sjö mánuðir voru liðnir síðan Íslendingar léku síð- ast landsleik. Leikur íslenska liðsins var mjög kaflaskiptur. Í síðari hálfleik lék liðið afar illa og ekki annað að sjá að töluverð vinna sé fram undan að slípa liðið saman fyrir átökin í Frakklandi. Guðmundur Hilmarsson skrifar T h u m i Þ l Þ m Þ m m i l m I m m H g m VASSILI Kudinov, rússneska stórskyttan hjá þýska handknatt- leiksliðinu Magdeburg, yfirgefur félagið í vor. Hann hafnaði nýjum eins árs samningi og hefur gert þriggja ára samning við japanska félagið Honda Kumamoto. Kud- inov er 31 árs og kom til Magde- burg frá Hameln fyrir þetta tíma- bil. Alfreð Gíslason og hans menn hjá Magdeburg eru farnir að svip- ast um eftir nýjum leikmanni í staðinn og samkvæmt þýskum fjölmiðlum er Júgóslavinn hávaxni hjá Kiel, Nenad Perunicic, efstur á óskalistanum. Dujshebaev til Spánar Talant Dujshebaev, félagi Gúst- afs Bjarnasonar hjá Minden og fyrrum handknattleiksmaður árs- ins í heiminum, fer frá Þýskalandi í vor. Hann hefur gert samning við Ciudad Real á Spáni en Dujsheb- aev er eini landsliðsmaður Spán- verja sem leikur utan heimalands- ins um þessar mundir. Dujshebaev gerði þriggja ára samning við spænska félagið en honum bauðst að fara til Japans eða Sádi-Arabíu fyrir mun hærri laun. „Peningar eru ekki allt,“ sagði hinn 33 ára gamli fyrrver- andi leikmaður Rússlands og Sovétríkjanna. Minden hefur samið við Joachin Boldsen, 22 ára danskan leik- stjórnanda, sem kemur til félags- ins frá Grosswallstadt eftir þetta tímabil. Vassili Kudinov til Kumamoto

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.