Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 C FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Böðvar Örn er 46 ára Kópa-vogsbúi, fæddur 27. apríl 1954. Hann er giftur Gestnýju Kolbeins- dóttur og eiga þau tvö börn – Katr- ínu Ólöfu, 20 ára, og Sigurjón Örn, 14 ára. Hann starfar sem heimilis- læknir á heilsugæslustöðinni í Efra- Breiðholti. Böðvar Örn lauk lækn- isnámi 1980, síðan tóku við kandi- datsár heima á Íslandi þar sem hann starfaði til dæmis í eitt og hálft ár á Blönduósi. Hann hélt til Svíþjóðar 1983 í framhaldsnám í heimilislækningum og var í Väster- ås til ársins 1987. Þá hélt hann heim og lá leið hans að nýju til Blöndu- óss, þar sem hann var héraðslæknir fram til ársins 1996. Þá hélt hann í heimahagann, Kópavog. Böðvar Örn er nú að ferðast með íslenska a-landsliðinu í knattspyrnu í fyrsta skipti, en hann hefur starf- að fyrir Knattspyrnusamband Ís- lands, hefur séð um bólusetningar á yngri landsliðum og var með 18 ára landsliðinu á síðasta ári, þegar það lék gegn Dönum. Fram til þessa hafa tveir læknar séð að mestu um landsliðið, Sigurjón Sigurðsson, einnig búsettur í Kópavogi og Einar Jónsson frá Vestmannaeyjum. Hvernig gekk það til að Böðvar Örn fór þessa ævintýraferð til Indlands – gefum honum orðið: „Einar, sem er skólabróðir minn, vissi að ég hafði áhuga á íþróttum. Hann hefur spurt mig áður hvort ég væri tilbú- inn að fara út með landsliðum, en það varð aldrei úr því að ég færi. Þegar Einar hafði síðan samband við mig í byrjun desember og spurði hvort ég gæti farið með landsliðinu til Indlands, fannst mér það spenn- andi kostur og gat ekki sagt nei. Ég hafði tök á því að fá mig laus- an úr vinnu, átti inni sumarfrí. Ég sló til og hér er ég,“ sagði Böðvar Örn. Hvenær hófst undirbúningur þinn fyrir ferðina. Þú hefur þurft að afla þér upplýsinga um hvernig þú yrðir að undirbúa þig? „Já, þá þurfti ég að afla mér upp- lýsinga um hvaða bólusetningar þarf að gefa og með hvaða millibili. Það má segja að það hafi kveikt áhuga minn á að koma hingað, að ég fór í námsferð til Egyptalands í nóvember. Þá komst ég aðeins á bragðið með hinn framandi heim sem er fyrir utan Evrópu og Banda- ríkin. Það er allt annað að fara út fyrir þann sjóndeildarhring. Mér fannst ferðin hingað bæði faglega örvandi og eins spennandi að kom- ast í þetta umhverfi.“ Hvaða bólusetningar fór lands- liðshópurinn í? „Ég lagði áætlanir um sprautur og inntökur vegna stífkrampa og barnaveiki, sem eru okkar gömlu bólusetningar. Það þurfti að örva mótefnamyndum líkamans með því að gefa þessar sprautur aftur. Hér í Indlandi er mjög mikið um stíf- krampabakteríu í jarðveginum og annað sem strákarnir geta fengið í sig með því að fá sár og annað. Ég gaf taugaveikisprautu og síðan kól- eruinntökur. Ég hafði menn með mér í ráðum um bólusetningar. Þá var gefin sprauta til að skerpa á mænusóttinni, veiki sem er landlæg hér. Þá var gefin sprauta fyrir lifr- arbólgu a, sem var sú síðasta áður en haldið var í hann. Þá má ekki gleyma malaríulyfj- unum.“ Það er greinilegt að hópurinn á að vera vel varinn hér. Finnst þér gæta hræðslu í hópnum í sambandi við mat og annað? „Jú, en það er ekki að ástæðu- lausu sem við sem erum hér í far- arstjórn sköpuðum ýmsan ótta. Við höfum gefið strákunum upplýsing- ar um hvað þeir ættu að varast, enda viljum við ekki að það sé kæruleysi í sambandi við mataræði hér. Við viljum heldur ekki vekja mikinn ótta. Hér verða menn að hugsa um hvað þeir borða og drekka. Ég fann fyrir hræðslu í fyrstu, en það slaknaði á þeirri hræðslu þegar við komum hingað til Cochin, þar sem við búum á gæða- hóteli í betra umhverfi en á mörg- um öðrum stöðum í Indlandi. Strákarnir komu hlaupandi og spurðu hvort þeir mættu borða þennan og þennan mat. Það eru ákveðnar grunnreglur sem við för- um eftir. Við viljum hafa matinn vel soðinn og að vatnið sem menn drekka sé tryggt. Það má enginn drekka vatn hér nema það komi úr innsigluðum flöskum. Ísmolar eru eitur, þar sem þeir eru oftast fram- leiddir úr kranavatni. Kranavatn má aldrei drekka og ekki má nota það til að tannbursta sig.“ Ég tók eftir því í flugvélinni frá Bombay til Cochin að leikmenn ýttu matarbökkum frá sér. Hvers vegna? „Við vorum búnir að vara leik- mennina við því að borða fyrir utan hótelin. Þó að maturinn hér á hót- elinu sé góður, er ekki alveg öruggt með hann. Við vitum það að tíu til tuttugu prósent manna í hópi eiga alltaf á hættu að fá magakveisu – þennan „ferðamannaniðurgang“ eins og magakveisa er oft kölluð. Við höfum reynt að forðast að það komi upp, því við megum ekki við neinum mannsföllum hér. Leik- mennirnir verða að vera tilbúnir til að ljúka verkefnum sínum án þess að fá í magann. Ég geri mér grein fyrir því að þetta getur orðið erfið dagskrá, ef okkur gengur vel hér. Þá þurfum við á hverjum einasta leikmanni að halda. Það var mér mjög mikill létt- ir þegar ég sá allar aðstæður á hót- elinu sem við búum á. Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðstæður hér í Indlandi.“ „Hitinn er mikill óvinur okkar“ Þó svo að þú sért ánægður með aðstæðurnar, heldur þú áfram vörn þinni? „Já, við munum halda áfram við þá áætlun að borða eingöngu á hót- elunum.“ Hefur það ekki mikið að segja að hitinn er mikill hérna, menn eiga stundum erfitt með að halda jafn- vægi? „Jú, hitinn er mesti óvinur okkar hér – meiri en andstæðingar okkar á keppnisvellinum. Menn missa vökvajafnvægi og það er auðvelt að fá hitaveikindi eins og sólsting. Menn halda ekki einbeitingu þegar það er þrjátíu og fimm stiga hiti. Við þurfum að hugsa mikið um vökvann og kælinguna. Ég var svolítið hræddur í hádeg- inu í dag (í gær), hvað hitinn var mikill er við vorum á æfingu. Þá kom strax upp í hugann að við yrð- um að fá okkur húfur. Ef þessi hiti heldur áfram verðum við tvímæla- laust að fá okkur höfuðföt til að verjast hitanum, fyrir utan það að nota mikinn vökva – vatn.“ Þú ráðleggur strákunum að drekka mikið vatn? „Já, strákarnir þurfa að drekka mikið af vatni og salta vatn og mat. Við erum með mikið af blöndum, næringardrykkjum og saltsykurs- upplausnir, sem er þörf á. Það eru tugir lítra sem strákarnir renna niður á hverjum sólarhring. Ég hef verið að segja strákunum að horfa svolítið á pissið sitt. Ef það er orðið of þykkt og dökkt er það merki þess að menn séu orðnir of þurrir. Menn geta þornað upp og orðið fárveikur af hitanum.“ Ferðin er greinilega rétt að byrja? „Já, framundan eru erfiðir leikir. Það reynir ekki virki- lega á okkur fyrr en í leiknum gegn Úrúgvæmönnum. Þá sjáum við hvernig menn bregðast við hitanum og hvort ferðaþreytan liggur enn í mönnum. Þá er fyrsta prófið. Mér finnst rétt nú að við séum að átta okkur á hinu framandi um- hverfi sem við erum í og öllum að- stæðum. Þessi mikli hiti getur haft það að segja að menn geta fengið óráð af vökva og hita.“ Mestur tíminn farið í sólarvörn Leikmenn landsliðsins hafa verið duglegir að bera á sig sólarvörn og sagði Böðvar Örn að mesti tíminn hefði farið í það að bera á sig sól- arvörn og mýfælu. „Það hefur verið mitt aðallæknisstarf síðustu daga.“ Eru leikmennirnir hræddir við flug- ur? „Já, það held ég. Við viljum gjarnan að menn séu vakandi fyrir flugum. Það eru flugurnar sem dreifa malaríunni, sem við viljum forðast. Leikmenn beina flugunum frá sér þegar þeir sjá þær og hreinsa herbergin af flugum áður en þeir fara að sofa. Bera varnir á sig á morgnana og yfir daginn. Vökvi, sólarvörn og mýfæla hefur verið helsta verkefnið okkar. Þegar leikirnir hefjast og meiðsl eiga sér stað, sem við sleppum von- andi við, þá hefst hið hefðbundna verkefni mitt. Þá þarf maður ekki eingöngu að kljást við moskítóflug- ur, sól og hita.“ Við erum vel í stakk búnir Böðvar Örn sagði að öll aðstoð við liðið væri frábær hér í Indlandi. „Við erum með sjúkraþjálfara og mann sem sér um allan vökva. Það er grundvöllurinn í svona ferðalagi að hlúa sem best að leikmönnum – hafa breiðan og þéttan hóp, sem sér um strákana, eins og hér er gert. Skipulagningin á ferð okkar hing- að hefur verið í einu orði frábær. Það er mjög vel um okkur búið hér. Ég er með heilt apótek í för,“ segir Einar og bendir á fimm mis- stórar töskur, sem standa upp við vegg í herbergi hans. „Við höfum undirbúið okkur mjög vel, en ég geri mér grein fyrir að við höfum losað okkur við áhyggjur. Þetta er rétt að byrja, en ég vona að það reyni ekki á apótekið mitt. Ef það gerist, þá erum við vel undirbúnir að takast á við allt.“ Nú eru lyf dýr. Er ekki mikill kostnaður fylgjandi því að búa svo stóran hóp undir ferð til Indlands? „Jú, bólusetningar eru kostnað- arsamar og mörg lyf dýr. Kostn- aðurinn hleypur á nokkrum hundr- uðum þúsunda. Við þessa ferð hefur verið mikill undirbúningur og mikill kostnaður í gögnum, lyfjum og öðru samhangandi því. Það er ekkert til sparað í þeim efnum. Við erum með dýrmætan farm, sem við viljum koma heilum heim,“ sagði Böðvar Örn, sem er með sjúkrasögu hvern einasta leik- manns sem er hér á hreinu. „Hóp- urinn sem er hér er ungur og strák- arnir allir hraustir.“ „Vona að það reyni ekki á apótekið mitt“ Morgunblaðið/Einar Falur Böðvar Örn Sigurjónsson, læknir knattspyrnulandsliðsins, á Nehru leikvanginum í Cochin. Bakvið hann er landsliðið á æf- ingu. Böðvar hafði í mörg horn að líta fyrir ferðina. Morgunblaðið/Einar Falur Verkamenn voru önnum kafnir á Nehru leikvanginum í Cochin í gær við að mála línurnar á grasið og vönduðu sig mikið. Allar línur vallarins eru handmálaðar, engar vélar koma þar nærri. „Vökvi, matur, sólarvörn og mýfæla hefur verið helsta verkefni okkar síðustu daga hér í Indlandi,“ segir Böðvar Örn Sigurjónsson, læknir knattspyrnulandsliðsins, þegar Sig- mundur Ó. Steinarsson bankaði upp á hjá honum, ræddi við hann um ýmsar varnir vegna veikinda og sá apótekið hans á her- bergi 216 á Taj Residency hótelinu í Cochin. Í æ g N h v í i m s l l e s e n S m v b v A m þ s o a i h v e æ m g h Ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.