Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 C 7 Haukar halda sínu striki Á Ásvöllum tóku Haukar á móti Þór/KA. Fyr- irfram var búist við öruggum sigri Hauka- stúlkna og sú varð raunin, lokatölur þeim í hag, 26:20. Haukar hófu leikinn af krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og fljótlega höfðu þær náð fimm marka forskoti 6:1. Með sterkri vörn og vel útfærðum hraðaupp- hlaupum héldu þær for- ystu sinni, allt þar til Ak- ureyrarstúlkur tóku við sér og minnkuðu muninn með góðum endaspretti þar sem þær skoruðu sex mörk á móti einu marki Hauka. Hálfleikstölurnar 12:10 og gestirnir í Þór/ KA enn vel inni í leiknum. Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn vel um miðjan hálfleikinn höfðu þeir náð sjö marka forystu sem var einfaldlega of mikið fyrir Akureyrarstúlkur. Haukastúlkur áttu margar hverjar ágætan leik, þ.á m. Harpa Mel- sted, Bára Halldórsdóttir og Hanna G. Stefáns- dóttir. Í liði Þórs/KA voru Inga Sigurðardóttir og Ásdís Sigurðardóttir sterkastar, auk þess sem markvörðurinn Sigur- björg Hjartardóttir varði oft á tíðum vel úr opnum færum. Steinn Viðar í KA KARLALIÐ KA í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil eftir að Steinn Viðar Gunnarsson, sem leikið hefur með Leiftri, skrifaði undir eins ár samning við Akureyrarliðið. Hann er ekki alveg ókunnugur herbúðum KA því hann lék með lið- inu í tvö ár áður en hann skipti aftur í Leiftur. Steinn er 24 ára gamall og hefur verið einn traustasti varnar- maður Leiftursmanna undanfarin ár en hann hefur leikið 52 leiki í búningi Ólafsfjarðarliðsins í efstu deild og skorað tvö mörk.  ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson dæma landsleiki Færeyja og Sviss sem fram fara í Þórshöfn og Skálum á morgun og laugardag. Leikirnir eru liður í for- keppni að undankeppni EM í hand- knattleik.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma leik í Meistara- deild kvenna í handknattleik í Slóveníu á laugardag. Það er við- ureign RK Krim Neutro Roberts frá Slóveníu og ungverska liðsins Györi Graboplast.  ÞÓR sigraði Nökkva í víta- spyrnukeppni í úrslitaleik hins ár- lega Bautamóts í innanhússknatt- spyrnu í meistaraflokki karla á Akureyri um síðustu helgi. Leik- urinn sjálfur endaði 3:3. Níu félög af Norðurlandi tóku þátt í mótinu og sendu alls 20 lið til keppni.  KNATTSPYRNUMENNIRNIR Sámal Joensen og John Petersen úr Leiftri Ólafsfirði og Uni Arge úr ÍA hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mætir Svíþjóð á Norðurlandamótinu í knattspyrnu á La Manga í lok janúar. Jens Martin Knudsen, fyrrum mark- vörður og þjálfari Leifturs, er einnig í liðinu, sem og Pól Thor- steinsson sem lék með Val síðasta sumar en er farinn aftur til Fær- eyja.  AXEL Geerken, varamarkvörð- ur Kiel, þýsku meistaranna í hand- knattleik, hefur gert tveggja ára samning við Wetzlar, lið Sigurðar Bjarnasonar, og fer þangað að þessu tímabili loknu. Geerken er 28 ára og hefur leikið 9 landsleiki fyrir Þýskaland. Tækifæri hans með liði Kiel eru takmörkuð vegna frammistöðu Steinars Ege, norska landsliðsmarkvarðarins. FÓLK Það tók bæði liðin lungann úrfyrri hálfleik að liðka leik sinn en sóknarleikur FH-stúlkna var ágætur til að byrja með með Hafdísi Hinriksdóttur í miklum ham en síð- an virtist færast deyfð yfir leikmenn, ef ekki þreyta. Sóknarleikur Framstúlkna var markvissari með Hafdísi Guðjóns- dóttur í broddi fylkingar enda náðu þær fjögurra marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik, 4:9, þegar hvorki gekk né rak í sókn FH auk þess að vörnin var oft illa á verði. Greinilegt var að Hafnfirðingum hafði verið gerð grein fyrir að sigur var ekki fjarlægur möguleiki því eft- ir hlé börðust þær mikið og náðu að minnka muninn í eitt mark, 15:16, þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. En þar við sat því níu af næstu tíu sóknum fóru í súginn, reyndar þrjú skot í stöng. Framstúlkur eru of reyndar til að láta bjóða sér slíkt tvisvar og náðu fimm marka forskoti á næstu fimm mínútum þrátt fyrir að Kristín María Guðjónsdóttir verði vel í marki FH. Þar með brustu varnir því síðustu fimmtán mínúturnar skoruðu liðin samtals 22 mörk en sigur Fram var ekki í hættu. „Þetta var ekki nógu gott,“ sagði FH-ingurinn Hafdís, sem sjálf var langbest Hafnfirðinga og sýndi góða baráttu. Sem kunnugt er hætti bar- áttujaxlinn Gunnur Sveinsdóttir með liðinu með litlum fyrirvara en Hafdís vildi ekki kenna því um ófar- irnar. „Það kemur auðvitað alltaf maður í manns stað og mestu máli skipti í þessum leik að við vorum alltaf skrefi á eftir þeim. Ég held persónulega að þetta hafi verið áhugaleysi þó að ég geti ekki fullyrt neitt um það en þetta geta líka verið byrjunarerfiðleikar,“ bætti Hafdís við. Ásamt henni voru markverðirnir Kristín María og Jolanta Slapikiene góðar ásamt Björk Ægisdóttur. „Ég er ágætlega sáttur við hvern- ig liðið kemur úr jólafríinu en það gerir samt of mikið af tæknilegum mistökum,“ sagði Gústaf Björnsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Það skýrist að vísu með því að botninn er dottinn úr leikæfingunni en kemur fljótlega upp aftur og mér finnst lið- ið hafa bætt sig í hléinu,“ bætti Gústaf við enda æfðu stúlkurnar 6 sinnum í viku allt jólafríið eftir að hafa fengið fjögurra daga frí fyrir jól. „Leikurinn bar þess merki að það er búið að vera langt hlé en samt var hraðinn í leiknum ágætur og mikið af mörkum. Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna,, því það munaði ekki nema tveimur stigum á þessum liðum fyrir leikinn.“ Hugrún Þor- steinsdóttir markvörður og systurn- ar Hafdís og Díana Guðjónsdætur voru bestar hjá Fram en margar stúlkur fengu að spreyta sig og voru ágætar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafdís Guðjónsdóttir smeygir sér milli Sigrúnar Gilsdóttur og Hildar Pálsdóttur og skorar eitt þriggja marka Fram gegn FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Fram vann fyrsta slaginn JÓLIN virðast hafa farið betur í Framstúlkur en stöllur þeirra úr FH ef marka má leik liðanna, sem mættust í fyrsta leik eftir jólafrí í Kaplakrika í gærkvöld. Það var léttara yfir leik gestanna og einu sinni tókst heimasætunum að minnka muninn í eitt mark en þá hrundi leikur þeirra og Fram vann öruggan 26:30 sigur. Stefán Stefánsson skrifar KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Crystal Palace - Liverpool...................... 2:1 Andrejs Rubin 56., Clinton Morrison 77. - Vladimir Smicer 78. 1. deild: Blackburn - Preston................................. 3:2 Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Racing Santander - Athletic Bilbao........ 2:0 Extremadura - Espanyol......................... 1:1 Guadix - Granada ..................................... 0:0 Leganes - Celta Vigo................................ 1:2 Real Murcia - Zaragoza ............................2:3 Torrelavega - Barcelona...........................0:1 Tenerife - Mallorca ...................................0:2 BLAK Bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Þróttur R. - ÍS ...........................................0:3 (18:25, 23:25, 22:25). KA - KA b...................................................3:0 (25:20, 25:22, 25:22). Stjarnan - Hrunamenn............................ 3:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin: Charlotte - Chicago.............................102:95  Að loknum þremur framlengingum. Toronto - Houston...............................91:110 Atlanta - Seattle ....................................86:95 New Jersey - Philadelphia .................87:104 Milwaukee - Washington......................99:95 Orlando - San Antonio ........................95:112 Utah - Indiana .....................................103:99 Vancouver - Denver ..........................105:112 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Valur/Fjölnir 20 Hveragerði: Hamar - Haukar ...................20 Seljaskóli: ÍR - Njarðvík............................20 Akureyri: Þór - KFÍ..............................20.30 1.deild karla: Kennaraháskólinn: ÍS - ÍA ...................20.15 BLAK Bikarkeppnin, 8-liða úrslit kvenna: Fylkishöll: Fylkir - HK Reykjavík ...........21 Í KVÖLD Freyr Bjarnason skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.