Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 8
Leikir - mörk Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson............ 320 0 Birkir Ívar Guðmundsson .............. 14 0 Aðrir leikmenn: Patrekur Jóhannesson.................. 167 397 Dagur Sigurðsson.......................... 125 233 Ólafur Stefánsson.......................... 119 439 Gústaf Bjarnason........................... 104 255 Róbert Sighvatsson......................... 88 146 Björgvin Björgvinsson.................... 47 73 Aron Kristjánsson ........................... 28 50 Valgarð Thoroddsen ....................... 25 43 Ragnar Óskarsson........................... 21 84 Guðjón Valur Sigurðsson................ 19 31 Guðfinnur Kristmannsson.............. 10 8 Heiðmar Felixson.............................. 8 14 Einar Örn Jónsson ............................ 3 9 Erlingur Richardsson ....................... 3 3 Hópurinn á Spán- armótinu Þó Þorbjörn Jensson landsliðs-þjálfari ætli ekki að tilkynna endanlegan hóp sinn fyrir heims- meistarakeppnina í Frakklandi fyrr en eftir síðari leikinn við Bandaríkin, þann 19. janúar, er komin nokkuð skýr mynd á það hvaða leik- menn stíga upp í flugvélina tveimur dögum síðar. Þorbjörn valdi 16 manna hóp fyrir Spánarmótið í gær og hann má sjá hér að ofan. Ljóst er að í það minnsta einn úr þeim hópi situr heima þegar haldið verður á HM því telja má full- víst að Róbert Julian Duranona verði með í för. Eins og fram kemur á síðu B1 eru meiðsli hans ekki alvarleg. Þá standa eftir tvær til þrjár spurningar varðandi valið. Augljóst er að þeir Gunnar Berg Viktorsson, Róbert Gunnarsson og Þórir Ólafs- son eru ekki inni í myndinni. Gunnar Berg kæmi þó væntanlega inn í hóp- inn ef Duranona heltist úr lestinni. Þorbjörn fer með þrjá leikmenn úr vinstra horni til Spánar. Einn þeirra verður að víkja og þar stendur valið á milli Guðjóns Vals Sigurðssonar og Björgvins Björgvinssonar. Hin spurningin er hvort Þorbjörn fari með tvo eða þrjá markverði til Frakklands. Miðað við orð hans í við- talinu hér til hliðar er hann tilbúinn til að taka áhættuna á að skilja þriðja markvörðinn eftir heima. Þar stend- ur Birkir Ívar Guðmundsson höllum fæti í baráttunni við Sebastian Alex- andersson. Birkir Ívar fær þó tæki- færi á Spáni og nýti hann það gæti hann hrifsað farseðilinn úr höndum Sebastians. Verði þetta niðurstaðan hlýtur Er- lingur Richardsson án efa 16. sætið í hópnum. Erlingur er sterkur varn- armaður sem verður prófaður á Spáni og getur hlaupið í skarðið á lín- unni. Fari þrír markverðir á HM verður það líklega hlutskipti Erlings að sitja heima, þótt hugsanlega kæmist hann með á kostnað félaga síns úr Eyjum, Guðfinns Krist- mannssonar. Aðrir í hópnum en þeir sem hér eru nefndir eru nokkuð óumdeildir. Einar Örn og Valgarð hafa tryggt sér hægra hornið. Heiðmar er öruggur sem varamaður fyrir Ólaf Stefánsson og þeir Aron og Ragnar geta leyst af í sókninni auk þess sem þeir myndu nýtast í þeim 5-1 varn- arleik sem nú er á teikniborðinu eða þaðan af framsæknari vörn sem Þor- björn gæti þurft að grípa til þegar á hólminn er komið. Þorbjörn fer með tvo markverði,Guðmund Hrafnkelsson og Birki Ívar Guðmundsson. Sebastí- an Alexandersson situr heima. „Ég var löngu búinn að ákveða að fara bara með tvo markverði til Spánar því þá fá þeir meira tækifæri til að sýna sig og fá aukið sjálfstraust. Ég þekki Sebastían betur en Birki þannig að ég ákvað að skoða Birki aðeins betur.“ En þegar kemur að því að velja lokahópinn fyrir Frakklandsferð- ina, er ekki líklegt að þá verði þrír markverðir í hópnum? „Ég skal segja þér að ég gæti al- veg eins farið með tvo markverði þangað og samt verið með sextán manna hóp. Það hafa alltaf verið þrír mark- verðir með í svona keppni en þegar kíkt er á söguna hefur aðeins einu sinni þurft að nota þriðja mark- vörðinn, það var í Kumamoto í Jap- an. Spurningin er að taka fleiri leikmenn á kostnað markvarðanna og ég á eftir að gera það endalega upp við mig hvernig þetta skiptist.“ Það var dálítill losarabragur á vörninni gegn Frökkunum og ein- hver veginn finnst manni vanta tíu sentimetra og tuttugu kíló á miðj- una, ertu búinn að finna út úr þeim vanda? „Jú, það er að hluta rétt. En nú erum við að prófa dálítið öðruvísi vörn en við erum vanir að leika, en ég vildi ekki láta Bengt Johansson sjá hana. Núna erum við byrjaðir að æfa sérstakt afbrigði af 5+1 vörn og látum reyna á þá vörn á Spáni. Við höfum ekki úr mörgum leik- mönnum að velja í miðju varnar- innar og þessa sentimetrar og kíló sem þú talar um höfum við bara ekki og verðum að sætta okkur við það. Ég hef nú reyndar gantast með það við Alfreð Gíslason að við ættum bara að vera með því það vantaði svona trukka á miðjuna,“ sagði Þorbjörn og hló. Þegar rætt var um sóknarleikinn og Þorbirni bent á að sókn Frakka hefði verið mun beittari en okkar og allar aðgerðir þeirra virkað auð- veldari sagði hann einfaldlega: „Það var vegna þess að við lékum svo lélega vörn og markvarslan var ekki í lagi. Þegar þannig er er þetta allt svo auðvelt.“ Róbert Sighvatsson er greini- lega línumaður landsliðsins og svo virðist sem Erlingur Richardsson verði honum til halds og trausts þar og Róbert Gunnarsson því ekki með í myndinni. „Það eiga allir heima í endanlegum hóp, það er ekki spurning um það, en ég þarf að velja á milli manna. Þegar illa gengur í vörn til dæmis og valið stendur á milli tveggja manna þá vel ég frekar þann sem getur spil- að vörnina líka. Það er oft það sem ræður úrslitum um hver er valinn.“ Það vakti athygli eftir leikinn við Frakka að það var bara einn leik- maður sem „skokkaði sig niður“ eftir leikinn. Ert þú ekkert með puttana í líkamlegu atgervi leik- manna? „Nei, en ég þykist vita að þetta hafi verið Ólafur og að hann hafi gert þetta á sokkunum því honum finnst gott að gera svona eftir leiki. Það er mismunandi hvernig menn vilja teygja og ná sér niður eftir leiki og svona gera margir í Þýska- landi. Þetta er einstaklingsbundið og ef menn vilja gera þetta svona þá mæli ég eindregið með því,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Þorbjörn sagði dálítið erfitt að lýsa í fáum orðum í hverju breytt vörn væri fólgin. „Þetta verður með dálítið fljótandi senter og miðjan fyrir aftan vinnur aðeins framar. Áherslurnar verða dálítið aðrar. Vörnin hjá okkur í síðasta leiknum við Frakka fór meira út í maður á mann en þessi sem við ætlum að keyra á byggir meira á samvinnu manna,“ sagði Þorbjörn. Hugsanlega bara tveir ís- lenskir markverðir á HM „ÞAÐ er alltaf erfitt að velja þá sem eiga að leika hverju sinni því þá þarf að skilja einhverja eftir,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar hann tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara á æf- ingamótið á Spáni um helgina. Morgunblaðið/Ásdís Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, og Davíð B. Sigurðsson liðsstjóri hafa í nógu að snúast þessa dagana, enda stutt þar til heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst í Frakk- landi. Hér fylgjast þeir með leik landsliðsins gegn Frökkum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar HALLDÓR Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Ís- lands, og Guðmundur Ing- varsson, formaður Hand- knattleikssambands Íslands, endurnýjuðu í gær samning milli LÍ og HSÍ, samning sem fyrst var undirritaður árið 1989. „Samstarfið við HSÍ hefur verið ánægjulegt, en það hefur verið í 12 ár og verð- ur næstu þrjú í það minnsta og ég held að þetta sé eitt lengsta samstarf fyrirtækis og íþróttasambands hér á landi,“ sagði Halldór meðal annars þegar samningurinn var endurnýjaður. Halldór sagði að þetta væri í anda Landsbankans. Við viljum langtíma við- skipti þar sem menn sýna hverjir öðrum traust, þegar vel gengur og ekki síður þegar illa gengur. Samning- urinn er árangurstengdur og það verða peningar sem við greiðum með mikilli gleði ef til þess kemur,“ sagði hann við landsliðspilt- ana. Auk þess að endurnýja samninginn styður Lands- bankinn sérstaklega við bak- ið á HSÍ vegna þátttöku landsliðsins í HM í Frakk- landi. Framhald á löngu samstarfi LÍ og HSÍ Víðir Sigurðsson skrifar HM-hópurinn að mótast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.