Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 1
2001  FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KNATTSPYRNA: INDRIÐI OG GYLFI ÞURFA Á AÐSTOÐ AÐ HALDA / C3 RÓBERT Julian Duranona getur að öllum lík- indum leikið með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi þrátt fyrir nárameiðslin sem hann varð fyrir í öðrum leiknum gegn Frökkum á Akureyri. Hann fer ekki með liðinu á æfinga- mótið á Spáni í dag heldur verður eftir hér heima. Meiðsli eiga að jafna sig í tíma áður en haldið verður á HM. Að sögn Brynjólfs Jóns- sonar, læknis íslenska liðsins, er útlitið mjög gott. „Duranona fer ekki til Spánar en æfir vel hér heima á meðan og heldur sér í formi, og á að vera í lagi þegar farið verður til Frakk- lands,“ sagði Brynjólfur við Morgunblaðið. Hann sagði ennfremur að ástand leikmanna ís- lenska liðsins væri mjög gott í heildina og engin teljandi meiðsli hrjáðu aðra leikmenn en Duranona. Gott útlit með Duranona Gunnleifur síðastur inn í byrj- unarliðið GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður frá Keflavík, var síðasti maðurinn sem Atli Eðvaldsson valdi í byrjunarlið sitt, sem mætir Úrúgvæ í Cochin á Indlandsmótinu í dag kl. 12 að íslenskum tíma, 17.30 að staðartíma. Fyrir lokaæfinguna í gær sagði Atli í stuttu spjalli við Morgunblaðið, að hann og Ásgeir Sigurvinsson, aðstoðarmaður hans, myndu ákveða það á æfingunni hvort Gunnleifur eða Fjalar Þorgeirsson stæði í markinu. Gunnleifur varð fyrir valinu. Í öft- ustu línunni fyrir framan hann verða Gunnlaugur Jónsson, Uerdingen, sem hefur leikið sex landsleiki, Bjarni Þorsteinsson, KR (1), sem eru miðverðir, og Sverrir Sverris- son, Fylki (14), og Kjartan Antons- son, nýliði, ÍBV. Á miðjunni verða Þórhallur Hinriksson, KR (2), Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík (4), og Sigurvin Ólafsson, KR (1). Á vinstri vængnum verður Tryggvi Guð- mundsson, Tromsö (20), og á þeim hægri Sigþór Júlíusson, KR (1). Guðmundur Benediktsson, KR, verður í fremstu víglínu, en hann hefur leikið sjö landsleiki. Eins og sést á þessu þá er reynsl- an ekki mikil hjá leikmönnum liðs- ins. Varamenn eru Fjalar, Fram (0), Valur Fannar Gíslason, Fram (1), Hreiðar Bjarnason, Breiðabliki (1), Veigar Páll Gunnarsson, Strömgods- et (0), Sævar Þór Gíslason, Fylki (0), og Helgi Valur Daníelsson, Peter- borough (0). ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn færu á Spánarmótið sem hefst í Zaragoza á morgun. Þeir sem hvíla úr 21 manns æfingahópnum eru Róbert Julian Duranona, sem er meiddur, og þeir Sebastian Alexandersson, Þórir Ólafsson, Gunnar Berg Vikt- orsson og Róbert Gunnarsson. End- anlegur hópur fyrir HM verður ekki valinn fyrr en eftir leikina við Bandaríkin hér heima 18. og 19. janúar. Íslenska liðið fór til Spánar í morgun og leikur fyrst gegn Egypt- um á morgun, föstudag, síðan gegn Spánverjum á laugardag og loks gegn Norðmönnum á sunnudag. Allar þessar þjóðir taka þátt í loka- keppni HM í Frakklandi og Egypt- ar eru þar í riðli með Íslendingum. ■ HM-hópurinn / C8 Sextán valdir til Spánarfarar Íslendingar fá ekki tækifæri til aðleika landsleik við Indónesíu á Indlandi. Ástæðan fyrir því er að í gær var liði Indó- nesíu vísað úr keppni fyrir að koma hingað með ólöglegt landslið. Það er aðeins skipað sjö indónes- ískum ríkisborgurum, hinir eru Ástralar og Tælendingar eftir því sem næst verður komist. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari Íslands, sagði að þessi breyting geti haft áhrif á gang mála. Þar sem við mætum Indlandi á laug- ardaginn komum við þreyttir til leiks gegn óþreyttum Indverjum. „Það getur síðan komið okkur til góða, að Indverjar leika gegn Úrúgvæmönnum á mánudaginn en þá hafa Úrúgvæmenn fengið fjóra daga að jafna sig eftir leikinn gegn okkur. Við stefnum á að ná viðunandi úrslitum úr báðum leikjunum, komast áfram,“ sagði Atli. Það eru því þrettán lið sem leika á Indlandsmótinu, þar sem Kamer- ún og Íran voru hætt þátttöku. Morgunblaðið/Einar Falur Á morgunæfingu knattspyrnulandsliðins í gær ræddi Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, við leik- menn um mikilvægi þess að ná upp einbeitingu í liðinu enda væri erfið barátta framundan. Indónesíu var vísað úr keppni Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.