Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 C 5  GUÐMUNDUR R. Jónsson, liðs- stjóri íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, hélt upp á 61 árs afmælisdag sinn í Cochin í Indlandi í gær.  GUNNLAUGUR Jónsson, mið- vörður landsliðsins, er sonur Jóns Gunnlaugssonar, ritara Knatt- spyrnusambands Íslands, sem er í fararstjórn landsliðsins. Jón lék marga leiki fyrir hönd Íslands.  KJARTAN Antonsson, nýliði í landsliðshópnum, er sonur Antons Bjarnasonar, fyrrverandi landsliðs- miðvarðar úr Fram.  SIGURVIN Ólafsson er einnig son- ur gamals landsliðsmanns. Faðir hans Ólafur Sigurvinsson, ÍBV, var eitt sinn fyrirliði landsliðsins, en hann lék í stöðu bakvarðar. Ásgeir Sigurvinsson, sem er í fararstjórn á Indlandi, er bróðir Ólafs.  ÞÓRHALLUR Örn Hinriksson er enn einn sonur gamalkunns knatt- spyrnumanns. Faðir hans er Hinrik Þórhallsson, Breiðabliki og KA, son- ur Þórhalls Einarssonar, fyrrver- andi landsliðsmanns úr Fram.  INDRIÐI Sigurðsson er sonur Sig- urðar Indriðasonar, fyrrverandi leikmanns úr KR.  ÞESS má geta til gamans að þrír menn í fararstjórn KSÍ léku saman með landsliðinu á árum áður. Það eru þeir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálf- ari, Ásgeir og Jón.  HALLDÓR B. Jónsson, varafor- maður Knattspyrnusambands Ís- lands og aðalfararstjóri í Indlands- ferðinni, segir að Tryggvi Guð- mundsson, sem er leikreyndasti leikmaður landsliðshópsins, fái þann heiður að vera einn í herbergi. Leik- mennirnir á Indlandi eru nítján, þannig að aðrir leikmenn eru tveir saman í herbergjum.  ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í knattspyrnu hafa fengið þau tilmæli að skipta ekki á keppnistreyjum við mótherja sína fyrr en eftir síðasta leik liðsins í Indlandi. Ástæðan fyrir því er að landsliðið er ekki með nægi- lega marga búninga til að skipta á þeim eftir hvern leik, eins og oft tíðk- ast. „Við erum með þrjú búningasett, tvö hvít og eitt blátt, þannig að ef leikmenn eru að skipta á búningum eftir hvern leik gætum við staðið uppi búningalausir ef við komumst áfram í átta liða úrslit,“ sagði Guðmundur R. Jónsson, liðsstjóri landsliðsins.  MÓTIÐ á Indlandi hefur fengið nýtt nafn. Það heitir nú Sahara Mill- ennium Cup, en húsgagnafyrirtækið Sahara er orðið aðalstyrktaraðili mótsins.  JONATHAN Johansson, finnski markaskorarinn hjá Charlton í ensku knattspyrnunni, meiddist á æfingu á mánudaginn. Hann gengst undir aðgerð á hné í dag og verður frá keppni í 4-5 vikur.  JOHN Hartson, velski sóknarmað- urinn hjá Wimbledon, er að öllum lík- indum á leið til Coventry fyrir 600 milljónir króna. Stefnt er að því að hann leiki með Coventry í ensku úr- valsdeildinni strax um næstu helgi.  BJARKI Gunnlaugsson á enn við meiðsl í nára að stríða. Ljóst er að hann leikur ekki með Preston í mik- ilvægum leik gegn Blackburn í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Ástandið hjá Preston er mjög slæmt því Bjarki er einn níu leikmanna sem eru frá vegna meiðsla og veikinda.  GABOR Kiraly, markvörður Herthu Berlín, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2004. Kiraly hefur staðið í marki Herthu sl. fjögur ár og þykir einn traustasti markvörður þýsku deildarinnar. FÓLK Fengu að æfa á keppnis- vellinum ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu æfði á aðalleikvanginum í Cochin í gær klukkan fjögur – Jawaharlal Nehru Stadium, sem er sagður taka hundrað þúsund áhorfendur. Ind- verjar létu undan ósk fararstjórnar íslenska liðsins. Landsliðið fékk að æfa á vell- inum með því skilyrði að landsliðs- mennirnir mættu ekki á takka- skóm. Það var mikill léttir fyrir lands- liðsmennina, sem höfðu æft á mjög lélegum velli á miðvikudaginn og enn verri velli í gærmorgun. „Að- stæðurnar hér eru ömurlegar – það er hreinlega ekkert hægt að æfa nein föst leikkerfi,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson landsliðsnefndar- maður, sem átti varla orð til yfir þá velli sem landsliðinu hefur verið boðið upp á. „Það er eins gott að vera með æfingarnar á töflufundi.“ Atli Eðvaldsson messaði yfir sínum mönnum og setti fram eina kröfu; það var að leikmennirnir einbeittu sér að því sem þeir eru að fást við og að vera agaðir á æfingum og í aðgerðum. „Ég trúi ekki að þið vilj- ið láta mörg þúsund áhorfendur hlæja að ykkur. Við verðum að vera vakandi – gefa allt sem við eigum í verkefnið hér,“ sagði Atli. Yfir þrjátíu stiga hiti var þegar æfingin fór fram, þannig að leik- mennirnir svitnuðu mikið. „Hitinn getur verið okkar helsti óvinur hér,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Einar Falur ftir síðdegisæfinguna á Nehru leikvanginum teyguðu leikmenn íslenska landsliðsins vatnið. Hér drekkur Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði liðsins, en Fjalar Þorgeirsson markvörður bíður eftir flöskunni. Þrátt fyrir þennan mikla hita erþað spennandi verkefni sem við erum að fara að glíma við,“ sagði Tryggvi sem er eini leikmaðurinn í landsliðshópnum sem var með í síð- asta landsleik, gegn Pólverjum 15. nóvember sl. „Það eru mörg ný andlit í hópnum sem hefur ekki fengið margar æfingar til að vera saman. Ég hef til dæmis ekki séð nokkra leikmenn leika knatt- spyrnu, þar sem ég hef verið í Nor- egi síðustu ár. Það er hugur í mönn- um og margir leikmenn ætla að sýna sig og sanna hér í Indlandi. Það kem- ur síðan í ljós hvort að okkur takist vel upp en við erum ákveðnir að vera landi okkar til sóma. Hér hafa menn verið að kynnast betur og andrúmsloftið er mjög gott, eins og alltaf þegar landsliðið er saman.“ Hvað veit Tryggvi um mótherja Íslendinga á Indlandsmótinu? „Ég verð að viðurkenna það, að það er ekki mikið. Ég þekki ekkert til Ind- lands og Úrúgvæ. Ég veit aðeins að Úrúgvæmenn leika „sambabolta“ eins og liðin frá Suður-Ameríku og þeir eiga stóra hópa af góðum knatt- spyrnumönnum. Það verður erfitt að leika gegn þeim í fyrsta leiknum en þeir ert taldir sigurstranglegastir í riðlinum. Fyrsti leikurinn verður erfiður og einnig leikurinn gegn Indverjum sem hafa séð sér þann leik á borði að láta okkur Íslendinga leika á þeim tíma dags sem hitinn er hvað mestur. Leikurinn gegn Indverjum fyrir framan um hundrað þúsund áhorf- endur mun taka á. Það er engin til- viljun að Indverjar hafi valið þennan leiktíma. Já, þetta verður erfitt. Fyrir utan hitann verður að hafa það hugfast að flestir leikmenn íslenska liðsins hafa ekki leikið knattspyrnu frá því að Ís- landsmótinu lauk í september. Það á því ekki að koma mönnum á óvart hvað menn eru þreyttir hér á hörð- um grasvöllum. Við verðum að nota þá þrjá varamenn, sem við megum senda inn á, til að létta á þeim sem þola hitann illa.“ Tryggvi sagði að menn komi til með að drekka mikið vatn þegar tími gefst til í leikjunum. „Það má segja að við séum með vatnsflöskur hvert sem við förum. Við göngum um með þær enda er vökvatap mikið í þess- um hita. Við erum að koma af stuttri æfingu þar sem við fengum í fyrsta skipti tækifæri til að leika knatt- spyrnu, það tók verulega á. Við svitnuðum mikið og eigum eftir að gera það á meðan við erum hér í þessum mikla hita,“ sagði Tryggvi. Indverjar ætla að láta sólina vinna með sér „ÞAÐ er engin tilviljun að Indverjar hafi sett leikinn gegn okkur á klukkan þrjú, eða þegar sólin er hvað hæst á lofti. Þeir ætla að nýta sér það að við erum óvanir að leika í miklum hita og ætla að láta sól- ina vinna með sér gegn okkur. Við komum hingað í rúmlega þrjátíu stiga hita úr tíu stiga frosti á Íslandi. Viðbrigðin eru geysileg fyrir okkur,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, en það er greinilegt að mesti óttinn í herbúðum Íslendinga er hiti og raki. Leikmenn íslenska liðsins voru að niðurlotum komnir eftir stutta æfingu á aðalvellinum í Cochin í gær – vellinum sem þeir mæta Úrúgvæmönnum á í dag kl. 17 að staðartíma, eða klukkan tólf í hádeginu að íslenskum tíma. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.