Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 11
11 VISIR Laugardagur 2. desember 1978 ÞA FJUKA NÆSTUM ÞÚSUND SYNINGU! Helgarblaðið kannar íslenska poppkornskúltúrinn Hvar væru bíóin eiginlega án poppkornsins? Eða þá poppkornið án bíóanna? Þetta tvennt er nefni- lega næstum óaðskiljanlegt. Og ef svo hræðilega vildi til að eitthvert poppkornshallæri yrði i landinu, þá þorum við næstum að veðja að aðsóknin í kvik- myndahúsin myndi detta niður. Fyrir suma er bíó- ferðin hvorki meira né minna en ónýt, ef svo illa vill til að ekkert popp er þar að finna. Það er líka keppst við að poppa og poppa út um allan bæ á hverjum degi. Fyrir utan það að poppað er í potti á eldavélunum í heimahúsum þá er verið að framleiða poppkorn i miklu magni fyrir bíóin og sjoppur, af tíu eða tólf aðilum í Reykjavík og Kópa- vogi svo eitthvað sé nefnt. Og sú framleiðsla er stöðugt í gangi. Heitt og in- dælt poppkornið er síðan flutt í kvikmyndahúsin fyrir sýningar, og keypt upp um leið af popp-hungr- uðum bíógestum. Það er hins vegar ekki alltaf neitt sérlega indælt um að litast i kvikmyndahúsunum seint að kvöldi eftir sýningar. Þá er poppkornið dreift um öll gólf, og sjálfsagt litið spennandi að hreinsa það. Og svo má ekki gleyma einu, og það er óvinsæla hliðin á poppinu. Það er að segja déskot- ans skráfið i pokunum linnulaust i gegnum allar sýningar. Hreint óþolandi fyrir þá sem ekkert vilja af poppinu vita. 30 hænur inn á gólf Grétar Hjaltason forstöðu- maður Ljugarásbiós kvaöst hafa verið að velta þvi fyrir sér, hvernig hann gæti nýtt popp- kornið sem best. „Þú ættir að koma hingað einhvern tima snemma morguns” sagði hann, og sjá hvernig poppkornið hefur dreifst um allan sal. Mér hefur stundum dottið i hug að hleypa þrjátiu hænum inn i sal. Leyfa þeim að vera þar yfir nðttina og týna siðan eggin að morgni. Þá gætum við sannarlega nýtt poppkornið!” ,,Bióin grundvallast á sæl- gætissölunni”, sagöi Grétar einnig, „þvi miðaverðið er svo lágt.” Fjögurhundruð tuttugu og niu sæti eru t Laugarásbiói, og Grétar sagöi að gera mætti ráð fyrir að á einni sýningu þeg- ar húsið er fullt, væri borðað poppkorn úr næstum fimm hundruð pokum. En hann benti okkur lika á annað: „Þaðeru konfektmyndir sem viö köllum. Viss tegund af fólki kaupir aðeins konfekt þeg- ar það fer i bió. Það er fólkiö sem kýs að sjá rómantiskar myndir.” „Aðallega er það unga fólkið semkaupir sér poppkorn i bió. En ég er þó kominn yfir fertugt, og ég fæ mér stundum popp!” Sumir kaupa þrjá Grétar sagði aö sumir létu sér nægja einn poka i bió, en aðrir kaupa sér tvo og jafnvel þrjá. Og sömu sögu sagði Friðfinnur Ólafsson I Háskólabiói. Háskólabóó tekur niu hundruð og fimmtiu manns i sæti. Og sé fullt hús og allir með poppkorn, og sumir kannski með fleiri en einn poka, þá lætur nærri að þar fjúki næstum þúsund popp- kornspokar á einni sýningu. Skyldu nokkrir aðrir gera það betur i poppkornsáti en við Islendingar? En hvað kostar svo dýrðin? Hundrað krónur pokinn i bióum. Við fengum svo þær upplýsingar i verslun Sláturfélags Suðurland i Glæsibæ, að einn poki af mais kostar hundraö og sautján krón- ur. Ekki það að við viljum gera „poppara” atvinnulausa. Bara smá ábending til þeirra sem alltaf eru að horfa i krónuna og kynnu að kjósa áð poppa sitt popp sjálfir áður en farið er i bió. En þá er kannski lika allur sjarminn rokinn út i veður óg vind. —EA Sjó nœstu síðu Texti: Edda Andrésdóttir Myndir: GVA — JA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.