Vísir - 11.12.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1978, Blaðsíða 2
Mánudagur 11. desember 1978 VISIR OUVIA GREASE MEÐ jom NÝJA PL Olivia Newton-John hefur nú gefið út sina fyrstu plötu síðan Grease sem heitir „Totally Hot' Ýmislegthefur breyst í stíl hennar en hún hefur samt sama upptökustjóra, John Farrar, en tiann hefur stjórnað 10 plötum með henni auk þess sem hann bæði semur lög og fæst við gítarleik. Olivia er núna í toppsætum vinsældalista út um allan heim og má ætla að hún verði þar, áfram ef marka má gagn- rýni erlendra blaða. Meðal laga á plötunni eru „Boots against current" eftir Eric Carmen og Spencer Davies Group lagið//Gimme some lovin' " og tvö lög samin af John Farrar//A little more love" og „Never enough" sem hann semur ásamt öðrum. Ýmsir listamenn aðstoða við undirleik og má þar nefna meðlími San Francisco — hljómsveitar- innar Toto. / I Dylon vinsi Komin er út í Japan tvöföld hljómleika- plata með Bob Dylan sem mun eingöngu koma þar út. Platan ber heitið Bob Dylan at Budokan og inniheldur hún 21 lag, m.a. „Mr. Tambourine J\Aan"/ // Blowing in the Wind"/ og „The Times They are Changing." Platan er tekin upp á hljóm- leikaferðalagi Dylans síðastliðið vor. Bob Dylan hélt þá 11 hljóm- leika í Japan og var á- horfendaf jöldi samtals um 100 þúsund. Japan- ir virðast mjög hrifnir af Dylan ef dæma má af plötusölu þar í landi bæði á löglegum og ó- löglegum plötum. H * r&- > I MM mm „Cannabis" albúm Peter Tosh bannað Plötufyrirtæki Rolling Stones hefur sent frá sér nýja plötu með Pet- er Tosh sem nefnist „Bush Doctor". Plata þessi hefur þegar valdið miklu umtali erlendis vegna þess að frumalbúm hennar var bannað. Á albúminu hafði verið komið fyrir leiðbeiningum um að ,,klóra og þefa" á vissum stað, en þá barst að vitum manna ilmur cannabis — jurtarinnar. Bush Doctor hefur nú fengið nýtt útlit. Þeir Keith Richard og Mick Jagger koma nokkuð við sögu en Jagger syngur í laginu You gotta walMon't look back og Richard sér um gítarleik í lögunum Bush Doctorog Stand firm. Tosh hefur samið öll lögin nema You gotta walk don't look back og er þessi plata greinileg framför frá fyrri plötum hans enda má segja að Bush Doctor sé ein besta Reggae>plata til þessa. Popp á mánudegi m Umsjón: Gunnar Salvarsson og Asmundur Jónsson Þeir Keith Richard og Mick Jagger koma nokkuO vih sögu á „Bush Doctor”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.