Vísir - 11.12.1978, Blaðsíða 21
t *; •-/ o r\
VISIR Mánudagur XI. desember 1978
Aff nýjum bókum
SÍÐASTA HERFÖRIN
DAVIDMORRELL
Síðasta
Hjá bókailtgáfunni IÐUNNI er
komin út bók eftir bandarlska
höfundinn David Morrell og er tit-
ill hennar Siðasta herförin. Þýð-
andi er Guðný Ella Sigurðardótt-
ir.
Bók þessi er byggð á sögulegum
staðreyndum: Arið 1916 bárust
mexikanskar innanrikiserjur
norður yfir landamæri Banda-
rikjanna þegar Panco Villa,
skæruliðaforingi og uppreisnar-
seggur gegn mexlkönskum
stjórnvöldum, rændi bandarlska
landamærastöð. Bandarlkja-
menn gerðu út refsileiöangur
gegn Villa, gegn vilja
mexlkanskra yfirvalda. Þessi
leiðangur er baksviöiö að Siðustu
herförinni sögu tveggja manna,
Miles Calendar 65 ára haröjaxls
sem var herflokknum til ráöu-
neytis vegna mikillar reynslu af
styrjöldum, og unglingsins
Prentice, en meö þeim tekst sér-
kennileg vinátta. Báöir gera þeir
sér ljóst, að herförin er hin slð-
asta sinnar tegundar að hún er i
reynd undirbúningur eða æfing að
yfirvofandi ihlutun Bandarlkja-
manna I heimstyrjöldina.
Fangarnir í
Klettavik
Fangarnir I Klettavík nefnist
bók sem er nýlega komin út hjá
bókaútgáfunni IÐUNNI, og er
hún eftir Edmund Wallace
Hildick.
Karólina og Rlkarður bróðir
hennar eru stödd i litlu fiski-
mannaþorpi, Klettavik, sem
hefur verið breytt I fristundabæ,
þangað sem fólk sækir sér af-
þreyinguog hvild, og þar á Karó-
llna að dveljast sér til heilsubót-
ar. En margt fer ööru visi en
ætlaöer. Karólina ogbróðir henn-
ar berast inn i straum undarlegra
atvika og hrikalegrar atburða-
rásar, sem aö lokum leiðir til
óvæntrar ráöningar leyndar-
dómsins I Klettavlk.
Sálumessa '77
Hjá bókaútgáfunni IÐUNNI er
komin út skáldsagan Sálumessa
’77 eftir Þorstein Antonsson.
I bókinni fjallar höfundur um
sálarkreppu ungs manns, sem er
sakaöur um glæp án þess að hann
geti sjálfur gert sér grein fyrir
hvort hann á einhverja sök eða
ekki. Hann rifjar upp samskipti
sln við hina látnu konu, sem hann
hefur aöeins einu sinni séð. í hug-
anum reynir hann að. gera sér
mynd af lifi konunnar I einn dag,
slðasta daginn sem hún er á lifi.
Bókin er 122 blaðsiður, setningu
og prentun annaðist Litbrá en
bókband Arnarfell. Lilja Antons-
dóttir gerði kápumynd.
Saga fró
Skagfirðingum
Hjá bókaútgáfunni IÐUNNI er
komið út þriðja bindi ritsins Saga
frá Skagfirðingum
Saga frá Skagflrðingum er
viöamikiöheimildarrit I árbókar-
formi um tíöindi, menn og aldar-
hátt I Skagafirði 1685-1847, en
jafnframt nær frásögnin I og meö
til annarra héraða, einkum á
Norðurlandi. Jón Espólln sýslu-
maöur er höfundur verksins allt
fram til ársins 1835, en síðan Ein-
ar Bjarnason fræöimaöur á Mæli-
felli og gerist frásögnin þvf fýllri
og fjölbreyttari þeim mun nær
sem dregur I tima. I þvi bindi
ritsins, sem nú birtist, hefur sög-
unni miðað fram til ársins 1842.
Segir hér sem fyrr frá fjölmörg-
um mönnum I Skagafiröi og utan.
Meðal minnisveröra tlöinda eru
tslandsdvöl Friðriks Danaprins.
fráfall Jóns Espólins og koma
Paul Gaimards I Skagafjörö á
rannsóknarferðsinni. Þá getur og
hinnar umtöluðu þjófaleitar i
Bólu, hjá Hjálmari skáldi.
Kristmundur Bjarnason fræöi-
maður á Sjávarborg hefur samið
ýtarlegar skýringar og viöauka
viö verkið, sem færa söguna nær
nútlmanum. Auk Kristmundar
annast útgáfuna Hannes
Pétursson skáld og ögmundur
Helgason B.A.
Ritið er 178 blaösiður og prent-
að i' Setbergi.
Jóhann Hjólmarsson
Lífið er
skáldlegt
Hjá bókaútgáfunni Iðunni er
komin út ný ljóöabók eftir Jóhann
Hjálmarsson, og ber hún heitiö
Llfið er skáldlegt. Bókin hefúr að
geyma 33 ljóð, og er ellefta ljóða-
bók höfundar. GIsli Sigurðsson
gerði kápumynd.
A bókarkápu segir svo um efni
ljóöanna, aö skáldið fjalli um „llf-
ið I kringum okkur, fólkiö sem
okkur þykir vænt um, árstlðirnar,
stundir dags og nætur, hvers-
dagslegar athafnir. Skáldið sér
hversdagsllfið slnum augum, — *
fyrir okkur hin, sem erum að týna
okkur I amstri dægranna og gef-
um okkur ekki tima til að sjá að
llfið er skáldlegt”.
21
Heimilisorgel í öllum stœrðum
T.d. þetta Welson orgel:
5áttunda hljómborð, hægt að nota venjulegar orgelnótna-
bækur. 7 mismunandi raddir: Flauta, horn, trompett, wa
wa, hapsicord og rafmagnspianó. Trommuheili með 7+1
takti og sjálfvirkum og venjulegum bassa. 20 w. inn-
byggöur magnari og tveir hátalarar. Útgangur fyrir auka
magnara og innstunga fyrir heyrnartól. Verð kr. 320.000,-
Sigurbjörn Einwxm b'tskuþ
Sctkrg \
Trúarbrögð
mannkyns
Komin er út hjá Setbergi ný út-
gáfa af bókinni Trúarbrögö
mannkyns eftir séra Sigurbjörn
Einarsson biskup.
Aftan á kápu segir svo um bók-
ina: „Trúarbrögð mannkyns er
eina verk sinnar tegundar á
islensku. Bókin er yfirlitsverk,
sem gerir grein fyrir meginatrið-
um I átrúnaöi frumstæðra manna
og þeirra fornþjóða, sem lögöu
grundvöll vestrænnar nútlma-
menningar (Egypta, Babýlóniu-
manna, Persa, Grikkja, Róm-
verja),
Þá er fjallað um trúarbrögö
Indverja, Kinverja og Japana og
loks um boðskap þeirra trúarhöf-
unda sem næst Kristi eiga flesta
játendur (Búddha, Múhammeö)
og rakin nokkuð saga þeirrar trú-
ar, sem spratt af llfsstarfi þeirra.
Um kristna trú er ekki fjallaö
I þessari bók. Tilgangur hennar
er að kynna þau meginatriöi I
trúarsögu mannkyns sem sist eru
haldgóðar heimildir um á is-
lensku”.
SMURSTÖOIN
Hafnarstrœti 23
er í hjarta
borgarinnar
Smyrjum og geymum bilinn
á meðan þér eruð að versla
Bifreiðaeigendur
á ATHUGIÐ!
Látið ekki salt- og tjörumenguð óhreinindi
eyðileggja bilinn.
Komið með hann reglulega og við þvoum
hann og bónum á meðan beðið er.
Óþarfi að panta tíma. Fœribandakerfi.
Höfum einnig opið á laugardögumfrá 8-18.40.
Bón og þvottastöðin
Sigtúni 3