Vísir - 28.12.1978, Side 8
8
Sophia Loren og Anthony Franciosa I nýjustu myndinni,
Firepower.
Hlakka til bess
að verða gömul
##
Sophia Loren óttast
ekki ellina eða hrukk-
urnar sem ellinni vilja
fylgja. „Ég hlakka til
þess að verða gömul"/
segir hún. „Ég óttast
það ekki, vegna þess að
gamlar konur á Italíu
eru virtar mikils. Og
satt að segja, er engin
ástæða fyrir konur i
dag, sem eru f immtugar
eða sextugar að líta út
fyrir það. Það eru til svo
ótal mörg brögð í dag
sem má nota". Og
áfram: „Þar fyrir utan
er sagt, að konum bjóð-
ist bestu hlutverkin,
þegar þær eru komnar
yfir sextugt. Sjáið bara
Katharine Hepburn, og
tvoaf Oskurunum henn-
ar þremur, sem hún
vann ekki fyrr en í ell-
inni. Kannski ég fái ann-
an Öskar þegar ég er
orðin gömul. Reyndar á
ég ekki von á öðrum
slíkum á næstunni. Þeir
virðast haldnir ein-
hverjum hleypidómum
gagnvart aðlaðandi kon-
um".
- Gloria og Gloria....
Gloria og verkin hennar
Leikkonan Gloria
Swanson starir þarna
framan í sjálfa sig, eða
öllu heldur skúlptúr,
sem hún gerði sjálf á ár-
inu 1964. Höfuðið er i
eðlilegri stærð, og hefur
veriðtil sýnis í jólamán-
uðinum ásamt fleiri
skúlptúrum og olíumál-
verkum sem Gloria hef-
ur sjálf gert. Sýningin
hefur verið í Hamilton
Galleries í London. Flest
verkin eru til sölu. Það
má svo geta þess að
Gloria er orðin 79 ára
gömul.
Þær hafa veriö ráönar á hin ýmsu sklp I bandarlska flotanum.
Fimm fara ó sjóinn
Meira en tvö hundruð
ára gömul venja hefur
verið brotin innan
bandariska sjóhersins.
Þar til þótti það ekki við
hæfi að konur ynnu
skyldustörf um borð I
öðrum skipum en
sjúkra- og flutninga-
skipum i Atlantshafs- og
Kyrrahafsf lotanum.
Þessar fimm konur á
meðfylgjandi mynd
hafa verið ráðnar á kaf-
bátamóðurskip, birgða-
skip fyrir tundurspilla
og viðgerðaskip.
I Umsjón: Edda Andrésdóttir
Fimmtudagur 28. desember 1978.
VÍSIB
Hrollur. Viltu
lfta á eyraö á
mér?