Vísir - 28.12.1978, Side 10

Vísir - 28.12.1978, Side 10
10 'Fimmtudagur 28. desember 1978. Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjári: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli Baldur Garðarsson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrtn Páls- dóttir,-Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dréifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8. Simar 84611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur Áskrift er kr. 2500 á mánuði innanlands.Verö I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Innlend barnabóka- útgófa í hœttu f jólabókaf lóði þess árs, sem nú er að renna skeið sitt á enda, hefur það vakið athygii manna, hve lítið fer fyrir innlendum barnabókum. Þetta er ekkertnýttí sjálfu sér, en nú haf a menn vaknað upp við vondan draum þar sem erlendar barnabækur hafa hreinlega kaffært þær inn- lendu. Sum bókaforlögin hafa alveg hætt útgáfu innlendra barnabóka, og á bókalistum stærstu útgáfuaðilanna er aðeinsað finna örfáar innlendar barnabækur, til dæmis mun aðeins ein ný íslensk barnabók hafa komið út hjá forlagi, sem gefið hefur út nærri eitt hundrað bækur á þessu ári. Þetta er þróun, sem ástæða er til að gefa gaum og íhuga, hvernig bregðast skuli við, áður en það er um seinan. Einn vinsælasti barnabókahöf undur þjóðarinnar, Ár- mann Kr. Einarsson, sagði í viðtali við Vísi um þetta mál ádögunum, aðsala á íslenskum barnabókum hefði dreg- ist saman um 60-70% á síðustu 10 árum. Þær hefðu orðið undir í harðri verðsamekppni við alþjóðlegar útgáfur á myndabókum og sígildum sögum. Ármann sagði, að þær bækur væru gefnar út í stórum upplögum í mörgum löndum samtímis, sömu myndirnar væru notaðar en breytt væri um texta eftir málsvæðum. Hann taldi al- mennt að þessar bækur væri helmingi ódýrari en ís- lensku barnabækurnar. Meðal erlendu barnabókanna er auðvitað að f inna góð- ar bókmenntir og fræðandi lesningu, sem holl er fyrir þá, sem landið eiga að erfa. Þvi miður er þar einnig að finna mjög mikiðaf hreinu rusli, ómerkilegum mynda- sögum, hreinum pólitískum áróðri sem matbúinn er fyr- ir saklausar barnssálir og sóðalegum sögum, sem reynt er að fá forráðamenn barna til að kaupa með auglýs- ingablekkingum. Erf itt verður að koma í veg fyrir að slíkar barnabækur slæðist með í jólaflóðið þar sem smekkur sumra útgef- andanna virðist harla lélegur og þeir telji ekkert fyrir neðan virðingu sína lengur á þessu sviði. Aftur á móti verður nú að grípa í taumana til þess að innlendar barnabækur geti verið samkeppnishæfar við hinar erlendu hvað verð snertir ef svipað er borið í þær. Það er eitthvað bogið við útgáfugrundvöll innlendra barnabóka ef erlendar bækur með litmyndum á hverri síðu eru allt að helmingi ódýrari en jafnstórar innlendar bækur með örfáum einlitum teikningum. Erlendu glans- myndabækurnar hafa við þessar aðstæður óeðlilega sterka stöðu á bókamarkaðinum. Ohjákvæmilegt er að styrkja stöðu innlendu barna- bókaútgáf unnar með einhverjum tilhliðrunum til dæmis varðandi lækkun tolla á því bókagerðarefni, sem til þeirra þarf, eða með hærri aðflutningsgjöldum á þær barnabækur, sem unnar eru af erlendum bókagerðar- mönnum. Einhverjar slíkar leiðir eru mun æskilegri en til dæmis þær aðferðir, sem notaðar hafa verið við svipaðar að- stæður í sumum nágrannalanda okkar, það er að ríkið kaupi ákveðinn hluta upplags hverrar innlendrar barna- bókar. Yfirvöld menningarmála „bókaþjóðarinnar" komast ekki hjá því að taka stöðu innlendra barnabóka til gaum- gæfilegrar athugunar og gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrir næsta jólabókaflóð til þess að grundvelli verði aft-' ur komið undir þá útgáfustarfsemi. Þetta væri eitt af mörgum verðugum verkefnum stjórnvalda á barnaárinu, sem í hönd fer. Bragi Arnason prófessor berst fyrir því aö við horfum til fram tlðarinnar. Athuganir Braga Arnasonar efnafræðings á eldsneyti úr inn- lendum orkugjöfum hafa vakið verðskuldaöa athygli. Ekki sist fyrir þær sakir að rannsóknir Braga benda til þess að ts- iendingar gætu oröið sjálfum sér nógir um allt eldsneyti og jafnvel hafið útflutning. Bragi sem er prófessor við verkfræði- og raun- visindadeild Háskólans hefur samið skýrslur þar sem hann greinir frá niðurstöðum athugana sinna og hefur hún nú verið send iðnaðarráðherra. Vlsir hefur fengiö þessa skýrslu og til aö fræöa lesendur um möguleika íslendinga á þessu sviöi munum viö nú birta hluta af henni. Bragi bendir I upphafi á þaö aö orkubúskapur heimsins muni eiga eftir aö taka stórkostlegum stakkaskiptum áöur en þessi öld veröi liöin. Olía muni ganga til þurröar fljótlega upp úr aldamót- um og vetni muni vera líklegast til aö leysa af hólmi núverandi eldsneyti. Eina hráefniö sem þurfi sé vatn og til framleiöslunn- ar sé hægt aö nota næstum hvaöa orkulind sem er. Þaö sé hægt aö nota á allar tegundir farartækja og í öllum greinum orkufreks iönaöar sem nú nota kol, ollu eöa jarögas. „Flest viröist nú benda til þess aö vetni veröi aöaleldsneyti mannkynsins I framtiöinni. En jafnvel þótt svo veröi ekki þá veröur vetnisframleiösla aö minnsta kosti meginuppistaöan I framleiöslu allra annarra eld- sneytistegunda sem til greina koma. Hvert svo sem eldsneyti fram- tlöarinnar veröur þá viröist ein- sýnt aö hægt veröur aö framleiöa þaö á íslandi. Framleiðsla vetnis 1 dag er vetni aöallega fram- leitt á þennan hátt. Meö þvl aö láta jarögas hvarfast viö vatns- gufu viö háan hita, leiöa vatns- gufu yfir glóandi kol eöa meö raf- greiningu á vetni. Rafgreining fer þannig fram aö raforka er notuö til aö kljúfa vatn I frumefni sln. Fræöilega er hægt aö framleiöa vetni meö þvl aö hita vatn upp I 3000 gr. C. en þá klofnar vatniö I frumefni sin vetni og súrefni. Vatn er unnt aö kljúfa I frum- efni sin meö ljósefnafræöilegum aöferöum, meö llfefnafræöilegum aöferöum og meö þvl aö nota orkuríka geisla frá kjarnaofnum. Rannsóknir á þessum slöasttöldu aöferöum eru þó enn á frumstigi. Geymsla vetnis Vetni er hægt aö geyma á ýmsa vegu. Sem lofttegund, sem vökva I hýdrlöum og I efnum sem drekka I sig vetni viö lágt hita- stig. Hýdriö nefnast þeir málmar eöa málmblöndur sem geta drukkiö I sig mikiö magn af vetni. 1 Aburðarverksmiöjunni eru árlega framleidd 2000 tonn af vetni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.