Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 4
BÍLAR 4 D SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LAND Rover hefur smíðað jeppa í meira en hálfa öld og hafa þessir bílar verið þekktir fyrir seiglu og styrk. Fyrir um fjórum árum skellti fyrirtækið sér í slaginn á jepplingamark- aðnum og setti á markað Freelander; lítinn jeppa, eða jeppling, með sítengdu aldrifi og betri aksturseiginleikum fyrir borgina en jeppar státa almennt af en um leið með getu utan vega sem fólksbílar hafa ekki. Freelander er því eiginlega hvorki jeppi né fólks- bíll en samt um leið hvort tveggja. Sítengt fjórhjóladrif Hann telst vart vera jeppi því hann er ekki smíðaður á sjálfstæða burðargrind heldur mynda grindin og yfirbyggingin eina heild eins og tíðkast í fólksbílum. Hann er heldur ekki með millikassa og lágu drifi, eins og raunverulegir jeppar, en þess í stað sítengdu aldrifi sem deil- ir aflinu til hjólanna eftir þörfum hverju sinni. Aflið fer reyndar mest til framhjólanna við venjulegar að- stæður en um leið og veggrip tapast sér drifbúnaðurinn um að dreifa vélaraflinu milli fram- og afturása. Þessi blanda er ákjósanleg fyrir marga bílnotendur sem líta á bílinn fyrst og fremst sem samgöngutæki innanbæjar og utan og vilja komast áfram í íslenskri vetrarveðráttu. Há sætastaða og mjúkur akstur Fyrir vikið býður Freelander upp á mjúkan og liðugan akstur í borg- inni en hefur um leið ýmsa kosti jeppans, eins og t.a.m. fjórhjóladrif- ið og háa sætastöðu. Sjálfstæð fjöðrun er á öllum hjólum sem tryggir gott veggrip og drifinu er dreift milli fram- og afturhjóla með seigjukúplingu. Við prófuðum á dögunum nýjustu gerðina sem er komin með 175 hestafla V6 bens- ínvél og fimm gíra hálfsjálfskiptan kassa, svokallaða steptronic-skipt- ingu. Þetta er í fyrsta sinn sem Freelander er fáanlegur með sjálf- skiptingu og gæti það haft mikið að segja um söluna hér á landi, ekki síst þegar haft er í huga að hér er um nútímalega sjálfskiptingu að ræða sem gerir ökumanni kleift að handskipta bílnum kjósi hann það heldur. Þýðgeng en þyrst V6 vél Áður var bíllinn einungis fáan- legur með 1,8 lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 120 hestöflum svo hér er um verulega aflaukningu að ræða, og kærkomna. Vélin er afar lágvær og þýðgeng. Það þarf þó að sækja aflið og gefa bílnum talsvert inn til þess að fá hann til að skipta sér niður en menn hafa að sjálf- sögðu þann möguleika með steptro- nic-skiptingunni að handskipta hon- um sem gefur bílnum verulega sportlega eiginleika. Miðað við reynsluaksturinn virðist bíllinn hins vegar talsvert þyrstur í bensín en þess ber þó að geta að prófari hefði aldrei komið til álita í sparakstur- skeppni með aksturslagi sínu. Þá er staðalbúnaður í bílnum svo- kallað HDC-kerfi (Hill Descent Control) sem kemur að hluta til í stað lága drifsins þegar ekið er nið- ur brattar og hálar brekkur. Kerfið stjórnar vélarafli og hemlun í gegn- um ABS-kerfið. Góð nýting á innanrýminu Bíllinn virkar sterklegur í útliti. Hlutar yfirbyggingarinnar, t.a.m. framstuðari, eru gerðir úr plastefni sem tekur á sig högg upp að vissu marki án þess að dældast. Þetta getur sparað háar upphæðir vegna minniháttar viðgerða sem oft þarf að gera á stuðurum og brettum bíla. Að innan vekur athygli hve góð nýtingin er á innanrýminu. Alls staðar virðist nóg pláss og óhefð- bundin lausn er að hafa tvö hanska- hólf, eitt á hefðbundnum stað og annað undir stýrinu. Hægt er að fella niður aftursæti, 60:40, og búa til mikið flutningsrými. Bíllinn er vel einangraður sem finnst á því að vegdynur er ekki til ama meðan ek- ið er á löglegum hraða og vélar- hljóðið er veikt. Tvöfaldir þéttilistar eru á hurðum. Afturhlerinn opnast til hliðar en hagræði er að því að rúðan er opn- anleg með fjarstýringu eða hnappi í mælaborði. Þrátt fyrir háa sæta- stöðu truflar varadekkið á aftur- hleranum og þriðja afturljósið út- sýni úr baksýnisspegli. Frekar dýr kostur Freelander V6 hefur allt til að bera til að etja kappi við aðra jepp- linga á markaðnum hér. Þetta er laglegasti jepplingurinn á markaðn- um að mati undirritaðs og eiginleik- ar bílsins, jafnt í borgarakstri sem þjóðvegaakstri, eru miklir. Eini ljóðurinn er fullhátt verð sem er 3.250.000 krónur með sjálfskipting- unni, en með 2,5 lítra vélinni fæst hann ekki beinskiptur. Til þess ber þó að líta að bíllinn er talsvert vel búinn. Beinskiptur með 1,8 lítra vél- inni kostar hann 2.650.000 kr. Aflmeiri Freelander með nýrri V-6 vél Afturhlerinn opnast til hliðar en einnig er hægt er að opna rúðuna. Varadekk í fullri stærð og þriðja afturljósið takmarkar útsýni um afturglugga. Vélin er vel einangruð með plasthlífum en þetta er V6 vél og að mestu úr léttmálmi. Freelander er þægilegur í borgarakstri og jafnframt góður ferðabíll.                                 ! "# $    %&    '(      )& "* +! ,    -                   !    "#$  % &  '    '  () ()  () () .%/01%111 !              !     *+,    ' ))+    '     '  ()  () /%021%111 !                   "#$ ()  '    '  () *+-.  () () /%331%111 !              !    "#$ () '     '  () *+-  () () /%/21%111 !                /))+ () '    '  () *+-  () () /%121%111 ! 4! 5 # (#  3 ( #  6  " # Guðjón Guðmundsson. RE YN SL UA K ST UR Hanskahólfin eru tvö og í stýri eru rofar fyrir hljómtæki. Steptronic-skipting er staðalbúnaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.