Vísir - 12.01.1979, Page 5
— sagði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Howard Baker í viðtali við Vísi
THORN
HEKLA HF
Laugavegi 170-172, — Simi 21240
Howard Baker, öldungadeildarþingma&ur, ræftir vift blaftamann VIsis:
„Engin ákvörftun um forsetaframboft fyrr en I sumar”. Mynd —JA.
Sex bandarískir
öldungadeildarþingmenn
úr flokki republikana
höföu hér stutta viðdvöl i
gær á heimieið frá Moskvu
og notuðu þá tækifærið til
að ræða óformlega við
ólaf Jóhannesson, for-
sætisráðherra, og Benedikt
Gröndal, utanríkisráð-
herra.
Einn þingmannanna var
Howard Baker, leiðtogi minni-
hluta republikana i öldungadeild-
inni, Hann er af mörgum talinn
liklegur frambjóðandi i næstu
forsetakosningum.
„Við ræddum fjölmörg mál
sem snerta samskipti Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna, þar á
meðal auðvitað SALT viöræðurn-
ar”, sagði Baker i viðtali viö Visi.
„Ég er þeirrar skoöunar (aö
Rússum sé mjög umhugað um að
SALT viðræðurnar beri árangur.
Á þvi eru fleiri en ein skýring.
Einn möguleiki er sá að Rússar
vilji i einlægni stuðla að friöi i
heiminum og það er auðvitað
möguleiki sem við ekki afskrif-
um.
Hinsvegar er ljóst að Rússar
hafa miklar áhyggjur af þróun
mála i austurlöndum fjær og þá
ekki sist sambandinu sem er að
komast á, á milli Bandarikjanna
og Kína.
Ég held lika að Rússar geri sér
nú grein fyrir að þaö er ekki sjálf-
sagður hlutur af okkar hálfu aö
SALT samningur veröi undirrit-
aður. Það gerir þá sjálfsagt
samningaliprari.
Ég hef þvi ekki trú á öðru en
SALT samkomulag komist f höfn
áður en langt um liöur. Ég myndi
reikna með vikum frekar en mán-
uðum”.
Illa farið með Taiwan
„Nú gleöjast flestir yfir stjórn-
málasambandi milli Kina og
Bandarikjanna. En ýmsir banda-
menn ykkar hafa dálitlar áhyggj-
ur af þvi hvernig var slitið sam-
bandinu við Taiwan vegna þess”.
„Já, það er i rauninni ekkert
skrýtið. Ég er ánægður með að
það skuli vera komið stjórnmála-
samband við Kina, en hinsvegar
fannst mér illa farið með gamlan
bandamann þar sem Taiwan er.
Ég vona að Bandarikjastjórn
komi fram við aöra bandamenn
sina af meiri tillitssemi en þarna
var sýnd”.
„Um hvað rædduð þið við
islensku ráöherrana?”
„Þetta voru mjög óformlegar
viðræður sem fóru fram aö okkar
ósk. Island hefur verið góður og
traustur vinur I mörg ár og þegar
var ákveöið að hafa hér viðstööu
þótti okkur tilvalið tækifæri til að
fá að ræða viö islenska leiðtoga.
Það bar ýmis mál á góma og
viöræðurnar voru skemmtilegar
og fróölegar”.
„Nú hefur þú veriö nefndur sem
hugsanlegur frambjóðandi repu-
blikana i næstu forsetakosning-
um, ætlaröu að reyna við Hvlta
húsið?”
„Ég hef mikiö að gera sem
öldungadeildarþingmaður og ein-
beiti mér að þvi að starfa sem
slikur. Hvað forsetaframboð
snertir mun ég ekki taka neina
ákvöröun fyrr en einhverntima I
sumar”.
—ÓT.
KENWOOD
heimilistæki
spara fé og fyrirhöfn
Þarftu að blanda shake.súpur
ávexti.kjötdeig eöa barnamat?
Þarftu aö saxa hnetur.péturs-
selju eöa mala rasp úrbrauöi?
Lausnin ereinföld!
Kenwoodgrænmetis- og
ávaxtakvörn gerir þetta
allt fyrir þig og margt
fleira á fljótlegan og
ódýran hátt.
3 mismunandi gerðir.
q
Q
r
OPERUGLEÐI
i Hóskólabíói, laugard. 13. jan. kl. 3
Sigriftur Ella Magnúsdóttir
Eiin Sigurvinsdóttir
Elisabet Erlingsdóttir
Svala Nielsen
Már Magnússon
Sigurftur Björnsson
Simon Vaughan
ásamt Sigrúnu K. Magnúsdóttir
Berglindi Bjarnadóttur
Signýju Sæmundsdóttur
Gestur Guftrún Á Simonar
Kynnir Maria Markan
Fluttar verða aríur og samsöngur úr óperum og óperettum. Þar á meðal úr
Töfraflautunni — Carmen — Ævintýrum Hoffmanns — Génévievede Brambant
— og Leðurblökunni
Undirleik annast Carl Billich og Ölafur Vignir Albertsson. Aðgöngumiðar fást
hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri.
O
Föstudagur 12. janúar 1979 5
„VONA AÐ STJÓRNIN FARI BETUR MEÐ
AÐRA BANDAMENN EN MEÐ TAIWAN"