Vísir - 12.01.1979, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 12. janúar 1979
VÍSIR
fólk
Leikkonaársins
Tvisvar sinnum á
tveimur vikum var
Ingrid Bergman kjörin
leikkona ársins a.f
amerískum kvikmynda-
gagnrýnendnum. I lok
ársins 1978 kusu kvik-
myndagagnrýnendur [
New York hana leikkonu
ársins og nú f yrir stuttu,
i byrjun þessa árs,
fylgdi ameríski kvik-
myndagagnrýnenda-
klúbburinn á eftír. Það
er leikur hennar í mynd
IngmarBergman, Haust-
sónatan, sem gerir þetta
að verkum, op þess má
geta að ameríski leikar-
lngrld Bergman
inn Gary Busey fékk
verðlaun fyrir besta
karlhlutverkið í „The
Buddy Holly Story".
Abe Vigoda heitir sá tll vinstri og hefur unniö meb Dean Martin f
sjónvarpsþáttum þess slbastnefnda. Hann segir Dean einn besta
samstarfsmann sem hægt sé aö hugsa sér
Elskulegur í
raunveruleikanum
Dean AAartin sem
alltaf birtist hunangs-
sætur, Ijúfur og bros-
andi, hvort sem er á
hvíta tjaldinu eða í sjón-
varpinu, er jafn elsku-
legur í raunverulekan-
um, segja þeir sem best
þekkja til. Það sé því
engin gríma sem leikar-
inn skelllr á sig áður en
hann kemur fram fyrir
almenning. Þeir sem
vinna með honum segja
hann einn þægilegasta
og skemmtilegasta sam-
starfsmann sem hægt er
að hugsa sér. Og þá
vitum við það....
Dennls Weaver og Edward Asner i verkfallsvaktinni.
70 þúsund fóru
í verkfall
Dennis Weaver, betur
þekktur undir nafninu
AAcCloud úr sjónvarps-
þáttunum samnefndu,
stillti sér upp sem verk-
fallsvörður einn daginn
nú fyrir stuttu. Hvorki
meira ne minna en
sjötiu þúsund ameriskir
leikarar og sjónvarps-
menn sem vinna við
sjónvarpsauglýsingar,
fóru í verkfall til þess að
krefjast hærri launa.
Segja þeir að borguð séu
sultarlaun fyrir þessa
vinnu. Weaver stóð sem
verkfallsvörður í Los
Angeles og með honum á
myndinni ér leikarinn
Edward Asner.
Umsjón: Edda Andrésdóttir