Vísir - 12.01.1979, Page 10

Vísir - 12.01.1979, Page 10
10 útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guómundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Heloarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Ákall ór austrí Hugprýði og frelsisandi forystumanna mannréttinda- baráttunnar i Sovétríkjunum verður okkur Vesturlanda- búum sífellt áminning og aðdáunaref ni, þegar við gef um okkur tima til að leiða hugann að einhverju öðru en okkar daglegu umkvörtunarefnum. Bréf sovéska mannrétt- indaf römuðarins Alexanders Ginzburg, sem birtist í Visi í fyrradag er nýjasti og einn átakanlegasti boðskapur hins ódrepandi frelsisanda f jötraðs manns til umheims- ins. Úr ömurlegri fangavist sinni þar sem hann er beitt- ur andlegu og líkamlegu harðræði, sendir Ginzburg átakanlega lýsingu á þeirri meðferð sem forystumenn mannréttindabaráttunnar í Sovétríkjunum verða að sæta. I bréfi sinu segir Ginzburg m.a.: „Það eru nú liðnir nítján mánuðir frá þeim degi þegar KGB-mennirnir ruddust inn á heimili mitt og höfðu mig á burt með hendurnar járnaðar á bak aftur... Þennan tíma hafa KGB-yf irheyrendurnir haft í hótunum við mig og reynt að hræða mig með ásökunum um „föðurlands- svik" og viðurlögum vegna slíkra af brota sem er dauða- refsing. Þeir báru út um mig óhróðurinn og lygarnar, reyndu að fæla vitnin, sem hugsanlega gátu orðið mér hliðholl og neyða mig sjálfan til játningar á glæpum, sem ég vissi mig saklausan af. Þessu er enn haldið áfram í dag. Ég vil hins vegar að allir fái að vita: Vinir mínir og ég höfum ekkert gert refsivert eða ólöglegt. Allt það sem við höfum haldið fram er sannleikanum samkvæmt og um það hef ég sannfærst enn frekar á síðustu nítján mánuðum. Ég bið um, að menn líti enn á mig sem félaga í Helsinkihópnum, og ég skal svo lengi sem kraftarnir endast aðstoða við starf hans". Þarna vitnar Alexander Ginzburg til þekktustu sam- taka baráttumanna mannréttinda í Sovétríkjunum, Hel- sinkihópsins sem stof naður var árið 1976, en allir þekkt- ustu forystumenn hans, menn eins og Júrí Orlov, Anatóli Sjaranskí og Alexander Ginzburg hafa verið ofsóttir fyrir mannréttindabaráttu sína og hlotið þunga refsi- dóma. Menn á Vesturlöndum spyrja sig eðlilega þeirrar spurningar hvort þeir verði mannréttindabaráttunni austan járntjalds að einhverju liði með því að vekja at- hygli á málstað hennar —eða hvort umtal á Vesturlönd- um verði e.t.v. aðeins til þess að gera sovéska valdhafa enn forhertari en áður. Sovéski rithöfundurinn Andrei Sinjavsky sem dvalist hef ur í útlegð á Vesturlöndum síðan 1973, svaraði þessari spurningu nýlega á þann veg að þær litlu umbætur sem Sovétstjórnin hefði í sumum efnum gert væru eingöngu til komnar vegna þrýstings frá almenningsálitinu á Vesturlöndum og vegna starfsemi baráttumanna mann- réttinda innan Sovétríkjanna sjálfra. Sinjavsky heldur því líka hiklaust fram að eðli Sovétstjórnarinnar geti ekki breystalltaf sé grunnt á Stalínismanum og sú hætta vofi sifelit yfir að sovésk stjórnvöld snúi að fullu til stefnu Stalíntímabilsins á ný. Þóað við f innum sárt til vanmáttar okkar, þegar áköll eins og ákall Alexanders Ginzburg berast okkur til eyrna, skulum við því ekki í vonleysi daufheyrast við þeim, heldur bera þau áfram I voninni um, að frelsis- hugsjónin verði ofbeldinu sterkari að lokum. Föstudagur 12. janúar 1979 VÍSIR Miklar deilur standa nú á milli nokkurra rikisstofnana. Stendur deiian um umframsölu Húsnæöis- málastofnunar rikisins á skulda- bréfum byggingarsjóðs, en Framkvæmdastofnun rikisins sem einnig fjármagnar starfsemi sina meö sölu skuldabréfa bygg- ingarsjóös rikisins, hefur selt fyrir miklu minni upphæö en ráö var fyrir gert. Hefur nú Fram- kvæmdastofnunin krafist þess aö fá þaö sem munar á leyfilegri sölu húsnæöismálastofnunar og þvl sem lánsfjáráætlun 1978 heimilaöi. Munar hér 800 miiljón- um króna. Fyrir jól fréttist aö forsvars- menn húsnæöismálastofnunar væru uggandi um hvort fjármála- ráöuneytið stæði við skuld- bindingar sínar um greiöslu á eftirstöövum á fjárlögum 1978. Bjóst Húsnæðismálastofnunin viö þvi að fjármálaráöuneytið myndi stöðva greiðslurnar þar til 800 milljónunum væri náð. Að sögn Sigurðar E. Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Húsnæðismálastofnunar rlkisins, þá beið stofnunin eftir staðfestingu frá fjármálaráðu- neytinu um að það myndi standa við greiöslu á þessum eftir- stöðvum. A meðan voru öll útlán stöðvuð og mikil óvissa ríkti um hve lengi það yrði. Rétt fyrir ára- mótin greiddi siðan fjármála- ráðuneytiö 250 milljónir en átti aö greiða 550. Skuldabréfasala bygg- ingarsjóðs Byggingarsjóður er undir stjórn Húsnæðismálastofnunar rikisins og er fjár I hann m.a. aflað með skuldabréfasölu á hans nafni og eru lifeyrissjóðirnir I landinu skyldir skv. lögum að kaupa skuldabréf af honum fyrir vissa upphæð árlega. Fénu er siðan skipt á milli hinna ýmsu lánasjóða m.a. Framkvæmda- sjóðs og byggingasjóðs til útlána. Rikisstjórnin og Alþingi skipta þessu fé með svo kallaðri láns- fjáráætlun. Samkvæmt henni fyrir áriö 1978, þá átti Fram- kvæmdastofnunin að afla fjár i framkvæmdasjóð með sölu skuldabréfa byggingarsjóðs fyrir 4.6 milljarða, en tókst hins vegar aðeins að selja fyrir 3.8 milljarða. Húsnæðismálastofnunin átti sam- kvæmt lánsfjáráætlun að selja fyrir 500 milljónir króna en seldi fyrir 1,3 milljaröa. Þarna munar 800 milljónum. Ákvörðun fjármála- ráðuneytis Sökum lægri sölu skuldabréfa en búist hafði verið við bað Fram- LANGLÍFAR BÓKNlEh Bókavertiðin á liðnu hausti var með stormasamara móti. Þótt bókaútgefendur beri sig yfirleitt vel, viröist sala á bókum hafa verið minni nú en oftast áður. Þó var gefið út töluvert meira af bókum en ven julegt getur kallast. Við minnkandi sölu og nokkuð breytt viðhorf i útgáfunni hvað snertir val bóka, vaknar spurn- ingin hvar við erum á vegi stödd i þessari fornu „iþrótt”, sem hefúr verið eitt mesta séreinkenni menningarlifs I landinu. Alveg fram um 1970 má segja að bókaútgáfa I landinu hafi verið nokkurn veginn normal, þ.e. að litíð váí á bókina frá fagurfræði- legu sjónarmiði. Hún var I senn einkavinur og brjóstbirta les- andans, ætluð til aö flytja honum tiðindi úr hugarheimum, gömul minni og góðan texta. En siðasta áratug hefur bókin smám saman verið að færast I það horf að vera einskonar smásmugulegt inniegg i dægurbaráttu, þar sem skamm- lifar pólitiskar sveiflur ráöa ferðinni, og veit enginn hvað um þær bókmenntir verður þegar sveiflan er á braut, og runnið er undan þeim það vatn röksemd- anna, sem haldið hefur þeim á floti. Nú er vitaö mál, að til eru ókjör af bókum. Ekki þarf annað en leiöa rithöfund inn i vænt bóka- safn til að setja aö honum hroll vegna þeirra firna sem búið er að framleiöa af lesmáli. Það hefúr þvi alltaf verið von höfunda, að þeim tækist aö skrifa þannig bók, Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur, fjallar um bóka- flóöið og segir, að bókatitlar á árinu hafi verið fleiri en fimm hundruð og að I þessu tvö hundruö þúsund manna þjóðfélagi séu hátt I þrjú hundruö félagsbundnir rit- höfundar. að hún stæði nokkuö til hliðar við bókaflóðið i mannsaldur eða svo vegna sérkenna sinna og ágætis. Höfundar hafa þannig keppt að þvi að skrifa fyrir ódauðleikann, þótt ekki verði sagt um höfúnda tuttugustu aldar að niðurstööur þeirra iðju liggi fyrir fyrr en ein- hverntlma á næstu öld. I sam- ræmi við þetta var bókaútgáfan i landinu næsta vandfýsin á efni til útgáfu. Nú virðist útgáfan aftur á móti vera orðinn iönaður, sem malar til útgáfu hvert og eitt handritssnifsi, sem berst inn úr dyrunum, ogkemur það heim við aðra staðreynd — að I tvö hundruð þúsund manna þjóð- félagi munu vera hátt i þrjú hundruð félagsbundnir rit- höfundar. A sama tima og gæðum og gildi útgáftinnar hrakar hefur bókin eignast keppinaut, sem er hljóm- platan. útgefendur hafa veitt þessari þróun nána athygli i nokkurn tima, m.a. með þeim árangri aðeitthvað af þeim hefúr snúið sér að hljómplötuútgáfu i takmörkuðum mæli og tekizt sæmilega. En um leiö má búast við að þeir sinni bókum af minni kostgæfni en áður, einfaldlega vegna þess, að eins og öðrum er þeim kærara að höndla meö þau eftii, sem skila umtalsverðum hagnaði. Litill hagnaður... Útgefendur hafa^/ löngum kvartað undan lágu bókaverði, og hafa þeir þó nokkurt sjálfdæmi um verðlagninguna. Hagnaður af bók, sem selst I fimmtán hundruð eintökum, sem nú mun vera meðaltalsupplag útgefinna bóka, er næsta rýr, einkum þegar haft er i huga að verðlagning miðast

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.