Vísir - 27.01.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 27.01.1979, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. janúar 1979 13 1979 FORD MUSTANG olli byltlngu [ gerð ameriskra blla árið 1964. — Núer komið að nýrri byltingu. FORD MUSTANG 1979 Við getum nú boðið amerlskan sportbil á ótrúlega hagstæðu verði: GERIÐ VERÐSAMANBURÐ1 Mustang 3dyra sport vél 2.31 4. hraða beinskipting, vökvastýri Mustang Hardtop vél 2.81 sjálfskipting/vökvastýri Mustang Ghia vél 2.81 sjálfskipting/vökvastýri BILL BREYTTRA TI/ýiA — FORD MUSTANG 1979 Komið og kynnið ykkur sportbll framtlðarinnar. NÚNA. MUSTANG ÐlLASÝNING i DAG OPID FRÁ 10 ■ 5 Sjölander kann snjáldurmúsin (nábbmus) aö hafa enn meiri hlutfallslega heilaþyngd. (Þótt músin sé greind vel, vona ég samt visindamannanna vegna aö hún sé ekki miklu greindari en viö!) Af þessum sökum meöal annars (og vegna spiksins!) er nú hætt aö miöa viö hlutfallslega heilaþingd, heldur er miöaö viö heilaþing per likamslengd (gott aö vera stutt- ur). Höfrungar hafa minni hlut- fallsl. heilaþyngd né maöurinn, en sé miöaö viö llkamslengd er munurinn óverulegur (misjafnt eftir tegundum auövitaö). Þá má athuga hversu stór eöa þungur heilinn er án þess aö tekiö sé tillit til stæröar eigandans. Þaö kallast algild eöa „absolut” þyngd. Hverju barni má auövita vera ljóst aö stærö heilans er aö nokkru komin undir stærö skepn- unnar, en alls ekki aö öllu leyti. Búrhvalurinn hefir stærri heila en nokkur tegund önnur. Heili hans vegur 19-20 pund á móti 3 pundum mannsins. Munurinn sex til sjöfaldur. Ýmsar tegundir hvala hafa stærri heila en maöur. Hinir risavöxnu skiöishvalir aö sjálfsögöu — svo og ýmsar teg- undir höfrunga (tegundir höfr- unga i viöustu merkingu eru allt aö 50). Aöeins eitt landdýr hefir stærri heila en maöurinn, en þaö er lika stærsta dýriö — ffllinn. Hesturinn kemur svo næstur. Sú höfrungategund sem fyrst var hafist handa um aö rannsaka og þvi mest hefir veriö rannsökuö heitir á látinu „Tursiops truncat- us”. A ensku nefnist hann „bottle- nosed dolphin” — höfrungurinn meö flöskuhálsinn, vegna þess aö trjónan minnti sjómenn á gin-- flösku! Heili hans vegur um 1700 gr á móti 1450 gr hjá karlmanni (minni hjá konum). „Flösku-- hálsi” er mun þyngri en maöur en lengd hans er ekki ýkja meiri en hæö manns. Meöal annars var hann þess vegna valinn til rann- sókna: maöur og hvalur eiga auö- velt meö aö nálgast hvorir aöra vegna svipaörar stæröar. Þyngd heila „flöskuhálsa” miöaö viö lik- amslengd er litlu minni eöa svip- uö og hjá manninum, þótt maöur- inn hafi miklu betur ef miöaö er viö lfkamsþyngd (vegna alls spiksins!). Lögun heilans Ef athuguö er lögun heila dýra einsog tam. hjá nagdýri, hundi, mannapa, reynist hún nokkuö af- löng — sporöskjulöguö — mis- munandi óregluleg eftir atvikum. Hjá manninum þróast lögun heil- ans þannig aö hún nálgast æ meira óreglulega kúlu (meö skarö I viö gagnaugaö). Hvaö kemur I ljós ef athugaöur er heili úr hval og borinn saman viö spor- öskju-lögun mannapans og kúlu- lögun mannsins? Heili búrhvals- ins er ekki aöeins sá stærsti I nokkurri skepnu sem lifaö hefir á þessari jörö, hann nálgast einnig mjög nokkuö eölilega kúlulögun og miklu reglulegri en hjá mann- inum. Heili höfrungsins er einnig miklu lengra þróaöur frá dýrs- heilanum (ef svo má aö oröi kom- ast) en mannsheilinn (miöaö viö lögun). Gerð heilans Inni heilann ganga djúpar fell- ingar (fissures), sem skipta hon- um I einstaka klasa, deildir („blöö” kölluö I skrá yfir Isl. læknisheiti, en þaö orö ekki not- hæft: á ensku „lobes”). Menn hafa komist aö (aö þvi er ég best veit) giska algildu lögmáli. Eftir þvi sem heilinn þroskast meira veröa fellingarnar dýpri, deild- irnar fleiri og stærri. Heilinn minnir á samanbrotna regnhllf). Mælum yfirborö heilans einsog hann er samanbrotinn. (Yl). Mælum siöar yfirboröiö einsog þaö veröur þegar breitt hefir ver- iö úr þvi (Y2). Eftir þvl sem Y2 veröur stærra miöaö viö Yl eftir þvi er heilinn þroskaöri. Hvernig kemur þá höfrungurinn útúr þessum samanburöi viö mann- inn? Svar: Heili höfrungsins hefir meira hlutfallslegt yfirborö, fell- ingarnar eru dýpri, deildirnar stærri og heildaryfirborö þess- vegna meira heldren hjá mannin- um. Heilinn þessvegna þroskaöri og skepnan þarmeö (aö öllum lik- indum) greindari. Búrhvalurinn skýtur svo i þessu sem ööru öllum öörum ref fyrir rass. Innbyröis- tengingar heilastöövanna eru I gráa efninu sem er undir yfir- SVE/A/A/ EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SIMI85100 REYKJAVÍK 5.160.000,- 5.435.000,- 5.695.000,- boröi heilans. Framangreint lög- mál er þvi harla auöskiliö. //Geiri" heilans Skoöum heila úr manni. Frammi enniö yfir augunum gengur ennisdeild heilans (front- al lobe). Viö þunnvangann er næsta deild fyrir neöan og aftan: gagnaugadeild (temporal lobe). Ef dregin er lina eftir neöri brún ennisdeildar ( yfir augunum) og önnur meö fremri brún gagn- augadeildarinnar (skáhalt niöur kinn) mynda þessar tvær llnur meö sér ákveöiö innbyröis horn. Vísindamenn hafa nú veitt þvi at- hygli aö þvi þroskaöri sem heilinn veröur þvi meira þrengist þetta horn. Hjá hundi er þaö tam. 80o, orangutang (apategundinni) 60o og hjá manninum 40o — og blöum hæg, hjá búrhvalnum er þessi geiri þrengri en hjá nokkurri teg- und annarrá eða 30o. Geiri þessi sem ég kalla svo er einnig þrengri hjá höfrungum (þótt þeir jafnist ekki á viö búrhvalinn) en hjá mönnum. Það ber þvi allt aö sama brunni. Hjarninn og heilastofninn Geirinn mun harla réttur mæli- kvaröi á þroska heilans. Geirinn viröist i tengslum viö fyrirbæri það sem nefnt er „þriöja augað” og sumir lesenda minna mun kannast viö en aðrir ekki. Ætia veröur og að atriöi þaö sem nú skal vikið aö sé mjög svo áreiðan- legur mælikvaröi eftir þvi sem næst veröur komist. Skipta má öllum heilanum i þrennt: 1) stóri öldum saman hafa goösagnir búiö til sögur af mönnum sem feröuöust á baki höfrunga. A myndinni sést höfrungur I Marineland 1 Antibes meö stúlku á bakinu. Heili úr höfrungi. heilinn sem nú er farið aö nefna „hjarna” (cerebrum), 2) litli heilinn, hnykillinn (cerebellum), og 3) þaö sem þá veröur eftir: heilastofninn (middle brain). Nú skal bera saman heilastofn og hjarna, hnykillinn skiptir þá ekki máli. Heilastofninn er okkur sameiginlegur meö skriödýrun- um (og fuglum). Hjarninn er stolt spendýranna. Heilastofninn (framhald af mænunni) er elsti hluti heilans: þar er aðsetur sjálfvirkrar stjórnunar líkams- starfseminnar (svefn, öndun, efnaskipti), þar blunda eðlishvat- irnar, hin lægri dulvitund manns- ins („dýrseölib”). Heilastofninn er sjálfvirkur, ekki undir stjórn vilja eöa meövitundar og viröist ekki taka þróun eöa breytingum. Hjarninn er þroskaöastur hjá manninum — aö þvi er haldið var tilskamms tima (nota bene). Þar er talið aö sé aðsetur æöri vits- muna, meövitundar, hugsunar, minnis, æöri tilfinninga. Vega má þessa tvo hluta heilans: hjarnann annarsvegar, heilastofninn hins- vegar og reikna siöan út hlutfallið milli þeirra. Þvi lengra sem heil- inn er þróaöur frá skriödýrunum þvi þyngri ætti hjarninn aö reyn- ast miðað vib heilastofninn. Efsta sætiö skipar enn búrhvalurinn. t næsta þrepikemur ekkimaðurinn heldur ýmsar tegundir höfrunga, þriöja þrepi skipta meö sér hnis- ur, menn og filar, þá marsvinið (sem er ein tegund höfrunga), loks skiöishvalir ásamt hestinum. Enn bendir flóknari gerö heila- köngulsins („pineal-gland”) til meiri þroska hjá hvölum en mönnum. — Síö- ari hluti greinarinnar birtist i næsta Helgarblaöi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.