Vísir - 24.02.1979, Síða 15

Vísir - 24.02.1979, Síða 15
14 Laugardagur 24. febrúar 1979 vtsm VÍSIR Laugardagur 24. febrúar 1979 //Ég veit eiginlega ekki hvaö þaö var sem vakti áhuga minn á flugi. Ailir i f jölskyldunni gengu út frá því sem vísu að ég færi út í verslun, eins og ég á ættir til"/ sagöi örn ó. Johnson forstjóri Flugleiða/ þegar Helgarblaðið heimsótti hann á dögunum. I vor eru rétt 40 ár liðin f rá því að örn hóf fyrst störf hjá Flugfélagi Islands, sem raunar hét þá Flugfélag Akureyrar. Félagið var stofnað árið 1937. Aðalhvata- maðurinn var Agnar Kofoed-Hansen og var hann jafn- framt fyrsti flugmaður félagsins. Tveim árum seinna gerðist hann lögreglustjóri í Reykjavík og tók örn þá við starfi hans hjá Flugfélaginu. ARGIR AF MÍNUM ÁGÆTUSTU VINUM FRU BÆNDU örn Ó. Johnson viö nýju flugvélina sfna. haföi hann svo til ekkert flogiö i 20 ár. Þegar hann eignaöist hana. úr verslunarnámi f flug „Ég fór aö hafa áhuga á flugi strax um og upp úr 1930”, sagöi hann. „Þá var Flugfélag íslands nr. 2 starfandi og ég var mikið aö sniglast i kringum vélina, þegar hún var I Reykjavik. En ákvörö- unina um aö læra flug tók ég ekki fyrr en 1936 og þá var ég búinn aö vera viö verslunarnám hér heima og erlendis”. Hér má skjóta inn i til skýringa, ab fyrsta Flugfélag tslands var stofnaö 1919 og starfrækti þaö fé- lag eina tveggja sæta flugvél fram á áriö 1920. En rekstrar- grundvöllur fyrirtækisins reynd- istekki vera til og lognabist félag- iö þvi út af. Atta árum siöar var Alexander Jóhannesson, siöar háskóla- rektor, frumkvööull aö stofnun nýs Flugfélags Islands. Þaö starfaöi i fjögur ár, en þá stöövaöi fjárskortur frekara framhald. Flugskírteini nr. 4 örn stundaöi verslunarnám i Englandi, Sviss og Þýskalandi og fór siöan til Spánar til ab starfa viö verslunarfyrirtæki, sem faöir hans haföi viöskipti vib, og til ab læra spönsku. Dvölin þar varö styttri en til stóö vegna borgara- styrjaldarinnar. Þá fór hann til Kúbu til aö halda náminu áfram og þar ákvaö hann ab skipta yfir i flugnámiö. „Mér fannst hljóta aö vera framtiö i fluginu hér heima, rétt eins og erlendis”, sagöi örn. „Og þaö varö úr aö ég fór vestur til Kalifornlu til aö læra aö fljúga. Þaöan kom ég heim aftur i febrú- arlok 1938 og fékk þá flugsklrteini nr. 4. Fleiri IslencÚngar höföu þá ekki lært flug”. Löng leið frá Kaliforníu „Kalifornia var I þá daga langt I burtu. Þá voru engar flugsam- göngur viö Bandarikin og á sjó voru heldur ekki samgöngur beint milli tslands og Bandarikjanna. Feröin vestur gekk þó fljótt, þvi ég fór frá Kúbu. En þegar ég fór heim aftur, var feröin sögulegri. Þegar ég kom til New York frétti ég af fslensku skipi i höfninni og þóttist hafa veriö heppinn þar. Þetta skip var Hekla. Hún var gamalt fragtskip. Einar Kristjánsson, skipstjóri, tók beibni minni um far vel, en sagöi aö skipiö færi nú ekki beint til Is- lands. Sú varö lika raunin á, þvi viö lögöum af staö 3. janúar og 28. febrúar kom skipiö fyrst til Akureyrar. Fyrst var fariö til Nova Scotia. Þar var tekinn epla- farmur, sem fariö var meö til Ostend f Belgiu. Þaban fór skipiö tómt til Kristiansand, þar sem lestaöir voru tunnustafir, sem áttu aö fara til Akureyrar. Frá Akureyri komst ég svo meö Dronning Alexandrine til Reykja- vikur. Feröin tók mig sem sagt fulla tvo mánuöi, en nú tekur aöeins um 6 tima aö fara þessa leið”. Leit að flugvöllum. Fyrstu mánuöina eftir heim- komuna starfaöi örn hjá Flug- málafélagi Islands, en þaö átti eina landflugvél, sem var opin og örn sagöi aö kölluö hefbi veriö Klemmirinn. Sú flugvél er enn til. „Fyrsta verkefni mitt hér var aö kanna aöstæöur fyrir lending- ar landflugvéla”, sagöi hann. „Sjóflugvélar voru aö visu almennt taldar heppilegri en landflugvélar. Hins vegar var ekki hægt aö komast á þeim til ýmissa afskekktustu héraöa landsins. Þess vegna var mér fal- iö aö finna heppilega lendingar- staöi”. — Var þetta ekki hættulegt flug? „Nei, ekki held ég þaö nú. Vél- arnar voru auövitaö ófullkomnar og þá voru engar miöunarstöbv- ar. Viö uröum alltaf aö fljúga sjónflug. En meö þvi aö fara var- lega og meta aöstæöur, slampaö- ist þetta. Þetta var fyrst og fremst afskaplega skemmtilegt starf. Flugiö var tvimælalaust tilbreyt- ingameira en þaö er i dag og flug- maöurinn var i meiri snertingu viö umhverfiö og náttúruna”. Fyrsta sjúkraflugið „Mér er minnisstæö fyrsta feröin, sem ég fór á Klemminum. Þá þurfti aö sækja sjúkling austur i Landeyjar og flytja hann til Reykjavikur. Ég fékk þær upp- lýsingar aö austan ab ég gæti lent þar á is og þaö tókst allt vel. Þennan dag var hörkufrost, um 16 stig, og vélin opin. Sjúklingur- inn var meö háan hita, en þaö var engin abstaba til ab koma fyrir sjúkrakörfu i vélinni. Hann varö aö sitja i farþegasætinu meö höf- ubib upp úr. Ég haföi miklar áhyggjur af þessu, en þaö eina sem ég gat gert var aö breiöa yfir hann teppi, upp fyrir haus. Þaö veröur aö teljast mesta mildi, aö hann liföi þetta af”. Hræðslan falin — Lentir þú aldrei I vandræö- um meö hrædda farþega? Nú hlýtur fólk aö hafa fundiö mjög til óöryggis i þessum litlu rellum. „Fólk hefur sjálfsagt margt verið hrætt. En þaö lét þaö ekki i ljós og þaö hlutust aldrei nein vandræöi af þvi. Og áhuginn var mikill hjá sumum. Eirikur Ormsson var næstfyrsti farþegi minn. Hann var staddur á Hornafiröi, þegar ég kom þangaö og notaöi strax tækifæriö til aö fá aö fljúga meb til Reykjavíkur. Hann var alls óhræddur. Þó lent- um viö i svartaþoku á Hellisheiöi, svo ég varö aö lenda viö Olfusá og viö komumst ekki suöur fyrr en næsta dag. Eirikur hefur svo mikinn áhuga á fluginu, aö hann var fyrsti maö- urinn sem ég sá þegar ég kom suöur á Keflavikurflugvöll nýlega til aö sjá breiöþotu Cargolux. Hann er núna 92 ára gamall, en þó haföi hann fariö upp klukkan 6 um morguninn til aö skoöa vélina. Nei, ég lenti aldrei I vandræð- um meö hrætt fólk. Hins vegar kom fyrir að viö lentum i aö flytja geötruflaö fólk. Eitt sinn flaug ég t.d. meö ungan mann, frá Akureyri til Reykjavikur, sem þannig var ástatt um. Læknirinn gaf honum sprautu áöur en viö lögöum af staö, en eftir hálftima flug var hann oröinn svo erfiöur, aö ég varö aö snúa viö til Akureyrar. Það var ekki þægileg abstaba”. Úr f lugmannssæti í for stjórastól Eins og ábur sagöi, hóf Orn störf hjá Flugfélagi Akureyrar i júni 1939 og var þá bæöi flugmaö- ur og forstjóri. Ariö 1947 hætti hann aö fljúga og snéri sér alfariö aö stjórnun. „Þab var oröiö erfitt aö sameina flugmannsstarfiö og skrifboröiö”, sagöi hann. „Og þaö varö úr aö ég lenti viö boröiö Eftir þaö flaug ég litib og um 2C ára skeiö má heita aö ég hafi ekki snert flugvélarstýri. En núna er ég farinn aö fljúga svolitiö aftur. Ég fékk mér litla einkaflugvél, sem ég flýg mér og minum til ánægju. Ég þurfti af þjálfa mig aftur, en frumatriöun um er eins og maöur gleymi aldrei. Ég hef nú ekki getaö flogiö eins mikib og ég vildi þvi timinn er oft naumur, en mig langar til aö nota hann til aö fljúga dálltiö um landiö. Þaö eru margir hlutar landsins, sem er langt siöan ab ég hef séö úr lofti”. Hvolfdi í Skerjafirði — Kom einhvern tima slys fyrir þig I fluginu i gamla daga? „Aöeins einu sinni. I febrúar 1940 hvolfdi sjóflugvél félagsins i Skerjafiröi, þegar ég var aö leggja af staö meö farþega upp i Borgarfjörö. Þetta var i hvass- viöri og vélin skemmdist mikiö en engan sakaöi. Hún var síöar gerö upp, en félagiö vantaöi fjármagn til aö fá abra vél I staðinn. Þá var leitaö til Reykvikinga um aukiö hlutafé. Aösetur félagsins var flutt til Reykjavikur og nafninu breytt i Flugfélag tslands”. Byrjuðum daginn á Veður- stofunni Fyrstu flugvélar Flugfélagsins voru sjóflugvélar og tóku aöeins þrjá til fjóra farþega. 1942 kom fyrsta tveggja hreyfla flugvélin. Þaö var landvél, sem gat flutt 9 farþega. Þá var hægt aö fara á milli Akureyrar og Reykjavikur á einni klukkustund, en fram aö þvi tók feröin yfirleitt um tvo og hálf- an tima. — Var ekki erfitt aö halda uppi flugsamgöngum viö þær aöstæö- ur, sem voru á þessum árum? „Þaö var ekki svo slæmt. Viö héldum uppi flugi allt áriö, en auövitaö féllu margir dagar úr vegna veöurs. Og sjaldnast var hægt ab fara beina leib milli staöa, þvi yfirleitt var lágskýjaö einhvers staöar á leiöinni. Viö byrjuöum alltaf daginn á Veöurstofunni, sem þá var i Landssimahúsinu. Björn L. Jóns- son og Jón Eyþórsson voru þá á vakt þar til skiptiS. Ef þeir gáfu grænt ljós, hringdum viö i far- þegana og sögöum þeim aö mæta. Ef vafi var talinn á þvi hvort Holtavöröuheiöin „væri fær”, hringdum viö oft I Magnús Richardsson simstöövarstjóra á Borðeyri og spuröum hann um út- litið. Hann var furöu glöggur á þaö hvort hægt myndi aö komast noröur. Nú þegar svo farþegarnir voru komnir út á völl, reyndum viö aö giska á þyngd þeirra og farangursins, þvi engin vikt var til fyrstu árin”. Lítið eftirlit A fyrstu árum flugsins voru ekki miklir möguleikar á aö fylgjast meö feröum flugvélanna. Flugmennirnir létu aöeins vita um sig, þegar þeir komu á áfangastaö. Ef ekkert heyröist i þeim, var ekkert vitaö hvar á leiöinni þeir heföu þurft aö lenda. Orn sagöi, aö eitt sinn heföi litlu munaö aö hefja þyrfti leit aö sér. Ég var aö koma frá sildarleit á Klemminum haustið 1939. Þegar ég var aö fljúga yfir Holtavöröu- heiöi, fékk ég dimmviðri og þar sem myrkur var aö skella á, sá ég aö ég myndi ekki komast til Reykjavikur. Ég lenti þvi rétt fyrir neöan Dalsmynni, gekk frá vélinni og fór svo heim aö bænum til ab beiöast gistingar. Þar tók á móti mér kona, og sagðist hún hafa séö til ferba minna og þar sem simstööin heföi verib um þaö bil aö loka, heföi hún hringt subur og látib vita. Ég hef oft hugsaö um þaö siöan hvaö þessi kona sýndi mikla fyrirhyggju. Vandamálin annars eðlis Siöan þetta var hafa oröið miklar breytingar 1 Islenskum flugsamgöngum. Viö spuröum Orn hvort flugrekstur væri ekki auöveldari i dag en á fyrstu ár- unum. „Þaö er erfitt aö jafna þessu saman”, sagöi hann. „Viö áttum viö mikla fjárhagserfiöleika aö etja á þeim árum. Þaö þurfti aö byggja upp félagiö og taka nýjar flugvélategundir i gagniö. 1 dag er okkar mesta vandamál aö verjast þvi aö draga rekstur- inn of mikiö saman. Þaö getur vel fariö svo aö viö veröum aö gera þaö á vissum sviöum. Þaö er ákaflega mikil samkeppni i flug- inu I heiminum núna”. — Varö baráttan ekki léttari viö sameiningu Flugfélagsins og Loftleiöa? „Þaö er varla hægt aö segja þaö. Þaö hafa komið upp ýmis vandamál I sambandi viö sam- eininguna, sem eru annars eölis en þau sem við þurftum aö glima viö áöur. Samkeppnin var á köfl- um mikil milli félaganna og þab var ástæöan fyrir þvi aö rétt þótti aö sameina þau”. Tilfinningamál — Hvers vegna hefur sam- einingin gengiö svona erfiölega? „Þaö er erfitt aö svara þvi. Atök milli flugmanna hafa auö- vitað aukiö á vandann. En upp- hafiö er ef til vill tilfinningalegs eölis. Bæöi félögin höföu áöur átt i fjárhagserfiöleikum. Starfsfóikiö átti mikinn þátt I ab bjarga þeim og þvi hefur fólkiö meiri tilfinn- ingar til sins félags en ella heföi veriö. En ég vona nú aö þetta gangi brátt yfir og heyri sögunni til”. — Hvernig hefur samstarf for- stjóranna gengib? „Þaö hefur gengiö eftir atvik- um vel. Viö höfum mikla verka- skiptingu milli okkar, svo þab er oftast ljóst hvert er hlutverk hvers um sig”. — Heldurðu aö þaö sé erfiöara aö reka flugfélag hér en önnur fyrirtæki? „Ég býst varla viö þvi. Þaö er álag aö reka hvaöa fyrirtæki sem er á lslandi viö þær aöstæöur sem rlkja. Þær veröa ab lagast ef ekki á illa aö fara”. Að moka hrossaskít — Hvernig slakaröu á frá þessu álagi? „Ég er nú svo heppinn aö ég hef sitthvaö til aö halla mér aö. Viö hjónin eigum jörö austur i Hvols- hreppi, þar sem viö rekum bú meö hjálp ráösmanns. Þangað förum viö i flestum fristundum okkar, svo til um hverja helgi og I sumarleyfunum. ” — Hvernig stóö á þvi aö þiö fóruö út I þab? „Viö höfbum lengi hugsaö okkur aö eignast jörö. Lengi leituðum viö aöeins i næsta ná- grenni viö Reykjavik, en svo færöum viö okkur austar og keyptum þessa jörð, Biekkur. Þarna erum viö meö sauöfé og hesta. Hestarnir eru kannski upp- hafiö aö þessu öllu. Viö höfum I mörg ár átt hesta og haft mikla ánægju af þeim. Þaö er eitthvaö I manni, einhver eftirsókn eftir aö vera úti I náttúrunni I tengslum viö skepnurnar. Þetta hefur góö áhrif á mann. Þaö er góö hreyfing aö moka hrossaskit”. — Ber þetta fyrirtæki ykkar sig? „Nei, þaö ber sig ekki. Viö höf-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.