Vísir - 24.02.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 24.02.1979, Blaðsíða 16
Þær eru ótaldar stundirnar, sem örn og Margrét hafa varify til útreifia. Hér eru þau á horfnum gæöingum, Vlkingi og Pretti. Mörg falleg listaverk prýöa stofuna að Fjölnisvegi 10. Þar á meðal má sjá Dögun Einars Jónssonar, sem var á sinum tima dýrasta listaverk, sem selt hafði verið á uppboði hér á landi. um hænsni til aö setja einhvern fjárhagsgrundvöll undir þetta, en þafi dugir ekki til. Það er eflaust mjög erfitt að láta búrekstur bera sig I dag, nema þá helst þar sem hjón og börn vinna saman að störfum búsins. Mér sýnist að það hljóti lika að vera erfitt fyrir þá sem eru að byrja”. Förum frekar upp í fjöll — Þiö fariö þá ekki i „sigl- ingar” i sumarfriunum? „Nei, við förum mjög sjaldan út fyrir pollinn í frlum. „Við viljum miklu heldur fara upp I fjöll á hestunum. Við erum nú búin aö fara nokkuö viða. Til dæmis höfum við fariö oftar en einu sinni þvert yfir hálendiö. Fyrir nokkrum árum fórum við i 30daga ferö á hestum. Fyrst fór- um við austur á Hornafjörð. Þaðan fórum við norður i iand austan megin við Vatnajökul og svo var fariö suður Sprengisand. Viö gistum flestar nætur i t jöldum og höfðum allt með okkur á 25 hestum, en vistir tókum við á Hornafirði og Brú. Þorlákur Otte- sen fór með okkur þessa ferð, þá sjötugur a]b aldri, og tveir strákar, 13 og 15 ára”. —-Koma menn ekki útkeyrðir af þreytu úr svona ferö? „Nei, mér hefur aldrei liðið betur en á eftir. Þetta er fin þjálf- un”. Bjuggu ismiðju Aður en þau örn og Margrét kona hans keyptu Brekkur höfðu þau aöstöðu fyrir hesta sína á Hornafiröi. Þar innréttuðu þau gamla smiðju, á eyðioýli svo þau þyrftu ekki að búa alltaf i tjaldi. Þá voru margar ferðir farnar þangað austur. Nú hefur þeim fækkab, en þó var ætlunin að fara eina ferð um siöustu helgi. Kunn- ingjar þeirra bubu þeim að koma og fara á hestum þvert yfir Hornafjörð á Is. Sú leið tekur tvo tima, en sé farið eftir veginum er það 6 tima reið. Or þessari ferö gat þó ekki orð- iö, þvl veður breyttist rétt fyrir helgina. Brennimerktur frá fæð- ingu Flestir athafnamenn láta einn- ig að sér kveða i félagssamtökum og stjórnmálaflokkum. En örn kvaðst vera einn þeirra. „Ég er ekki félagslyndur og á erfitt með að vera I félögum,” sagði hann. „Ég hef heldur aldrei verið flokksbundinn, þótt ég hafi verið brennimerktur frá fæðingu sem, fulltrúi ákveöins flokks. Ég hef alltaf litið þannig á að I fluginu eigum við að foröast að taka þátt i stjórnmálum. Þessi starfsemi er þess eðlis, að hún hlýtur að snerta allan almenning og þvi ættu forráðamennirnir ekki að vasast I stjórnmálum. Frá upphafi hefur stefnan verið sú, aö spyrja aldrei um pólitlskar skoðanir starfsmannanna og við eigum að geta haft jafn-góð sam- skipti við stjórnvöld, hver sem heldur um stjórnvölinn.” Málverká hreyfingu Það vakti athygli okkar, að á heimili Arnar og Margrétar er talsvert af góðum málverkum. Við spurðum þvl hvort þau söfn- uðu málverkum. „Við erum alveg hætt að kaupa málverk. Núna fer allt sem af- gangs er i Brekkur. Þar eru verk- efnin ótæmandi. Hinsvegar gerð- um við talsvert af þvi á tímabili að kaupa og selja málverk. Fólk ætti að gera meira af þvi að skipta um listaverk. Það getur verið leiðigjarnt að horfa alltaf á sömu myndina og svo breytist smekkurinn. Ég er til dæmis far- inn að hafa smekk fyrir sumum tegundum afstraktlistar, sem ég hafði alls ekki áður.” Margt búiöaöske — Hefurðu einhverjar hugsjón- ir í sambandi við flugið? „Þetta er erfið spurning. Það er svo margt búið að ske I fluginu sem enginn sá fyrir, að það er erftitt að gera sér grein fyrir framhaldinu! Fyrir nokkrum árum sagði for- stjóri eins stærsta flugfélags Bandarikjanna I ræðu frá þvi að hann hefði kallaö allt sitt starfslið út á flugvöll, þegar hann fékk fyrstu DC-3 Dakota vélina, árið 1936. Svo sagði hann viö fólkið: „Horfið nú vel á, þvi þetta er stærsta fluevél sem þið sjáið nokkru sinni,” Svona eru framfarirnar örar. Flugið hefur skipað sér sess I samgöngumálunum og er snar þáttur I öllum samgöngum I heiminum. Það verður sjálfsagt keppikefli að flúga hraðar en hljóðið á langleiðum. Viö eigum við talsverða erfið- leika að etja I fluginu innanlands vegna veðurfars og hárra fjalla. Ég held að viö veröum háð þess- um atriðum um langa framtfð, þótt eitthvað verði hægt að bæta um.” Aldrei iðrast — Hefuröu einhvern tima séð eftir þvfað hafa farið inn á þessa braut? „Nei, ég hef aldrei séö eftir þvi. Það koma auðvitað þær stundir að maður vildi gjarnan skipta um starf. En þetta er áhugavert starf, þrátt fyrir alla erfiðleika. Annars fer ég bráðum að draga mig i hlé.” — Ætlarðu þá að taka alfariö til við búskapinn? „Ja, ég gæti margt vitlausara gert. Ég kann vel við mig I sveit og margir af mlnum ágætustu vinum eru bændur svo það er eng- in hætta á að mér leiddist þar.” Bilstjóri í 50 ár örn ók bil I fyrsta skipti fyrir nær 50 árum, þá aðeins 13 ára gamall. „Þá var ekki tekið hart á þvf þótt unglingar keyrðuað minnsta kosti ekki fyrir utan bæinn. Ég var þetta sumar fyrir 50 árum i Borgarfirði og þar keyröi ég vörubil á móti öðrum i akkorði við vegagerð. Siðan hef ég alltaf ekiö bfl. Mér finnst ég ekkert gamall, en þegar ég hugsa um þetta og rifja upp útilegurnar, sem ég fór I sem skáti suður að Fossvogslæk,þá er ljóst aö maöur er farinn að eldast. 1 þá daga sást ekkert hús frá bökkum lækjarins. Nú er hann i miðju þéttbýli.” Meginatriðin — Finnst þér þú hafa verið heppinn maður? „Já, tvimælalaust. Bæöi I fjöl- skyldullfi og starfi, en það ásamt góðri heilsu eru meginatriðin I lifinu.” Margrét og örn hafa alltaf haft mikinn áhuga á hestum. Myndin sem þau sitja hér við er eftir Baltasar og til aöeignast hana, seldu þau Kjarvalsmálverk. Það hefði ekki öllum þótt gófif járfesting. Viðtal: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.