Vísir - 24.02.1979, Blaðsíða 10
10
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davifl Guðmundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaflamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina
Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Por-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd-
ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Haf-
steinsson, AAagnús ölafsson.
Laugardagur 24. febrúar 1979'
VÍSIR
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Siflumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611.
Ritstjórn: Siflumúla 14 slmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 2500 á mánufli
innanlands. Verfl i
lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaflaprent h/f
Allmiklar umræður hafa
farið fram undanfarin ár \
fjölmiðlum um það, hvort
leyfa ætti frjálsan útvarps-
rekstur hér á landi. Háværar
raddir hafa komið f ram um að
einokun ríkisins á þvi að senda
dagskrárefni út á öldur Ijós-
vakans verði aflett, en aftur-
haldsmenn hafa maldað í mó-
inn og talið sjálfsagt að ríkið
eitt hefði með höndum þennan
þátt fjölmiðlunar.
Tvö frumvörp sem bæði
miða í f relsisátt í þessum ef n-
um liggja nú fyrir Alþingi, um
landshlutaútvarpog leyfi fyrir
sveitarfélög, menntastofnanir
og einstaklinga til þess að
hefja útvarpsrekstur. Bæði
eru frumvörpin flutt af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
Umræður um þau í þinginu
sýna að allmikil andstaða er
meðal ýmissa aðila, sem þar
sitja gegn frelsi í útvarps-
rekstri. Þar á meðal hafa
ungir og að því er talið var,
nútímalega þenkjandi þing-
menn Alþýðuflokksins, meðal
annarra mælt gegn málinu.
Þeir vilja, að þessi þáttur nú-
tímaf jölmiðlunar verði háður
einokun ríkiskerfisins áfram.
Visir hefur undanfarin
misseri hvattt til þess að
landsmönnum verði veitt
frelsi til útvarpsfjölmiðlunar,
auðvitað samkvæmt ákveðn-
um reglum, á sama hátt og
frelsi ríkir hér á landi varð-
andi önnur svið f jölmiðlunar.
Baráttu fyrir frjálsum út-
varpsrekstri ber ekki að skilja
svo að menn vilji láta leggja
ríkisútvarpið niður. útvarps-
stöðvar í eigu sveitarfélaga,
menntastofnana og einstakl-
inga myndu aftur á móti veita
þvi samkeppni, sem eflaust
myndi bæta þjónustu þess og
efni frá því sem nú er.
Stöðnunin og íhaldssemin,
sem ríkt hefur um árabil hjá
hljóðvarpsdeild ríkisútvarps-
ins er f arin að fara í taugarn-
ar á mörgum landsmönnum.
Að vísu eru Ijósir punktar í
!■■■ ■■■■■■■■■
dagskránni svosem léttir bland-
aðir þættir og tilraunaútsend-
ingaraf landsbyggðinni en slík
nýbreytni á erfitt uppdráttar.
Stereðútsendingar hafa aldrei
veriðathugaðar í alvöru á veg-
um stofnunarinnar og virðast
litlar líkur á sú nýja tækni
verði tekin í notkun í bráð hjá
útvarpinu, þótt auðvelt hafi
verið fyrir sjónvarpið að
skipta yfir í litútsendingar frá
svarthvítu, sem er þó margfalt
meira mál.
Það vekur auk þess furðu,
hve erfitt ráðamenn Ríkisút-
varpsins eiga með að raða
verkefnum í rétta forgangs-
röð, eftir þýðingu þeirra.
Glöggt dæmi um það er áhugi
sumra þeirra á því að byrja út-
varp á nóttunni í sumar og
setja allt að milljónatug í slíkt
fyrirtæki.
Endurnýjun dreifikerfis er
látin reka á reiðanum, stereó-
útvarp telst einhvers konar
framtíðarmússík, og viðbótar-
útsendingarrás, til þess
að koma til móts við kröfur
hlustenda, er víðsfjarri út-
varpsráði og stjórnendum út-
varpsins,
Ekkert af þessu kemst á
óskalistann ennþá, en aftur á
móti eru útvarpsherrarnir
vísir til að gleypa hugmyndina
um næturútvarp alveg hráa.
I stað þess að gera meiri-
hluta þjóðarinnar til hæfis til
dæmis með aukadagskrá á
annarri sendirás á þeim tíma
sem meginþorri þjóðarinnar
er vakandi eru menn i f ullri al-
vöru að hugsa um hvernig þeir
geti þóknast því litla prósenti,
sem verður vegna starfa sinna
að vaka eina og eina nótt í
viku.
Raunhæfara væri að setja
næturútvarpsmilljónirnar í
þróun stereóútvarpsins eða
byrjun útvarps á nýrri rás og
benda nátthröfnunum á að út-
vega sér létta mússík á snæld-
um sér til afþreyingar á með-
an meirihluti landsmanna sef-
ur.
STEREÓ, NÝ RÁS
OGNÆTURÚTVARP
V__________________________________J
Á förnum vegi
eftir Gísla
Jónsson
Á skiðum í Hlíðarf jalli.
þar þvl á fórnum vegi til fyrir-
heitna landsins.
NU man ég allt i einu eftir þvi
aðliklegaer ekki eins langt sið-
an ég skreið og ég hélt áðan.
Menntaskólinn átti margar
skriðferðir i útgarö á árum
áöur og kennarar voru þarlöng-
um i' ferðum meö nemendum
sinum, sjálfum Sér til heilsubót-
ar og ánægju, og til ómetanlegr-
ar kynningar við nemendur.
Ekki voru hinir siðarnefndu
alltaf jafnánægöir með tiltektir
kennara, enda skyldu þeir ekki
aðeins vera félagar nemenda
sinna i Útgaröi, heldur einnig
„góðra siða verðir”. En þaö
vildi koma fyrir i ferðum þess-
um að „skriðið” væri upp i ann-
an svefnpoka en þann sem til
hafði veriö tekinn, þegar að
heiman var búist. Höfundur
minnist þess aö hann heföi ein-
hver-ja tilburði aö halda hverj-
um og einum nemanda að sinum
poka, eöa svo var að minnsta
kosti sagt. Pokaskriðið og það,
sem þvi fylgdi, varö þá ennþá
meira spennandi og eftirsókn-
arvert, og árangur og oröstir
siövarðar eftir þvi. Hallldór
Blöndal, nemandi I 5. bekk
máladeildar, kvaö:
Ekki skal I útgarösför
ástar slokkna brimi,
þótt Gisli sundur sveigi pör
og svefnpokana rými.
Ég minnist samkennara
minna og vina skriöandi um
Glerárdal og Hliðarfjall. Bryn-
leifur Toblasson, sögu- og
latinukennari (quem honoris
causa nomino) var þar eitt sinn
á skiöum og skreið mikinn ofan
brekkur og bratta, en skyggni
var miölungi gott. Þar kemur
skriöi Brynleifs aö hengja er
framundan, en af henni hefur
hann ekkert veöur, og er á hon-
um þungur skriður. Góðviljaður
nemandi hans, sem sér gleggra
og þekkir land betur, skynjar
hættuna og kallar til hans i
varnaðarskyni. Brynleifur
Tobíasson var manna kurteis-
astur og bar frá hversu háttvis
hann var I oröum. Það er jafti-
snemma aö hann heyrir varnað-
arorð nemandans og hann sér
hættuna framundan, þá sem
með engu móti verður umflúin.
Og um leið og hann hefst til
flugs og svifur fram af hengi-
fluginu, berst svar hans um loft-
ið til lærisveinsins: Of seint,
góði, ellers takk”.
AF SKRIÐI UM
HLÍÐARFJALL
OG GLERÁRDAL
„Austur skreið Egill að öl-
rúnu”, segir i fornu kvæði um
mann sem fór á skiöum að leita
konu sinnar, er hún hafði hlaup-
ist á brott frá honum. Þeir sklð-
uöuekki göinlu mennirnir, held-
ur skriöu, enda flýttu sklðin svo
mjög för þeirra í snjó, að skriö-
ur komst á hana. Eins og nærri
má geta, báru Finnaraf öðrum i
þessari iþrótt og voru fyrir vikið
nefndir Skriö-Finnar, en þaö
þætti llklega ekki virðuleg nafn-
bót nú.
Ósköp er langt síöan ég skreiö
siðast. Ég held að liöin séu ein
tuttugu ár frá því að ég steig á
skiði. Ég get þvl ekki sagt eins
og Rögnvaldur jarl kali I Orkn-
eyjum: „Skrlöa kann ég á skíö-
um”, en þá var hann aö stæra
sigaf margbreytilegri kunnáttu
sinni i iþróttum og nefndi þar til
ni'u greinar: tafl, rúnalist, bók-
lestur, smiöar, skriðfimi. skot-
Fimi, róður hörpuslátt og vlsna-
gerð. Fáum er slik fjölhæfni
gefin.
Þótt ég skriði ekki sjálfur,
hefur vegur minn undanfarna
daga suma hverja legið upp i
Hli'öarfjall, þar sem menn
skriða meira en viða annars-
staöar. Ég hef sem sagt leitast
viö aö láta son minn njóta þess
sem ég treysti mér ekki til sjálf-
ur. Og hann skriöur sannarlega
sér til hreysti og unaöar, og
hann er sveimér ekki einn um
þaö. Heim kemurhann hæfilega
þreyttur og hæfilega svangur.
Ótölulegur manngrúi skriður i
Hliöarfjalli, þegar vel viörar til
þess, og þaö er oft. Margur er