Vísir - 26.03.1979, Blaðsíða 16
««4
■+
vísm
Mánudagur
26. mars 1979.
VIsismyndG.V.A
Iöunn og sonur hennar Halldór máta fermingarklæönaöinn. Henni fannst innihaldiö stundum týnast i umgjöröinni
„FORELDRAR LEQOJA OFT OF N
Istertumar frd KJÖRlS skapa veizlugleði á hvers manns borð.
Ljúffengar og girnilegar standa þær ekki við stundinni lengur
— og svo eru þær ótrúlega ódýrar.
MOKKA ISTERTA með kransakökubotni
og súkkulaðihjúp
NOUGAT ISTERTA með súkkulaðihjúp.
GÓmSÆT
10-12 manna ísterta, framleidd úr úrvals jurtaís.
COKTAIL ISTERTA með ekta muldum
coktailberjum.
IIÍirliíðirÆ\ ©
(SJSJSJSJSJSJSJSj®,® ©.© @ &
i spjallað víð loreldra
j fermlngarbarns
„Foreldrar leggja oft mikið á sig til þess að
| undirbúa ferminguna — taka til og jafnvel mála
ibúðina fyrir veisluna og útgjöldin geta orðið æði
■ mikil”, sögðu þau hjónin Björn Friðfinnsson og
5 Iðunn Steinsdóttir en sonur þeirra Halldór er ein-
mitt að fermast nú í vor
Þau voru spurð hvaða skilning
þau leggðu i ferminguna og sagði
þá Björn að hann teldi hana vera
bæði trúarhátið og fjölskyldu-
hátið, þar sem fermingarbarnið
fengi á vissan hátt þegnrétt i sam-
félagi fullorðinna — a.m.k. væri
tekið meira tillit til þess en áður.
Þá væri fermingin tilefni fyrir
fjölskylduna til að koma saman
en einnig vettvangur fyrir trúar-
lega fræðslu, sem börnin réðu sið-
an hvaða afstöðu þau tækju til.
Iðunn sagði að kostnaður viö
ferminguna hjá þeim væri ekki
undir 150-200 þús. kr. en þau hugs-
uðu sér að hafa um 50 manna
veislu. Kostnaður hjá sumu fólki
væri þó eflaust meiri og sér
blöskraði stundum hversu mikið
fólk leggði i ferminguna og vildi
það stundum brenna við að um-
gjörðin skyggði á innihaldið.
Þau hjónin töldu það mismun-
andi hvaða afstöðu börnin sjálf
tækju til fermingarinnar —
eflaust skipti trúarlega hliðin þau
mörg miklu máli, en þau væru
hins vegar feimin við að viður-
kenna það fyrir hinum krökkun-
um.
Hvort það væri metingur á milli
fermingarbarna út af fermingar-
gjöfum? Já, Iðunn sagðist haida
það — alla vega hefði hún tekið
eftir þvi þegar dóttir þeirra var
fermd, að hún og vinkonur hennar
báru sig saman hvað snerti gjaf-
irnar. Björn sagðist hins vegar
halda að þetta væri ekki svo áber-
andi á meðal þeirra.
Við spurðum að lokum hvort
foreldrarnir þrýstu á börnin að
fermast og töldu þau að það væri
ákaflega mismunandi. Sumir
þrýstu eflaust á börn sin að þau
létu ferma sig, en aðrir vildu
frekar að þau tækju ákvörðun um
það sjálf. Þau Björn og Iðunn
sögðu það sitt álit að börnin ættu
að fá að ráða þessu sjálf.
—HR
!385’®BiSHÍ
Sigurður kom með 16.383 iestir af loðnu aö landi á vertlðinni