Vísir - 29.03.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 29.03.1979, Blaðsíða 1
EITURLYFJAMÁLIÐ i KAUPMANNAHÖFN: LOGRIGLAN VILL HALDA ISLEHDING- tslendingarnir sem sitja I gæsluvarðhaldi I Kaupmannahöfn vegna kókainmáisins hafa nú allir játað aðild sina að málinu. Ungverjinn, sem taiinn er höfuðpaurinn i málinu, neitar enn öllum sakargiftum og má búast við aö lögreglan kref jist þvl framlengingar á gæsluvaröhaldi lslendinganna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttaritari Visis i Kaup- mannahöfn aflaði sér i morgun ber Guðrún Ragnarsdóttir að hún hafi aðeins geymt fikniefni fyrir Ungverjann, en ekki staðið sjálf I sölu. Franklin Steiner, Sigurður Þ. Sigurðsson og Robert Glad hafa hins vegar viðurkennt sölu en þáttur Roberts er sýnu minni en hinna tveggja. Gæsluvarðhald Islendinganna rennur út á morgun og verða þeir leiddir fyrir dómara um klukkan 9.30. Lögreglan vill hafa þá áfram i gæslu meðan sá ungverski játar ekki, en hann er eftirlýstur glæpamaður i mörgum löndum. Eru Islendingarnir aðalvitnin i málinu gegn honum. Hins vegar mun lögreglan leggja til aö Is- lendingarnir veröi leystir úr einangrun verði gæsluvarðhaldiö framlengt. —SG „Greiðum kauphækkunina ,,Við erum bundnir til þess samkvæmt samningum og mun- um greiða umsamda kauphækk- un”, sagði Armann Jakobsson bankastjóri Otvegsbanka ís- lands, þegar Visir innti hann eftir þvi hvort bankarnir ætluðu að greiöa starfsmönnum sinum 3 prósent kauphækkun 1. april. „Umsamin laun koma til út- borgunar 2. april og við munum greiða þau, nema launahækkun veröi frestað með lagaboði”, sagði Armann. —KP Þessir ungu lsfirðingar voru að leika sér I fjörunni á isafirði þegar blaðamenn VIsis áttu þar leið fram- hjá. Þeir heita Eggert Bjarni Samúelsson (t.v.) og Bjarni Brynjólfsson. Vlsismynd: JA. Samkomulag innan rfklsstlórnarlnnar: Láglaunafólk fær sex mánaöa aölögunartíma Samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um efnahags- stefnuna viröist vera komiö i höfn. Þingflokkar Fram- sóknarf lokksins og Alþýöubandalagsins samþykktu i gær ákveðinn samkomulagsgrundvöll og talið er aö þing- flokkur Alþýöuflokksins samþykki hann í dag. Samkomulagið felur það i sér að verðbótakaflanum i efnahags- frumvarpinu verði breytt þannig að skerðing á visitölu vegna versnandi viðskiptakjara komi i áföngum hjá láglaunafólki. Fólk sem hefur um 200 þúsund krónur i mánaðarlaun eða minna fær enga skerðingu 1. júni n.k. vegna viðskiptakjara, en skerð- ingin dreifist á 1. september og 1. desember n.k., en eftir það gildir sama regla fyrir öll laun. bá varð samkomulag um að auka innlánsbindingu viöskipta- banka i Seðlabankanum um 3%, úr 25% i 28%. Einnig, telja þing- menn Alþýðuflokks sig hafa náð fram að ákvæði efnahagsfrum- varpsins um verðlagsmál verði færð meir i frjálsræðisátt. Samkvæmt þessu verður verö- bótaskerðing launa sem voru yfir 200 þúsund krónum á mánuði um 4.5% 1. júni n.k. en launa undir 200 þúsundum 2,5%. Þeir þingmenn Alþýðuflokksins sem Visir ræddi við i morgun töldu að breytingar á frumvarp- inu væru óverulegar og breyttu ekki þvi markmiði þess aö koma veröbólgunni niöur i um 34% i árslok. veróup að grelða sex mllljðnlr Innflytjandi á ölgerðarefrii reyndi að komast hjá greiðslu tolla og vörugjalds af 11 tonna sendingu með þvi að þykjast ætla að brugga sjálfur úr efnun- um. Eftir strangar yfirheyrslur játaöi hann þó að hafa ætlað að selja efnin en sleppa við aö greiða tollinn. Manninumhefur verið gert aö greipa tæpar sexmilljónir i toll og vörugjald og tollafgreiðsla á vörum til hans stöðvuö þar til málið er upplýst til fulls. —KS FAST EFNl: Vlslr spyr 2 • Helmllio 2 • Iprotllr 4,5 ■ Erlendar írétllr 6,7 - Lelöarl 8 - Stjörnuspá 10 • Mynúasöyur 10 SanúKorn 14 ■ Núslöan 14 - lesenúaöréf 15 ■ Llf og líst 16.17 - DagöóK 1B. 19 - öivarn og sjónvarn 23 - svariöölði 23

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.