Vísir - 07.05.1979, Síða 3

Vísir - 07.05.1979, Síða 3
VÍSIR Mánudagur 7. maí 1979. 3 ÞAR HITTUST ALLAR SKRAUTUR RÆJARINS Magnús Guðmundsson skrllar frá Kaupmannahðln Fatnaöur sem Eva Vilhelmsdóttir hannaöi. Fyrir skömmu var haldin tiskukaupstefna vorsins I Beila Center i Kaupmannahöfn. Kaupstefna þessi var aöallega helguö kvenfólkinu og dró hún aö sér mun fleiri gesti en sam- svarandi sýning á karlmanna- tiskunni nokkru áöur. Enda hefur þaö aldrei fariö leynt aö konur eru mun ginnkeyptari fyrir hialininu en karlar. Ekki er hægt að neita þvi, að sitthvað var þarna á boð- stólunum til að gleðja augað. Konum var bent á það, að þær eru sannarlega augnagull karlanna og bæri þeim þvi að klæða sig eftir þvi, og er það vel. Konan á sem sagt að vera sexi, eða kynþokkafull, ef notað er rétt orð. Burt með karl- konuna, hættið öllum sjó- mennsku- og loftpressuórum og byrjið að vera konur, með öllu sem þvi fylgir. Sbr. eina með öllu takk, eða eitthvað svoleiðis. Mér fannst nú satt að segja meira spennandi að sjá gesti sýningarinnar en sýninguna sjálfa, þvi þar var komið saman allt skrautlegasta fólk borgar- innar og helstu tiskutoppar Skandinaviu. Hér var fólk kom- ið til að sýna sig og sjá aðra, þó öllu heldur hið fyrrnefnda. Það var ekki laust við að manni liði likt og framliðinni sál innan um lifendur, þvi ekki voru fata- garmarnir mínir til þess fallnir að vekja athygli fyrir frumleg- heit og fegurð. Islensk hönnun Fyrir kaupstefnuna voru send út bréf til allra fatahönnunar- skóla og fatahönnuða á Norður- löndum og þeim boðið að taka þátt i sýningu, sem var til þess ætluð að koma á framfæri byrjendum og óþekktum hönn- uðum í faginu. Allir sem áhuga höfðu á málinu sendu inn tiu teikningar og áttu sex þeirra að sýnast, ef umsækjandinn yrði einn hinna heppnu. Af aragrúa umsækjenda voru valdir úr átján, sem fengu tækifæri til að koma hæfni sinni á framfæri og þar af voru tveir tslendingar, þær Maria Lúisa Ragnarsdóttir og Eva Vilhelmsdóttir. Eva hefur verið starfandi fatahönn- uður á íslandi síðan 1972, en hún útskrifaðist frá „Skolen for Brugskunst” hér I Danmörku. Hún starfar sem hönnuður hjá Alafoss og þar átti hún góða aö, þvi Álafoss greiddi allan kostnað hennar og sá um allan saumaskap á þeim fötum sem hún sýndi. Maria Lúisa stundar nám við Margaretheskolen I Kaup- mannahöfn, en þvi námi lýkur I júní I sumar. Maria varð sjálf að standa straum af öllum kostnaði við sinn þátt sýningar- innar, greiða allt efni i fötin og hún saumaði þau sjálf. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir góða hönnun og runnu þau til Dan- merkur, Finnlands og Noregs. Góð viðurkenning Dómararnir virtust eiga erfitt með að dæma fötin þvi þeir sögðu að þetta væri allt saman svo jafngott og væri næstum ómögiiegt að taka eitt fram yfir annáð. En þó islensku stúlkurnar hafi ekki fengið verðlaun á sýningunni má segja að þaö er út af fyrir sig mjög góð viðurkenning að fá að taka þátt i henni. Og mjög margir höfðu einmitt á orði, að tslendingarnir hefðu átt verðlaun skilið og fengu stúlkurnar mjög mikið hrós fyrir sitt framlag. Það var greinilegt að ekkert var sparað af hálfu fram- kvæmdaraðila sýningarinnar, til að sýning nýliöanna, mætti njóta sin sem best. TIu bestu sýningardömur Danmörku, sýndu fötin og fengu þær 1050 kr., fyrir daginn og þykir þaö allgott, en þær sýndu líka aö þær kunnu sitt fag, þvi þær hefðu getað gert götótta gardínu aö söluvöru. —MG Sýnishorn af fötum sem Maria Luisa hefur hannað. (Vísism. MG). ^ Sendibílar f rð Volkswagen: TILITUSKIÐ! AUGLYSINGASTOPA KRlSTlNAR 82 26 VW „RÚGBRAUÐ" Burðarþol: 1000 kg Vél: loftkæld Verð: 4.507.000.- VWLT31 Burðarþol: 1500 kg Vél: vatnskæld Verð: 6.418.000.- SÉRHÆFÐ VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA. Verð miðað við gengisskráningu 25. apríl, 1979. 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.