Vísir - 20.04.1979, Blaðsíða 6
VÍSIR
\ Föstudagur 20. april 1979.
JUmsjón:
.Guömundur
'Pétursson
Hiaipargögn streyma tll
larðskiðirtasvæöanna
Stórar bandariskar flutninga-
vélar hafa tekiB þátt I aB flytja
hjálpargögn til suðurhluta Júgó-
slaviu, þar sem 90.000 manns eru
heimilislaus eftir jarðskjálftana
og eiga nú vofandi yfir sér far-
sóttir.
Drykkjarvatnsskortur er til-
finnanlegastur á landskjálfta-
svæðunum. En með þvi að mikill
fellir varð á búfé, og dýraskrokk-
arnir liggja rotnandi ofanjarðar,
þykir hætta á þvi, að þetta hvort-
tveggja geti kveikt upp mann-
skæðar sóttir. — Auk þess hefur
ekki heldur tekist að ná lfkum
allra þeirra 200 sem fórust.undan
rústunum.
Meðal hjálpargagna, sem mikil
áhersla hefur verið lögð á að
senda hinu nauðstadda fólki, eru
áhöld til þess að sótthreinsa
neysluvatn.
Lokiö hefur verið við að bólu-
setja alla á aldrinum þriggja til
sextiu ára gegn taugaveiki.
Fyrstu dagana eftir að fólk
varð að yfirgefa heimili sin, urðu
margir aðhafast við undir berum
himni, enmeð aðstoð erlendis frá
hefur nú borist mikið af tjöldum á
jarðskjálfasvæðið svo að fólk geti
að minnsta kosti leitað sér skjóls
fyrir rigningunum. En úrhellis-
rigningar og þoka hafa bætt ofan
á aðra eymd þessa fólks, og lika
hamlað hjálparstarfinu.
Dátar flmins
ganga um
myrðandi
konur og börn
Innrásarher Tansaniu og upp-
reisnarmenn i Uganda treysta i
dag tök sina á bænum Jinja og
risaraforkuverinu, sem sér land-
inu öllu fyir rafmagni.
Fótgönguliðið á nú skammt eft-
ir ófarið þangað til þess að leysa
af hólmi brynvagnasveitir, sem
farið höföu á undan og að bænum
og náð stiflunni á sitt vald.
Owenfossa-stiflan og raforku-
verið við upphaf Viktoriuvatas i
ánni Nil voru mikilvægasti vinn-
ingurinn, vegna raforkunnar.
Skemmdarverk á stiflúnni eða
raforkuverinu hefðu skapað hinni
nýju stjórn uppreisnarmanna
ósegjanlega erfiðleika, og eru þó
verkefnin ærin eftir átta ára
öngþveitisstjórn Amins.
Or þeim hlutalandsins, sem hin
nýja stjórn og innrásarliðið hafa
ekki enn á valdi sínu, berast nú æ
fleiri fréttir af fjöldamorðum á
borgurum, en þar munu vera aö
verki leifarnar af her Amins for-
seta. Kaþólskur prestur, sem
kom igær tU Kampala frá bærum
Lira I norðurhluta landsins,
segir, að þar Kggi eins og hrá-
viður lik fórnarlamba hinnar
hræðilegu leynilögreglu Amins.
Likin liggja og rotna ofanjaröar,
en ef einhverir voga sér að ætla
að husla þau, eiga þeir yfir höföi
sér að verða drepnir sjálfir.
Flóttamenn úr austurhluta
Úganda segja við komuna til
Kenya ljótar sögur af framgöngu
þessara morðingja Amins, sem
murki niður þorpsbúa, konur og
börn þar á meðal, fýrir engar
sakir.
Egyptar fyigjandl
samnlng-
unum vlð fsrael
Niðurstöður þjóöaratkvæða-
greiðslunnar I Egyptalandi, sem
Anwar Sadat, forseti efndi tU um
friðarsamningana við Israel
verða kunngerðar I dag. Kvisast
hefur, aö yfirgnæfandi meirihluti
kjósenda, eöa yfir 95% hafi sýnt
sig fylgjandi samningunum.
Skjðta á gæsiu-
llðlð og stlórn-
arherlnn l
Líbanon
Kurt Waldheim, framkvæmda-
sijóri Sameinuðu þjóðanna, mun
leggja I dag fram skýrslu um
ástandið I Suður-Líbanon og tU-
raunir tU þess að koma þeim
hluta landsins aftur undir stjórn-
ina i Beirút.
Fyrir skömmu hófust liðsflutn-
ingar hins nýmyndaða stjórnar-
hers Libanon inn á eftirlitssvæöi
gæsluliðs S.þ. I Suður-Libanon en
hægrisinnaðir kristnir menn.sem
hafa haftþennan hluta landsins á
sinu valdi, mættu liðsflutaingun-
um með ákafri stórskotahrlð á
aðalstöðvar gæsluliðsins.
Leiðtogi kristinna þarna, Saad
Haddad majór, hefur lýst yfir
sjálfstæði yfirráðasvæðis sins, en
menn hans eru vel búnir nýtisku
vopnum og hafa komið sér vel
fyrir tU varnar. Haddad og
kristair hafa notiö stuðnings ís-
raelsmanna allar götur frá þvi,
að ísraelsmenn geröu innrásina í
S-LIbanon.
Rafmagnsstðllinn
Þetta er rafmagnsstóllinn I Alabama, kallaöur i daglegu tali af
föngunum í Holman-fangelsi „Gula mamma.”
Hann hefur staBiB ónotaöur siöan 1965, en John Louis Evans III,
sem dæmdur var til dauöa fyrir rán og morB á veölánara 1977, er
ætlaö stefnumót viö „Gulu-mömmu”. — Ef af aftökunni verBur, er
þaö annar dauBadómurinn, sem framfylgt er I Bandarikjunum
siöan 1967.
1977 var Gary Gilmore leiddur fyrir aftökusveit i Utah og tekinn
af lifi.
Mlkll
pátttaka (
kosnlngum
I Rðdesfu
Fjöldi kjósenda, sem skilað
hafá atkvæðum sinum i kosning-
unum i Rodesiu, er nú kominn
yfir 50%, og eru menn farnir að
spá þvi, að í dag og á morgun fari
kjörsóknin yfir þau 60%, sem
stjórnin hafði best gert sér vonir
um.
En svo er að sjá, sem einhver
klofningur hafi oiðiö miUi ætt-
flokka á fyrstu tveim dögum
kosninganna, þriðjudag og mið-
vikudag, þvl aö menn af Nde-
bele-ættflokknum, sem er fá-
mennari, hafa ekki nándar nærri
þvi sýnt jafnmikla kjörsókn hlut-
fallslega og menn af Shona-ætt-
flokki, sem er fjölmennari. —
Beramenn kviðboga fyrir þvi, að
þetta eigi eftir að valda rikis-
stjórn svarta meirihlutans erfið-
leikum siöar.
Ekki liggja fyrir nákvæmar töl-
ur um, hve margir höfðu kosið i
gærkvöldi, en um kl. tvö I gær
höfðu 48,7% þeirra, sem á kjör-
skrá voru, skilað atkvæðum
sinum. Þótti liklegt, að kjörsókn-
in yrði komin upp yfir 50% i gær-
kvöldi.
1 sumum kjördæmum var
kosningaþátttakan milli 66 og
70% en i öðrum fór hún niður I 16
— 31%.
Ef hið nýkjörna þingliö bæri
keim af þvi að vera mestmegnis
skipaö mönnum af Shona-ætt-
flokki, þykir hætt viö, að
Ndebele-menn kynnuaö risa gegn
stjórninni, en þeir þykja her-
skárri og úr þeirra röðum hafa
skæruliðasamtökin helst sótt sér
liðsmenn.
Skæruliðar hafa litið sem ekk-
ert haft sig i frammi I kosning-
unum, þrátt fyrir hótanir sinar
um aö spilla fyrir þeim.
Æðstuprestarnir í
íran sáttir á ný
Orðrómurinn um klofning milli
tveggja helstu trúarleiðtoga Ir-
ans, Taleghani æðstaprests og
Khomeini æðstaprests, virðist
ekki hafa verið reistur á traustum
grunni, þvi að'Taleghani hefur
lýst I útvarpi yfir stuðningi sinum
við Khomeini.
„Ég hef ávallt stutt baráttu
hans og yfirlýsingar. Ég hef sam-
þykkt forystu hans”, sagði hann,
og bætti þvi við, að enginn grund-
vallarágreiningur væri milli hans
og Khomeini.
Þessi yfirlýsing fylgdi I kjölfar
viðræðna, sem hann og Khomeini
áttu I hinni helgu borg Qom.
En Taleghani æðstiprestur
hafði áður horfið af opinberum
vettvangiog fariðhuldu höfði, um
leið og hann lýsti yfir vanþóknun
sinni á vinnubrögðum storm-
sveita Khomeinis og byltingar-
dómstólsins, en byltingarmenn
höfðu tekið börn hans höndum,
þótt þau væru siöan látin laus og
æðstipresturinn beðinn velvirð-
ingar á mistökunum.