Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1979, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudagur 2. aprll 1979 „Orgellelkur og stærö- i træði eiga vel saman" i - seglr lllf Prunner. nýskipaður organisii I Hátelgskirkju, sem jalnframl er doktor I stærðlræði W MM LATTU ÞAÐ EFTIR Æjá ÞÉR AÐ SKREPPA gggya^ IOÐAL I KVOLD. Hann er; SYNGJANDI SÆLL OG GLAÐUR Láttu sjá þig /,Fólk talar mikið um streitu hérna/ en mér finnst maður auðveldlega geta haft stjórn á því hvort maður lætur draga sig inn í hana eða ekki. Aftur á móti er annað uppi á teningnum í stórborgum eins og Vínar- borg, þar sem streitan ræður ferðinni" segir Ulf Prunner. ekki bæöi sóun á orðum og prentsvertu Þá þótti mér athyglisvert aö lifandi menning á Islandi er nærri eingöngu i bókum. Málið hefur haldið sér gegnum aldirn- ar og fólk er alltaf að byggja það upp og reyna að finna ný orð yfir erlend orð. Slikt hugsar maður ekki út i þar sem ég er alinn upp. Ulf Prunner ásamt eiginkonu sinni, Rósu Björgu Helgadóttur, og sonunum, Vifli og Agli. Hef ur þú séó JOHN ANTHONY ★★★★★★ ★★★★★★ Ef ekki; Hann er Austurrikismaður — býr hér á tslandi og hefur nýlega tekiö við starfi organista i Háteigskirkju. Auk þess er hann doktor i stærðfræði. Ulf Prömmer er kvæntur islenskri konu, Rósu Björgu Helgadóttur. Þau kynntust fyrir nokkrum ár- um i Vinarborg, komu hingað til Islands i eitt ár og bjuggu þá i Raufarhöfn, þar sem Úlf var tónlistarkennari. Fóru siðan aftur til Vinar i eitt ár meðan hann var aö ljúka við doktors- ritgerð sina og komu til tslands fyrir einu ári og búa i Fossvog- inum ásamt tveimur sonum sin- um Vifli og Agli. ,,Ég byrjaði ekki að læra á orgel fyrr én eftir stúdenfspróf eða um leiö og ég hóf nám i stærðfræði” sagði Ulf. Aður hafði ég lært á pianó, en ég var ákaflega hrifinn af Bach og langaði til að læra á hans hljóð- færi, sem er orgel”. — Hvernig gengur að sam- ræma stærðfræöi og orgelleik? ,,Mjög vel. Ég lit á stærðfræði semlistog viidi helst geta unnið jöfnum höndum aö henni og orgelleik. Ég er ekki orðinn nógu góður i málinu til að kenna stæröfræöi hérna, en ég vona nú að úr þvi rætist. Ég hef haldið einn fyrirlestur í háskólanum um þá grein stærðfræði sem ég hef sérþekkingu á. Ég get ekki til þess hugsað að sérhæfa mig á einu afmörkuðu sviöi og starfa við það alla ævi”. Islensk menning aöeins í bókum Ég kann mjög vel við mig hér. I fyrstu fannst mér veðrið erfitt, en er löngu búinn aö venjast þvi Mér finnst veðurfarið hafa mikil áhrif á fólk hérna enda hlýtur náttúra hvers lands aö móta þá einstaklinga sem þar búa. Það rikir meira frjálsræði hér en i Austurríki. Kannski er það vegna þess að þar er meirihlut- inn kaþólskrar trúar og það ger- irfólk íhaldssamara. Ég var af- ar undrandi þegar ég áttaði mig á þvi að fólk hér gat tekið upp simann og hringt i stjórnmála- menn og fundið að við þá. Slikt er óhugsandi i Austurriki. Eins finnst mér skrýtið hversu marg- ir stjórnmálaflokkar eru i landi sem telur tvöhundruð þúsund ibúa og dagblöðin eru fleiri en i Vin og spurning hvort það er Stjórnast af því sem haidið er aö þeim Mér finnst tslendingar stjórn- ast mikið af þvi sem haldið er að þeim. Þá á ég við hluti eins og Grease æði, tiskuvarning og annað það sem hæst ber hverju sinni. Þetta land býöur upp á mikla möguleika til fjölbreytni, bæði i tómstundum og starfi en mér finnst fólk litið notfæra sér það. Það er furðulegt, þar sem einstaklingurinn er eins hátt skrifaður og hér og hefur svo mikla möguleika, að meirihlut- inn skuli fylgja tiskum sem stefna að þvi að alhæfa fremur en draga fram einstaklings- einkenni. Mér sýnist aö meö samá áframhaldi munið þið tapa séreinkennum ykkar, þó þið séuð einangruð land- fræðilega. Tiska er hlutur sem alltaf endurtekur sig, en fólk þarf að gera sér grein fyrir hvað er raunverulega mikilvægt i lifinu og haga sér svo samkvæmt þvi i stað þess að hlaupa upp til handa og fóta eftir þörfum sem aðrir búa til fyrir það. Mér finnst lika einkennandi fyrir ísland sem á raunar viö um fleiri iönd til dæmis Austur- riki, að það hefur mjög stóra höfuðborg, miðað viö ibúafjölda en landsmenr. að öðru levti dreifðir i smábyggðir um allt land. Við þetta myndast ákveðin togstreita milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarinnar. Ég bjó eitt ár i Raufarhöfn og fann þetta mjög glöggt. Það var sér- staklega gott að vera þar og ég vildi mega nota tækifærið og senda ibúum þar kveðju. Þeir reyndust okkur einstaklega vel og svona litil samfélög eru alltaf persónulegri. — Ætlið þið að búa hér i fram- tiðinni? i „Það er ekkert ákveðið. Við látum það bara ráðast”. sagði Ulf Prunner. Ulf Prunner

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.