Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 1. des. 1989 MMMIÍl Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. VIRÐISAUKASKATTUR í HÖFN Farsæl niðurstaða hefur fengist í umræður stjórnarflokkanna um framkvæmd virðisaukaskattsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðdegis í gær, að loknum fundum þingflokka stjórn- arflokkanna, þá tillögu forsætisráðherra, að virðisaukaskatturinn kæmi til framkvæmda um næstu áramót. Tillögur forsætisráð- herra fela ennfremur í sér að skattþrepið verði eitt, 24.5% en með endurgreiðslu verður aflétt um helmingi skattsins af nokkrum tegundum innlendra matvæla þannig að verð á helstu matvæl- um lækkar um allt að 9 % nú um áramótin. Þar með hefur lækkun matvælaverðs verið tryggð í upphafi næsta árs og skattapró- sentan lækkuð úr upphaflega 26% niður í 24.5%. I umræðum á Alþingi í gærkvöldi gerði forsætisráðherra grein fyrir því hvernig tekjumissir við lækkað prósentustig er unninn upp með hækkun tekjuskatts, tekjuskatt á orkufyrirtæki og mengunarskatt á bifreiðar. Vissulega er umdeilanlegt hvort leggja eigi nýja skatta eins og bílaskatta á almenning eða hvort krukka hefði átt í tekjuskattinn. Bíða verður þó eftir nánari út- færslu á nýjum tekjuhliðum ríkissjóðs áður en hægt verður að taka endanlega afstöðu til þessara liða. Pað eru gleðitíðindi fyrir fjölskyldur og lágtekjuhópa, að hækk- un skettleysismarka einstaklinga er framundan og að persónuaf- sláttur og barnabætur hækka verulega á næsta ári. Skattbyrði lágtekjufólks og barnafjölskyldna verður svipuð eða ívið lægri á fyrra helmingi næsta árs og hún er í dag. Skattbyrðin íþyngist hjá hátekjufólki. Það er rétt stefna og sanngjörn, að lækka matvæla- verð en auka skattbyrðar þeirra sem miklar tekjur hafa til að mæta halla ríkissjóðs við endurgreiðslurá nauðsynjavörum sem matvælum. Stærsta verkefnið er þó enn óleyst. Á næsta ári verður að kanna hverning breyta megi virðisaukaskattinum til að lækka fram- færslukostnað. Það verður að kanna þær hugmyndir til hlítar, hvort taka beri upp tveggja þrepa virðisaukaskatt þar sem öll matvæli fari í lægra þrepið. En þýðingarmesta aðgerðin er að sjálfsögðu að afnema hið hrikalega einokunarkerf i íslenskra land- búnaðarafurða sem heldur uppi háu verði og krefst mikilla fórna af skattgreiðendum í formi endurgreiðslna. Skattgreiðendur verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru að stórum hluta að borga íslenskan matarreikning þegar þeir borga skattana sína. Þess vegna greiða íslendingar matinn sinn tvisvar; fyrst til Gjald- heimtunnar og síðan við búðarborðið. Það er því þjóðþrifamál, að athuga hvernig vega megi upp tekjutap ríkissjóðs vegna hugsan- legs lægra þreps í virðisaukaskatti með því að draga úr útgjöld- um til landbúnaðarmála. Hér er fyrst og fremst nauðsynlegt að endurskoða búvörusamninginn tafarlaust. Og ennfremur að leggja grunninn að óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum sem tryggja myndi eðlilega samkeppni.við íslenskan landbúnað og tryggja neytendum lægri vöru og skattgreiðendum léttari skattbyrði. Það er í raun furðulegt að umræðurnar um matvæla- verð hafa snúist um „matarskatt" og annað þrep í virðisauka- skatti. Hinir stóru hagsmunir íslenskra neytenda og fjölskyldna hvað snertir verðlagningu matvöru, snúast einmitt um að rjúfa einokunarhring hins íslenska búvöru- og landbúnaðarkerfis. Að lokum er það nauðsynlegt í framhaldi af ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um gildistöku virðisaukaskattsins, að kannaður verði undanþágulaus virðisaukaskattur í einu þrepi þar sem skatthlutfallið verði mun lægra en nú hefur verið ákveðið. Þar væri einnig tekið mið að hið nýja skattkerfi bæti samkeppnis- stöðu íslenskra atvinnuvega og tryggi bætt skattskil og tekið væri tillit til þeirra ákvarðana sem teknar verða um virðisauka- skattkerfi í Vestur-Evrópu almennt í náinni framtíð. ONNUR SJONARMIÐ SEINHEPPNASTI íhaldsforingi á Islandi í siöari tíö er tvímælalaust Þorsteinn Pálsson. Þegar hann hrökklaðist frá völdum sem forsæt- isráðherra fyrir rúmu ári var hann hæði úrræðalaus, taugaspenntur og framtakslaus. Nú er hann hins vegar í vígaham og setur fram vantraust á núverandi rikisstjórn fyrir að hafa tekið að sér þau verk sem hann hljópst sjálfur frá! Tíminn fer nokkrum orðum um verk eða verkleysi Þorsteins Páls- sonar í tíð hans sem forsætisráð- herra í leiðara í gær. Leiðarahöfundur Tímans segir: „Stjórnarforysta Þorsteins Pálssonar í 14 mánuði, frá júlí- mánuði 1987 til septembermán- aðar 1988, verður lengi í minn- um höfð fyrir úrræðaleysi for- sætisráðherrans og þess liðs sem hann studdist við. Á þessu tímabili óx rekstrar- vandi í undirstöðugreinum at- vinnulífsins, sjávarútveginum og samkeppnisiðnaðinum, með þeim afleiðingum að um allt land stefndi í rekstrarstöðvun fyrir- tækja og atvinnuleysi blasti við. Enda fór svo að stöðvun fjöl- margra fyrirtækja varð ekki um- flúin. Ymsum þeirra varð ekki bjargað frá gjaldþroti. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, horfði á þessa þróun gerast án þess að hafast nokkuð að, þótt hann væri forsætisráð- herra landsins." Og áfram heldur leiðarahöfundur Tímans: „Nú má vel vera að Þorsteini Pálssyni hafi verið sá vandi á höndum að hann fengi ekki ráð- ið við það sundraða lið sem Sjálf- stæðisflokkurinn er samkvæmt eðli og uppbyggingu, þar sem einstakar fylkingar eru naumast í kallfæri hver við aðra, svo að helst er líkjandi við þann fræga Lýðræðisfrjálshyggjuflokk í Japan sem raðað er saman úr ótal kubbum í pólitískri rað- þraut. Þótt t.d. Egiil á SeljavöII- um sé raddsterkur er borin von að ómur af máli hans heyrist yfir á bekkina þar sem peninga- og vaxtafrjálshyggjan á fulltrúa sína. Það hefur komið í hlut þeirrar ríkisstjórnar, sem mynduð var á rústum stjórnarferils Þorsteins Pálssonar, að endurreisa at- vinnulífið í landinu. Núverandi stjórnarsamstarf nær yfir 14 mánaða skeið, sem hefur verið óslitið endurreisnartímabil, í stað þess að 14 mánaða forsætis- ráðherratíð Þorsteins Pálssonar 1987—1988 var tími vasturs og úrræðaleysis." Verkin tala. Þau fleygu orð eiga við nú sem fyrr. EVROPA er farin að knýja að dyr- um Islands svo um munar. Þegar eru farnar að rísa upp vísir að fylking- um sem eru með eöa á móti nálgun Islands við Evrópubandalagið. Doktor Siguröur Steinþórsson hélt um daginn erindi um einmitt daginn og veginn en mest um Evr- ópubandlagið þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að það ,,að sameinast Evrópu er að tapa aleig- unni.“ Einhverra hluta vegna fannst Tím- anum upplagt að birta erindið á leiðaraopnu. Grípum niður í staðhæfingar Sig- urðar hvað myndi gerast ef íslend- ingar gengju í Evrópubandalagið: „Eg held það blasi við, að sem Islendingar á Islandi munum við tapa öllu — aleigunni — tung- unni, menningunni og landinu. Sem sjálfstætt ríki er Island nefnilega dálítill þyngdarpunkt- ur í sjálfu sér, en sem hluti af Stórevrópu verður það ekki ann- að en jaðarsvæði með öllum þeim vandamálum sem að slík- um svæðum steðja, fátækt og ís- lenskir atvinnuvegir aðrir en fiskveiðar verða nefnilega í aug- um Bandalagsins það sem gula pressan hér á landi kallar „gælufyrirtæki“, óarðbær starf- semi sem haldið er gangandi til að landsmenn hafi atvinnu. Og eftir því sem hagfræðingar segja okkur, líðst svoleiðis nokkuð ekki í alvörulöndum þar sem hinn algildi mælikvarði pening- anna er lagður á hlutina.“ Ekki getur sá mælikvarði reynst slæmur — nema að doktor Sigurður vilji óbreytt ástand fyrirgreiðslu- og ríkisforsjárkerfisins í atvinnumál- um. En gefum Sigurði aftur orðið: „ísland verður ekki annað en verstöð með þjónustu við fiski- skip Evrópubandalagsins og of- urlítinn ferðamannaiðnað á sumrin. Og í ljósi þess, að undir hverjum steini, sem velt er við í þjóðfélaginu voru, reynist vera kraðak fjármálaspillingar, er líklegast að jafnvel smákapítal- istar af þeirri gerð sem nú láta sem hag sínum og fyrirtækja sinna væri betur borgið meðal stórumsvifamanna Evrópu, yrðu flestir komnir í steininn innan árs frá því við gengjum í Bandalagið.“ Er ekki allt í lagi að þeir menn lendi bak við lás og slá? Er þaö aö glata aleigunni? Kannski fjármála- glæponarnir — en varla þjóðin. Einn með kaffinu — Læknir, eiginmaður minn heldur aö hann sé vörulyfta! — Komdu með hann til mín á stofuna. — Nei, ég get þaö ekki. Hann neitar að stoppa á þessari hæð! DAGATAL Bjargvœttur stjórnarinnar Eg er alveg hættur að skilja pólit- íkina. Ekki það, að ég hafi nokk- urn tímann skilið stjórnmál svona yfirleitt. En atburðir síðustu daga hafa endanlega steypt skilningi mínum á stjórnmálum út í ystu myrkur. * Eg sagði við konu mína í gær- morgun að ég væri hættur að hugsa um pólitík. — Af hverju? spurði hún. — Eg botna hvorki upp né niður í þessu lengur, svaraði ég. - Nú? — Já, sjáðu til, sagði ég. Ríkis- stjórnin er búin að vera út og suð- ur í þessum virðisaukaskatti að undanförnu. Konan kinkaði kolli. — Olafur Ragnar vildi auðvitað fá peninga í kassann strax um ára- mótin. En þegar allt þjóðfélagið með öll helstu samtök í forystu barðist fyrir þvi að setja matvæli i lægra skattþrep, þá þorði Ólafur Ragnar ekki annað en að taka undir með þjóðkórnum. En auð- vitað þurfti hann sárlega á skatt- peningunum að halda. Svo hann sagði bara: Helvítis kratarnir vilja matarskattinn, og ég er bundinn af samkomulagi við þá. í hjarta mínu er ég því sammála ykkur, kæru landsmenn, að leggja ekki skatt á mat. En því miður er ég bundinn fastur við skepnuna hann Jón Baldvin. — Þetta er mjög eðlileg pólitík, sagði konan. Eg ræskti mig. — Svo kom Steingrímur og sagðist alveg vera sammála þessu og reyndar sammála öllum sem höfðu yfirleitt tjáð sig um málið. — Það er líka ofur eðlileg pólit- ík, sagði konan. — Nú, sagði ég. Þegar hér var komið börðu kratarnir í borðið og sögðust ekki nenna þessu lengur. Það yrðu að koma hreinar línur í spilið. Annað hvort samþykktu menn þeirra tillögur eða fjármála- ráðherra legði þá bara fram tveggja þrepa virðisaukaskatt- skatt sem sameinaði alla ósk- hyggjuna: ríkið fengi sitt, íólkið fengi lægra matarverð og engir nýir skattar. Og þá hrundi allt. — Þetta er líka pólitík, sagði konan. Hvað er það sem þú skilur ekki? — Þarna var greinilegt að stjórnin var öll út og suður, sagði ég. Sennilega var stjórnin bara komin að því að springa. Enda bökkuðu Ólafur Ragnar og Stein- grímur í hvelli og sögðust bara vera sammála Jóni Baldvin í einu og öllu og hann væri þeirra besti vinur. Konan var farin að horfa rann- sakandi á mig. — Og þá erum við komin aö þvi sem ég ekki skil, sagði ég. — Og það er ? spurði konan. — Jú, einmitt þegar stjórnin var komin að því að springa og Jón Baldvin orðinn hundleiður á þeim Ólafi Ragnar og Steingrími, þá kemur bjargvættur stjórnarinnar til sögunnar. — Bjargvættur stjórnarinnar? spurði konan. Áttu við Stefán Val- geirsson? Nei, nei, sagði ég . Stefán er fremur óvættur stjórnarinnar. Nei, þá kemur Þorsteinn Pálsson, bjargvættur stjórnarinnar og setur fram vantraust á ríkisstjórnina. — Kallar þú það björgunarað- gerð? spurði konan. — Já, því á einni svipstundu þjappaðist stjórnin saman og varð að einni órjúfanlegri heild. Virðis- aukaskatturinn lá samdægurs til- búinn á borðinu og Jón Baldvin var búinn að fá öll umboð til að tala við hvern sem hann vildi, hvar í heimi sem er. Þorsteinn bjargaði stjórninni. — Þú segir nokkuð, sagði kon- an. — En það er sennilega vegna þess að Þorsteinn kann ekkert í pólitík, sagöi ég. Konan fór og hellti upp á kaffi. Það gerir hún alltaf þegar hún er mér sammála.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.